Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 26

Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Leirdalur 21, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Nýjar 4. herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs. Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum. Hagstæð seljendalán í boði sýningaríbúð Sunnudaginn 26. jan-úar síðastliðinn léstSigurður Péturs-son, fyrrverandi lektor í grísku og latínu við Háskóla Íslands, 75 ára að aldri. Sigurður kenndi mér forngrísku í MR og átti drjúgan þátt í að opna augu mín fyrir þeirri auðlegð sem fólgin er í grískri tungu og menningu. Fyrir það er ég þessum góða kennara óend- anlega þakklátur. Þar var lagður grunnur sem ég byggði ofan á í háskólanámi í málvísindum og fornfræði austan hafs og vestan. Á meðal lesefnis okkar í MR var Málsvörn Sókratesar eftir Platón, sem er hefðbundinn byrjenda- texti í forngrísku. Þetta rit er til í íslenskri þýðingu Sigurðar Nordals (byggðri á „skólaþýðingu“ Steingríms Thorsteinssonar) sem kom út í bókinni Síðustu dagar Sókratesar (fyrst 1973), einu lærdómsrita Hins íslenzka bókmenntafélags. Þessi bók ætti auðvitað að vera skyldulesn- ing í framhaldsskólum, hvort heldur á grísku eða íslensku. Hver er sá heimur sem lýkst upp fyrir okkur þegar við lærum forn- grísku? Grísk tunga er gríðarlega auðug og blæbrigðarík og hefur tjáð örlagaþrungnustu hugsanir mannkyns, í bókmenntum, heimspeki, vís- indum og trúarbrögðum. Gríska hafði djúpstæð áhrif á latínu og raunar öll Vest- urlandamál, m.a. íslensku (gömul grísk orð í málinu eru t.d. prestur, biskup, djákni og kirkja). Vestræn menning eins og hún leggur sig er óhugsandi án hinnar forngrísku undirstöðu. Til að fyrirbyggja misskilning skal þó tekið fram að grísk menning var sjálf undir tals- verðum áhrifum af menningu þjóða í Mið-Austurlöndum og víðar (m.a. Persa, Egypta og Föníkumanna). Elstu varðveittu textar á forngrísku eru leirtöflur frá 1400-1200 f. Kr. Þetta forna málstig er kallað mýkenska eftir borginni Mýkenu á Pelopsskaga og voru textarnir ritaðar á svonefndu línuletri B. Bók- menntir í eiginlegum skilningi halda innreið sína í gríska menningu svo um munar með kviðum Hómers, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu, sem voru ortar á 8. öld f. Kr. Að sönnu eru þessi fornu söguljóð enn grundvallarrit í vestrænni bókmenntahefð. Íslendingar eru svo lán- samir að eiga Hómerskviður í sígildum íslenskum búningi Svein- bjarnar Egilssonar, sem þýddi þær báðar af tærri snilld í óbundið mál (hver man ekki eftir „hinni rósfingruðu morgungyðju“?). Sveinbjörn þýddi Ódysseifskviðu líka í ljóð, undir fornyrðislagi, en sonur hans, Benedikt Gröndal, Ilíonskviðu. Gríska er einna fornlegust indóevrópskra mála, ásamt sanskrít (fornindversku) og hettítísku (frá 2. árþ. f. Kr.). Nýgríska sem töluð er á Grikklandi í dag er greinilega „sama málið“ og forngríska þótt vissu- lega hafi málfræði og orðaforði breyst mjög mikið. Kunnátta í grísku lýkur þannig upp 3.500 ára málsögu og gefur að auki innsýn í enn eldra málstig. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Sigurð Pétursson fyrir að hafa fyrstur kynnt fyrir mér hinn stórbrotna og margslungna gríska hugar- heim. Gríska í 3.500 ár Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Sigurður Pétursson (1944-2020) Lektor í grísku og latínu við Háskóla Íslands. Íraun og veru er heimsmyndin, eins og við höfumþekkt hana frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð-ari, í uppnámi. Lok kalda stríðsins fyrir umþremur áratugum voru auðvitað mestu þátta- skilin. En þær vonir, sem margir báru í brjósti um vin- samlegri samskipti Rússa og Vesturlanda, rættust ekki. Fljótt kom í ljós að Rússar vildu láta finna fyrir sér með sínum hætti þótt kommúnisminn hefði hrunið. Stóraukinni samvinnu Evrópuþjóða var fagnað í upphafi og horft til sem göfugrar viðleitni til að koma á friði milli þjóða sem höfðu átt í stríðum sín í milli öld- um saman. Svo fór þó að sú samvinna beindist í farveg þar sem lýðræðisleg viðhorf voru hunsuð og tiltölulega fámenn embættismannaklíka sölsaði undir sig öll völd. Tilraun þeirrar klíku í Brussel til að koma í veg fyrir að vilji lýðræðislegs meirihluta brezku þjóðarinnar næði fram að ganga var og er ljótur leikur og þá ekki síður meðvirkni fimmtu herdeildarinnar í Bretlandi. Það er svo annað mál að gömul fortíð Englendinga sjálfra sækir þá heim um þessar mundir bæði á Írlandi og í Skotlandi. Það eru meiri líkur en minni á því að hið sameiginlega konungsríki á Bret- landseyjum muni leysast upp. Útganga Breta úr ESB er líkleg til að hafa örvandi áhrif á sömu sjónarmið sem eru til staðar á Ítalíu og í Grikklandi (sem telur sig eiga harma að hefna) svo og í fyrr- verandi leppríkjum Sovétríkjanna í austurhluta Evrópu og ekki ólíklegt að í sumum þessara ríkja vakni hreyfingar sem berjist fyrir útgöngu. Þetta hefði ekki þurft að gerast ef embættis- mannaklíkurnar í Evrópu hefðu kunnað sér hóf. En það er ekki bara Evrópa sem er í uppnámi. Gamlir velunnarar og stuðningsmenn Bandaríkj- anna í kalda stríðinu eru margir miður sín yfir því sem er að gerast í bandarískum stjórnmálum. Það er ekki bara Trump. Demókratar virðast ekki finna í sínum röðum trúverðuga leiðtoga. Þetta snýst ekki bara um persónur. Það er erfitt að sjá annað en Bandaríkja- menn séu viljandi eða óviljandi að hverfa frá því forystuhlutverki á heimsvísu sem þeir hafa sinnt með miklum sóma frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Hefðu Bretar ekki haft afskipti af Evrópuþjóðunum í stríðsbyrjun hefðu Hitler og félagar hans sigrað. Hefðu Bandaríkjamenn ekki blandað sér í heims- styrjöldina síðari hefði Hitler að öllum líkindum sigrað. Og svo hefðu tveir einræðisherrar, Stalín og Hitler, barizt hvor við annan um yfirráðin í Evrópu. Í austri bíður Kína síns tíma. Efnahagsveldi þeirra er stórvaxandi. Þeir eru á ferð um allan heim, ekki sízt í Afríku. En þar er einræðisríki á ferð. Kommúnistaflokk- urinn í Kína er ekki síður einræðissinnaður flokkur en systurflokkur hans í Sovétríkjunum var. Á þessari stóru heimsmynd síðustu rúmlega 80 ára má sjá, að aftur og aftur rísa upp einræðisöfl, sem með einum eða öðrum hætti reyna að leggja undir sig heimsbyggðina. Það er ekkert annað ríki til en Banda- ríkin, sem hefur bolmagn til að veita slíkum öflum við- nám. Og hvað gerist ef þau þekkja ekki sinn vitjunar- tíma í þeim efnum? Vafalaust segja einhverjir: En hvað um Evrópusam- bandið? Evrópusambandið hafði ekki einu sinni bolmagn til að koma á friði á Balkanskaga fyrir nokkrum áratug- um og þá varð að kalla Bandaríkin til. Í raun og veru má segja með fullum rökum að lýð- ræðisríki séu á undanhaldi á heimsbyggðinni og að ein- ræðisöflin sæki fram. Við hér á Íslandi verðum ekki látnir í friði. Það eru vaxandi átök í aðsigi um yfirráð yfir norðurslóðum. Þar koma Rússar að sjálfsögðu við sögu en Rússland er orðið eins konar KGB-ríki. En Kína sækir á og telur sig af einhverjum ástæðum hafa einhvern rétt á þessu svæði. Kín- verjar hafa þreifað fyrir sér hér svo og á Grænlandi og jafnvel í Fær- eyjum. Þetta verður ekki vandamál kyn- slóðar þessa greinarhöfundar en barna okkar og barnabarna. Það er kominn tími til að við áttum okkur á þessum breytingum á heimsmyndinni og hvað í henni felst. Ef öflugasta lýðræðisríki veraldar, Bandaríkin, dregur sig í hlé munu einræðisseggir vaða uppi hér og þar og því fylgja afleiðingar fyrir almenna borgara. Því kynntist fólk í þriðja ríkinu á sínum tíma. Enn í dag eru fjölskyldur að leita að líkum ættingja sinna, sem voru drepnir í valdatíð Francos á Spáni og mokað yfir líkin. Með öðrum orðum: Lýðræðið er í hættu og það er full ástæða til að skera upp herör um allan heim til varnar því. En hvar eru forystumennirnir sem þurfa að koma við sögu? Hvernig sem á því stendur sjást þeir ekki í Banda- ríkjunum. Þar situr forseti sem hugsar ekki um neitt nema sjálfan sig. Þingmenn repúblikana eru svo hræddir um þingsæti sín að þeir þegja og demókratar, flokkur Roosevelts og Kennedys, virðast ekkert hafa fram að færa. Forystumennirnir sjást heldur ekki í öðrum löndum. Boris Johnson stendur fyrir sínu á heimavígstöðvum en hann er ekki leiðtogi á heimsvísu. „Mamma“ Merkel stendur líka fyrir sínu í Þýzkalandi en sennilega höfða stjórnarhættir hennar ekki til annarra þjóða. Það er ekki bara á Íslandi sem fólk veltir fyrir sér hvar leiðtogar framtíðarinnar eru. Sama spurningin er uppi í nánast öllum nálægum löndum. Hvað ætli valdi? Kannski lítur einhver svo á að þetta sé bara þus í gömlum kalli. En þetta er því miður bláköld alvara. Heimsmynd í uppnámi Lýðræðið í heiminum er á undanhaldi – einræðisseggir vaða uppi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þess var minnst á dögunum, að 75ár eru frá því, að Rauði herinn hrakti þýska nasista úr útrýming- arbúðunum í Auschwitz. Ég var hins vegar hissa á því, að enginn gat um, hvernig Ísland tengdist búðunum. Árið 1934 kom þýsk gyðingakona, Henný Goldstein, til Íslands með ungan son sinn, en hún hafði skilið við föður drengsins, Robert Gold- stein, sem var eins og hún af ætt Davíðs. Hún gekk að eiga blaða- manninn Hendrik Ottósson og varð ásamt syni sínum íslenskur rík- isborgari. Einn hálfbróðir Hennýjar, Harry Rosenthal, slapp til Íslands ásamt konu sinni, en annar hálfbróðir henn- ar, Siegbert, varð eftir í Þýskalandi, af því að kona hans átti von á barni. Eftir að sonur þeirra fæddist gerðu þau Hendrik og Henný allt, sem í þeirra valdi stóð, til að koma þeim þremur til Íslands. Tókst þeim að út- vega þeim leyfi til að fara um Svíþjóð til Íslands. En þegar sænska sendi- ráðið í Berlín hafði samband árið 1943 greip það í tómt. Nokkrum vik- um áður hafði þessi litla fjölskylda verið flutt í Auschwitz. Þar voru kona Siegberts og sonur send í gasklefana, en Siegbert var eftir skamma hríð sendur í Natzwei- ler-Struthof-fangabúðirnar skammt frá Strassborg, og þar voru gerðar á honum tilraunir á vegum svokall- aðrar rannsóknarstofnunar nasista, „Ahnenerbe“, en hann var síðan myrtur. Fundust bein hans og ann- arra fórnarlamba þessara tilrauna skömmu eftir stríð. Robert Goldstein, fyrrverandi eig- inmaður Hennýjar, hafði flúið undan nasistum til Frakklands, en eftir her- nám Frakklands var hann líka fluttur til Auschwitz og myrtur. Ég fékk aðgang að skjalasafni Hennýjar Goldstein-Ottósson og afl- aði mér margvíslegra annarra upp- lýsinga, þar á meðal úr skjalasöfnum hér og erlendis og frá þýskum fræði- manni, sem hafði rannsakað út í hörgul beinafundinn í Natzweiler- Struthof-búðunum. Lagði ég mikla vinnu í að skrifa um þetta rækilega ritgerð, sem ég sendi Skírni til birt- ingar. Ritstjóri tímaritsins, Halldór Guðmundsson, hafnaði hins vegar rit- gerðinni með óljósum rökum, en ég tel líklegast, að ákvörðun hans hafi ráðið, að vitanlega var þar á það minnst, að „Ahnenerbe“ hafði tals- verð umsvif á Íslandi og styrkti hér nokkra þýska fræðimenn. Varð nokk- urt uppnám í sextugsafmæli Brynj- ólfs Bjarnasonar 1958, þegar Henný Goldstein-Ottósson rakst á einn þess- ara styrkþega, Bruno Kress, sem hafði verið æstur nasisti á Íslandi fyr- ir stríð, en gerst kommúnisti í Aust- ur-Þýskalandi eftir stríð. Ritgerð mín birtist síðan í Þjóðmálum árið 2012. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Frá Íslandi til Auschwitz

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.