Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 30
30 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
✝ Þórleif Skarp-héðinsdóttir
fæddist 2. nóvem-
ber 1939 í Djúpu-
vík í Árneshreppi.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Eyri á Ísafirði 30.
janúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Skarphéð-
inn Njálsson, f.
29.3. 1899, d. 3.2.
1995, og Steinvör Ingibjörg
Gísladóttir, f. 14.7. 1920, d. 6.2.
1989.
Þórleif var næstelst átta
systkina, hin eru: Soffía Mar-
grét, f. 1938, Grétar Njáll, f.
1940, Gísli Steinar, f. 1944,
Rósmundur, f. 1947, d. 2015,
Valdís, f. 1953, Kristmundur
Magnús, f. 1955, og Gissur, f.
1961.
Þórleif giftist 25. desember
1958 eftirlifandi eiginmanni
sínum, Konráði Jakobssyni
framkvæmdastjóra, f. 13.5.
1929. Foreldrar hans voru
Guðbjörg Hansdóttir f. 22.8.
1907, d. 16.7. 1971, og Jakob
Gíslason, f. 3.12. 1897, d. 22.5.
1959. Þórleif og Konráð eign-
uðust fjögur börn: Helgu, f.
1.9. 1958, Brynjar Jón, f. 10.11.
1960, Guðbjörgu, f. 14.6. 1965,
og Skarphéðin, f.
29.7. 1967. Ömmu-
börnin eru fjögur
og langömmubörn-
in sjö.
Þórleif ólst upp
á Krossnesi í Ár-
neshreppi fram á
unglingsár. Þá
flutti fjölskyldan
til Ísafjarðar, að
Kirkjubóli í Skut-
ulsfirði. Þórleif
stundaði nám í barnaskólanum
á Finnbogastöðum í Árnes-
hreppi og í Húsmæðraskól-
anum Ósk á Ísafirði veturinn
1957-58. Þórleif og Konráð
byggðu sér hús á Seljalands-
vegi 42 á Ísafirði og bjuggu
þar til ársins 2007, þegar þau
fluttu á Hlíf á Ísafirði. Þórleif
starfaði m.a. í rækjuvinnslu og
hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga, við
verslunarstörf og sem fulltrúi
hjá Pósti og síma á Ísafirði.
Þórleif starfaði með Kven-
félaginu Ósk á Ísafirði um ára-
bil. Hún stundaði hesta-
mennsku og skíði meðan henni
entist heilsa til og æfði boccia
og golf með Íþróttafélaginu
Kubba á efri árum.
Útförin fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 8. febrúar,
klukkan 14.
„Það mikilvægasta sem faðir
getur gert fyrir börnin sín er að
elska móður þeirra.“
Þessi tilvitnun á vel við okkur
og Konráð faðir okkar á nú sér-
staklega erfitt því hann og Þórleif
móðir okkar voru eins og eitt.
Hann dáði hana og þreyttist aldr-
ei á að benda okkur dætrum sín-
um á að nota tækifærið og læra
heimilisstörf af henni. Hann sá
um hrósið og hvatningu til
mennta á heimilinu og lék við
okkur systkinin, en hún sá um
innkaup, matseld, þrif og var
kennarinn okkar. Það má segja að
allt hafi leikið í höndum mömmu.
Enda ekki skrítið því hún var
sveitastúlka og þurfti mjög ung
að taka til hendinni.
Á Krossnesi í Norðurfirði þar
sem hún ólst upp voru gamlir bú-
skaparhættir. Slegið var með orfi
og ljá, rakað með hrífu og hey
bundið í sátur og reitt heim á
hestum. Þegar hún var 10-11 ára
gömul þurfti hún stundum að fara
með heyið á þremur hestum. Að
hennar sögn var það þá þreytt
telpa sem fór í háttinn á kvöldin.
En það var líka gaman að búa í
sveitinni, krakkarnir á næsta bæ
komu í heimsókn á sunnudögum
og var þá farið í leiki. Eins var
farið í útreiðartúra og ein slík ferð
hafði óvæntar afleiðingar í för
með sér þegar mamma og Grétar
bróðir hennar fóru á tveimur ung-
um hryssum frá Norðurfirði yfir
til Djúpuvíkur. Þau fengu aðra
hryssuna lánaða á næsta bæ,
Felli, og ströng fyrirmæli um að
hryssan frá Felli mætti ekki hitta
fola. Þegar komið var til Djúpu-
víkur voru þær báðar hafðar inn-
an girðingar hjá frænda þeirra og
passað að þær slyppu ekki út.
Morguninn eftir voru þær samt
horfnar og reiknaði frændinn
með að þær hefðu farið inn í
Reykjarfjörð því þar voru hestar
og með þeim folar. Eftir mikið
basl náðust þær og skiluðu systk-
inin ungu hryssunni heim að Felli
með þeim orðum að ekkert hefði
skeð. Vorið eftir kastaði hryssan
fallegu folaldi sem líktist fola í
Reykjarfirði, ábúendum á Felli til
mikillar gremju.
Þegar mamma var 14 ára flutti
fjölskyldan til Ísafjarðar, að
Kirkjubóli í Skutulsfirði, en það
héldust alltaf mikil tengsl við
Krossnes og þar hafa verið haldin
nokkur ættarmót. Á Kirkjubóli
var nóg að gera, þrjú elstu systk-
inin hjálpuðu pabba sínum að
mjólka 25 kýr og Grétar fór svo
með mjólkina á hestakerru út á
Ísafjörð. Þótt mamma og Soffía
systir hennar væru önnum kafnar
á þessu stóra heimili fengu þær
tækifæri til að skemmta sér og í
einni slíkri ferð kynntist mamma
pabba á Ísafirði.
Tvítug að aldri eða fjórum ár-
um eftir að mamma kom á
Kirkjuból flutti hún inn í nýtt hús
á Ísafirði sem þau pabbi byggðu
og þar ólumst við systkinin upp.
Mamma og pabbi áttu mörg
sameiginleg áhugamál eins og
hesta, golf, skíðaiðkun og ferða-
lög. Þegar hún var sextug greind-
ist hún með parkinson en það dró
ekki úr áhuga hennar á handa-
vinnu. Hún fór að þæfa og sauma
úr ull og mála litlar myndir.
Hún hafði yndi af gróðri, rækt-
aði blóm inni og úti. Hún var með
nöfn á öllum plöntum á hreinu og
hugsaði vel um kaktusana sína
sem blómstruðu svo fallega eftir
árstíðum.
Elsku hjartans mamma, minn-
ingin um lífsgleði þína á eftir að
lifa í hjörtum okkar.
Guðbjörg og Helga.
Þórleif
Skarphéðinsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar
AKUREYRARKIRKJA | Eurovision-
messa kl. 11. Þorvaldur Jónsson
eurovisionspekúlant flytur ræðu.
Birkir Blær og Sönghópurinn Synkópa
flytja eurovisionlög. Organisti er Ey-
þór Ingi Jónsson. Prestur er Hildur Eir
Bolladóttir.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu
kl. 11. Allir mega koma í náttfötum
og með bangsa. Umsjón Sonja Kro
og Jón Ágúst Eyjólfsson.
AKURINN kristið samfélag | Sam-
koma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur
og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Brúðuleikhús, Biblíu-
saga. Anna Sigríður Helgadóttir,
Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og sr.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna.
Birkir Bjarnason leikur á flygilinn.
Kaffi og djús eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Sigurður Jónsson sóknarprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Ás-
kirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi
Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir
messu.
Ástjarnarkirkja | Messa 9. febrúar
kl. 17. Sr. Bolli segir frá verkamönn-
um í víngarði Drottins. Safnaðar-
söngur að venju undir stjórn Kára All-
anssonar. Að messu lokinni býður
Inga kirkjuvörður öllum messugestum
upp á heita máltíð.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um-
sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk,
Þórarinn Kr. og Guðmundur Jens.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Sighvatur Karlsson héraðs-
prestur þjónar fyrir altari. Kór Breið-
holtskirkju syngur undir stjórn Arnar
Magnússonar. Sunnudagaskóli kl.
11. Steinunn Þorbergsdóttir djákni og
Steinunn Leifsdóttir sjá um stundina.
Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholts-
kirkju kl. 14. Prestur er Toshiki Toma,
prestur innflytjenda.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl.
11. Daníel, Sóley Adda, Eva Björk og
Jónas leiða stundina. Hressing eftir
samveruna. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti: Kantor Jónas Þórir og fé-
lagar úr Kammerkór Bústaðakirkju
syngja.
Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir messar
og þjónar ásamt messuþjónum. Heitt
á könnunni eftir messu.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö.
kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Pílagrímamessa kl.
11. Lagt verður af stað í örstutta píla-
grímagöngu frá Seltjarnarneskirkju kl.
10. Gengið verður sem leið liggur í
Neskirkju og þar getur fólk slegist í
hópinn ef það vill ganga síðasta spöl-
inn til Dómkirkjunnar. Lagt verður af
stað frá Neskirkju eigi síðar en kl.
10.30. Pílagrímamessa hefst kl. 11
og taka pílagrímar þátt í messunni.
Að messu lokinni verður boðið upp á
pílagrímakaffi í safnaðarheimilinu.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta og barnastarf kl. 11. Sr. Jón
Ómar Gunnarsson þjónar. Söng-
hópurinn Norðurljós leiðir söng undir
stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organ-
ista.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðs-
þjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni
Jóhannsson leiðir stundina. Hljóm-
sveitin Mantra og Sönghópurinn við
Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunn-
ari Gunnarssyni.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra
eru hvött til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20. Sr. Stefanía G. Steins-
dóttir þjónar. Kór Glerákirkju leiðir
söng undir stjórn Valmars Väljaots
organista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson
prédikar og þjónar. Organisti er Há-
kon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju
leiðir söng. Sunnudagaskóli kl. 11 á
neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa
Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólm-
fríður Frostadóttir.
GRAFARVOGUR – kirkjuselið í
Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Grét-
ar Halldór Gunnarsson prédikar og
þjónar. Organisti er Hilmar Örn
Agnarsson. Barna- og unglingakór
Grafarvogskirkju leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kórinn Cantabile syngur undir stjórn
Margrétar Pálmadóttur. Organisti er
Ásta Haraldsdóttir. Sr. María G.
Ágústsdóttir þjónar ásamt messu-
hópi og fermingarfjölskyldum. Sam-
skot tekin til líknarsjóðs Grens-
áskirkju. Heitt á könnunni.
Barnastarfið er í Bústaðakirkju á
sama tíma. Kyrrðarstund á þriðjudag
kl. 12, núvitund á fimmtudag kl.
18.15.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Útvarpsguðsþjónusta og barnastarf
kl. 11. Prestar sr. Karl V. Matthías-
son og Leifur Ragnar Jónsson. Kirkju-
kór og barnakór Guðríðarkirkju
syngja, organisti er Hrönn Helga-
dóttir. Sunnudagaskólinn í safnaðar-
heimilnu í umsjá Péturs Ragnhildar-
sonar. Kaffisopi í boði eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Minn-
ingarstund kl. 11 um þá sem fórust
með togaranum FM Robertson í Hala-
veðrinu í febrúar 1925. Sr. Þorvaldur
Karl Helgason flytur hugleiðingu. Ljós
tendruð til minningar um þá sem
fórust. Kórsöngur. Sýning um Hala-
veðrið opnuð í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Egill Þórðarson flytur ávarp.
Þar verða upplýsingar um sjómennina
er fórust, um Halaveðrið, leitina o.fl.
Veitingar. Sunnudagaskólinn verður í
safnaðarheimilinu kl. 11 þar sem
Bylgja, Sigríður og Jasper sjá um fjöl-
breytta dagskrá.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni.
Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar
úr Schola cantorum syngja. Stjórn-
andi og organisti er Hörður Áskels-
son.
Umsjón barnastarfs Ragnheiður
Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir.
Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrir-
bænaguðsþjónusta þriðjud. kl.
10.30. Árdegismessa miðvikud. kl.
8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Félagar úr kór Kordíu leiða söng. Org-
anisti er Guðný Einarsdóttir. Sr. Ása
Laufey Sæmundsdóttir þjónar fyrir
altari.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjöl-
skyldumessa kl. 17 sunnudaginn 9.
febrúar og er sunnudagaskóli kirkn-
anna tveggja, Digranes- og Hjalla-
kirkju, hluti af þeirri samveru. Eftir
stundina er kvöldmatur á vægu verði
í safnaðarheimilinu.
HRAFNISTA HAFNARFIRÐI | Guðs-
þjónusta kl. 11 í Menningarsalnum.
Hrafnistukórinn leiðir safnaðarsöng.
Organisti er Kristín Waage. Upphafs-
og lokabæn les Ingibjörg Hinriks-
dóttir. Ritningarlestra les Kristín Ína
Pálsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal
prédikar og þjónar fyrir altari.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma með lofgjörð og fyr-
irbænum kl. 13. Börnin byrja inni á
sal með foreldrum/forsjáraðilum, en
á meðan samkoman varir verður sér-
stök fræðsla fyrir þau. Ólafur H.
Knútsson prédikar. Kaffi að sam-
verustund lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl.
11, Herbert Guðmundsson (Hebbi)
flytur eigin lofgjörðarlög í messunni
ásamt Rafni Hlíðkvist. Séra Fritz Már
þjónar fyrir altari. Súpa í Kirkjulundi
eftir messuna í boði sóknarnefndar
og foreldra fermingarbarna.
Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 12 er
kyrrðarstund í kapellu vonarinnar.
Súpa í boði eftir stundina.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs-
kirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnu-
dagaskólinn verður á sama tíma í
safnaðarheimilinu.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Gradualekór
Langholtskirkju syngur undir stjórn
Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Guð-
björg Jóhannesdóttir sóknarprestur
þjónar ásamt kirkjuverði og messu-
þjónum. Magnús Ragnarsson er org-
anisti og Sara Grímsdóttir leiðir
sunnudagaskólann. Léttur hádeg-
isverður að messu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Lögreglukórinn syngur. Sr. Davíð
Þór Jónsson þjónar og prédikar.
Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og
samvera á eftir.
þri 11.2. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin
íhugun. Kirkjan opnuð kl. 19.30.
mið 12.2. Foreldrasamvera frá 10-
12.
Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20.
Helgistund kl. 14. Fræðslukvöld um
Gamla testamentið kl. 20. Sr. Davíð
Þór fjallar um sköpunarsögurnar.
fim 13.2. Kyrrðarstund í Áskirkju kl.
12. Málsverður og opið hús á eftir.
Hásalurinn, Hátúni 10. Helgistund kl.
16.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
9. febrúar kl. 11. Kirkjukór Lágafells-
sóknar syngur undir stjórn Þórðar Sig-
urðarsonar. Sr. Arndís G. Bernhards-
dóttir Linn þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í
Lágafellskirkju kl. 13. Viktoría og
Þórður taka vel á móti börnum og full-
orðnum.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Dís Gylfadóttir
leiðir stundina ásamt sunnudaga-
skólakennurum. Guðsþjónusta kl.
20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð und-
ir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís
Gylfadóttir þjónar.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar
úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng.
Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Söngur,
sögur og gleði í sunnudagaskólanum.
Umsjón Gunnar Thomas Guðnason,
Margrét Heba Atladóttir og Ari Atla-
son. Kaffisopi á Torginu eftir messu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-
Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 20. Sr.
Brynja Vigdís þjónar fyrir altari og
Kvennakór Suðurnesja sér um tónlist-
ina í guðsþjónustunni.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Minnst
verður 70 ára afmælis Óhaða safn-
aðarins við messu sunnudaginn 9.
febrúar kl. 14 Séra Pétur þjónar fyrir
altari, Kristján Hrannar stjórnar kór
og tónlist. Petra er messugutti. Hátíð-
arkaffi eftir messu. Barnastarf. Ólaf-
ur Kristjánsson mun taka vel á móti
kirkjugestum. Allir velkomnir og minn-
umst þessara tímamóta í kirkjunni
okkar .
SALT kristið samfélag | Sameigin-
legar samkomur Salts og SÍK kl. 17
alla sunnudaga í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf.
Túlkað á ensku.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11, Biblíusaga og brúðuleikrit, söng-
ur og gleði, ávaxtahressing í lokin.
Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryndís
Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir
altari, Kór Seljakirkju leiðir söng, org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson,
messukaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Íslenskar
Biblíuútgáfur. Sigurður Már Hannes-
son talar. Kaffihúsaguðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Fermingar-
stúlkur selja eftir athöfnina veitingar
til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar –
innanlandsaðstoð.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
sunnudag kl. 11. Egill Hallgrímsson
sóknarprestur annast prestsþjón-
ustuna. Organisti er Jón Bjarnason.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti er Ester Ólafsdóttir.
Prestur er Kristján Valur Ingólfsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Henning Emil Magnússon prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt messu-
þjónum. Félagar í kór Vídalínskirkju
syngja og organisti er Jóhann Bald-
vinsson. Sunnudagaskóli á sama
tíma sem Matthildur Bjarnadóttir leið-
ir ásamt sunnudagaskólafræðurum.
Kaffi að lokinni messu. Sjá garda-
sokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaða-
sóknar syngur undir stjórn Helgu Þór-
dísar Guðmundsdóttur organista og
Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur
þjónar með aðstoð messuþjóna.
Kaffihressing á eftir.
ORÐ DAGSINS:
Dýrð Krists.
(Matt. 17)
Morgunblaðið/ÞÖK
Landakotskirkja
Minningar