Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 36

Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 ✝ GuðfinnaHrefna, Guffý, fæddist 12. janúar 1955 í Reykjavík. Hún andaðist á heimili sínu 28. janúar 2020. Hún var dóttir hjónanna Arnórs Kristjáns Diego Hjálmarssonar, f. 30. mars 1922 í Reykjavík, d. 25. mars 1983 í Reykjavík, yf- irflugumferðarstjóra og Guð- finnu Vilhjálmsdóttir, f. 2. sept- ember 1917, Hálsi á Ingjalds- sandi, d. 31. desember 1998 í Reykjavík. Systkini sammæðra: Brynhildur Kristinsdóttir, f. 25. júlí 1935. Selma Kristins- dóttir, f. 9. júní 1938. Vilma Mar, f. 21. desember 1940. Alsystkini: Hjálmar Diego Arnórsson, f. 26. nóvember 1942. Halldóra Friðgerður Arnórsdótir, f. 22. maí 1944. Hörður Diego Arn- órsson, f. 24. mars 1946. Jó- hann Pétur Diego Arnórsson, f. 13. desember 1949. Alma Diego Arnórsdóttir, f. 9. ágúst 1953. Guffý ólst upp í Hæðargarði september 2012. Fyrir átti Her- mann Ísabellu Dís, f. 17. maí 2005 (barnsmóðir Vigdís Krist- jánsdóttir). 3. Kjartan Jóhannes Karvels- son, f. 17. febrúar 1987 í Stykk- ishólmi. Maki Ólöf Inga Stef- ánsdóttir. Börn þeirra: Stefán Karvel, f. 9. febrúar 2009, Kristján Þorri, f. 30. október 2012, og Víkingur Kári, f. 2. nóvember 2016. 4. Ívar Sindri Karvelsson, f. 26. apríl 1992 í Stykkishólmi. Maki Jóhanna Kristín Sigurð- ardóttir. Guffý flutti til Stykkishólms 1974 og hófu þau Karvel bú- skap í Tanganum. 1978 fluttu þau til Fáskrúðsfjarðar og bjuggu þar í þrjú ár. 1982 fluttu þau aftur í Stykkishólm og hafa búið þar síðan. Guffý sinnti skrifstofustörf- um og sl. 20 ár sem gjaldkeri á Sýsluskrifstofu Snæfellinga/ Vesturlands. Hún starfaði að æskulýðsmálum, m.a. við fé- lagsmiðstöð unglinga í Stykk- ishólmi, X-ið. Guffý tók virkan þátt í fé- lagsmálum JC, Lionessuklúbb, Kvenfélaginu, leikfélaginu og Umf. Snæfelli m.m. Hún tók einnig virkan þátt í sveitar- stjórnarmálum og gegndi þar ýmsum trúnaðar- og nefnd- arstörfum í gegnum tíðina. Útför Guffýjar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 8. febrúar 2020, klukkan 14. 44, Reykjavík. Árið 1972-73 var hún í húsmæðraskólan- um á Staðarfelli í Dölum. Þar kynn- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Karvel Hólm Jóhannessyni. Þau gengu í hjónaband 29. mars 1975. Synir þeirra: 1. Guðlaugur Ari, f. 24. nóvember 1973 í Reykjavík, eiginkona hans er Þórunn Inga Gísladóttir og eiga þau dótturina Rósu Reg- ínu, f. 20. nóvember 2018. Fyrir átti Guðlaugur Ari Jóhannes Karvel, f. 16. febrúar 1997 (barnsmóðir Erla Arnórsdóttir) barn Jóhannesar: Kian Jóhann- esson, f. 20. apríl 2017 (barns- móðir Amanda Schleffler). Þór- unn á fyrir dæturnar Ingi- björgu Ramos, f. 6. mars 2003, og Maríu Ramos, f. 21. febrúar 1998. 2. Hermann Kristinn Kar- velsson, f. 1. október 1981 í Stykkishólmi. Maki Kristín Þor- björg Sverrisdóttir, synir þeirra tvíburarnir Marinó Smári og Sverrir Máni, f. 26. Það var mikil tilhlökkun og gleði að fara með litla þriggja mánaða stelpu að heimsækja afa og ömmu í Hólminn í fyrsta sinn. Amma tók brosandi á móti okkur í dyrunum, búin að taka fram barnateppi og breiða á rúmið fyrir litlu stelpuna. Næst voru það páskarnir, svo sumarið og nú síðast jólin. Amma fór á jólaball og dansaði glöð í kringum jóla- tréð hvern hringinn á fætur öðr- um með litlu eins árs prinsess- una sína í fanginu. Þessar minningar eru svo dýrmætar í dag og þær munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Með innilegri þökk kveð ég tengda- móður mína. Þökk fyrir að hafa tekið svo einstaklega vel á móti mér og dætrum mínum. Þórunn Inga Gísladóttir. Elsku Guffý frænka. Ekki grunaði mig að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn þegar við hittumst á sunnudagsmorgni í „brunch“ hjá foreldrum mínum rúmum sólarhring fyrir andlát þitt. Óneitanlega vorum við minnt á hverfulleika lífsins og að samferðafólk er ekki sjálfgefið. Ég minnist þín sem mikils gleðigjafa með svo smitandi hlát- ur að þegar þú byrjaðir að hlæja þá hlógu allir með þér. Ég á margar minningar frá dvöl minni í Stykkishólmi hjá ykkur Kalla sumarið 1975 þegar ég var níu ára og þú lést mér líða eins og ég væri að gera þér mik- inn greiða með því að vera barnapía hjá ykkur Kalla. Ég öðlaðist hjá ykkur sjálfstraust sem varð til þess að sumarið eftir var ég orðin kaupakona í sveit hjá vandalausum við að passa börn. Ég man eftir öllu KÁ-súkku- laðinu sem þú bjóst til sumarið góða og hvað okkur báðum þótti það gott. Ég man að mér fannst þú frá- bær frænka sem leyfði mér að gera hluti sem ég vissi að for- eldrar mínir hefðu ekki leyft. Ég minnist þín sem svo „cool“ frænku sem var svo mikill stuðn- ingsmaður Snæfells í körfunni. Ég á eftir að sakna athuga- semda þinna á FB sem voru oft dásamlega skemmtilegar. Ég á eftir að sakna persónu- legu jólakortanna frá þér, þar sem hver millimetri á kortinu var nýttur til skrifa. Takk fyrir að vera þú, alltaf. Ég veit að í sumarlandinu eru margir sem taka á móti þér. Við hittumst þar og hlæjum þegar ég kem. Ég bið algóðan guð að umvefja Kalla, Ara, Hermann, Kjartan, Ívar og fjölskyldur á erfiðum stundum. Aðalheiður. Elsku Guffý frænka. Það er sárara en tárum tekur að missa þig á þínum besta aldri, þú sem áttir eftir að gera svo margt, ég trúi því ekki að ég sjái þig ekki meir. Ég ólst upp með annan fótinn inni á þínu heimili, stelpan í strákahópnum þínum, það var alltaf svo notalegt að koma til þín í kaffi þegar ég kom vestur, við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Alltaf leit- aði ég eftir þér þar sem einhver samkoma var því mér þótti alltaf svo vænt um að hitta á þig þótt það væri mislengi í hvert sinn. Þú varst svo hjartahlý og hlát- urmild og það lifnaði yfir öllum í návist þinni. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson) Elsku Guffý, þín verður sárt saknað, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og minning þín lifir. Hvíl í friði, elsku frænka. Elsku Karvel, Ari, Hermann, Kjartan, Ívar, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabarn, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona að guð gefi ykkur styrk í gegnum sorg- ina og söknuðinn. Hugur minn er hjá ykkur. Kolbrún Diego Halldórsdóttir. Mig langar að minnast elsku- legrar mágkonu minnar og vin- konu, Guðfinnu Hrefnu Arnórs- dóttur, eða Guffýjar eins og hún var alltaf kölluð. Aldrei hefði mig grunað að komið væri að kveðjustund því einungis rúmum sólarhring áður en hún lést kvöddum við þau hjón, Guffý og Karvel að morgni sunnudags eftir að hafa átt með þeim yndislega samveru kvöld- inu áður í hinu árlega þorrablóti systkinanna ásamt mökum. Eins og svo oft áður gistu þau hjón hjá okkur Hjálmari hér í Reykjavík, því Guffý og Karvel höfðu búið í Stykkishólmi í tæp 50 ár. Ekkert benti til að komið væri að kveðjustund og Guffý eins og venjulega hrókur alls fagnaðar. Þarna nutum við þess að vera saman þar sem mikið var borðað spjallað og hlegið langt fram á nótt. Það er einhvern veginn svo óraunverulegt að trúa því að hún þessi fjörkálfur og hvers manns hugljúfi sé farin, horfin á braut frá manninum sínum og strákun- um sínum fjórum, tengdadætr- um og barnabörnum. Ég kynntist Guffý þegar þeg- ar ég kom inn í Hæðargarðsfjöl- skylduna en þá var hún bara 10 ára stelpa. Strax þá varð mér ljóst hversu mikil gleði og kraft- ur var í henni. Mér er minnis- stætt að eitt sinn hringdi kenn- arinn í móður hennar og kvartaði yfir því að það væri ekki friður í kennslustofunni svona snemma morguns þar sem Guffý væri bara með stöðugan galsagang. Þá svaraði móðir hennar að það væri alveg á hreinu að Guffý væri sko vöknuð þegar hún kæmi í skólann. Guffý hafði ótrúlega smitandi hlátur og gat séð spaugilegar hliðar á ýmsu sem aðrir sáu ekki. Ógleymanlegar eru allar bíóferð- irnar okkar saman á okkar yngri árum, þar hló hún svo smitandi hlátri að allir voru farnir að hlæja með henni. Örlögin réðu því hvernig Guffý fann Karvel sinn. Eftir gagnfræðapróf fór Guffý á hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dölunum. Líkaði henni vel í skól- anum. Einhverju sinni var haldið ball og komu nokkrir strákar frá Stykkishólmi til að skemmta sér og kíkja á stelpurnar. Þar hitti Guffý Karvel manninn sinn og hafa þau verið saman síðan. Guffý undi hag sínum vel í Stykkishólmi og þó að hún væri fædd og uppalin í Reykjavík, langaði hana aldrei að flytja aft- ur til Reykjavíkur. Það var ekki tiltökumál fyrir Guffý að skjótast á milli Reykjavíkur og Stykkis- hólms og voru það ófáar ferð- irnar sem hún fór ef þurfti að er- indast í höfuðstaðnum, eins og að fara til læknis eða passa barna- börnin. Aldrei bar skugga á vin- áttu okkar og reyndi hún alltaf að koma við hjá okkur Hjálmari ef hún var ekki í tímaþröng. Þessara heimsókna á ég eftir að sakna óendanlega. Guffý var yngst af níu systk- inum og var nýorðin 65 ára. Við Hjálmar þökkum fyrir all- ar samverustundirnar. Alltaf var tekið svo vel á móti manni og oft á tíðum komum við með gesti með okkur og stundum erlenda gesti sem þau höfðu aldrei séð. Þá var bara tekið á móti öllum og boðið að borða eins og þeir væru fjölskyldumeðlimir. Elsku Karvel, Ari, Hermann, Kjartan og Ívar. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guffýjar verður sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Elsku Guffý hvíl í friði. Þín mágkona, Anna. Elsku Guffý mín. Mikið sem ég vildi að það væri ekki komið að þessari kveðjustund. Við höf- um unnið saman síðan 1996, fyrst á hótelinu og 3 árum síðar á sýsló. Það er skrítið að því sé svona skyndilega lokið eftir öll þessi ár. Kveðjan var stutt á mánudegi, einfaldlega; sjáumst á morgun, og þannig átti það svo sannarlega að vera. Ég hef hugsað um margt síð- ustu daga og bæði grátið og hleg- ið. Hlegið að því sem oft gekk á og því sem gaman var að. Við gátum rætt Leiðarljós þættina heilu kaffitímana, en samstarfs- fólkinu okkar fannst það minna gaman. Hlegið að því að við fór- um bara í alvöru á lakkrís festi- val til Svíþjóðar! Sú ferð gleym- ist aldrei. Ég mun líka sakna þess að færa þér segul úr útlönd- um, heyra hláturinn gella um allt hús þegar þú fékkst eitthvað fyndið í tölvupósti og syngja af- mælissönginn hástöfum þegar einhver átti afmæli. Þú mættir alltaf í grímubúning á öskudag- inn alveg sama hvort þú værir ein um það eða fleiri með þér, ég mun sakna þess. Ég mun líka sakna þín í haust þegar næsta stórafmæli mitt brestur á. Þú varst sko í essinu þínu í kringum svoleiðis viðburði. Mannlegi þátt- urinn, hann lék í þínum höndum. Ég mun bara sakna þín hell- ing því þú varst svo stór karakt- er að það er mikill missir að þér. Leiðir okkar lágu einnig sam- an á fleiri stöðum en í vinnunni. Við héldum danska daga saman, þá stærstu sem haldnir hafa ver- ið og sátum ávallt á sama stað á leikjum hjá Snæfelli. Það var auðvelt til þín að leita og þú varst alltaf til, ef einhverjum datt eitt- hvað í hug. Mest gaman hafðir þú af því þegar við settum upp okkar litlu skemmtanir, míní þorrablót, fórum á happy hour og eitthvað slíkt og þó að aldurs- munur á okkur væri töluverður þá var hann aldrei að finna. 65 ár eru ekki hár aldur. Þú hefðir haft svo gaman af „rest- inni“ með honum Kalla þínum, strákunum og öllum barnabörn- unum sem þú elskaðir svo mikið. En það var ekki í kortunum þín- um og snögglega ertu bara farin. Karvel og fjölskylda, ykkar missir er mikill og sár, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, sem og öllum stóra vinahópnum og félögum því missirinn er margra. Saknaðarkveðjur, Þín vinkona Berglind Lilja. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Guffý, takk fyrir að taka mig í þinn stóra faðm. Ég var farin að hlakka til að verða ellismellur með þér í Stykkis- hólmi, nú ert þú farin en ég geymi gamlar minningar. Elsku Karvel og fjölskylda, Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kveðja, Sigrún Jóhannsdóttir. Guffý hóf störf hjá Sýslu- manni Snæfellinga árið 1996. Hún starfaði þar sem gjaldkeri allt til síðasta dags. Hennar starf fólst að miklu leyti í samskiptum við viðskiptavini sem henni fór vel úr hendi. Hún var hress og reffileg í síma og persónu og lék oft á als- oddi við afgreiðslu. Sérstaklega hafði hún gaman að því ef börn komu að sækja um vegabréf þar sem hún gat dúllast í þeim og lát- ið þau hlæja. Guffý var allra manna dugleg- ust að huga að mannlega þætti starfsmanna, með alls kyns uppákomum og skemmtilegheit- um. Það er alveg staðreynd að við fundum fyrir þögninni þegar Guffý var í fríi frá vinnu og mikið sem það er skrítið að nú komi skellirnir og lætin ekki aftur. Guffý skilur eftir sig stórt skarð, eins og eðlilegt er þegar stórir og sterkir karakterar kveðja. Við þökkum samfylgdina í leik og starfi, Minning þín mun lifa með okkur. Við vottum Karvel og allri fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd samstarfsfólks á sýsló, Hulda og Berglind. Guðfinna Hrefna Arnórsdóttir Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓSKAR GABRÍELLU BERGÞÓRSDÓTTUR, Reynigrund 44, Akranesi. Óli Jón Gunnarsson Bergþór Ólason Jóhann Gunnar Ólason Kolbrún Þóroddsdóttir Rúnar Ólason María Rahko Lotta Ósk Bergþórsdóttir Flume Erik Óli Jóhannsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI MAGNÚS SIGVALDASON, Hlíðarvegi 38, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut, deild 11E, fyrir frábæra umönnun. Sigrún Helgadóttir Hugrún Helgadóttir Adam Ásgeir Óskarsson Guðrún Helgadóttir Svava Helgadóttir Helgi Helgason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIÐAR GUÐMUNDSSON vélvirki, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Jenný Marteinsdóttir Sólveig Viðarsdóttir Guðmundur Skúli Viðarsson Ingunn Bernótusdóttir Helga Matthildur Viðarsd. barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.