Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 37

Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 ✝ Bragi Jónssonfæddist 31. júlí 1929. Hann and- aðist á Landspít- alanum í Fossvogi 15. janúar 2020. Faðir: Jón Grímsson, aðalbók- ari Landsbanka Ís- lands, f. 2. sept- ember 1896, d. 2. október 1984, Húsavík, Stranda- sýslu. Móðir: Hallfríður Brynj- ólfsdóttir hjúkrunarkona, f. 29. febrúar 1892, d. 18. júní 1963, Broddadalsá, Strandasýslu. Systir: Ragnheiður Jónsdóttir, f. 25. des. 1924, d. 6. apríl 1998. Fyrri kona Braga var Kittý Valtýsdóttir. Dóttir þeirra: 1) Erna Kristín, f. 29.5. 1950, maki: Gísli Benediktsson. a) Íris Dögg, maki Sævar Garðarsson. Þeirra synir eru Hlynur og Kári. b) Klara, maki Hjörtur Örn Arn- arsson. Þeirra börn eru Ragn- hildur, Hrafn Elísberg og Hrefna. Seinni kona Braga (1. janúar 1956) er Kristbjörg Gunnarsdóttir, f. 1.1. 1937. For- Óliver. b) Bragi, maki Dagný Edda Þórisdóttir. Þeirra börn eru Þórir Breki, Ólafur Bragi og Aðalheiður Birna. c) Þórdís Björk, unnusti Haukur Bald- vinsson. Sonur Þórdísar er Bjartur E. Logason. 5) Brynj- ólfur, f. 1.11. 1963, maki Auður Björgvinsdóttir. Þeirra dóttir er Þórunn Ylfa, unnusti Örn Ýmir Arason. Dóttir þeirra Vaka Steinunn. Dóttir Brynjólfs er Erla, maki Símon Hjalti Sverr- isson. Þeirra dætur eru Íris María og Sara Guðrún. Sonur Auðar er Arnar Jón Agnarsson, maki Hervör Pálsdóttir. Þeirra börn Arnfríður Auður og Vigdís Brynja. Foreldrar Braga bjuggu í Reykjavík þegar hann fæddist en fluttust síðar á Eskifjörð þar sem faðir hans gegndi stöðu úti- bússtjóra Landsbanka Íslands. Eftir að fjölskyldan fluttist frá Eskifirði lá leiðin í Laugarnes- hverfið. Bragi var bókbindari að mennt og starfaði við þá iðn alla tíð. Hann vann m.a. í Hólum, Bókfelli og Félagsbókbandinu og var um tíma ritari Félags bókagerðarmanna. Útför Braga fór fram í kyrr- þey frá Laugarneskirkju 27. janúar 2020. eldrar: Gunnar Arnbjörnsson, f. 22. maí 1912, d. 14. apríl 1970, og Aðal- heiður Magnús- dóttir, f. 3. október 1915, d. 2. ágúst 1978. 2) Jón Örn, f. 27.6. 1956, maki Snjólaug Guðjohn- sen. a) Brynjólfur. b) Stefán, maki Svava Hróðný Jónsdóttir, þeirra synir Jón Þor- kell og Hrafnkell Bragi. 3) Birg- itta, f. 26.11. 1958, maki Gunnar Eiríkur Hauksson. a) Krist- björg, maki Gunnar Páll Ólafs- son. Þeirra börn Brynhildur Anna, Haukur Gunnar og Bragi Valur. b) Sigrún, maki Arnór Snæbjörnsson. Dætur þeirra eru Hallfríður Helga, Birgitta Stein- unn og Ragnheiður Kristín. Fyr- ir á Arnór Ingunni Lilju. c) Jón Gunnar, unnusta Karítas Líf Valdimarsdóttir. 4) Aðalheiður, f. 18.5. 1960, maki Þorfinnur J. Björnsson. a) Björn, maki Krist- ín Erla Jóhannesdóttir, þeirra börn eru Brynja Mist og Róbert Elsku fallegi afi minn. Ljúfi og góði afi minn. Sem kysstir mig alltaf á kollinn og straukst mér um vangann og kallaðir mig ást- ina þína. Frá því að ég var lítil stelpa og þangað til að ég sá þig í síðasta sinn. Þegar ég var ólétt að Bjarti og leið svo hrikalega illa spurðirðu daglega hvernig ég hefði það, þrátt fyrir að vera mjög veikur sjálfur. En þannig varst þú. Alltaf svo hlýr og góður og vildir öllum það besta. Þú kallaðir Bjart alltaf eskimóann því að hann minnti þig á lítinn eskimóa. Það var svo stytt í Mói. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég kalla hann Móa. Síðasta myndin í huga mínum er mynd af þér uppi á Landspít- ala rétt áður en þú kvaddir. Þú ert að teygja þig í áttina til ömmu til þess að kyssa hana. Sú mynd lýsir ykkur svo vel. Þið voruð óað- skiljanleg og áttuð hjónaband sem fólk dreymir um. Þið verðið alltaf fyrirmyndirnar mínar. Þú getur treyst því að ég passa upp á ömmu fyrir þig. Ég mun sakna þín. En við sjáumst í drauma- landinu, afi minn. Ég veit að þú fylgist með okkur þangað til. Elska þig. Þín Þórdís. Ég er svo lánsöm að hafa feng- ið að búa hjá ömmu og afa í fjögur ár á menntaskólaárunum. Ég hugsa til þeirra ára með þakklæti og hlýju enda var vel hugsað um mig. Afi hafði mikinn áhuga á að fylgjast með hvernig gengi í skól- anum og var alltaf tilbúinn að að- stoða, sérstaklega ef verkefnin sneru að bókmenntum enda var hann mikill bókamaður. Skrif- stofan hans var eins og lítið bóka- safn og þar var hægt að fletta upp því sem mann vantaði að vita. Hann var íhaldssamur hvað varð- ar mat og fannst menntaskóla- stúlkan oft vera heldur nýtísku- leg í matargerð. Hann vandist þó þessum nýju matarvenjum fljótt og ef kartöflur voru soðnar með var hann sáttur. Síðustu árin var heyrnar- og sjónskerðing farin að hafa áhrif á líf hans en alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn og spjalla um allt milli himins og jarðar enda fylgdist hann vel með. Hann hafði mikinn áhuga á að fylgjast með barnabörnum sínum og þeim fannst alltaf gott að koma í heim- sókn og fá koss á kollinn. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á að vita hvað þau hefðu fyrir stafni og var alltaf jafn ánægður að heyra þegar þau stóðu sig vel. Haukur litli sagði daginn eftir að ég lét börnin mín vita að langafi þeirra væri dáinn: „Mamma, hún Brynhildur þarf ekki að gráta svona mikið, hún á eftir að sjá afa aftur þegar hún deyr.“ Barnstrúin er gott vega- nesti í lífinu og ég kveð afa minn í þeirri trú að við munum hittast á ný. Kristbjörg. Mig langar að kveðja afa minn, Braga Jónsson, sem andaðist 15. janúar sl. 90 ára gamall, með ör- fáum orðum. Minningarnar um góðan og traustan afa hafa streymt fram síðustu daga og ég er honum afar þakklátur fyrir margt. Og jafn- framt þakklátur fyrir þann gjöf- ula tíma sem við fengum öll með honum. Afi hafði alltaf lifandi áhuga á viðfangsefnum barnabarna sinna, sama hvað við vorum að fást við, hvort sem það var skák, íþróttir, leiklist, dans, tónlist eða annað. Það skein alltaf í gegn hversu mikill fjölskyldumaður hann var og hvað hann stóð þétt við bakið á sínu fólki, og vildi því allt hið besta. Það var alltaf hægt að kíkja í kaffi á Rauðalækinn og seinna í Hæðargarðinn og eiga góða stund með afa og ömmu, drekka kaffi og spjalla. Afi var víðlesinn og alltaf hægt að tala við hann um alla skapaða hluti, hann hafði oft sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og skemmtilega hnytt- inn húmor. Hann var þó orðvar maður, en þegar hann sagði eitt- hvað þá hitti hann gjarnan beint í mark. Hann hvatti mig oft áfram í skákinni og fáir glöddust meira en hann þegar ég varð stórmeist- ari í skák. Ég var ánægður með að ná því markmiði og geta glatt hann með því áður en hann kvaddi. Þegar hann lá á Land- spítalanum undir það síðasta, orðinn mikið veikur, þá var hann enn að spyrja mig um gengi mitt á skákmótum, og hvenær ég væri næst að fara að tefla. Honum var svo umhugað um velgengni okkar allra, bæði í leik og starfi. En hann var ekki bara stoltur af mér, ég var alla tíð stoltur af honum. Hann hafði mannkosti, sem ég hef reynt að taka mér til fyrir- myndar í mínu eigin lífi, þolgæði, umhyggju, orðvendni, ástúð, hann átti farsælt hjónaband og farsælt líf. Ég vona að mér takist að feta í hans fótspor þegar kem- ur að mikilvægustu hlutunum í þessu lífi. Afi var liðtækur í golfi og náði í eitt skipti því sem alla golfara dreymir um, að fara holu í höggi. Hann fékk fyrir það afrek stórt verðlaunaskjal sem fékk eftir það að hanga innrammað uppi á vegg hjá honum í vinnuherberginu hans. Sem lítill patti horfði ég aðdáunaraugum á verðlauna- skjalið á milli þess sem ég starði heillaður á allar fallegu inn- bundnu bækurnar hans, sem stóðu í bókaskápunum. Það var töfraheimur út af fyrir sig. Bækurnar voru kapítuli út af fyrir sig. Og fyrir að kynnast þeim stöndum við líka í þakkar- skuld við afa. Hann hélt bókum að börnunum sínum og við barna- börnin nutum svo góðs af því. Þegar ég komst til vits og ára gat ég svo rætt við hann um bækur, og man sérstaklega eftir góðu samtali okkar um Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Ég kveð afa minn með söknuði og virðingu. Hann mun alltaf eiga sinn stað í huga mínum og hjarta. Bragi Þorfinnsson. Mig langar að minnast mágs míns, Braga Jónssonar bók- bindara. Bragi var skemmtilegur maður, vel gefinn, viðræðugóður og sýndi öllum vingjarnlegt við- móti. Við skemmtum okkur með veiðiskap, ferðalögum og sam- ræðum um lífið og tilveruna. Við Bragi ræddum oft um bíla en á þessum tíma vildu allir eign- ast bíl. Besti bílinn var að sjálf- sögðu sá sem Bragi ók þegar hann var að aka út vörum fyrir Kron en þá ók hann á bíl af amer- ískri gerð, Chervolet Bel Air sem við vorum báðir mjög hrifnir af. Og þó að Bragi væri yfirleitt mjög gætinn maður var hann einu sinni stoppaður af löggunni á rúntinum á Willys-jeppa föður síns og löggan taldi 12-16 farþega út úr jeppanum. Svona var nú fjörið á rúntinum í gamla daga. Það var hjá Kron sem Bragi og systir mín, Kristbjörg, alltaf köll- uð Bíbí, kynntust. Bíbí vann þar við afgreiðslu. Þau gengu í hjóna- band og fljótt bættust við fjögur mannvænleg börn. Bragi nam bókbindaraiðn og vann við það alla sína starfsævi. Hann var með afbrigðum vandvirkur og var m.a. fenginn til að binda inn bækur sem voru gefnar Danadrottningu. Bragi var góður og skemmti- legur faðir. Mikill bókamaður og kenndi börnum sínum að meta góðar bókmenntir. Einnig fannst honum gaman að veiða og var duglegur að kenna ungu fólki veiðilistina. Hann veiddi mikið í Þingvallavatni og lauk upp fyrir mér leyndardómum Reyðarvatns og þangað fór ég með honum í veiðiferðir. Þar nutum við saman öræfakyrrðarinnar og náttúru Ís- lands. Enn er ljómi yfir þessum ferðum og einhver ævintýri gerð- ust þar því bleikjurnar þar voru alltaf stórar og glæsilegar, jafn- vel stærri og fallegri en gengur og gerist. Þá var farið í veiðiferðir á Arnarvatnsheiði við alls konar aðstæður. Seint gleymist sagan af því þegar Bronkóinn hans Arn- bjarnar bróður varð bensínlaus og allir heldur vondaufir uppi á öræfum. En Bronkóinn bjó yfir leynd- armáli. Hann var með aukabens- íntank sem hægt var að skipta yf- ir í. Þetta þótti mönnum mikið happ og komust heilir á húfi í áfanga. Ég átti löngum athvarf hjá Bíbí og Braga og bjó hjá þeim einn vetur og einnig bjuggum við Inga Þórunn í næstu götu við þau í Vogahverfinu og því voru sam- skipti milli fjölskyldnanna mikil. Þegar við fluttum norður minnk- uðu öll samskipti við fjölskyldur okkar í Reykjavík. Við með sveitasíma og samgöngur oft erf- iðar. Við vorum samt svo heppin að börn þeirra Braga og Bíbíar voru hjá okkur á Blönduósi á meðan við bjuggum þar og svo í sveitinni á sumrin. Þannig hélst alltaf þessi sterki þráður spunninn úr vin- áttu, trausti og svipuðu sjón- horni. „Eitt sinn skal hver deyja“ og nú er Strandamaðurinn fallinn í valinn en hann lést umvafinn ást fjölskyldu sinnar. Við Inga Þór- unn söknum hans en þökkum um leið fyrir samfylgdina. Við segj- um sögurnar af honum, minn- umst skoðana hans og góð- mennsku, flettum bókum sem hann átti og batt inn og þannig lif- ir minning hans með okkur öllum. Þorsteinn H. Gunnarsson. Bragi Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Bragi. Við hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur en er- um þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir það að þú fékkst að kynnast okkur. Við munum halda áfram að syngja og minnast þín. Þínar langafastelpur, Hallfríður Helga, Birgitta Steinunn, Ragnheiður Kristín. Siggi var besti vinur og æfinga- félagi sem hægt var að hugsa sér. Eftir að hafa verið kunningi hans um nokkurt skeið þá fékk ég þann heiður að um- gangast hann flesta daga vikunn- ar seinustu 2 árin í gegnum æf- ingar sem við stunduðum saman í góðum hóp í Mjölni. Hlý nærvera Sigga var engu lík, maður gat átt vondan dag en það var fljótt að breytast eftir að maður fór á æf- ingu og hitti Sigga og heyrði smit- andi hláturinn hans. Fljótlega eftir að hafa byrjað að umgangast hann svona mikið urðum við nánir vinir. Ég hafði alltaf haft mikið álit á Sigga frá því að við kynntumst á mennta- skólaárunum og eftir að hafa kynnst honum enn betur sá ég að þarna var á ferð einstakur dreng- ur sem gladdi alla í kringum sig með sinni fallegu einlægni og lífs- gleði. Hann var mjög hreinskilinn við sjálfan sig og vissi nákvæm- Sigurður Darri Björnsson ✝ Sigurður DarriBjörnsson fæddist 18. júní 1996. Hann lést af slysförum 29. jan- úar 2020. Útför Sigurðar Darra fór fram 7. febrúar 2020. lega sinn stað í þess- um heimi. Hann nýtti þetta til góðs og var alltaf hrein- skilinn við fólkið í kringum sig, kom manni niður á jörð- ina ef maður var of hátt uppi og lyfti manni upp ef maður var langt niðri. Siggi var mér mikil fyrirmynd enda lífsviðhorf hans ótrúlega fal- legt. Hann eyddi ekki tíma í að reyna að vera einhver sem hann var ekki og gera hluti sem hann naut ekki að gera. Hann var sam- kvæmur sjálfum sér og lagði mik- ið á sig í því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég naut þess í botn að sitja með Sigga og spjalla við hann, við tengdum vel saman og elskuðum báðir að vera úti í náttúrunni að svala ævintýraþrá okkar og adr- enalínfíkn. Við gátum talað einda- laust saman um áhugamálin okk- ar og ferðir tengdar þeim. Það sem ég á eftir að sakna einna mest er að heyra hann segja mér frá fjallaferðum sem hann fór í á hálf- ónýta Hiluxinum sínum, maður fann svo sterkt hvað hann naut sín mikið í þessum ferðum og ég tengdi svo mikið við það. Ég veit að við hefðum farið í margar æv- intýraferðir saman og verður hann ofarlega í huga mér í öllum ferðum mínum í framtíðinni. Ég hef fengið að sjá það á und- anförnum dögum hvað hann hafði áhrif á marga í kringum sig, hann átti marga góða vini sem þótti ótrúlega vænt um hann og minn- ing hans mun lifa áfram í okkur öllum á einn eða annan hátt. Ég er þakklátur fyrir tímann sem ég fékk með Sigga og þá sér- staklega seinasta hálfa árið þar sem hann var orðinn einn af mín- um bestu vinum og við áttum margar góðar stundir saman. Það er erfitt að sjá á eftir þess- um yndislega dreng og fá aldrei að finna hlýju nærveruna hans aftur. Hann kenndi mér mikið sem ég mun nota til að láta gott af mér leiða í þessum heimi. Hann var alltaf brosandi og hlæjandi með sitt fallega bros og smitandi hlátur. Ég mun aldrei gleyma honum og er stoltur og þakklátur fyrir það að hafa fengið að vera vinur hans. Ég votta fjölskyldu Sigga dýpstu samúð mína og sendi þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, elsku vinur, og takk fyrir allt. Ég mun geyma þig í hjarta mínu alla ævi. Þinn vinur, Einar Sveinn. Í dag kveð ég einn þann besta mann sem ég hef kynnst á lífsleið- inni. Ég var svo heppinn að kynn- ast Sigga Darra þegar við hófum báðir nám við Menntaskólann í Reykjavík haustið 2012. Á árum okkar í MR tengdumst við Siggi nánum vinaböndum sem ég hafði gert ráð fyrir að myndu haldast um ókomin ár. En lífið er hverfult og nú er Siggi horfinn á braut. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn. Kakóboiz verða aldr- ei samir. Það eru augnablik eins og þessi sem fá mann til að hugsa um hversu mikilvægt það er að njóta lífsins. Maður veit nefnilega aldr- ei hvenær það verður hrifsað af manni. Siggi virtist sjálfur hafa áttað sig snemma á þessu og lifði lífi sínu eftir því. Hann naut lífsins í botn og ef hann langaði til að gera eitthvað þá lét hann einfald- lega vaða. Siggi stressaði sig ekki mikið á litlu hlutunum. Hann var of upp- tekinn við að njóta þeirra stóru. Hann hafði yndi af útivist og ferðalögum og fór í margar æv- intýraferðir. Þannig gekk hann í Himalajafjöllum og skíðaði um öræfi Íslands svo fátt eitt sé nefnt. Ég syrgi mjög þann tíma sem ég mun ekki fá með Sigga en leita að huggun með því að minn- ast þeirra góðu tíma sem ég átti þó með honum. Sérstaklega minnist ég útskriftarferðarinnar til Marokkó þar sem við Siggi vor- um herbergisfélagar og skóla- ferðalagsins til London þar sem við Siggi urðum eftir þegar bekkj- arfélagar okkar fóru heim svo við gætum séð Arsenal spila við Barcelona í Meistaradeildinni. Þessar minningar eru mér ómet- anlega dýrmætar. Siggi var mikill vinur vina sinna og tók af lífi og sál þátt í gleði þeirra og sorgum. Hann var opinn og heiðarlegur í samskipt- um og dróst fólk mjög að því. Þá var hann trúr eigin sannfæringu og ekki hræddur við að viðra skoðanir sínar. Skýrir það eflaust hversu vinamargur Siggi var og hve auðvelt hann átti með að eign- ast vini. Það skarð sem Siggi skilur eft- ir sig verður aldrei fyllt og mun hann alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Hugur minn er hjá mömmu hans og pabba, systrum hans, ættingjum og vinum. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Sofðu rótt, elsku Siggi Darri. Hvíl í friði. Leifur Þorbjarnarson. Kveðja frá Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands Umhverfis- og byggingarverk- fræðideild Háskóla Íslands kveð- ur Sigurð Darra Björnsson með miklum söknuði. Sigurður Darri var á síðasta ári hjá okkur í BS- námi í umhverfis- og byggingar- verkfræði þar sem hann hafði get- ið sér góðan orðstír og vinsældir meðal starfsfólks og samstúd- enta. Við minnumst þess hve Sig- urður Darri var hress og kátur. Hann var kraftmikill verðandi verkfræðingur. Leiðtogahæfileik- ar hans voru ríkir og hann var fljótur að ná til fólks og hrífa það með sér þegar hann lýsti verkefn- um sínum og hugmyndum. Sig- urður Darri var félagslyndur og vann ötullega með samstúdentum sínum, nú síðast við fjársöfnun til undirbúnings útskriftarferð. Við í deildinni höfum notið þess að kynnast Sigurði Darra og vinna með honum. Það er mikill missir að Sigurði Darra. Betri heimur boðaði hann til nýrra verka. Ég sendi fjölskyldu Sigurðar Darra, ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum í deildinni. Guðmundur Freyr Úlfarsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför okkar ástkæra SIGURGEIRS STEFÁNS JÚLÍUSSONAR, Hrísey. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.