Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
✝ Sigrún Bryn-hildur Björns-
dóttir var fædd á
Hamri í Svína-
vatnshreppi í A-
Húnavatnssýslu 16.
september 1932.
Hún lést á Land-
spítalanum 22. jan-
úar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Björn Elíe-
ser Jónsson, f. 9.
nóvember 1899 að Helgavatni í
Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu, d.
13. nóvember 1975 og Vilborg
Ívarsdóttir, f. 30. september
1908 í Sölkutóft á Eyrarbakka,
d. 2. febrúar 1988. Bræður Sig-
rúnar voru Leifur Örnólfs
Björnsson, f. 12. júlí 1929, d. 26.
ágúst 2001 og Hreinn Mýrdal
Björnsson, f. 14. október 1938,
d. 13. júní 2018.
f. 1. nóvember 1956, börn
þeirra eru Kristinn Geir, Tinna
og Andri. 3) Vilborg, f. í
Reykjavík 14. janúar 1973, eig-
inmaður hennar er Albert Guð-
mundsson, f. 13. ágúst 1970,
synir Vilborgar eru Helgi Ró-
bert, Erlendur Atli og Arnaldur
Ingi. Barnabarnabörnin eru 6.
Helgi og Sigrún bjuggu sín
fyrstu búskaparár á Hrísateig
og í Karfavogi í Reykjavík en
reistu sér hús í Akurgerði 56 í
Reykjavík sem þau fluttu í árið
1955 og bjuggu þar uns Helgi
lést. Eftir andlát Helga flutti
Sigrún í Lækjarsmára 2 í Kópa-
vogi þar sem hún bjó til ævi-
loka.
Sigrún vann lengi við síms-
vörun hjá leigubílastöðinni
Hreyfli en einnig sem starfs-
maður í verslunum o.fl. sam-
hliða húsmóðurstörfum. Sigrún
hafði yndi af tónlist, var söng-
hneigð og söng í mörgum kór-
um yfir ævina, allt fram á átt-
ræðisaldur.
Að ósk Sigrúnar fór útför
hennar fram í kyrrþey 3. febr-
úar 2020.
Sigrún giftist 9.
nóvember 1950
Helga Sigurði Hall-
grímssyni, f. 13.
september 1924 á
Glúmsstaðaseli í
Fljótsdalshreppi, d.
1. nóvember 2017.
Foreldrar hans
voru Hallgrímur
Jakob Friðriksson,
f. 18. ágúst 1876, d.
17. mars 1955 og
Rósalind Jóhannsdóttir, f. 9.
janúar 1898, d. 19. janúar 1979.
Börn Sigrúnar og Helga eru: 1)
Kolbrún Erla, f. í Reykjavík 4.
maí 1951, eiginmaður hennar
er Luther Carl Almar Hró-
bjartsson, f. 5. júní 1949, dóttir
Kolbrúnar er Sigrún Brynja. 2)
Eiríkur Hreinn, f. í Reykjavík
10. september 1955, eiginkona
hans er Stefanía Valgeirsdóttir,
„Ég vil bara hafa þetta einfalt
og fallegt. Og ekki auglýsa fyrr
en eftir á.“ Svo sagði mamma fá-
einum dögum fyrir andlát sitt og
var að ræða um útförina sem
fram fór þann 3. febrúar sl. í
kyrrþey. Það var hennar ósk og
hana bar að virða. Meðfædd hlé-
drægni hennar og hógværð réð
þessari ákvörðun, eiginleikar
sem prýddu hana og allir tóku
eftir sem hana þekktu. Það kom
í sjálfu sér ekki á óvart að þeir
réðu för alla leið.
Mamma var hæfileikarík. Hún
kunni fjöldann allan af vísum og
orti sjálf ef svo bar undir, var
tónelsk og hafði góða söngrödd.
Hún söng í mörgum kórum,
einnig einsöng ef svo bar undir.
Hún las mikið meðan sjónin
leyfði og hafði yndi af og það var
eftirtektarvert hversu stálminn-
ug hún var fram á síðasta dag.
Ég minnist mömmu sem fal-
legrar og góðrar konu. Hún
hafði gott rúm í hjarta sínu fyrir
okkur börnin og tengdabörnin
en ekki síður barnabörnin og
langömmubörnin og bar velferð
allra fyrir brjósti.
Hún lifði hefðbundnu lífi al-
þýðukonunnar, fædd og uppalin
í sveit. Er hún var unglingur
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
Pabbi og mamma kynntust þeg-
ar mamma var á átjánda ári og
þau stofnuðu fljótlega fjölskyldu
og eftir hefðbundna dvöl á leigu-
markaði byggðu þau sér heimili í
Akurgerði 56 í Reykjavík þang-
að sem þau fluttu um það leyti
sem ég fæddist. Húsið var þá
enn í byggingu. Mamma var
fyrst og fremst húsmóðir framan
af en þegar aðstæður leyfðu fór
hún á vinnumarkaðinn og vann
ýmis störf af trúmennsku og al-
úð.
Þau pabbi voru samrýnd.
Sjaldan var annað þeirra nefnt
án þess að nafn hins fylgdi með.
Sigrún og Helgi voru eitt í ára-
tugi en samt sterk hvort fyrir
sig. Þau stunduðu sameiginleg
áhugamál eins og útivist og síðar
utanlandsferðir og engan hef ég
þekkt sem naut þess jafn ræki-
lega að dvelja í hita og sól eins
og mömmu.
Það breyttist margt hjá
mömmu fyrir rúmum tveimur
árum þegar pabbi, eiginmaður
hennar í nær 67 ár, kvaddi þessa
jarðvist. Hún hafði verið hans
stoð og stytta. Það var eiginlega
ekki fyrr en hann var allur að
ljóst var hvílíkt þrekvirki það
hafði verið fyrir mömmu, komna
á níræðisaldur, að gera það sem
hún gerði fyrir hann og með
honum síðustu æviár hans. Hún
hafði neytt sinna ýtrustu krafta
til að gera honum lífið gott og
það tók örugglega sinn toll.
Þetta heitir tryggð og ást og
hvorutveggja átti mamma í rík-
um mæli. Það var í hennar eðli
að setja þarfir annarra framar
sínum eigin.
Mamma tók djarfmannlega
ákvörðun í desember sl. þegar
læknir sagði henni að nýrnabilun
hennar væri komin á lokastig og
hún þyrfti að undirgangast
íþyngjandi læknismeðferð ætlaði
hún að framlengja þessa jarð-
vist. Hún afþakkaði og ítrekaði
það svo þegar hún var fyrri
hluta janúar sl. flutt á sjúkrahús.
Aðspurð bætti hún þá við, eins
og hennar var von og vísa: „Ég
veit að þetta er eigingirni hjá
mér gagnvart börnunum mínum
en ég vil ekki lengja í þessu.“
Við kveðjum þig nú, elsku
besta mamma mín. Þín er sárt
saknað. Þú lifðir fallegu lífi með
reisn og af þér máttum við
margt læra. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Eiríkur Hreinn.
Mánudagurinn 3. febrúar var
ljúfsár fyrir þeirra hluta sakir að
ásamt því að ég fékk að fagna
nýju aldursári var elsku amma
mín og nafna kvödd með fallegri
athöfn í Fossvogskapellu. Mér
er það sannur heiður að fá að
eiga þennan dag með ömmu
enda höfðu leiðir okkar legið
saman í næstum 47 ár þegar hún
kvaddi okkur með friðsælum
hætti 22. janúar.
Fyrstu 15 æviárin mín var ég
svo gott sem heimilisföst hjá
ömmu og afa Helga í Akurgerð-
inu þar sem allir gengu inn og út
án þess að gera boð á undan sér.
Fjölskyldumeðlimir voru líka
með lykil að útihurðinni í Akó en
hann þurfti sjaldnast að nota,
því hurðin var aldrei læst nema
þau væru ekki heima. Þar var
líka alltaf til sætabrauð með
kaffinu og amma var fljót að
hella upp á þegar einhver datt
inn um dyrnar. Eftir andlát afa
flutti hún í Lækjasmárann og
þótt aldurinn væri farinn að
segja til sín var áfram hægt að
ganga að kaffi og með því vísu
hjá henni.
Elsku amma Sigrún var af
þeirri kynslóð sem aldrei kvart-
aði, þótt hún hefði stundum
ærna ástæðu til, og hlífði sér
heldur aldrei. Þau afi gengu svo
til jafnt til allra verka og það var
sannarlega ekki slórað á þeim
bæ. Inn á milli áttu þau sínar
gæðastundir á Benidorm og
Mallorca, en þau voru bæði
miklir sóldýrkendur og tóku auk
þess sérlega vel lit af Íslend-
ingum að vera, mér og fleirum
til óblandinnar aðdáunar. Við
hlógum dátt eftir eina Spánar-
ferðina þegar rann úr fyrsta
baðinu hennar eftir heimkomu
og eftir sat brún rönd þar sem
vatnsborðið hafði verið. Gaml-
árskvöld í Akurgerðinu eru mér
líka minnisstæð. Þá var sann-
kallað lostæti á borðum, grill-
aður kjúklingur með kokkteil-
sósu og kartöflustrá.
Skemmtilegast var þegar amma
lét afgangana standa í eldhúsinu
fram eftir kvöldi og hægt var að
læðast í aukabita á milli atriða.
Þetta var annars mjög úr takti
við venjulegt heimilishald þeirra
afa því þau voru snyrtipinnar
fram í fingurgóma og gengu
samstundis frá öllu eftir máltíðir
og annað heimilishald.
Amma var söngelsk og gefin
fyrir tónlist. Á góðri stund átti
hún það til að grípa í gítarinn og
syngja með. Söngbókin Tumma
Kukka átti sinn stað í eldhúsinu,
ekki að amma hafi þurft mikið á
henni að halda því hún kunni
ógrynni af vísum og textum utan
að og hafði m.a.s. samið ein-
hverjar vísur sjálf. Hún hafði
auk þess gaman af skrafli og
krossgátum. Annars hafði amma
sig oftast ekki mikið í frammi en
gat verið meinfyndin og skotið
skemmtilegum athugasemdum
inn í samræður.
Amma var glæsileg kona og
bar sig vel. Henni fannst gaman
að spá í föt og klæðaburð, bæði
sinn eigin og annarra, og hafði
yndi af því að klæða sig upp á. Á
gömlum myndum skartar hún
hverjum glæsikjólnum á fætur
öðrum og einhverja þeirra fékk
ég að nota þegar fram liðu
stundir.
Hún var orðin nokkuð full-
orðin þegar hún eignaðist pels
og naut þess að spóka sig í hon-
um.
Það var mikil gæfa fyrir lang-
ömmubörnin Einar Rafn og Auði
Rán að fá að njóta ömmu og afa
fram á unglingsár. Ég kveð
elsku ömmu mína með djúpu
þakklæti fyrir ástina, alúðina og
umhyggjuna. Hvíldu í friði.
Þín
Sigrún Brynja.
Elsku amma.
Það er sárt að kveðja þig. Þú
hefur verið fastur punktur í til-
verunni allt mitt líf og þvílík
lukka að hafa haft þig hjá mér
langt fram á fullorðinsár og að
börnin mín og maðurinn minn
hafi fengið að kynnast þér og þú
þeim. Það sem situr eftir eru
fjölmargar dýrmætar samveru-
stundir. Þegar ég var lítil, sat á
eldhúsbekknum og við kjöftuð-
um saman á meðan ég fylgdist
með þér elda. Þeir tugir skipta
sem við horfðum saman á Stellu
í orlofi, Söngvaseið og Í djörfum
dansi. Óteljandi klukkustundir
við eldhúsborðið í Akó, við spil-
uðum ólsen-ólsen og veiðimann
út í eitt, drukkum kakómalt og
sömdum sögur. Hversdagsleg
atvik sem núna eru ómetanlegar
minningar.
Þú varst alltaf til staðar. Ég
þurfti aldrei að gera boð á undan
mér því þú tókst mér alltaf opn-
um örmum. Þegar ég var að far-
ast úr heimþrá úti í Danmörku
skrifaðirðu mér reglulega bréf
svo ég fengi póst og saknaði
ykkar heima aðeins minna.
Eftir því sem ég eltist breytt-
ist sambandið. Í þér eignaðist ég
vinkonu og kaffibollarnir sem við
drukkum saman skipta hundr-
uðum. Þú spáðir í spil og bolla
og tveggja manna bókaklúbbur
ömmu og Tinnu fundaði reglu-
lega um margra ára skeið áður
en sjónin fór að versna og þú
fórst að eiga erfitt með lestur.
Við slúðruðum meira en góðu
hófi gegnir, sögðum hvor ann-
arri leyndarmál, töluðum um allt
frá bíómyndum yfir í strákave-
sen og ræddum reglulega um
barnauppeldi eftir að ég eign-
aðist börnin mín. Aðallega sagð-
irðu að ég ætti að vera fegin að
eiga hávær og fyrirferðarmikil
börn, þau væru miklu skemmti-
legri en þessi rólegu sem ekkert
heyrist í. Ég er ekki frá því að
þú hafir haft rétt fyrir þér. Þú
varst söngelsk, bókhneigð
kvæðakona og mikið er ég þakk-
lát fyrir að hafa átt þig að. Ég
mun sakna þín þar til við hitt-
umst á ný.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Tinna Eiríksdóttir.
Sigrún Brynhildur
Björnsdóttir
Þá er hann horf-
inn til austursins ei-
lífa, hann Halli
Stef., kær vinur, frí-
múrarabróðir og félagi til margra
áratuga. Við hófum störf saman í
Slökkviliði Keflavíkurflugvallar
vorið 1956, hann að vísu vikunni á
undan. Ég minnist hans þá sem
mjög frísks, rauðhærðs og
hrausts ungs manns sem var allt-
af fljótur að tileinka sér það sem
okkur var kennt í slökkviliðs-
fræðum, enda gerður að bílstjóra
á undan okkur hinum sem byrj-
uðu jafnt og hann, sem þótti þá
upphefð.
Þegar kom að prófum í fræð-
unum var hann gjarnan með
bestu einkunnir. Það var sama
hvað það var sem Halli tók sér
fyrir hendur, hvort sem var í
starfi eða utan vinnu þá skaraði
hann gjarnan fram úr. Í laxveiði
voru fáir sem stóðu honum fram-
ar – kom sjaldnast heim án fisks
þótt aðrir fengju ekki neitt. Sama
var með fuglaveiði sem hann tók
með trompi og þegar hann
byggði sér og Erlu sinni sumar-
bústað sem hann hannaði sjálfur
Haraldur
Stefánsson
✝ Haraldur Stef-ánsson fæddist
22. janúar 1937.
Hann lést 22. jan-
úar 2020.
Útför Haraldar
fór fram 31. janúar
2020.
að mestu kom fram
áræðið og dugnað-
urinn. Þegar Sveinn
Eiríksson heitinn
féll frá var Halli
strax valinn eftir-
maður hans sem
slökkviliðsstjóri.
Þar kom best fram
hvílíkur ofurmaður
bjó í piltinum; hann
lyfti liðinu upp í
hæstu hæðir, sem
var í hávegum fyrir, hvað varðaði
virðingu vinnuveitandans og ann-
arra enda var hann sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu. Þá völdu félagar hans í
félagi slökkviliðsstjóra í Banda-
ríkjunum IAFC (International
Association of Fire Chiefs) hann
sem meðlim í þeirra „Hall of
Fame“ í Navy Yard Norfolk og
enn var hann gerður að félaga í
„National Fire Heretage Center“
í Harrisburg Pennsylvaníu og
stillt upp þar í þeirra „Hall of
Fame“ (einn af forverum hans
þar er Benjamin Franklin for-
seti). Halli var vel að þessum
virðingarvottum kominn enda
stýrði hann sínu liði af miklum
skörungsskap þar sem þetta
slökkvilið vann til fjölda verð-
launa innan bandaríska varnar-
málaráðuneytisins.
Ég votta Erlu og öllum hans
afkomendum innilega samúð.
Ástvaldur Eiríksson,
fv. varaslökkviliðsstjóri.
Finnbogi Jóns-
son, bóndi í Hörgs-
hlíð, hefur lagt upp í
sína hinstu ferð.
Hann var næsti nágranni okkar í
Mjóafirði við Ísafjarðardjúp og
reyndist okkur alla tíð góður
granni.
Náttúrufegurð er mikil í Mjóa-
firði en vetur geta verið harðir,
eins og við erum minnt á þessa
dagana. Í þessu umhverfi ólst
Finnbogi upp og bjó alla ævi. Á
undanförnum áratugum hafa
margir bæir farið í eyði í firðinum
og um skeið var Finnbogi eini
bóndinn sem stundaði þar bú-
skap. Það hlýtur að hafa reynt á
og verið einmanalegt á köflum.
Finnbogi Sigurður
Jónsson
✝ Finnbogi Sig-urður Jónsson
fæddist 26. október
1956. Hann lést 30.
desember 2019.
Finnbogi Sigurður
var jarðsunginn 11.
janúar 2020.
Það segir sig sjálft
að það þarf mikinn
dugnað og þraut-
seigju til að stunda
búskap einn við
þessar aðstæður, þá
eiginleika hafði
Finnbogi til að bera.
Þótt Finnbogi
væri hlédrægur að
eðlisfari gat hann
notið sín á manna-
mótum og var
skemmtilegur í viðkynningu.
Hann var okkur innan handar um
ýmislegt og ávallt reiðubúinn til
hjálpar ef eitthvað bjátaði á.
Finnbogi reyndist okkur þannig
alla tíð góður og hjálplegur ná-
granni, fyrir það viljum við
þakka.
Við vottum aðstandendum
hans hugheilar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Fyrir hönd systkinanna í
Botni,
Gísli og Þuríður Fannberg.
Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, hlýju og stuðning við andlát
og útför
HALLDÓRS HERMANNSSONAR,
skipstjóra frá Ísafirði,
sem jarðsunginn var frá Ísafjarðarkirkju
1. febrúar. Einnig þökkum við auðsýnda virðingu öllum þeim
sem heiðrað hafa minningu hans.
Katrín Gísladóttir
Bergljót Halldórsdóttir
Gunnar Halldórsson
Ragnheiður Halldórsdóttir
Rannveig Halldórsdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Hermann Jón Halldórsson
Guðmundur Birgir Halldórsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, bróður og afa,
HJALTA SIGURJÓNSSONAR,
Raftholti,
Holtum.
Jóna Heiðbjört Valdimarsdóttir
Ágústa Kristín Hjaltadóttir
Sigurjón Hjaltason Guðríður Júlíusdóttir
Guðrún Margrét Hjaltadóttir Oddur Hlynur Kristjánsson
Valdimar Hjaltason Hrefna María Hagbarðsdóttir
Hermann Sigurjónsson
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát
og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
SVEINBJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR
bifvélavirkja,
Hraungerði 1,
Akureyri.
Hanna Soffía Jónsdóttir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson Dröfn Áslaugsdóttir
Anna Berglind Sveinbjörnsd.
Sigríður Erla Sveinbjörnsd.
Eygló Sveinbjörnsdóttir Bergþór Ásgrímsson
Jón Helgi Sveinbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn