Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 39

Morgunblaðið - 08.02.2020, Side 39
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS Sérfræðingar við skattrannsóknir Við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eru lausar til umsóknar stöður sér- fræðinga við skattrannsóknir á rannsóknarsviði embættisins. Við leitum að öflugum liðsmönnum í hóp samstilltra starfsmanna, sem hafa yfir að ráða vilja og getu til að takast á hendur rannsóknir á skattundanskotum. Helstu verkefni og ábyrgð Störfin felast í rannsóknum skattundanskota og annarra skattalagabrota. Í því felst m.a. greining á bókhaldi og skattskilum, gagna- og upplýsingaöflun og úrvinnsla þeirra og ritun greinargerða um framkvæmd og niðurstöður rannsókna. Hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði. Nám á meistarastigi sem nýtist í starfi er kostur. • Þekking á skattarétti og skattskilum er æskileg. • Þekking og/eða reynsla af rannsóknum refsiverðra brota er kostur. • Framúrskarandi greiningarhæfni, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum er skilyrði. • Góð færni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymum fjölbreyttra sérfræðinga er nauðsynleg. • Góð kunnátta á word og excel er nauðsynleg. Önnur kunnátta á tölvu- og upplýsingakerfum er kostur. • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og geta til að vinna undir álagi er skilyrði. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf í margbreytilegu umhverfi. Um verkefni skattrannsóknarstjóra ríkisins vísast nánar til vefsíðu embættisins srs.is Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og við- komandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur fer að öðru leyti eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Starfshlutfall er 100%. Umsóknum skal skila til skattrannsóknarstjóra ríkisins á netfangið srs@srs.is merktar „Umsókn um starf“. Umsókninni skal fylgja greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Með umsókn skal einnig fylgja afrit af viðeigandi prófskírteinum og upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn sem veitt geta upplýsingar um störf eða aðra hæfni umsækjanda. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 14. febrúar 2020. Nánari upplýsingar um störfin veitir Gunnar Th. Kristjánsson, forstöðumaður rannsóknarsviðs í síma 550 8800. LÖGFRÆÐINGUR Samtök atvinnulífsins leita að lögfræðingi með áhuga á vinnurétti og málefnum vinnumarkaðarins. Helstu verkefni vinnumarkaðssviðs eru þjónusta við félagsmenn við túlkun laga og kjarasamninga, þátttaka í kjaraviðræðum, umsagnir og þátttaka í nefndum og stjórnum f.h. SA, málflutningur fyrir Félagsdómi og almennum dómstólum f.h. samtakanna og aðildarfyrirtækja þeirra auk þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Á vinnumarkaðssviði SA starfa nú 6 lögfræðingar. Upplýsingar veitir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, í síma 821 0019 eða á ragnar@sa.is Umsóknir berist með hjálp Alfreðs á www.alfred.is. Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar nk. Menntun og hæfni: • Meistarapróf/embættispróf í lögfræði • Reynsla sem nýtist í starfi • Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni • Frumkvæði í starfi • Áhugi á íslensku atvinnulífi Helstu verkefni: • Lögfræðileg ráðgjöf og þjónusta við aðildar fyrirtæki SA, einkum á sviði vinnuréttar • Gerð og túlkun kjarasamninga Samtök atvinnulífsins eru í forystu um samkeppnis hæft rekstrar umhverfi sem stuðlar að arð bæru fjöl breyttu og ábyrgu atvinnu lífi sem bætir lífskjör landsmanna. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildar- samtökum sem byggja á ólíkum atvinnu- greinum. Yfir 2.000 fyrirtæki í fjöl breyttum greinum eiga aðild að Samtökum atvinnu- lífsins, allt frá sjálf stætt starfandi frum- kvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildar fyrirtækjum SA starfa um 70% launa- fólks á almennum vinnu markaði. Samtök atvinnu lífsins eiga heima í Húsi atvinnu lífsins. Nánari upplýsingar um Samtök atvinnu lífsins er að finna á vef SA: www.sa.is        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.