Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Reykjavíkurmót kvenna Valur – KR ................................................ 4:1 Fylkir – Fjölnir......................................... 4:0  Staðan: Fylkir 15, Valur 12, KR 9, Þrótt- ur R. 3, Fjölnir 3, Víkingur R. 0. Fylkir er Reykjavíkurmeistari. Lengjubikar karla Breiðablik – Leiknir R. ............................ 3:1 HK – FH ................................................... 1:0 Þýskaland Eintracht Frankfurt – Augsburg .......... 5:0  Alfreð Finnbogason lék fyrstu 65 mín- úturnar með Augsburg. B-deild: Sandhausen – Heidenheim..................... 0:1  Rúrik Gíslason lék síðustu 32 mínúturn- ar með Sandhausen. Dynamo Dresden – Darmstadt .............. 2:3  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt og lagði upp mark. Tyrkland Yeni Malatyaspor – Ankaragücü .......... 0:1  Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 55 mínúturnar með Yeni Malatyaspor. Holland Den Haag – PSV Eindhoven .................. 0:1  Anna Björk Kristjánsdóttir lék ekki með PSV. B-deild: Helmond Sport – Excelsior .................... 1:4  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior og skoraði 2 og lagði upp 1.  Grill 66 deild karla Þór Ak. – Grótta ................................... 25:24 Víkingur – Stjarnan U ......................... 38:34 Fjölnir U – Haukar U .......................... 19:29 Valur U – FH U.................................... 22:33 Staðan: Þór Ak. 12 10 2 0 365:312 22 Valur U 12 8 1 3 354:338 17 Haukar U 12 7 1 4 347:314 15 Grótta 12 7 0 5 342:334 14 FH U 12 5 1 6 348:351 11 Víkingur 12 5 1 6 331:330 11 Þróttur 11 4 2 5 325:315 10 KA U 11 4 1 6 317:327 9 Fjölnir U 12 2 1 9 297:338 5 Stjarnan U 12 1 2 9 306:373 4 Grill 66 deild kvenna Víkingur – Stjarnan U ......................... 30:31 Fylkir – Grótta...................................... 23:25 Staða efstu liða: Fram U 15 15 0 0 503:345 30 FH 15 12 1 2 426:327 25 Selfoss 15 11 2 2 356:315 24 Grótta 16 11 1 4 417:382 23 ÍR 15 8 1 6 393:372 17 Þýskaland B-deild: Essen – Bietigheim.............................. 31:32  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Hamburg – Elbflorenz........................ 28:25  Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í marki Hamburg. Danmörk Ribe-Esbjerg – Skjern ........................ 21:24  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 2. Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.  Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern en Björgvin Páll Gústavsson varði ekki skot í markinu. Frakkland B-deild: Cesson-Rennes - Limoges................... 21:20  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson-Rennes.   Dominos-deild karla Valur – Stjarnan ................................. 108:78 KR – Keflavík ....................................... 88:82 Þór Ak. – Njarðvík ............................... 94:97 Staðan: Stjarnan 18 15 3 1637:1495 30 Keflavík 18 13 5 1604:1470 26 Tindastóll 18 12 6 1562:1488 24 Njarðvík 18 11 7 1547:1409 22 KR 18 11 7 1551:1503 22 Haukar 18 11 7 1606:1538 22 ÍR 18 9 9 1526:1617 18 Grindavik 18 7 11 1526:1592 14 Þór Þ. 18 7 11 1448:1491 14 Valur 18 6 12 1462:1553 12 Þór Ak. 18 5 13 1554:1717 10 Fjölnir 18 1 17 1517:1667 2 1. deild karla Höttur – Sindri ................................... 107:63 Hamar – Álftanes ................................. 96:83 Skallagrímur – Breiðablik ................... 80:94 Selfoss – Snæfell................................... 96:77 Staða efstu liða: Breiðablik 17 15 2 1714:1414 30 Hamar 17 15 2 1671:1482 30 Höttur 17 15 2 1483:1262 30 Álftanes 18 9 9 1546:1574 18 Vestri 15 8 7 1328:1227 16   velli. Sá var annar maður í gær- kvöldi, stigahæstur allra með 22 stig en Keflvíkingar réðu ekkert við hann. Annar var Matthías Orri Sigurðarson, sem sneri blaðinu við í gær og sýndi hvers hann er megnugur með því að skora 15 stig, taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Hinum megin á vell- inum voru svo lykilmenn að klikka. Hörður Axel Vilhjálmsson steig úr karakter og átti dapurt kvöld og reyndist skúrkurinn seint í leiknum þegar Keflvíkingar misstu boltann á ögurstundu. Íslandsmeistararnir fagna því væntanlega að vera að ná vopnum sínum aftur nú þegar endasprettur mótsins nálgast. Kefl- víkingar geta þó líka litið á björtu hliðarnar. Þeir spiluðu leikinn ágætlega og vissu hvað þeir þurftu að gera til að leggja KR-inga að velli. Það voru einstaklingsmistök mikilvægra leikmanna sem urðu þeim að falli en þetta eru leikmenn sem gera sjaldan mistök og varla í tveimur leikjum í röð. KR mætir næst Þór Akureyri en Keflavík heimsækir ÍR. KR að ná vopn- um sínum á ný  Króatinn svaraði vel fyrir sig Morgunblaðið/Eggert Viðsnúningur Frábær Dino Cinac svaraði gagnrýnisröddum í gær. Í VESTURBÆNUM Kristófer Kristjánsson kristóferk@mbl.is Íslandsmeistarar KR sýndu gamla takta er þeir lögðu Keflavík að velli í stórleik umferðarinnar í Dominos- deild karla í körfuknattleik í DHL- höllinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 88:82 í hörkuleik og eru KR- ingar nú í fimmta sæti, fjórum stig- um frá Keflavík í öðru sætinu. Það var boðið upp á hörkuleik í Vesturbænum, jafnvel um of. Það var gríðarlega mikið flautað, sér- staklega í fyrri hálfleik, og lítið flæði í leiknum en það voru gest- irnir sem nýttu sér það og voru yf- ir í hléinu. KR-ingar færðu sig hins vegar upp á skaftið í þriðja leik- hluta. Vesturbæingar féllu einmitt á stóru prófi í síðustu umferð þeg- ar þeir töpuðu gegn Tindastól, en eftir þann leik voru nokkrir mikil- vægir leikmenn gagnrýndir fyrir frammistöðu sína. Einn þeirra var Króatinn Dino Cinac, sem skoraði úr einu af 11 skotum sínum utan af Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós þegar topplið Stjörnunnar heimsótti Val í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Valsmenn, sem voru í fall- sæti fyrir leikinn, unnu 30 stiga sigur, 108:78. Fyrir leikinn hafði Stjarnan unnið 13 leiki í röð og bjuggust því flestir við öruggum Stjörnusigri. Vals- menn voru hins vegar með undirtökin allan tímann og var sigurinn afar sannfærandi. Pavel Ermolinskij átti stórleik fyrir Val og skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Með sigrinum fór Valur upp fyrir Þór Akureyri og úr fallsæti. Óvæntustu úrslit leiktíðarinnar Morgunblaðið/Hari Skellur Valsmenn skelltu Stjörn- unni afar óvænt á heimavelli. Njarðvík vann annan sigur sinn í röð í Dominos-deild karla í körfu- bolta er liðið gerði góða ferð til Akureyrar í gærkvöld og vann Þór í spennandi leik, 97:94. Chaz Williams skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Njarðvík. Þór er nú tveimur stigum frá Val og öruggu sæti í deildinni, en lið- in mætast á Akureyri 5. mars í gríðarlega mikilvægum leik. Njarðvík er í 4.-6. sæti með 22 stig, eins og KR og Haukar, í hörðum slag um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Njarðvík gerði góða ferð norður Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fimma Þórsarar reyna að stöðva Chaz Williams í gærkvöldi. Fylkiskonur urðu í gærkvöld Reykjavíkurmeistarar í fótbolta í fyrsta skipti eftir öruggan 4:0-sigur á Fjölni úr 1. deildinni í Egilshöll. Fylkir endaði með fullt hús stiga í A-riðli, 15 stig. Liðið vann alla fimm leiki sína, skoraði 16 mörk og fékk aðeins eitt á sig. Fylkir vann m.a. Íslandsmeistaralið Vals í fyrsta leik, 2:1. Katla María Þórðar- dóttir skoraði tvö marka Fylkis og þær Brynhildur Brá Gunnlaugs- dóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir voru einnig á skotskónum. Það er óhætt að segja að fram- tíðin sé björt hjá Fylki, því allir þrír markaskorararnir eru fæddir árið 2000 eða síðar. Bryndís Arna er yngst þeirra, en hún er fædd árið 2003, eins og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Aðeins fimm leikmenn í 18 manna leik- mannahópi Fylkis í gær voru fædd- ir fyrir aldamótin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurmeistarar Fylkir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta skipti með sigri á Fjölni í Egilshöll í gærkvöldi. Fylkir meistari í fyrsta skipti  Alfreð Gíslason skýrði frá því á fréttamannafundi þýska handknatt- leikssambandsins í gær, þegar hann var formlega kynntur sem nýr þjálfari þýska karlalandsliðsins, að hann hefði verið að því kominn að semja um að taka við öðru landsliði. Þýskir fjöl- miðlar segja að þar hafi verið um lið Rússlands að ræða. Nánar á mbl.is.  Knattspyrnumaðurinn Gunnar Örv- ar Stefánsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt KA. Kemur hann til KA frá Magna þar sem hann hefur verið í tvö ár.  Kvennalið KR í knattspyrnu fékk liðsstyrk í gær þegar hin 18 ára gamla Karólína Jack kom til félagsins frá Víkingi Reykjavík. Hefur hún leikið 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Karól- ína er sem stendur að jafna sig á krossbandsslitum.  Knattspyrnumaðurinn Kristinn Steindórsson skrifaði í gær undir samning við uppeldisfélag sitt Breiða- blik. Kristinn lék síðast með FH. Hann varð á sínum tíma Íslands- og bikar- meistari með Breiðabliki.  Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 66 höggum, sex höggum undir pari, á öðrum hring sínum á RAM Cape Town Open-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í Suður- Afríku í gær. Hann komst í gegnum niðurskurðinn. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.