Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Náttúran ræður för er titill ljós-
myndasýningar sem opnuð hefur
verið í Skotinu í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur. Á henni má sjá verk
eftir Zuzönnu Szarek sem er pólsk-
ur myndlistarmaður, ljósmyndari
og kvikmyndahandritahöfundur en
hún hlaut doktorsgráðu og útskrif-
aðist með láði frá sjónlistadeild
Myndlistarháskólans í Varsjá og
hefur einnig kennsluréttindi. Árið
2016 hóf Szarek að vinna að ljós-
myndaröðinni, sem nú má sjá í
Skotinu, á hringferð sinni um Ís-
land og einblíndi hún á ákveðnar
breytingar í umhverfinu og áhrif
fólks á draumkennt landslagið sem
fyrir augu hennar bar.
Á Íslandi Ein ljósmynda Zuzönnu Szarek.
Ljósmyndir frá
hringferð Szarek
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
ÓSKARS
TILNEFNINGAR11
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD
Tónleikar verða
haldnir í salnum
Hömrum í Hofi á
Akureyri á
morgun, sunnu-
dag, kl. 17 og er
yfirskrift þeirra
Það þarf alltaf
smá klassík. Á
þeim koma fram
tvær ungar
sópransöngkonur að norðan, þær
Jónína Björt Gunnarsdóttir og Silja
Garðarsdóttir, með píanóleikaran-
um Daníel Þorsteinssyni og flytja
íslenskar söngperlur, íslenskar og
erlendar aríur, lög úr söngleikjum
og verk eftir tónskáld frá Norður-
landi.
Það þarf alltaf
smá klassík í Hofi
Silja Garðarsdóttir
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta hefur verið brjálað,“ segir
Hildur Guðnadóttir og hlær þegar
spurt er út í ferðalagið síðustu vikur,
frá einni verðlaunahátíðinni á aðra
þar sem tónlist hennar við kvik-
myndina Joker og sjónvarpsþættina
Chernobyl hefur verið tilnefnd til
ýmissa verðlauna. Hildur hefur þeg-
ar hreppt tíu verðlaun fyrir þessi
verkefni og er nú komin til Los Ang-
eles þar sem þau allra þekktustu,
Óskarsverðlaunin, verða afhent ann-
að kvöld. Og sérfræðingar segja
hana afar sigurstranglega fyrir tón-
listina í Joker.
Þegar Hildur er spurð að því
hvernig tilfinning það sé að hafa
heila þjóð á eyju norður í Atlantshafi
sem fylgist spennt með hverju henn-
ar fótspori á þessu flandri, þá segist
hún hafa fundið mikið fyrir því og
finnist fallegt hvernig allir heima séu
með henni í liði. „Það er yndislegt að
finna hvað fólk heima er spennt og
fylgist vel með. Ég finn fyrir allri
þeirri jákvæðu orku sem fólk sendir
mér og það er mjög þægilegt.“
Varðandi hamaganginn á þessari
verðlaunaafhendingavertíð, þar sem
hún hefur flogið stórborga á milli,
ítrekar Hildur að það hafi verið mik-
ið brjálæði. „Og þetta gerist allt svo
hratt því Óskarinn er óvenju
snemma í ár og enginn vill vera með
sín verðlaun á eftir Óskarnum. Það
hefur verið algjör rússíbani að fara á
milli staða og ná að mæta á allt.“
– Hefurðu þá nokkuð náð að semja
eða vinna að öðrum verkum?
„Þetta hefur eiginlega verið full
vinna! Ég náði að semja svolítið áður
en þetta byrjaði allt, eitt lítið
kammerverk sem var frumflutt í
þarsíðustu viku í New York og svo
gerði ég eina insetningu með Ólafi
Elíassyni sem var opnuð í janúar. Ég
hef lítið getað einbeitt mér. Það hef-
ur verið frekar mikill hávaði!“
Tónlistin undir húðina
Jókerinn er áhrifamikil kvikmynd
en líka umdeild. Hildur segist hafa
komið óvenju snemma að verkinu.
„Leikstjórinn, Todd Philips, er undir
miklum áhrifum frá tónlist og hún
skiptir hann miklu máli í kvik-
myndaferlinu,“ segir Hildur. „Hann
hafði samt aldrei unnið þetta náið
með tónskáldi en var viss um að
hann vildi fara aðra leið en venju-
lega. Hann spurði því hvort ég væri
til í að semja tónlist út frá tilfinn-
ingum mínum strax við lestur á
handritinu. Það var ótrúlega spenn-
andi að geta byrjað svona snemma
og vera hluti af fyrstu frumeining-
unum að myndinni. Yfirleitt kemur
tónlist frekar seint inn, svo það var
frábært að fá að vera hluti af öllu
ferlinu og hafa áhrif á tempóið í
myndinni og uppbygginguna. Og
hafa áhrif á tilfinningarnar í henni
frá upphafi.
Einn af kostunum við að vinna
svona var að hægt var að nota tón-
listina strax við upptökurnar og hún
gat haft áhrif á hreyfingar leikar-
anna, á stemninguna í því sem aðal-
leikarinn Joaquin Phoenix var að
gera, og á kvikmyndatökuna. Tón-
listin hafði áhrif á alla á settinu og er
djúpt inni í frumeindunum.“
Leikstjórinn hefur lýst því fallega
hvers konar áhrif það hafði á
Phoenix við upptökur á lykilatriði í
kvikmyndinni, þar sem eðli Jókers-
ins er að brjótast fram, að leika
strax þá fyrir hann tónlist Hildar.
„Það er svo fallegt við tónlist
hvernig hún getur náð á aðra staði
en orð, hún fer undir húðina,“ segir
Hildur um dans leikarans við tónlist
hennar. „Það er fallegt að sjá hann í
stað þess að nota díalóg bregðast
líkamlega við því sem tónlistin kallar
fram.“
Tók eitt og hálft ár
Hildur er margreyndur sellóleik-
ari og sellóið er í stóru hlutverki í
Joker. Samdi hún á sellóið?
„Nei, ég reyni að hafa vinnuferlið
breytilegt. En eitt af fáu sem Todd
sagði við mig í upphafi var að hann
væri spenntur fyrir sellói í aðal-
hlutverki. Annars var hann forvitinn
að heyra hvað ég kæmi með.“
–Tónlist kvikmyndarinar er mikið
á lágu nótunum, með dimmum hljóð-
færum, sellóinu og drunum úr hin-
um nýja íslenska dórófón. Þetta
neðra svið tónaflóðsins fær tilfinn-
ingasviðið líka til að víbra.
„Algjörlega. Það er svo magískt
svæði,“ segir Hildur og bætir við að
þegar hún byrjaði að lesa handritið
hafi henni þótt rödd aðalpersón-
unnar liggja á því dimma tónsviði.
En hvað tók þetta ferli með tónlist-
ina við kvikmyndina langan tíma?
„Þetta var hátt í eitt og hálft ár,
frá byrjun til enda. Þegar maður
kemur svona snemma inn í ferlið er
það skuldbinding til langs tíma. Það
tekur rosalegan tíma að gera svona
bíómynd. Ætli ég hafi ekki verið
hvað lengst af öllum listamönnunum
að vinna að þessu.“
Samtímis vann Hildur að tónlist-
inni og hljóðheiminum fyrir sjón-
varpsþættina Chernobyl.
„Þegar maður vinnur að kvik-
mynd í svona langan tíma hefur
maður rýmri tíma frá degi til dags til
að gera annað líka. En þetta var
frekar mikil vinna í þó nokkra mán-
uði! Og það náðist…“
Hefur náð að sanna sig
Sömu karlanöfnin koma aftur og
aftur fyrir á listum yfir helstu kvik-
myndatónskáldin. En er hún ekki
núna komin í klúbbinn?
„Jú, mér sýnist það,“ svarar hún
glaðlega. „Ég hef fundið alveg rosa-
lega mikinn stuðning og jákvæðni í
minn garð.“ En hún segir súrreal-
ískt hversu fáar konur hafi samið
tónlist fyrir helstu kvikmyndir.
„Það er sérstaklega flókið við
þessar stóru Hollywood-myndir
hvað pressan er mikil, og rosalegt
stress sem fylgir þessum heimi.
Stúdíóin eru frekar rög við að taka
áhættu með tónskáldin, hafa viljað
taka mjög öruggar ákvarðanir og
velja tónskáld sem þau eru viss um
að ráði við verkin. Þess vegna sjáum
við sömu nöfnin aftur og aftur. En
ég finn fyrir mikilli breytingu núna,
maður þarf bara að komast með
annan fótinn inn til að sanna að mað-
ur geti ráðið við þetta – og á síðustu
árum hafa stúdíóin séð að ég geri
það. Þar af leiðandi hafa þau gefið
mér tækifæri á stærri og stærri
verkefnum, sem er frábært.“
Lengri útgáfu af viðtalinu við
Hildi Guðnadóttur má lesa á mbl.is
Tónlist nær á aðra staði en orð
Þegar líður að afhendingu Óskarsverðlauna finnst Hildi Guðnadóttur fallegt
hvernig fólk heima á Íslandi er með henni í liði „Þetta hefur verið brjálað“
AFP
Verðlaunasafn Hildur Guðnadóttir tók á dögunum við Grammy-verð-
launum. Margir spá því að Óskarsverðlaun bætist við á morgun.