Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Er ég mamma mín? nefnist nýtt ís- lenskt leikrit eftir Maríu Reyndal sem frumsýnt verður á morgun, sunnudaginn 9. febrúar, á Nýja sviði Borgarleikhússins. María er líka leikstjóri sýningarinnar sem er samstarfsverk- efni leikhópsins Kvenfélagsins Garps og leik- hússins. Verkið gerist á tvennum ólíkum tímum, í nútím- anum og árið 1979, og segir af húsmóður sem ákveður dag einn að skipta um hlutverk, hætta að sinna heimilinu og fara í verkfall. Óhreint leirtau hrúgast upp og heimilisfólkið þarf að laga sig að breyttum kynjahlutverkum og valdahlutföllum. Í verkinu er lögð áhersla á áhrif hverrar kynslóðar á þá næstu, samskipti hjóna í blíðu og stríðu og um leið rakin saga konu sem vill stækka sig og þrosk- ast en tímarnir og hjónabands- stofnunin gera henni erfitt fyrir, eins og því er lýst í tilkynningu. Móðurhlutverkið er einnig til skoð- unar, hvernig hlutverk mæðgna snúast við síðar á lífsleiðinni og hvernig hugmyndir um frelsi og hlutverk kvenna hafa mótað líf þeirra á ólíkum tímum. Leikarar í sýningunni eru Sól- veig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Sigurður Skúlason, María Elling- sen, Katla Njálsdóttir og hinn 12 ára Arnaldur Halldórsson. Erum alltaf að læra María er spurð að því hvers vegna hluti verksins eigi sér stað árið 1979. „Ég er að skoða stöðu kvenna þá og nú og hlutverk kvenna og karla þá og nú. Mér er þessi tími hug- leikinn því þarna voru konur að brjótast út úr hefðbundnu kynja- hlutverki og hlutverki húsmóður- innar og mér finnst svo spennandi að skoða hvert það hefur leitt okk- ur í nútímanum. Við erum ekkert endilega komin á leiðarenda, erum alltaf að læra,“ segir María. – Er sama konan þá leikin af tveimur leikkonum í verkinu? „Já, Sólveig og Kristbjörg leika mæðgur í nútímanum og Sólveig leikur svo hlutverk Kristbjargar í gamla tímanum, þegar hún var ung,“ svarar María. – Hvaðan spratt þessi hugmynd og saga? „Þetta sprettur kannski frá æsku minni, að vera barn á þessum tíma og horfa á fólk í kringum mig og sjá mig svo í dag. Hún spratt það- an, alla vega að hluta til og svo eru atburðir í sögunni ekkert tengdir mér, bara settir inn af dramatúrg- ískum ástæðum.“ Fórnarkostnaður af byltingum – Manstu eftir því að hafa velt kynjahlutverkunum fyrir þér á þessum tíma? „Já, ég velti þessu fyrir mér og þegar maður lítur til baka sér mað- ur það öðruvísi í dag sem maður var að horfa á sem barn. Þessi ótrúlega mikli og skrítni valda- strúktúr sem var á þessum tíma,“ svarar María. – Sem breyttist svo hratt … „Já, hann breyttist mjög hratt og það var ekki endilega frábært fyrir alla. Það er alltaf fórnarkostnaður af öllum svona byltingum, maður þarf líka að skoða það.“ – Eins og hver? „Ja, það eru nú oftast þeir sem standa fyrir byltingunni sem græða ekkert endilega mest á henni held- ur þeir sem koma á eftir. Við skoð- um það líka og þessi mæðgnasam- bönd og fjölskyldumál, hvað er sagt og ósagt og hvað fylgir okkur ef við gerum það ekki upp. Svo er þetta líka sprenghlægilegt og hádrama- tískt,“ segir María. „Það er nú oft þannig sem við upplifum í fjöl- skyldum, þessir dramatísku punkt- ar eru líka oft sprenghlægilegir.“ – Mikil dramatík á það til að vera mjög fyndin … „Já og þú getur séð það þegar þú horfir á hana utan frá þótt sorgin sé líka mikil.“ Margt er enn ósagt – Titill verksins, Er ég mamma mín?, er þessi sígilda spurning sem konur í aldanna rás hafa spurt sig og mögulega líka karlar, ekki satt? „Já, ég held bara að allir spyrji sig að þessu,“ svarar María. Börnin læri það sem fyrir þeim sé haft og fólk átti sig stundum ekki á því fyrr en það er komið í ógöngur á fullorðinsaldri. „Við erum að skoða hvernig maður getur borið hlutina áfram ef maður brýtur þá ekki upp.“ – Ert þú mamma þín? „Já, að sumu leyti er ég hún mjög mikið en að öðru leyti ekki. Svo er spurning hvort ég sé þá ekki líka amma mín því mamma er mamma hennar og svona getum við farið aftur í kynslóðir,“ segir María kímin. Kvenfélagið Garpur er sjálfstæð- ur leikhópur sem hefur skoðað hlutverk kvenna og kynjahlutverk- in bæði á og utan sviðs. Má af fyrri verkum hópsins nefna Gunnlaðar sögu, Svartan fugl og Sóleyju Rós ræstitækni en Er ég mamma mín? er sjöunda leikverkið sem hópurinn sviðsetur. María segir að hún og leikhóp- urinn hafi áhuga á að segja góðar sögur og þá líka, að einhverju leyti, út frá konum. „Ég er kona og finnst líka svo margt hægt að segja, svo margt ósagt og nú er tækifæri til að koma sögum kvenna áfram og þessi er ein af þeim.“ Sem fyrr segir er yngsti leikari sýningarinnar 12 ára og sá elsti, Kristbjörg Kjeld, er á níræðisaldri. María er spurð hvar hún hafi fund- ið Arnald og segir hún hann hafa leikið í söngleiknum Matthildi. „Hann er algjör snillingur,“ segir María um Arnald og ber mikið lof á leikhópinn í heild. Það sé bæði gjöf og gleðigjafa að fá að stýra svo breiðum aldurshópi. Ljósmynd/Jón Þorgeir Kristjánsson Hjón Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í leikritinu Er ég mamma mín? í Borgarleikhúsinu. Hlutverk kynjanna þá og nú  Er ég mamma mín? spyr leikskáldið og leikstjórinn María Reyndal  Nýtt íslenskt leikrit sem gerist á tvennum tímum, samtímanum og árið 1979  Sprenghlægilegt, hádramatískt og sorglegt María Reyndal Miðstöð íslenskra bókmennta hefur hleypt af stokkunum verkefni sem ber heitið „Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla“ og felst í því að rit- höfundar heimsækja skóla, hitta nemendur í kennslustund og ræða við þá um bækur sínar. Í tilkynningu kemur fram að markmið verkefnisins sé að hvetja nemendur til lestrar og auka skilning þeirra og áhuga á bók- menntum og starfi rithöfunda. „Höfundaheimsóknirnar hefjast nú á vorönn, í fyrstu umferð taka fjórir rithöfundar þátt og mæta í tíma til nemenda í íslenskum bókmenntum þar sem þeir fjalla um og ræða bækur sínar. Nemendurnir hafa þegar lokið við að lesa a.m.k. eina valda bók þess höfundar sem kemur í heimsókn og fá tækifæri til að bera upp spurningar og vangaveltur sínar við höfundinn eftir lesturinn,“ segir í tilkynningu en höfundarnir sem skólarnir hafa óskað eftir nú í fyrstu umferð eru Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Helga Gunn- arsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og Sigríður Hagalín. Skólarnir sem höfundar heim- sækja á vorönn eru Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn við Sund, Tækniskólinn og Kvennaskól- inn í Reykjavík. Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla Heimsókn Guðrún Eva, Auður Ava, Sigríður og Kristín Helga. Tónlistarhópur- inn Stirni En- semble flytur nýjar útsetn- ingar á söng- lögum eftir Henry Purcell og Samuel Bar- ber á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 16. Hópurinn mun einnig frumflytja nýtt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson sem nefnist „Auðn fyr- ir sópran, flautu, klarinett og gítar“. Útsetningarnar á sönglögum Purcells og Barbers eru eftir franska gítarleikarann Guillaume Heurtebize sem er eiginmaður Bjarkar Níelsdóttur sópran- söngkonu sem skipar hópinn með Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara, Kristínu Þóru Pétursdóttur klari- nettuleikara og Svani Vilbergssyni gítarleikara. Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnu- dagar í Hörpu á starfsárinu 2019- 2020. Nýjar útsetningar og frumflutningur Björk Níelsdóttir sópran

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.