Morgunblaðið - 19.02.2020, Side 1

Morgunblaðið - 19.02.2020, Side 1
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun gaf í fyrra út ríf- lega 1.400 leyfi til að fara í atvinnu- leit erlendis og fá atvinnuleysis- bætur greiddar frá Íslandi á meðan. Það er um 50% aukning frá fyrra metári sem var kreppuárið 2009. Þær upplýsingar fengust frá Vinnumálastofnun að um 950 af 1.427 slíkum leyfum í fyrra, svo- nefndum U2-leyfum, hafi verið gefin út til Póllands. Hins vegar liggur ekki fyrir tölfræði um þjóðerni um- sækjenda um leyfin. Ekki aukning hjá EURES Hins vegar hefur ekki orðið mark- tæk fjölgun á umsóknum hjá EU- RES, samstarfsvettvangi opinberra vinnumiðlana á EES-svæðinu. Vinnumálastofnun hefur gefið út U2-leyfin frá 1994 eða frá inngöngu Íslands á EES-svæðið. Hilmar Garðar Hjaltason starfar við ráðningar hjá Capacent. Hann segir hafa dregið úr fram- boði starfa, ekki síst framboði á framlínustörfum í verslun. „Það er hins vegar stöðugleiki í stjórnendaráðningum. Þar finnum við ekki fyrir samdrætti. Beiðnum um starfsfólk hefur ekki fækkað. Þó eru fleiri að sækja um störf en áður,“ segir Hilmar Garðar. Staðan sé svipuð hjá háskóla- menntuðum sérfræðingum nema hvað aðeins hafi dregið úr eftir- spurninni að undanförnu. Margfalt fleiri umsóknir Katrín S. Óladóttir, framkvæmda- stjóri Hagvangs, segir 170-230 um- sóknir berast nú um sérfræðinga- störf en fyrir tveimur árum þótti gott að fá 40 umsóknir. „Við þessar aðstæður þurfa að heyrast raddir sem tala kjark í atvinnulífið og sem betur fer eru sumir komnir af stað í þá vegferð,“ segir Katrín. MViðskiptaMogginn Metfjöldi nýtti bótaréttinn ytra  Ríflega 1.400 leyfi til atvinnuleitar voru gefin út í fyrra Útgefin U2 vottorð Fjöldi vottorða 1994-2019 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 Heimild: VMST 1994 1999 2004 2009 2014 2019 1.427 420 630 928 263 M I Ð V I K U D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  42. tölublað  108. árgangur  GÓÐ BYRJUN HJÁ MYND- VÍSU SKÁLDI EFTIRLIT MEÐ 1% VEIÐIFERÐA HEIMAGERÐAR VEITINGAR OG BEINT ÚR SPENA VIÐSKIPTAMOGGINN ÓLÖF Í VOGAFJÓSI 24 MENNING 29 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Skíðaunnendur nutu þess að renna sér í glampandi sólskini og veðurblíðu í Bláfjöllum í gær og starfsmaður var þar önnum kafinn við að skipta út gömlu perulömpunum fyrir LED- lýsingu sem á að koma upp á öllu skíðasvæðinu. Opið var í Bláfjöllum frá kl. 14 til 21 í gærkvöldi og eru aðstæður til að skella sér á skíði eins og best verður á kosið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bláfjöll skörtuðu sínu fegursta  Kolbrún Baldursdóttir, borg- arfulltrúi Flokks fólksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að frí- stundakort borgarinnar sé minnst nýtt í Hóla- og Fellahverfi. „Ég tel að ein af ástæðum þess að börnin eru ekki að nota Frístundakortið í hverfi 111 sé sú að foreldrar sem eru í fjár- hagserfiðleikum eru tilneyddir til að nota rétt barna sinna til frístunda- kortsins til að greiða fyrir frístunda- heimilið eða tungumálakennslu. Þess utan þarf að gefa eftir rétt frí- stundakortsins til að hægt sé að sækja um fjárhagsaðstoð, skulda- skjól eða afskriftir skulda hjá borg- inni,“ segir Kolbrún m.a. »16 Gefa eftir réttinn til að fá afskriftir  Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, segir útlit fyrir að kórónu- veiran muni hafa veruleg áhrif á sölu fyrirtækisins í Kína á fyrsta ársfjórðungi. „Fjárfestar eru róleg- ir yfir þessu af því að þetta er tíma- bundið. Fyrsti ársfjórðungur hjá okkur mun eitthvað versna út af þessu,“ segir Jón. Össur hafi fram- lengt ferðabann til Kína út mars. Rætt er við hann í Viðskipta- Mogganum um áhrif veirunnar. Kórónuveiran hefur áhrif á sölu Össurar Ísland lendir í 9. sæti af 180 löndum heims þegar kemur að velferð barna varðandi heilsu, menntun, næringu og barnadauða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem UNICEF, WHO (Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin) og tímaritið Lan- cet senda frá sér í dag. »14 Ísland í 9. sæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.