Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Fermingar-
myndatökur
Gjafakort
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Ég fer á fjöll
Ferðafélag Íslands • www.fi.is
Höskuldur Daði Magnússon
Sigurður Bogi Sævarsson
„Það er mjög skiljanlegt að almenn-
ingur sé andsnúinn innflutningi og
vilji standa með innlendri framleiðslu.
Jafnframt að fólk óttist sjúkdóma
sem gætu fylgt innflutningi, það vor-
um við mörg hver líka en er ekki stætt
á samkvæmt dómum sem fallið hafa
og stjórnvöld urðu að bregðast við,“
segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, for-
maður atvinnuveganefndar Alþingis.
Lilja vísar í máli sínu til niðurstöðu
skoðanakönnunar sem MMR gerði
fyrir Árvakur á dögunum en þar var
meirihluti svarenda mjög eða frekar
andvígur því að leyfður yrði innflutn-
ingur til Íslands á hráu, ófrosnu kjöti.
Alls lýstu 56% svarenda andstöðu
sinni með þeim hætti en 27% voru
frekar eða mjög fylgjandi innflutn-
ingi.
„Þessi könnun sýnir þá tryggð og
þann velvilja sem íslenskir neytendur
sýna íslenskri framleiðslu og það er
ánægjulegt,“ segir Kristján Þór Júl-
íusson, sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra.
Lilja Rafney segir að ekki komi til
greina að bakka með lög sem heimila
innflutning á hráu kjöti í ljósi and-
stöðu almennings. Ekki hafi verið hjá
því komist að íslensk stjórnvöld
stæðu við alþjóðlegar skuldbindingar
þar að lútandi og dómar hafi fallið þar
um. „Á sama tíma ætla stjórnvöld að
tryggja öryggi matvæla og vernd bú-
fjárstofna, auk þess að grípa til að-
gerða til að bæta samkeppnisstöðu
innlendrar matvælaframleiðslu,“ seg-
ir hún.
Kristján Þór tekur undir þetta:
„Lögin tóku gildi 1. janúar sl. og með
því var loks framfylgt þeirri skuld-
bindingu sem Alþingi samþykkti og
tók gildi árið 2011. Þannig var hinu
ólögmæta ástandi, sem hafði varað í
um átta ár, aflétt og endi bundinn á
ótakmarkaða skaðabótaskyldu ís-
lenska ríkisins. Í ljósi þessa er aug-
ljóst að ekki er hægt að hætta við þær
breytingar sem nú hafa tekið gildi.
Þeir sem tala fyrir slíku þurfa um leið
að svara því hvernig tryggja á þá
grundvallarhagsmuni Íslands sem
samið var um að geta flutt út íslensk-
ar landbúnaðar- og sjávarafurðir án
kostnaðarsams og tímafreks eftirlits
á viðtökustað,“ segir ráðherra.
Lítið hefur farið fyrir innflutningi
enn sem komið er. Sjá innflytjendur
ekki hag í því að flytja inn kjöt eða er
næg framleiðsla á Íslandi?
„Ég tel að það hafi áhrif hversu vel
okkur tókst að búa um málið í at-
vinnuveganefnd með þingsályktun
um aðgerðaáætlun um matvælaör-
yggi og vernd búfjárstofna, að menn
fari hægar í sakirnar í innflutningi og
eftirspurn sé frekar eftir innlendri
framleiðslu,“ segir Lilja Rafney.
Kristján Þór segir að síðan hann
fékk „þetta verkefni“ í hendur í des-
ember 2017 hafi hann sagt að það sé
ekki einfalt lögfræðilegt viðfangsefni.
„Stærstur hluti þess hefur falist í að
móta umfangsmikla og nauðsynlega
aðgerðaáætlun í 17 liðum til að
tryggja öflugar varnir og öryggi mat-
væla og búfjárstofna samhliða því að
styrkja samkeppnisstöðu innlendrar
matvælaframleiðslu. Þannig höfum
við m.a. innleitt viðbótartryggingar
gagnvart innfluttu kalkúnakjöti,
kjúklingakjöti, eggjum, svínakjöti og
nautakjöti ásamt því að lögfesta þá
kröfu að innflutt alifuglakjöt fullnægi
sömu kröfum og gerðar hafa verið til
innlendrar framleiðslu.“
Sýnir tryggð við
íslenska framleiðslu
Könnun leiðir í ljós andstöðu við innflutning á hráu kjöti
Morgunblaðið/Eggert
Nautakjöt Mikil andstaða er við innflutningi á fersku kjöti til landsins.
Kristján Þór
Júlíusson
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Blómkál og spergilkál eru þær teg-
undir útiræktaðs grænmetis sem
mest aukning var í á síðasta ári, mið-
að við árið á undan. Einnig varð
veruleg aukning í uppskeru af kart-
öflum og rófum milli ára.
Hagstofan hefur safnað upplýs-
ingum um uppskeru ýmissa land-
búnaðarafurða, meðal annars græn-
metis, og sett á vef sinn. Þar má sjá
að ræktun á blómkáli hefur aukist
verulega og uppskera af spergilkáli
tvöfaldast. Þessar tegundir voru
tískukálið á síðasta ári og vitað er að
garðyrkjubændur eru að huga að
aukningu í ár. Meira jafnvægi er í
öðrum káltegundum.
Áður hefur Morgunblaðið birt töl-
ur um framleiðslu á helstu grænmet-
istegundum ylræktarinnar.
Veruleg aukning varð á uppskeru
kartaflna. Um 8.200 tonn komu upp
úr görðum kartöflubænda þetta árið,
meira en 2 þúsund tonnum meira en
á síðasta ári. Uppskeran nær þó ekki
metárinu 2017. Rófnauppskeran tvö-
faldaðist á milli ára og einnig varð
aukning í gulrótum.
Tvöfalt meiri kornuppskera
Góð uppskera var í korni á síðasta
ári, tæp 8 þúsund tonn, sem er tvö-
falt meira en á árinu 2018. Uppskera
var góð á Suður- og Vesturlandi en
verri á Norðausturlandi, eins og áð-
ur hefur komið fram. Meirihluti
kornakranna er á Suðurlandi.
helgi@mbl.is
Ræktun á spergilkáli
tvöfaldaðist á milli ára
Góð uppskera af kartöflum, rófum og korni á árinu 2019
Uppskera og afurðir nokkurra tegunda 2019
*Þreskt korn. Miðað er við 14% rakainnihald.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Tonn 2017 2018 2019
Kartöflur 9.000 6.020 8.200
Korn* 7.400 3.900 7.900
Rófur 930 540 1.140
Gulrætur 750 520 900
Tonn 2017 2018 2019
Sveppir 580 580 560
Salat 370 403 407
Hvítkál 276 154 246
Spergilkál 68 45 100
Blómkál 55 47 77
Kínakál 50 37 30
Morgunblaðið/Ómar
Grænmeti Allnokkrar tegundir grænmetis eru ræktaðar hér á landi.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bæjarráð Vestmannaeyja fól Írisi
Róbertsdóttur bæjarstjóra, á fundi í
vikunni, að óska eftir fundi með heil-
brigðisráðherra vegna hallareksturs
dvalar- og hjúkrunarheimilisins
Hraunbúða í Vestmannaeyjum. Á
fundinum var rætt um ófullnægjandi
framlög ríkisins með rekstrinum og
hvort forsendur séu fyrir Vest-
mannaeyjabæ að halda áfram
rekstri Hraunbúða. Einnig var bæj-
arstjóra falið að eiga samtal við
Samtök fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu um áform samtakanna í þessum
efnum.
Í fundargerð kemur fram að
undanfarin ár hafi Vestmanna-
eyjabær lagt töluvert fé til reksturs
Hraunbúða þrátt fyrir að ríkinu beri
að fjármagna þann rekstur á fjár-
lögum. „Framlög Vestmannaeyja-
bæjar til rekstursins hafa aukist frá
ári til árs án þess að bærinn geti haft
þar áhrif á. Í lok árs 2009 skulduðu
Hraunbúðir Vestmannaeyjabæ rúm-
ar 176 m.kr. og til viðbótar er upp-
safnaður halli frá 2010 kominn í 390
m.kr., eða samtals 566 m.kr. á verð-
lagi hvers árs.
Þessi staða er óviðunandi og getur
ekki gengið svona áfram. Ríkið þarf
að uppfylla skyldur sínar, en ekki
skýla sér á bak við Sjúkratryggingar
Íslands. Vestmannaeyjabær er vel í
stakk búinn til að reka Hraunbúðir,
en ríkið þarf að greiða framlög sem
standa undir þeim rekstri sem ríkið
sjálft gerir kröfulýsingu um,“ segir í
fundargerð bæjarráðs.
Hraunbúðir Dvalar- og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum.
Vilja svör frá ríkinu
vegna Hraunbúða
Segja rekstrarstöðuna óviðunandi