Morgunblaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Bourgie
SÉRSTÖK ÚTGÁFA
Mött áferð í hvít
eða svörtu
Takmarkað upp
Verð: 54.900,- st
SMÁRALIND – DÚKA.IS
u
lag
k.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nítján umsóknir hafa borist styrkt-
arsjóði ætluðum fjöleignarhúsum til
uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir
rafbíla. Þessum sjóði var komið á
laggirnar í apríl 2019 þegar borgar-
stjóri og forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur undirrituðu samkomulag um
uppbyggingu innviða til hleðslu á
rafbílum í
Reykjavík.
Fjórtán um-
sóknir hafa verið
samþykktar, en
fimm verið hafn-
að þar sem þær
samrýmdust ekki
úthlutunarskil-
málunum, sam-
kvæmt upplýs-
ingum Jóns
Halldórs Jón-
assonar, upplýsingafulltrúa hjá
Reykjavíkurborg.
Húsfélag við Álftamýri fékk synj-
un um styrk á þeim forsendum að
ráðist hefði verið í framkvæmdir áð-
ur en reglur sjóðsins tóku gildi. Er
stjórn húsfélagsins afar óánægð
með þessi málalok.
Heildarupphæð 14 samþykktra
umsókna er 19.527.903 krónur. Tíu
af þessum umsóknum fá hámarks-
upphæð sem er 1,5 milljónir króna
en fjórar eru undir hámarksupphæð.
Uppsetningu stöðva er lokið í
tveimur tilvikum og hefur styrkur
verið greiddur. Aðrir umsækjendur
hafa ekki lokið framkvæmdum en
skv. úthlutunarskilmálunum þarf að
ljúka framkvæmdum innan 6 mán-
aða frá því vilyrði er veitt fyrir
styrk, segir Jón Halldór. Að baki
þessum 14 umsóknum sem sam-
þykktar hafa verið eru 407 íbúðir.
Samkvæmt samkomulaginu munu
borgin og Orkuveitan leggja til 20
milljónir árlega næstu þrjú árin, eða
60 milljónir alls hvor aðili. Styrkir
verða einungis veittir húsfélögum.
Hleðslubúnaður fyrir rafbíla skal að-
gengilegur öllum íbúum í viðkom-
andi fjölbýlishúsi.
Í hópi þeirra sem hafa fengið
synjun um styrk er húsfélag Álfta-
mýrar 46-52. Húsfélagið sendi
beiðni til borgarinnar um endur-
skoðun ákvörðunar sjóðsins en
henni var hafnað á borgarráðsfundi
6. febrúar sl. Segir í bókun meiri-
hlutans að það sé skýrt í sam-
þykktum reglum að þær eiga ekki
við verkefni sem voru hafin eða lokið
þegar reglurnar tóku gildi. Því sé
ekki annað hægt en að synja beiðn-
inni.
Stjórn húsfélagsins er afar óhress
með lyktir mála. „Það er sér-
kennilegt fyrir íbúa fjölbýlishúss að
verða fyrir þeirri reynslu, eftir að
vera í fararbroddi með að setja upp
hleðslu fyrir rafbíla utanúss, að vera
eina húsið sem ekki á rétt á því að fá
slíkan styrk,“ segir Björn Vern-
harðsson, formaður húsfélagsins, í
bréfi til borgarinnar. Segir hann að
það sé ákaflega snautlega að málinu
staðið hjá Reykjavíkurborg.
Björn segir í samtali við Morgun-
blaðið að líklega sé ekki mögulegt
fyrir húsfélagið að fara lengra með
málið. Því muni íbúarnir þurfa að
standa undir öllum kostnaði, sem
hafi verið um ein milljón.
Björn segir að Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri hafi skrifað í Twitt-
er-færslu um jólin 2018 að búið væri
að opna fyrir umsóknir fyrir fjöl-
eignarhús sem vilja setja upp
hleðslustöðvar. Hann segir að síðar
hafi færslu borgarstjóra verið eytt
en náðst hafi að taka af henni afrit.
„Við drifum okkur í verkið og fór-
um að öllu leyti eftir því sem ætlast
var til. En þar sem við vorum fljótari
að framkvæma en borgin að setja
reglurnar fáum við ekki krónu á
meðan önnur húsfélög fá eina og
hálfa milljón. Þetta þykir okkur
mjög ósanngjarnt og afgreiðsla
borgarinnar afskaplega mikið áfall
fyrir húsfélagið,“ segir Björn.
Fá styrki til að setja
upp hleðslustöðvar
Fjölbýlishús við Álftamýri fékk synjun „Við vorum
fljótari að framkvæma en borgin að setja reglurnar“
Morgunblaðið/sisi
Álftamýri 46-52 Hleðslustöðin var sett upp á bílastæðinu og kostaði milljón.Björn
Vernharðsson
Helmingur landsmanna telur að
fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar
séu almennt réttar. Aðrir skiptast í
tvær fylkingar þar sem ríflega fjórð-
ungur telur að þær séu almennt ýkt-
ar og nær fjórðungur telur að þær
séu almennt vanmetnar.
Þetta kemur fram í nýrri um-
hverfiskönnun Gallup, sem kynnt
verður frekar á umhverfisráðstefnu
á vegum Gallup í dag.
Hlutfall þeirra sem telja að fréttir
af alvarleika hlýnunar jarðar séu al-
mennt ýktar er hærra nú en fyrir
tveimur árum.
Karlar halda frekar en konur að
fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar
séu almennt ýktar, en um þriðjungur
karla telur þær vera það. Fólk á
aldrinum 45 til 66 ára telur sömuleið-
is frekar en aðrir aldurshópar að
fréttirnar séu almennt ýktar.
Í rannsókninni voru landsmenn
spurðir um viðhorf og hegðun í
tengslum við umhverfismál og lofts-
lagsbreytingar.
Ráðstefnan í dag, sem fram fer í
Hörpu, er haldin í samstarfi við
Krónuna, Reykjavíkurborg, Arion
banka, Landsvirkjun, Umhverfis-
stofnun, Samtök fyrirtækja í sjávar-
útvegi og Icelandair Hotels.
Skiptast í fylkingar
um hlýnun jarðar
Ný könnun kynnt á ráðstefnu Gallup í dag
AFP
Hlýnun Suðurskautslandið hefur ekki farið varhluta af hlýnun jarðar.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hefring ehf. var valið eitt af 27 at-
hyglisverðustu sprotafyrirtækjum á
hraðli eða vinnustofu fyrir hafsækin
sprota- og nýsköpunarverk efni í
Rotterdam í síðustu viku. Leiðbein-
andi siglingakerfi eða vaktari frá
fyrirtækinu hefur vakið talsverða at-
hygli og fram undan næstu mánuði
er vinna í Rotterdam með stórfyr-
irtækjum í hafsækinni starfsemi að
þróunar- og viðskiptaþróunarverk-
efnum, að sögn Björns Jónssonar,
eins stofnenda fyrirtækisins.
Þriggja mánaða vinnustofa
Upphaflega komu 2.500 sprota-
fyrirtæki til greina til að taka þátt í
PortXL 2020, hafsæknum hraðli í
Rotterdam, en þeim var fækkað með
valferli sem stóð yfir í sex mánuði,
niður í 40 sem fjölmenntu til Rotter-
dam til að taka þátt í úrslitunum. Af
þeim voru 27 fyrirtæki frá fimmtán
löndum valin til þátttöku, með mati á
tækni og væntum árangri þeirra á
markaði, til áframhaldandi vinnu,
þar með talið þriggja mánaða vinnu-
stofu í Rotterdam.
Fyrirtækjum var skipt í tvo flokka
og var Hefring ehf. eitt af tíu fyrir-
tækjum í „startup“-flokki, sem eru
skemmra á veg komin í viðskiptaþró-
un en svokallaður „scaleup“-flokkur
þar sem 17 fyrirtæki voru valin.
Fyrirtækin 27 verða pöruð með sam-
starfsfyrirtækjum hraðalsins sem
vinna í sameiningu að viðskiptaþró-
un þátttökufyrirtækjanna og að
koma á viðskiptasamningum innan
og utan Hollands. Þá skoða þátt-
tökufyrirtækin möguleika á sam-
starfi við þróunarstarf sín í milli og
tækifæri á að tengja tækni og sam-
þætta með nýjum hætti.
Mikilvægur áfangi
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í síðustu viku voru tíð slys á
RIB-bátum við landið kveikjan að
gerð öryggiskerfis við siglingar á
slíkum farkostum. Hugmyndin hefur
þróast og hefur vaktarinn vakið at-
hygli víða. Hraðallinn hefur þegar
opnað á tengingar fyrir Hefring ehf.
sem í beinu framhaldi af úrslitum
hraðalsins hóf prófanir með og
samningaviðræður við einn helsta
bátaframleiðanda Hollands, að sögn
Björns.
Hann segir að þetta sé mjög mikil-
vægur áfangi í uppbyggingu Hefring
ehf. þar sem krefjandi þátttakan í
valferlinu hafi verið lærdómsrík en
nú taki við samstarf við nokkur af
stærstu fyrirtækjum Hollands.
Ljósmynd/Hefring
Sproti Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri sýnir starfsmanni Land-
helgisgæslunnar gögn á vaktaranum, sem sýnir m.a. ölduhreyfingar.
Vaktarinn áfram
í sprotakeppni
Í upphafi komu 2.500 sprotafyrirtæki
til greina 27 fyrirtæki komust áfram