Morgunblaðið - 19.02.2020, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020
Þar kom að því að
Markús Sigur-
björnsson, fyrrverandi
forseti Hæstaréttar,
kæmi aðeins undan
þagnarhjúpnum sem
hann hefur falið sig í,
þegar ég hef vakið máls
á því sem aflaga hefur
farið í Hæstarétti og
hvað gera þurfi til úr-
bóta. Því fagna ég auð-
vitað enda hef ég
endurtekið óskað eftir umræðum um
þessi málefni á opinberum vettvangi.
Þetta gerðist á hátíðarfundi
Hæstaréttar sl. sunnudag, þar sem
Markús flutti erindi um Hæstarétt í
aldarspegli. Það var greinilega
þykkja í ræðumanninum, sem mér
heyrðist aðallega beinast að mér, þó
að ekki væri ég nafngreindur. Þetta
má telja eðlilegt því það hefur komið í
minn hlut að undanförnu að rekja fer-
il hans í dómsýslunni gegnum árin og
afar gagnrýnisverða athafnasemi
hans á þeim vettvangi. Vísast til
greina minna á jsg.is „Dómari lætur
af störfum“ og „Hugleiðingar um sið-
blindu“ sem þar birtust í ágúst og
október á síðasta ári.
Gremja hans í minn garð skiptir
svo sem ekki miklu máli. Miklu frem-
ur er ástæða til að ræða eitthvað af
því sem gremjunni veldur og hann
drap á í ræðu sinni.
Skipun nýrra dómara
Ég hef lagt til að áhrif sitjandi
starfandi dómara á skipun nýrra
dómara verði með öllu numin úr
lögum. Samkvæmt 14.
gr. stjórnarskrárinnar
skal ráðherra „bera
ábyrgð á stjórn-
arframkvæmdum
öllum“. Undir það fellur
skipun nýrra dómara.
Með lagabreytingu á
árinu 2010 var, fyrir at-
beina Markúsar og
fleiri lögfræðinga, þetta
vald fært til lögfræð-
inganefndar sem
dómaraelítan hafði und-
irtökin í en enga ábyrgð
ber á verkum sínum.
Ég hef gert athugasemdir við
þetta. Annars vegar vegna þess að
þetta fyrirkomulag stenst ekki fyrr-
greinda reglu stjórnarskrárinnar. En
einnig vegna þess að fyrirkomulagið
hefur leitt það af sér að ábyrgðarlaus
dómaraelítan hefur reynst misfara
gróflega með þetta vald. Hafa verið
settir efst á blað gamlir skólabræður
og vinir sitjandi dómara og þá teknir
fram yfir lögfræðinga sem á allan
hefðbundinn mælikvarða hafa talist
meiri kostum búnir til að fá skipun í
lausa stöðu. Það hefur þannig sýnt
sig að dómarahópurinn hefur orðið
það sem ég hef nefnt sjálftímgandi.
Pólitísk misnotkun
Ég hef svo fallist á það með Mark-
úsi og hinum að huga verði að skipan
á þessu sem hindrar ráðherra í að
misbeita þessu valdi sínu á grundvelli
pólitískrar afstöðu umsækjenda. Í
ritgerð sem ég skrifaði á árinu 2013
segir svo um þetta:
„Ég tel að taka beri upp á ný þá
skipan að ráðherra ákveði hvern
skipa skuli og beri hann stjórn-
skipulega ábyrgð á þeirri stjórnar-
athöfn. Til greina kæmi að láta um-
sagnarnefnd segja til um hæfni
dómaraefna. Hæstiréttur eða ráðandi
hópar innan dómskerfisins ættu hins
vegar ekki að koma nálægt skipan
slíkrar nefndar. Hún gæti fremur
verið skipuð samkvæmt tilnefningum
frá félögum lögmanna og dómara og
jafnvel fulltrúum frá lagadeildum há-
skólanna.
[Hér kemur næst kafli um þá kosti
umsækjenda sem mestu ættu að
skipta við umsögn þessarar nefndar.]
Mat svona nefndar ætti að verða
bundið við að segja aðeins til um
hæfni hvers einstaks umsækjanda en
ekki að raða þeim upp innbyrðis, þar
sem seilst er um of til áhrifa á veiting-
arvaldið með slíkri uppröðun. Mér
finnst einnig vel koma til greina að
taka hér upp það kerfi sem þekkist
erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum,
að meirihluti þingmanna staðfesti
ákvörðun ráðherra um skipun í dóm-
araembætti við Hæstarétt. Sá sem
ráðherra vildi skipa, ætti þá að þurfa
að mæta fyrir þingnefnd og svara
spurningum um viðhorf sín til grund-
vallarþátta í starfsemi dómstóla, svo
sem um valdmörk þeirra, aðferðir við
túlkun á stjórnarskrá, heimildir til
þess að beita erlendum lagareglum
sem ekki hafa verið lögfestar hér á
landi o.s.frv. Heimila ætti fjölmiðlum
að senda beint út frá þessum spurn-
ingatíma.
Við þetta myndi tvennt vinnast. Í
fyrsta lagi yrði þing og þjóð einhvers
vísari um viðhorf dómaraefnis til
meginatriða sem snerta dómstóla-
starfið. Í öðru lagi, og það er ekki
þýðingarminna, hefði væntanlegur
dómari verulegt gagn af því að gera
sjálfum sér í heyranda hljóði grein
fyrir starfsskyldum sínum, að því er
snertir meginatriði í dómsýslunni, áð-
ur en hann tekur til starfa, því hann
er líklegri til þess að fara eftir þeim í
starfinu, hafi hann gert það. Meðal
annars er þýðingarmikið að sá sem
vill verða dómari geri sér sjálfum
grein fyrir þeim takmörkunum sem
gilda um valdheimildir dómstóla.
Þeim beri í embættisverkum sínum
að fara einungis eftir lögunum, eins
og þetta er orðað í upphafsákvæði 61.
gr. stjórnarskrárinnar, og sé óheimilt
að víkja frá þeim í þágu huglægra við-
horfa eða þrýstings frá öðrum. Fá
þarf svör frá þeim um afstöðu þeirra
til þessara mikilvægu atriða áður en
skipun þeirra er endanlega ráðin.
Verði niðurstaða Alþingis sú að
hafna þeim umsækjanda sem ráð-
herra hefur valið myndi hann þurfa
að velja annan úr umsækjenda-
hópnum. Til þess gæti einnig komið
að auglýsa þyrfti embættið á ný. Um
þetta þyrfti að setja skýrar reglur í
lög.“
Þýðingarlaust innlegg
Þegar Markús Sigurbjörnsson vel-
ur sér hátíðarfund vegna afmælis
Hæstaréttar til að ræða um þetta
málefni ætti hann ekki að láta við það
sitja að segja með þótta að skip-
unarvald ráðherra skerði sjálfstæði
dómsvaldsins. Hann ætti að ræða
ástæðurnar fyrir því að valdsækni
hans á þessu sviði hefur verið gagn-
rýnd og skýra hvernig sjálfdæmi
ábyrgðarlauss dómarahópsins fær
staðist skýra stjórnarskrárreglu.
Meðan hann ræðir ekki þessa þætti
málsins er ræða hans þýðingarlaus.
Það sýnir sig kannski í þessari ein-
ræðu að þeir sem aldrei hafa þurft að
takast á við aðra í málflutningi kunna
illa að flytja fram sjónarmið sem máli
geta skipt og eru öndverð öðrum
sjónarmiðum.
Það er svo hrein fjarstæða að telja
þetta vald þurfa að vera í höndum
sitjandi dómara vegna kröfunnar um
aðskilnað valdþátta ríkisins. Sá að-
skilnaður felst í kröfunni um að dóm-
endur skuli einungis dæma eftir lög-
unum. Hann ætti líka að skilja að
ábyrgð ráðherra á ákvörðunum um
þetta efni er virk, þar sem hann þarf
að sækja umboð til kjósenda í kosn-
ingum. Vissulega má finna dæmi úr
fortíðinni um pólitíska misnotkun á
þessu valdi, en þá var fjölmiðlun
minni og aðhald almennings veikara
en nú og oftast ólíklegt til að hafa
mikil áhrif.
Kannski gefst tilefni til að víkja síð-
ar að öðrum þáttum í hátíðarræðu
forsetans fyrrverandi. Sjáum til.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson »Hann ætti að ræða
ástæðurnar fyrir því
að valdsækni hans á
þessu sviði hefur verið
gagnrýnd og skýra
hvernig sjálfdæmi
ábyrgðarlauss dómara-
hópsins fær staðist skýra
stjórnarskrárreglu.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi dómari við
Hæstarétt.
Rof í þagnarhjúpinn
Hafa fullorðinsárin valdið
vonbrigðum?
Kjóstu mig og ég mun borga þér
Þú þarft ekki að þroskast, satt er það
Allir þínir reikningar verða greiddir
Fullorðinsárunum frestað,
og ég mun gefa þér alla þessa peninga
Alla þessa peninga
þú færð frá Jóa
Alla þessa peninga
ef ég næ kosningu
Launin þín hækka
Allar skuldir niður falla
Leikskólagjöldin greidd
Fæðingarorlofið frítt þér veitt
Gefðu mér þitt atkvæði
og ég mun gefa þér alla þessa peninga
Alla peningana hans Jóa
ég mun færa þér
Alla peningana hans Jóa
ef ég næ kjöri
Þannig syngur bandaríski háð-
fuglinn og söngvarinn Remy Muna-
sifi og sækir lag úr smiðju Bítlanna;
All My Loving. Remy er hæfi-
leikaríkur tónlistarmaður og flug-
beittur í þjóðfélagádeilu sinni. Hann
gerir grín að pólitískum rétttrúnaði,
hæðist að valdastéttum, gefur ekk-
ert fyrir forréttindahópa og hefur
stjórnmálamenn stórra loforða að
háði og spotti. Eins og textinn (sem
ég snaraði að hluta yfir á íslensku)
ber með sér er Remy frjáls-
hyggjumaður. Repúblikanar eru
ekki óhultir en demókratar eru yf-
irleitt betri uppspretta, ekki síst nú
þegar tekist á um hver skuli verða
forsetaframbjóðandi þeirra í kosn-
ingum í nóvember næstkomandi.
Sósíalistinn Sanders
Það er alltaf fróðlegt að fylgjast
með bandarískum stjórnmálum. Oft
beinist athygli mín meira að re-
públikönum en á stundum er for-
vitnilegra og skemmtilegra að huga
að demókrötum. Eftir forval í
tveimur ríkjum stend-
ur sósíalistinn Bernie
Sanders best að vígi og
það er ekki síst að hon-
um sem Remy beinir
spjótum sínum. Um
Sanders er sagt að
hann lofi dönsku vel-
ferðarkerfi með því að
innleiða efnahagsstefnu
sósíalista í Venesúela.
En hvað sem segja má
um Sanders er ljóst að
hann er maður sann-
færingar og heillar
marga kjósendur, ekki síst þá
yngri.
Í Bandaríkjunum líkt og svo víða
í Evrópu hefur fennt yfir söguna.
Hungursneyðir, fangabúðir og millj-
ónir fórnarlamba sósíalískra til-
rauna hafa litla þýðingu í hugum
stórs hluta íbúa lýðræðisríkja vest-
an hafs og austan. Þrátt fyrir blóði
drifna sögu lifir í glæðum sósíalism-
ans.
Auðvitað er langur vegur eftir
fyrir Sanders að tryggja sér útnefn-
ingu demókrata, en hann stendur
vel að vígi og meðaltal allra skoð-
anakannana gefur til kynna að hann
hafi forystu yfir landið allt.
Átta frambjóð-
endur standa eftir
hjá demókrötum.
Í upphafi voru
vonbiðlarnir nær
30 talsins. John
Delaney, fyrrver-
andi fulltrúadeild-
arþingmaður, reið
á vaðið sumarið
2017 og nokkru
síðar tilkynnti Andrew Yang, lög-
fræðingur og frumkvöðull, framboð
sitt. Delaney hætti í byrjun árs og
Yang gafst upp eftir forkosningar í
Iowa og New Hampshire. Aðrir
höfðu ekki sama úthaldið.
Eftir standa átta frambjóðendur
sem keppast um að sannfæra sam-
flokksmenn sína um að þeir séu lík-
legastir til að fella Donald Trump
úr forsetastóli. Fáa „hata“ demó-
kratar meira en Trump.
Auðkýfingurinn
Michael Bloomberg
mætti síðastur til leiks
og raunar alls ekki í
Iowa og New Hamps-
hire. Þessi fyrrverandi
borgarstjóri New
York og stofnandi
Bloomberg-upplýs-
ingaveitunnar ætlar
að leggja keppinaut-
ana að velli á Stóra
þriðjudeginum (3.
mars) þegar forval fer
fram í 14 ríkjum, þar
af í tveimur af fjölmennustu ríkj-
unum; Kaliforníu og Texas. Bloom-
berg hefur lýst því yfir að hann
fjármagni kosningabaráttuna úr
eigin vasa og hefur þegar varið um
350 milljónum dollara í auglýsingar.
Hann hefur verið sakaður, af eigin
flokksmönnum, um að ætla að
„kaupa“ kosningarnar.
Joe Biden, fyrrverandi varafor-
seti Barack Obama, var lengi vel
talinn öruggur um að verða valinn
forsetaefni. Allt síðasta ár hafði
hann góða forystu, utan nokkurra
daga í október þegar Elizabeth
Warren öldungadeildarþingkona
tók fram úr honum. Allt frá þeim
tíma hefur Warr-
en horft upp á
stöðugt minnkandi
fylgi. Hún hefur
verið í óformlegri
keppni við Sand-
ers um hvort
þeirra sé meira til
vinstri. Og vara-
forsetinn fyrrver-
andi hefur misst
vindinn úr seglunum. Meðaltal
skoðanakannana sýnir að Biden
hefur misst yfir 10 prósentustig frá
því í janúar og yfir 20 prósentustig
frá maí á síðasta ári þegar staðan
hans var sterkust. Ögurstund Bi-
dens verður 3. mars.
Aldur afstæður
Fyrir þá sem telja að aldur sé af-
stæður – í stjórnmálum og á öðrum
sviðum – er á margan hátt gott að
horfa yfir þann átta manna hóp sem
eftir stendur í forvali demókrata:
Meðalaldur frambjóðenda er
liðlega 62 ár.
Fjórir frambjóðendanna eru 70
ára eða eldri.
Einn er yfir sextugu.
Einn á eitt ár í sextugt.
Tveir eru 38 ára.
Þeir frambjóðendur sem njóta
mests stuðnings á landvísu eru
allir yfir sjötugu.
Það eru því allar líkur á því að í
nóvember næstkomandi verði
keppinautar um forsetaembætti
Bandaríkjanna – valdamesta emb-
ætti heims – komnir vel á eftir-
launaaldurinn. Donald Trump fagn-
ar 74 ára afmæli í júní næst-
komandi. (Kannski minnir þetta
okkur Íslendinga á hversu fráleitt
það er að neyða fólk sem hefur vilja
og getu út af vinnumarkaði).
En svo kann að vera að Pete But-
tigieg, 38 ára gamall fyrrverandi
borgarstjóri South Bend í Indíana
(svipuð og Reykjavík), nái að velgja
gamla liðinu undir uggum. Hann
hefur þegar vakið athygli og gefur
árangur hans í fyrstu forkosning-
unum tilefni til að fylgjast vel með
honum. Þótt á brattann sé að sækja
og líkur litlar á að hann verði for-
setaefni að þessu sinni á hann fram-
tíðina fyrir sér. Fyrrverandi her-
maður, samkynhneigður og
hófsamur a.m.k. í samanburði við
Sanders og Warren.
Kannski nær Biden sér á strik á
Stóra Þriðjudeginum. Ef til vill
dugar Bloomberg-auðurinn til að
verða forsetaefni. En miðað við
stöðuna nú stendur sá sem leikur á
strengi sósíalismans og lofar að
gefa kjósendum „alla peningana
hans Jóa“ best að vígi.
Hvernig frjór jarðvegur fyrir
sósíalisma varð til í Bandaríkjunum
er önnur saga. Kannski sú sama og
er að baki kosningasigri Donalds
Trumps fyrir tæpum fjórum árum.
Eftir Óla Björn
Kárason
» Sá sem leikur á
strengi sósíalism-
ans og lofar að gefa
kjósendum „alla
peningana hans Jóa“
stendur best að vígi.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Leikið á strengi sósíalismans
AFP
Kosningaloforð „Miðað við stöðuna nú stendur sá sem leikur á strengi sósíal-
ismans og lofar að gefa kjósendum „alla peningana hans Jóa“ best að vígi.“