Morgunblaðið - 19.02.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.02.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2020 ✝ Kolbrún(Kolla) Jens- dóttir fæddist 27. apríl 1952 í Reykja- vík. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 10. febr- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru Jens Hin- riksson, vélstj. hjá Tryggva Ófeigs- syni og síðan lengst sem vaktstjóri í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi, f. 21. októ- ber 1922 í Reykjavík, d. 2. ágúst 2004, og k.h. Kristín Jóna Jóns- dóttir, húsfr. og verslunarkona í Reykjavík, f. þar 30. september 1924, d. 12. ágúst 2010. Föðurforeldrar: Hinrik Hjaltason vélstj., rak járn- smíðaverkstæði í Neskaupstað, hvatamaður að stofnun iðnskóla þar og kennari, f. 15. október 1888 á Eyri í Skötufirði, N.-Ís., d. 24. júlí 1956 á Norðfirði, og k.h. Karitas Halldórsdóttir, hús- fr. í Neskaupstað, f. 19. maí 1893 í Melshúsum á Álftanesi, Gull., d. 10. janúar 1978 í Reykjavík. Móðurforeldrar: Jón Helga- son, verkamaður hjá Kveldúlfi í 2020. Hann átti fimm börn, stjúpson og tvö barnabörn: 1) Katrín María Elínborgardóttir, f. 12. október 1976, kennari og nemi. Hún á tvær dætur. 2) Þor- lákur Jónsson, f. 11. maí 1978, sjóntækjafr. 3) Sólveig Jóns- dóttir, f. 20. janúar 1998, d. 21. janúar 1998. 4) Ísak Jónsson, f. 15. september 1999, tónlist- armaður. 5) Sóley Kristín, f. 30. júní 2001, nemi. Stjúpsonur: Andri Krishna Menonsson, f. 23. maí 1969, tannlæknir í Noregi. Tvíburasystir Kolbrúnar var Karitas Jensdóttir, bókasafnsfr., f. 27. apríl 1952 í Reykjavík, d. 16. september 2019. Hún átti tvo syni og þrjú barnabörn: 1) Axel Viðar Egilsson, f. 29. mars 1977, alþjóðastjórnmálafr. 2) Pétur Már Egilsson, f. 13. ágúst 1983, flutningabílstj. Hann á einn son og tvíburadætur. Kolbrún varð stúdent frá MR 1972 og útskrifaðist með BS- próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1978. Störf: Hjúkrunarfræð- ingur á lyflækningadeild Borg- arspítalans júlí 1978 til júní 1979, Sólvangi í Hafnarfirði júlí 1979 til ágúst 1980, sængur- kvennadeild Landspítala apríl 1982 til ágúst 1983 og á Reykja- lundi apríl 1985 til febrúar 1986. Útför Kollu fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag, 19. febrúar 2020, klukkan 13. Reykjavík, f. 22. júní 1892 á Ósa- bakka á Skeiðum, d. 23. apríl 1964, og k.h. Valdís Jóns- dóttir, húsfr. í Reykjavík, f. 12. júní 1897 í Gerðum í Gaulverjabæjar- hr., d. 24. desember 1984 í Reykjavík. Föðurbróðir Kol- brúnar var Jósafat Hinriksson, f. 21. júní 1924, d. 7. janúar 1997, vélstj. og fram- kvæmdastj. J. Hinriksson hf., kvæntur Ólöfu Hannesdóttur frá Norðfirði, og áttu þau sjö börn. Móðursystur Kolbrúnar: Jenný Jónsdóttir, f. 5. mars 1922, d. 23. maí 2010, kona Ant- ons G. Axelssonar flugstj., áttu þau fjögur börn, og Kristjana Ester Jónsdóttir, f. 5. mars 1927, húsfr. og sjúkraliði, sem ein lifir þessa fólks, ekkja Hlöð- vers Kristjánssonar, rafvirkja og öryggisfulltrúa í Straumsvík, áður bónda í Skálmholti í Flóa og Ey í Landeyjum, börn þeirra eru níu. Bróðir Kolbrúnar var Jón Valur guðfræðingur, f. 31. ágúst 1949 í Reykjavík, d. 5. janúar Elsku Kolla. Þú varst svo góð, indæl og blíð kona. Ég er ánægð að hafa kynnst þér. Þú fórst frá okkur of snemma en ég veit að þú ert nú á himnum með systur þinni og bróður sem voru þér svo kær og eru sjálf nýbúin að kveðja of snemma. Og nú eruð þið öll hjá foreldrum ykkar, sameinuð fjöl- skylda sem vakir yfir okkur sem englar. Það er skrýtið og dapur- legt fyrir mig að þurfa að end- urtaka það sem ég skrifaði um systur þína og bróður, en ég verð einnig að þakka þér fyrir að hafa tekið mér opnum örmum þegar ég kom inn í fjölskylduna. Þín er sárt saknað og mér þykir vænt um þig. Katherine Anne Brenner. Það er þyngra en tárum taki að skrifa minningargrein um Kol- brúnu frænku mína en á aðeins hálfu ári missti hún bæði tvíbura- systur sína, Karitas, og bróður sinn, Jón Val, nú í janúarbyrjun. Mér og flestum er tamt að tala um „Kollu og Kaju“ sem um eina manneskju væri að ræða en þær voru einstaklega samrýndar og er ég ekki hissa að hjarta Kollu hafi ekki þolað þeirra aðskilnað. Kolla og systkini hennar ólust upp á Langholtsvegi 8 í pínulitlu húsi. Þar var gott að vera og margs að minnast: Stína frænka á vaktinni, yndislega kát og góð manneskja, þolinmóð með ein- dæmum og með skemmtilegt skopskyn. Í minningunum var alltaf sól og gleði í litla kotinu! Seinna byggðu Stína og Jens, for- eldrar Kollu, annað miklu stærra hús og bjuggu þar saman stór- fjölskyldan, Karitas amma og svo afi Jón og amma Valdís. Systurnar þrjár, Stína, Jenný og móðir mín Esther, voru afar nánar og áttu börn á svipuðum aldri. Það var mikill samgangur milli okkar frændsystkinanna í bernsku og margs að minnast, þar var alltaf mikið fjör! Eins og gengur skildi leiðir margra okkar á fullorðinsárum og svo fór með okkur. Sem betur fer náðum við þó aftur saman en þá voru Kolla og Kaja báðar komnar á Hjúkr- unarheimilið Mörk, þar sem þeim leið vel. Kolla var vakin og sofin yfir Kaju í veikindum hennar og eftir fráfall hennar spjölluðum við mikið saman. Ég og systur mínar áttum skemmtilegar stundir með Kollu, sem erft hafði skopskyn Stínu frænku, og rifjuðum upp hitt og þetta. Mér þykir afar vænt um þennan tíma. Það var líka fallegt að sjá og finna einstakt samband hennar við systkinabörnin og þeirra fjöl- skyldur. Ég dáist sérstaklega að Axel og Kathy sem sinntu henni svo fallega eftir svo erfiða reynslu að missa bæði systkini sín á svo skömmum tíma. Fullorðinsár Kollu og Kaju voru ekki umvafin sól alla daga en þær áttu báðar við erfið and- leg veikindi að stríða og þar ræð- ur harður húsbóndi sem enginn velur sér. En það voru líka að sjálfsögðu margar góðar stundir, með vinum og fjölskyldu. Falleg bekkjarmynd úr Langholtsskóla átti sitt hillupláss og merki þess að þar eru vinir sem þeim þótti vænt um. Ég vil trúa því að stórfjöl- skyldan séu nú öll saman í Sum- arlandinu, laus við erfiðleika þessa lífs og að þar sé alltaf sól og gleði eins og í litla húsinu á Lang- holtsvegi 8. Birti hér stöku sem fylgdi með minningargrein minni um Stínu frænku. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Blessuð sé minning Kolbrún- ar, Karitasar og Jón Vals. Kær kveðja til allra ástvina þeirra en ég færi einnig kveðju frá móður minni. Erna Hlöðversdóttir. Kolbrún frænka (sem við köll- uðum Kollu) var lífsglöð og horfði á björtu hliðarnar í lífinu. Hún hafði mottó sem var: „Ég vil lifa lífinu“ og það gerði hún sannar- lega. Kolla sá það góða í öðru fólki og hafði tamið sér þakklæti. Það yljaði mér um hjartaræturnar og kenndi mér mikið að heyra hana tala vel um fólk sem hún um- gekkst og færa þakkir fyrir fjöl- skylduna. Kolla hafði góða nær- veru vegna þess að viðmót hennar til lífsins var svo jákvætt. Hún hafði góðan húmor og átti það til að orða hlutina á skemmti- legan hátt. Það var yfirleitt stutt í bros og hlátur hjá henni. Ég minnist þess þegar ég og bróðir minn heimsóttum hana oft þegar við vorum unglingar. Við bjugg- um nálægt henni og fórum til hennar sumar helgar að horfa á Stöð 2. Alltaf var hún örlátur gestgjafi og okkur leið vel heima hjá henni. Hún bjó sér fallegt heimili á Víðimelnum og bauð fjölskyldumeðlimum oft í heim- sókn. Á þessu tímabili fórum við Kolla stundum út að ganga og skokka saman og hún var áhuga- söm um göngur og útivist. Í sér- stöku uppáhaldi voru ferðalög um Ísland og til útlanda. Stund- um lá leiðin til útlanda, London, Bandaríkjanna eða til annarra landa. Kolla fór oft með okkur fjöl- skyldunni í sumarbústað á sumr- in og við spiluðum, grilluðum og fórum í sund. Kolla heimsótti okkur fjölskylduna líka þegar við bjuggum í Englandi, Cambridge, og var hjá okkur í mánuð. Á hverju ári ferðaðist Kolla um Ís- land með vinum og fjölskyldu, þ.e. föður og móður sinni, bróður og systur og fjölskyldum þeirra. Samvera með fjölskyldunni og nálægð við náttúruna gladdi Kollu mikið. Mér er ofarlega í huga 67 ára afmæli hennar. Hún lagði mikið á sig til að útbúa glæsilega veislu, tók brosandi á móti okkur og faðmaði okkur. Ég man að hún talaði um þær ferðir sem hún ætl- aði að fara í á komandi sumri. Pabbi, Jón Valur Jensson, var að gantast við hana, og hún hló heil- mikið. Það fallegasta við Kollu var að hún var einlæg og sagði alltaf sína meiningu. Hún var heiðar- leg, hjartahlý og sönn. T.d. studdi hún dyggilega við bakið á tví- burasystur sinni, Karitas, og móður sinni, Kristínu Jónu Jens- dóttur. Því miður fékk Kolla þungar byrðar að bera, en hún var ekki sú manngerð að barma sér. Hún var trúuð og gerði eins vel og hún gat í öllum aðstæðum. Hún kenndi mér að þora að vera ég sjálf, að vera þakklát og að lífið er til að njóta þess. Kolla okkar var einlæg og kærleiksrík manneskja sem yndislegt var að eiga að og gerði öllum gott. Ég veit ekki betri leið til að kveðja þig, Kolla, en með orðum úr Biblíunni: „Þess vegna skulum við, með- an tími er til, gera öllum gott og einkum trúsystkinum okkar“ (Galatabréfið 6.10). Takk fyrir kærleikann og sam- veruna, Kolla okkar. Katrín María og fjölskylda. Kolla frænka var tvíburasystir mömmu. Tengingin á milli þeirra var afar sterk enda voru þær ein- eggja tvíburar. Þær voru bestu vinkonur og samskiptin nær dag- leg á þeim rúmlega 67 árum sem þær lifðu. Kolla skipaði því eðli- lega stóran sess í mínu lífi og hef- ur hún ávallt átt sérstakan stað í hjarta mínu. Eftir að mamma lést síðastliðið haust óttaðist ég hvaða áhrif það gæti haft á Kollu en vegna heilsuleysis þurftu þær báðar að flytja inn á hjúkrunar- heimili í ársbyrjun 2019. Kolla bar sig nokkuð vel fyrstu vikurn- ar eftir andlát mömmu en smám saman fór að halla undan fæti hjá henni. Fráfall Jóns Vals, bróður hennar, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í janúarbyrjun, virtist svo draga úr henni allan mátt og rúmlega mánuði síðar var hún öll. Móðurmissirinn var gríðarlegt áfall fyrir mig en mað- ur gat þó huggað sig við að eiga systkini hennar enn að. En þetta líf er svo skrýtið og hverfult. Ekki gat mig grunað að þau myndu öll þrjú hverfa af sjónar- sviðinu á innan við fimm mánuð- um. Á svona tímamótum koma óhjákvæmilega upp ýmsar minn- ingar tengdar Kollu. Ein af mín- um skýrustu minningum úr frumbernsku er þegar við Kolla lentum í slæmum árekstri við vél- skóflu. Sjálfur slapp ég óskadd- aður en vélskóflan tók bita úr upphandlegg hennar. Á vissan hátt má segja að þessi reynsla hafi tengt okkur ákveðnum bönd- um enda hafði hún nokkur áhrif á líf okkar beggja. Hin sérstaka tenging nær reyndar lengra aftur því hún var viðstödd þegar ég kom í heiminn enda var hún hjúkrunarfræðinemi á þeim tíma og gat ekki sleppt tækifærinu til að verða vitni að slíku kraftaverki sem barnsfæðing er. Nánast í hvert sinn sem ég átti afmæli langt fram á þrítugsaldur sagði Kolla alltaf að henni fyndist eins og það hefði verið í gær sem ég fæddist! Hló ég alltaf að þessu en þegar maður er nú sjálfur farinn að eldast þá skilur maður betur hvað hún átti við. Á síðustu 15 árum fór geðheils- unni að hraka hraðar og hafði það talsverð áhrif á líkamlegu heils- una að auki. Vegna veikinda sinni flutti Kolla því í þjónustuíbúð á Hverfisgötu um haustið 2009 og undi hún sér mjög vel þar. Þang- að var gaman að heimsækja hana og oftar en ekki setti hún country-tónlist á fóninn þar sem tónar Willies Nelsons, Dolly Par- ton og fleiri hetja klassískrar bandarískrar sveitatónlistar fengu að njóta sín. Við flutning- inn á Hverfisgötu tókum við Kathy íbúðina hennar Kollu í ættaróðalinu á Langholtsvegi á leigu. Íbúðin hefur síðan verið vett- vangur mannamóta, s.s. jólaboða og afmælisveislna, þar sem Kolla, Jón Valur og móðir mín settu mark sitt á samkomurnar. Þeirra systkina verður nú sárt saknað á slíkum mannamótum sem og annars staðar og í raun er ótrú- legt til þess að hugsa að samveru- stundirnar með þeim eigi ekki eftir að verða fleiri í þessari jarð- vist. Ég á eftir að sakna Kollu mikið en ég reyni að hugga mig við þá tilhugsun að hún er laus úr viðj- um líkamans og er orðin heil á ný í Sumarlandinu með ömmu og afa, mömmu og frænda. Megi góður Guð blessa Kollu frænku. Axel Viðar Egilsson. Kolbrún Jensdóttir ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist á Akureyri 30. nóv- ember 1936. Hún lést á Kanaríeyjum 22. desember 2019. Foreldrar hennar voru Ólafur Magn- ússon pípulagn- ingameistari, f. 7. september 1906, og Droplaug Páls- dóttir húsmóðir, f. 3. mars 1911. Systur Guðrúnar eru Margrét Harðardóttir, f. 3. febrúar 1933, d. 28. janúar 1934, Ásta, f. 25. maí 1934, Auður, f. 10. júní 1939, Gerður, f. 7. júní 1941, Áslaug, f. 10. mars 1947. Barn með Braga Benedikts- syni, Ólafur Guðbrandsson, f. 1957, maki Kristbjörn Egilsson, f. 1949. Árið 1964 giftist Guðrún Geir Snorrasyni, f. 1932. Þau skildu. Þeirra börn: 1. Anna Lísa, f. 1963, fv. maki Jón Eiríkur Ei- ríksson, f. 1964, þeirra börn a) Selma Ósk, f. 1989, hennar son- ur Eiríkur Arnar Einarsson, f. 2009, b) Harpa Marín, f. 1992, hennar sonur Adrían Máni Sindrason, f. 2013. 2. Hjördís, f. 1964, maki Óðinn Birg- isson, f. 1960, börn a) Róbert Aron, f. 1990, b) Tinna Líf, f. 1991. 3. Bjarni Heiðar, f. 1966, maki Bryndís Guð- mundsdóttir, barn a) Arnar Darri, f. 1992. Guðrún lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1961 og hjúkrunarfræðiprófi frá Nýja hjúkrunarskólanum 1977. Hún starfaði sem héraðs- ljósmóðir á Snæfellsnesi utan Ennis 1963-1971 og síðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Land- spítalanum, Hafnarbúðum og síðast á Hrafnistu í Reykjavík. Sambýlismaður Guðrúnar frá 1984 var Vignir Jónsson, f. 1939, d. 2019. Útför Guðrúnar fór fram 14. febrúar 2020. Elsku amma. Núna rennur upp sú stund sem ég vonaði að aldrei kæmi. Nú kemur að kveðjustund. Þú varst fjall mitt og fyrirmynd, hetjan mín og skjól. Þú varst mér svo mikið og þess vegna gat ég aldrei und- irbúið mig fyrir að þú færir okk- ur frá. En ég er þakklát fyrir all- ar þær æskuminningar sem þú gafst mér og sérstaklega sumrin á Kleifastöðum sem var okkar griðastaður. Ég er enn þakklát- ari fyrir að hafa átt þig að eftir því sem ég eltist. Þú kenndir mér að hræðast ekki framtíðina og ólst upp í mér þrautseigju sem mun fylgja mér út allt lífið. Og þegar ég var búin að læra, tókstu að þér að kenna Adrían Mána það sama. Þú hjálpaðir mér að vera betri manneskja, móðir og kona. Við vitum af þér á betri stað með afa, en við Adrían sökn- um þín þó sárt hér á jörðinni. Takk fyrir skilyrðislausu ástina, uppeldið, skilninginn og allt það sem þó gafst okkur. Við munum aldrei geta komið því í orð hvað þú varst fyrir okkur. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Harpa Marín Jónsdóttir og Adrían Máni. Elsku amma mín Ég trúi ekki að ennþá að þú sért farin. Mér líður ennþá eins og þú sért á Kanarí þar sem þú naust þín sem best. En á Kanarí eyddir þú jafnframt síðustu dög- unum í þinni jarðvist. Ég veit að afi tók við þér fagnandi í draumalandinu og að þið áttuð þar jólin saman. Ég á svo rosa- lega margar dýrmætar minning- ar með þér. Sú sem stendur hæst upp úr er þegar við fórum saman á Ellý í Borgarleikhúsinu ásamt afa, mömmu og Hörpu. Það var svo gaman hjá okkur öllum. Þeg- ar ég er hlusta á Heyr mína bæn þá minnist ég þín og afa og rifja upp allar góðu minningarnar sem ég á með ykkur, allar stund- irnar á Kleifastöðum, eins og t.d. þegar ég fór upp í hlíð og kom svo stolt af sjálfri mér til baka með þessi risastóru ber í fötu, sem reyndust svo vera lamba- spörð. Þegar við vorum að fara upp á heiðar að tína hreindýra- mosa og blóðberg, og þegar þú sendir okkur Hörpu systur út á tún að tína gorkúlur. Endalausar minningar á ég sem verma hjart- að mitt. Sumarið 2008 þegar við sátum úti á Kleifastöðum að drekka morgunkaffið þá ýttir þú í mig og spurðir mig hvort ég væri ólétt ég hélt nú ekki en þú varst alveg viss um það að ég gengi með barn og það var rétt hjá þér, þú vissir það áður en ég vissi það, ljósmóðirin í þér sá það. Konan sem tók á móti mér í þennan heim, konan sem kenndi mér svo margt, konan með skil- yrðislausa ást og klettur svo margra. En núna er komið að kveðjustund, amma mín, og takk fyrir allt. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Selma Ósk Jónsdóttir. Guðrún Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.