Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 4

Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn þriðjudaginn 24. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins • Venjuleg ársfundarstörf, dagskrárliðir skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins. • Kynning tryggingastærðfræðings, tryggingafræðileg staða LV og áhrif hækkandi lífaldurs. • Önnur mál. Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 23. janúar 2020 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur 2020 Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is Alls bárust 88 umsóknir um alþjóð- lega vernd hér á landi í janúar síðast- liðnum. Það eru 22% fleiri umsóknir en í sama mánuði í fyrra þegar um- sóknirnar voru 72. Þetta má lesa úr tölum Útlendingastofnunar. Langflestar umsóknirnar nú komu frá fólki með ríkisfang í Vene- súela, eða 27. Þar næst voru átta um- sóknir frá Írökum, sex frá Kólumbíumönnum og jafnmargar frá Líbíumönnum. Fimm Sýrlend- ingar sóttu um hæli og fjórir Palest- ínumenn. Alls voru umsækjendur af 26 þjóðernum. Hópur umsækjenda nú í janúar skiptist þannig að karlar voru 44, konur 24, fjórir drengir, 13 stúlkur og þrír fylgdarlausir drengir. Búið er að afgreiða 93 mál á þessu ári. Þar af fékk 51 alþjóðlega vernd en 15 umsóknum var synjað. Þrettán umsækjendur voru sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðar- innar, sex fengu vernd í öðru ríki og mál átta til viðbótar fengu önnur lok. Til samanburðar má geta þess að umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra voru samtals 867. Flestir komu þá frá Venesúela eða 180 og næstflestir frá Írak eða 137. Í þriðja sæti hópa umsækjenda voru Nígeríubúar en 50 þeirra sóttu um alþjóðlega vernd og í fjórða sæti voru Afganir með 49 umsóknir. Í 5. sæti voru Albanir en 48 þeirra sóttu hér um hæli í fyrra. Árið 2019 voru afgreiddar alls 1.123 umsóknir. Þar af var alls 376 veitt hér vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi en umsóknum 251 umsækjanda var hafnað. Endur- sendir voru 173 á grundvelli Dyfl- innarreglugerðarinnar, 182 fengu vernd í öðru ríki og mál 141 fengu önnur lok. gudni@mbl.is Fleiri sækja um vernd á Íslandi  Alls bárust 88 umsóknir í janúar 2020 Morgunblaðið/Hari Útlendingastofnun Tölfræðin sýnir fleiri umsóknir nú en fyrir ári. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið er að því að ná vélbátnum Blátindi VE upp, en hann sökk við bryggju í Vestmannaeyjum í óveðr- inu á föstudag. Skipið var smíðað í Eyjum 1947 og er friðað á grund- velli aldurs samkvæmt lögum um menningarminjar. Kristín Hart- mannsdóttir, formaður fram- kvæmda- og hafnarráðs í Vest- mannaeyjum, segir ljóst að ein- hverjar skemmdir hafi orðið á bátnum og verði tjónið metið þegar báturinn verður kominn á þurrt. Hún segir að menn séu meðvitaðir um friðun bátsins og hafi Minja- stofnun óskað eftir að fylgjast með framvindunni. Á fundi framkvæmda- og hafnar- ráðs í fyrradag var Blátindur til umræðu og hvernig ná má bátnum upp af botninum við fyrsta tæki- færi. Í fundargerð kemur fram að ráðið óskar eftir því að unnið verði af fyllstu varkárni til að koma í veg fyrir frekari skemmdir eða slys. Kristín segir að kafari hafi myndað Blátind á botninum og reynt að meta tjónið. Skemmdir séu bæði á skut og fremst á dekki, að líkindum eftir að báturinn hafi stungist á stefnið þegar hann fór í kaf. Vegna þessara og hugsanlega fleiri skemmda sé ekki talið ráðlegt að reyna að hífa skipið upp. Verið að útvega búnað Þess í stað sé nú verið að útvega búnað eins og lyftipylsur eða belgi til að lyfta skipinu. Þetta sé flókið verkefni þar sem skipið er þungt. Fyrirhugað er að koma Blátindi fyrir í aðstöðu hjá Skipalyftunni við Eiðið. Þar verði væntanlega hægt að draga eða lyfta honum á land og meta hversu mikið tjón hafi orðið. „Ef hann er í góðu ástandi og eins og hann var áður en hann fór á flakk reynum við eflaust að koma honum aftur í stæðið á Skanssvæð- inu þar sem hann hafði verið til sýnis frá 2018. Ef hann er ónýtur verður að ræða málið þegar og ef að því kemur. Á þessari stundu liggur það eitt fyrir að við erum að vinna að því að ná bátnum upp,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Á ferðalagi Blátindur í fylgd Lóðsins í Vestmannaeyjahöfn í óveðrinu á föstudag. Blátindur sökk skömmu eftir að komið var með hann að bryggju. Tjón á Blátindi eft- ir flakk um höfnina  Skipið friðað og Minjastofnun fylgist með  Unnið verði af fyllstu varkárni Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Mögulegar úrbætur til að bæta um- ferðaröryggi við Hörgárbraut á Akureyri eru til skoðunar hjá Akur- eyrarbæ í samráði við Vegagerðina. Gert er ráð fyrir að aðilar máls, fulltrúar frá skipulagsráði, umhverf- is- og mannvirkjasviði Akureyrar- bæjar og Vegagerðarinnar, hittist á fundi í næstu viku og fari yfir málið. Miklar umræður hafa verið um þjóð- veg 1 um Hörgárbraut milli Undir- hlíðar og Borgarbrautar, en þar hafa verið tíð umferðaróhöpp og al- varleg slys á óvörðum vegfarendum. Íbúar í Hlíða- og Holtahverfi komu saman á fundi á þriðjudags- kvöld og ræddu málið. Samþykkt var ályktun þar sem skorað var á Akureyrarbæ og Vegagerðina að grípa til aðgerða tafarlaust til að auka öryggi vegfarenda á þjóðvegi 1 um Hörgárbraut. Meðal annars vildi íbúafundurinn að strax yrði ráðist í merkingarátak um hámarkshraða og umferð skólabarna. Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir á þessari stundu, en farið verði yfir málið með þeim sem það varðar á fundi í næstu viku. „Þetta er flókið verkefni sem þarf ítarlega skoðun og er verið að skoða ýmsa möguleika sem koma til greina til að auka umferðaröryggi á þessu svæði,“ segir hann. Undirgöng yrðu úr leið Á íbúafundinum kom fram að í gildi væri deiliskipulag þar sem gert væri ráð fyrir undirgöngum skammt ofan við brúna yfir Glerá. Undruðu fundargestir sig á því að þrátt fyrir að skipulagið hefði verið í gildi í um það bil 10 ár hefði ekkert orðið af framkvæmdum við þessi undirgöng. Pétur Ingi segir að uppi séu efa- semdir um að göng á þessum stað myndu nýtast nægilega vel til að auka umferðaröryggi barna úr Holtahverfi á leið í Glerárskóla eða á íþróttasvæði Þórs sem er handan Hörgárbrautar. „Það er líklega meginstraumur gangandi vegfar- enda yfir Hörgárbrautina á þessu svæði. Undirgöng niður undir Gler- árbrú eru töluvert úr leið fyrir börn- in og miðað við almenna reynslu efast menn um að gangandi, t.d. börn sem búa í Stórholti, muni leggja svo langa lykkju á leið sína, heldur reyna að koma sér yfir göt- una annars staðar,“ segir Pétur Ingi og bætir við að möguleikar af öllu tagi sem kunni að bæta umferðar- öryggi verði skoðaðir. Skoða hvort eitthvað megi bæta strax „Við erum að skoða með Akur- eyrarbæ hvort úr einhverju megi bæta strax,“ segir Gunnar H. Guð- mundsson, svæðisstjóri Vegagerðar- innar á Akureyri. Einnig yrði samtal tekið við helstu aðila máls, eins og lögreglu og hverfisnefnd í Hlíða- og Holtahverfi. Gunnar sagði að Vegagerðin og Akureyrarbær hefðu síðastliðin ár staðið sameiginlega í verulegum framkvæmdum við helstu gatnamót í þjóðvegakerfinu í gegnum Akur- eyri í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi. Þeim væri hvergi nærri lokið og væri þannig verið að vinna að skipulagsmálum varðandi stóru gatnamótin við Glerána. „Þetta tengist að sjálfsögðu að- gerðum á Hörgárbrautinni en ákvörðun hefur hvorki verið tekin um undirgöng né göngubrýr. En komi til slíkra verkefna mun kostn- aður skiptast milli Vegagerðar og Akureyrarbæjar,“ segir Gunnar. Skoða mögulegar úr- bætur við Hörgárbraut  Efasemdir um að undirgöng myndu nýtast nægilega vel Morgunblaðið/Margrét Þóra Umdeild ljós Íbúar óska eftir því í ályktun sem samþykkt var á fundi í vik- unni að gangbraut yfir Hörgárbraut norðan Glerárbrúar verði fjarlægð og fundin öruggari leið, hugsanlega með göngum undir götuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.