Morgunblaðið - 20.02.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 20.02.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Ég fer á fjöll Ferðafélag Íslands • www.fi.is Bás þar sem boðin eru til sölu endurunnin kerti hefur vakið at- hygli vegfarenda við Gróttu á Sel- tjarnarnesi að undanförnu. Í fyrra- dag stóð þar vaktina hinn þrettán ára gamli Róbert Frímann Stef- ánsson. Hafði hann í nógu að snúast og mokaði út kertunum. Róbert og eldri bróðir hans, Daníel, slógu í gegn með öðrum sölubás á sama stað fyrir tveimur árum. Þar seldu þeir „Cókó and Kleins“ og gáfu hluta ágóðans í þyrlusjóð Landhelgisgæslunnar. Bræðurnir hlutu mikið lof fyrir uppátæki sitt og var meðal annars boðið í flug með Landhelgisgæsl- unni. Nú er komið að næsta kafla í við- skiptasögu bræðranna. Sá eldri er reyndar kominn í Versló og hefur ekki eins mikinn tíma aflögu og áð- ur. Því var Róbert einn við sölubás- inn og mátti hafa sig allan við að anna eftirspurn eftir Sealight – endurunnum kertum. Samkvæmt upplýsingum frá föð- ur drengjanna söfnuðu þeir miklu magni af skeljum þegar þeir voru í keppnisferðalagi í Stykkishólmi fyrir rúmu ári. Þeir fóru að gera til- raunir með að bræða niður gömul kerti og steypa í skeljarnar og þeg- ar þeir komust yfir afgangskerti frá kaþólsku kirkjunni gat fram- leiðslan hafist fyrir alvöru. Sem fyrr er markmið bræðranna að safna fyrir nýrri þyrlu Landhelgis- gæslunnar. hdm@mbl.is Úr kakó og kleinum yfir í kerti Morgunblaðið/Eggert Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að íslenskir, sænskir og finnskir þjóð- kirkjusöfnuðir í Noregi ætli að stefna norska menningarmálaráðuneytinu til að fá greidd rétt sóknargjöld fyrir árin 2017-2019. Ingvar Ingólfsson, gjaldkeri ís- lenska safnaðarins, sagði að norski „sivilombudsmannen“, sem er sam- bærilegt embætti og umboðsmaður Alþingis, hefði hvatt norrænu þjóð- kirkjusöfnuðina til málsóknarinnar og teldi kröfur þeirra réttmætar: Umboðsmaðurinn teldi að ekki gæti jafnræðis milli safnaða og vísaði m.a. til norsku stjórnarskrárinnar, sem segði að öll trú- og lífsskoðunarfélög skuli njóta sambærilegs stuðnings. Umboðsmaðurinn hefði einnig lofað að borga málsóknina vegna þess að ráðuneytið hefði ekki sinnt tilmælum hans. Stefnt væri að því að höfða mál- ið fyrir vorið. Þurfa samþykki hvers og eins Ingvar sagði að málið snerist um reglur um skráningu í trúfélög í Nor- egi sem tóku gildi í ársbyrjun 2016. Nú þurfa öll trúfélög að fá samþykki í Noregi fyrir skráningu sóknarbarna, óháð skráningu þeirra í heimalandi sínu. Barna- og fjölskylduráðuneytið ákvað að þetta ætti líka að eiga við um allar fyrri skráningar. Ingvar sagði að íslenski söfnuðurinn hefði þurft að hafa samband við alla þá 7.000 Íslend- inga búsetta í Noregi sem voru skráð- ir í íslensku þjóðkirkjuna, og fá þá til að skrá sig að nýju í söfnuðinn. „Þetta var að sjálfsögðu ekki ger- legt, sem þýddi að við allt í einu feng- um nær engan styrk. Það tók góðan tíma og kostnað að ná til baka sam- þykki fólks en við erum með í dag 87% fyrrverandi meðlima,“ sagði Ingvar. Hann sagði að áður hefðu all- ir sem voru í íslensku þjóðkirkjunni við flutning til Noregs verið skráðir sjálfkrafa í söfnuðinn. Nú þyrfti hver og einn að samþykkja skráninguna. Ingvar sagði að ráðuneytið hafnaði því að taka skráningu gilda í íslensku þjóðkirkjuna. Þess vegna tapaði söfn- uðurinn í Noregi sóknargöldum vegna þeirra sem ekki hefðu verið skráðir á ný. Hann sagði að á sama tíma efaðist enginn um skráningar fólks í norsku þjóðkirkjuna. Tekjur drógust mikið saman Greiðslan frá norska ríkinu til safn- aðarstarfsins er svipaðs eðlis og sóknargjöldin hér á landi. Fyrir- komulagið er þó annað. Í Noregi er ákveðinni upphæð varið til mála- flokksins. Síðan er dreginn frá rekstrarkostnaður kirkjugarða, kirkna sem einkum eru í eigu norsku þjóðkirkjunnar, og svo er afgangin- um skipt jafnt á milli kirkna og trú- félaga eftir meðlimafjölda. Ingvar sagði að íslenski söfnuðurinn leigði aðstöðu til guðsþjónustuhalds af norsku kirkjunni og safnaðarheimili og borgaði leiguna m.a. af þessum tekjum. Breytingin á skráningu 2016 olli heilmiklum tekjusamdrætti hjá ís- lenska söfnuðinum í Noregi. Ingvar sagði að fækka hefði þurft stöðugild- um og draga verulega úr starfsemi. Um tíma var hugleitt að selja Ólafíu- stofu í Ósló, sem gegnir svipuðu hlut- verki og Jónshús í Kaupmannahöfn. Ólafíustofa er notuð fyrir margt fleira en starf safnaðarins. Fjárhagur safn- aðarins hefur heldur batnað en ekki jafn mikið og menn vildu. Ef málið vinnst á að nota peningana til að greiða upp lán vegna kaupa á prestsbústað og byggja safnaðar- starfið upp til fyrri vegar, að sögn Ingvars. Stefna norska ríkinu vegna sóknargjalda  Íslenski þjóðkirkjusöfnuðurinn í Noregi leitar réttar síns Ljósmynd/Arna Grétarsdóttir Fermingarfræðsla Íslensk börn frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku frædd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.