Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Ég fer á fjöll Ferðafélag Íslands • www.fi.is Bás þar sem boðin eru til sölu endurunnin kerti hefur vakið at- hygli vegfarenda við Gróttu á Sel- tjarnarnesi að undanförnu. Í fyrra- dag stóð þar vaktina hinn þrettán ára gamli Róbert Frímann Stef- ánsson. Hafði hann í nógu að snúast og mokaði út kertunum. Róbert og eldri bróðir hans, Daníel, slógu í gegn með öðrum sölubás á sama stað fyrir tveimur árum. Þar seldu þeir „Cókó and Kleins“ og gáfu hluta ágóðans í þyrlusjóð Landhelgisgæslunnar. Bræðurnir hlutu mikið lof fyrir uppátæki sitt og var meðal annars boðið í flug með Landhelgisgæsl- unni. Nú er komið að næsta kafla í við- skiptasögu bræðranna. Sá eldri er reyndar kominn í Versló og hefur ekki eins mikinn tíma aflögu og áð- ur. Því var Róbert einn við sölubás- inn og mátti hafa sig allan við að anna eftirspurn eftir Sealight – endurunnum kertum. Samkvæmt upplýsingum frá föð- ur drengjanna söfnuðu þeir miklu magni af skeljum þegar þeir voru í keppnisferðalagi í Stykkishólmi fyrir rúmu ári. Þeir fóru að gera til- raunir með að bræða niður gömul kerti og steypa í skeljarnar og þeg- ar þeir komust yfir afgangskerti frá kaþólsku kirkjunni gat fram- leiðslan hafist fyrir alvöru. Sem fyrr er markmið bræðranna að safna fyrir nýrri þyrlu Landhelgis- gæslunnar. hdm@mbl.is Úr kakó og kleinum yfir í kerti Morgunblaðið/Eggert Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að íslenskir, sænskir og finnskir þjóð- kirkjusöfnuðir í Noregi ætli að stefna norska menningarmálaráðuneytinu til að fá greidd rétt sóknargjöld fyrir árin 2017-2019. Ingvar Ingólfsson, gjaldkeri ís- lenska safnaðarins, sagði að norski „sivilombudsmannen“, sem er sam- bærilegt embætti og umboðsmaður Alþingis, hefði hvatt norrænu þjóð- kirkjusöfnuðina til málsóknarinnar og teldi kröfur þeirra réttmætar: Umboðsmaðurinn teldi að ekki gæti jafnræðis milli safnaða og vísaði m.a. til norsku stjórnarskrárinnar, sem segði að öll trú- og lífsskoðunarfélög skuli njóta sambærilegs stuðnings. Umboðsmaðurinn hefði einnig lofað að borga málsóknina vegna þess að ráðuneytið hefði ekki sinnt tilmælum hans. Stefnt væri að því að höfða mál- ið fyrir vorið. Þurfa samþykki hvers og eins Ingvar sagði að málið snerist um reglur um skráningu í trúfélög í Nor- egi sem tóku gildi í ársbyrjun 2016. Nú þurfa öll trúfélög að fá samþykki í Noregi fyrir skráningu sóknarbarna, óháð skráningu þeirra í heimalandi sínu. Barna- og fjölskylduráðuneytið ákvað að þetta ætti líka að eiga við um allar fyrri skráningar. Ingvar sagði að íslenski söfnuðurinn hefði þurft að hafa samband við alla þá 7.000 Íslend- inga búsetta í Noregi sem voru skráð- ir í íslensku þjóðkirkjuna, og fá þá til að skrá sig að nýju í söfnuðinn. „Þetta var að sjálfsögðu ekki ger- legt, sem þýddi að við allt í einu feng- um nær engan styrk. Það tók góðan tíma og kostnað að ná til baka sam- þykki fólks en við erum með í dag 87% fyrrverandi meðlima,“ sagði Ingvar. Hann sagði að áður hefðu all- ir sem voru í íslensku þjóðkirkjunni við flutning til Noregs verið skráðir sjálfkrafa í söfnuðinn. Nú þyrfti hver og einn að samþykkja skráninguna. Ingvar sagði að ráðuneytið hafnaði því að taka skráningu gilda í íslensku þjóðkirkjuna. Þess vegna tapaði söfn- uðurinn í Noregi sóknargöldum vegna þeirra sem ekki hefðu verið skráðir á ný. Hann sagði að á sama tíma efaðist enginn um skráningar fólks í norsku þjóðkirkjuna. Tekjur drógust mikið saman Greiðslan frá norska ríkinu til safn- aðarstarfsins er svipaðs eðlis og sóknargjöldin hér á landi. Fyrir- komulagið er þó annað. Í Noregi er ákveðinni upphæð varið til mála- flokksins. Síðan er dreginn frá rekstrarkostnaður kirkjugarða, kirkna sem einkum eru í eigu norsku þjóðkirkjunnar, og svo er afgangin- um skipt jafnt á milli kirkna og trú- félaga eftir meðlimafjölda. Ingvar sagði að íslenski söfnuðurinn leigði aðstöðu til guðsþjónustuhalds af norsku kirkjunni og safnaðarheimili og borgaði leiguna m.a. af þessum tekjum. Breytingin á skráningu 2016 olli heilmiklum tekjusamdrætti hjá ís- lenska söfnuðinum í Noregi. Ingvar sagði að fækka hefði þurft stöðugild- um og draga verulega úr starfsemi. Um tíma var hugleitt að selja Ólafíu- stofu í Ósló, sem gegnir svipuðu hlut- verki og Jónshús í Kaupmannahöfn. Ólafíustofa er notuð fyrir margt fleira en starf safnaðarins. Fjárhagur safn- aðarins hefur heldur batnað en ekki jafn mikið og menn vildu. Ef málið vinnst á að nota peningana til að greiða upp lán vegna kaupa á prestsbústað og byggja safnaðar- starfið upp til fyrri vegar, að sögn Ingvars. Stefna norska ríkinu vegna sóknargjalda  Íslenski þjóðkirkjusöfnuðurinn í Noregi leitar réttar síns Ljósmynd/Arna Grétarsdóttir Fermingarfræðsla Íslensk börn frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku frædd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.