Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
Samkeppniseftirlitið ólmast núvið að koma í veg fyrir að
Krónan haldi áfram rekstri á
Hvolsvelli og ástæðan sem gefin
er upp er að með því sé verið að
þjóna hagsmunum neytenda.
Stofnuninlætur
sér ekki
nægja að
heyja þessa
mikilvægu baráttu sína með þeim
tækjum og tólum sem löggjafinn
skammtar henni, heldur hefur
hún tekið upp á því að auglýsa af-
stöðu sína í þessum efnum á Face-
book.
Sá angi baráttunnar er í meiralagi sérkennilegur í ýmsu til-
liti og hlýtur meðal annars að
vekja spurningar um það hvort
neytendum, sem líka eru skatt-
greiðendur, er greiði gerður með
slíku háttarlagi.
En þessi barátta Samkeppnis-eftirlitsins er ekki síður sér-
kennileg þegar haft er í huga að
allt bendir til að íbúum Hvols-
vallar líki ágætlega við verslunina
sem Samkeppniseftirlitið vill loka
og vilja hafa hana áfram.
Hvernig getur þá verið að Sam-keppniseftirlitið sé að gæta
hagsmuna íbúanna með þessari
undarlegu baráttu sinni?
Getur verið að stofna þurfi ann-að samkeppniseftirlit til við-
bótar við það sem nú starfar til að
koma meira viti í þennan mála-
flokk?
Hlýtur ekki vandinn að vera sáað Samkeppniseftirlitið
kemst upp með hvað sem er vegna
skorts á samkeppni?
Sérkennilegt
baráttumál
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hinn nýi dráttarbátur Faxaflóa-
hafna, Magni, lagði loks af stað til
Íslands í fyrrakvöld. Ef allt geng-
ur að óskum er von á honum til
Reykjavíkur í lok næstu viku.
Magni hefur beðið brottfarar í
Rotterdam í Hollandi. Til stóð að
hann legði af stað til Íslands í
byrjun janúar en stöðug ótíð á út-
hafinu hefur tafið brottför.
Fjórir eru um borð í Magna,
verktakar á vegum Damen skipa-
smíðastöðvarinnar. Að sögn Gísla
Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögu-
manns hjá Faxaflóahöfnum, er
takmarkið hjá skipverjum ná til
Orkneyja fyrir helgi og vera þá
komnir í stöðu til að fara yfir haf-
ið í næsta „veðurglugga“, sem þeir
sjá fyrir sér að sé á sunnudag.
„Þeir ætla að halda möguleikanum
opnum að skjóta sér inn til Fær-
eyja ef þeir sjá fram á að ná ekki
til Íslands í einum legg,“ segir
Gísli Jóhann.
Hann og fimm aðrir skipstjórar
Faxaflóahafna fóru í fyrra í
tveggja vikna þjálfun í skipahermi
í Hollandi. Þeir munu svo fá þjálf-
un á bátinn sjálfan þegar hann
kemur til landsins. Skipstjórinn og
yfirvélstjórinn munu væntanlega
sjá um þjálfun á bátinn.
Hinn nýi dráttarbátur var smíð-
aður í Víetnam. Magni lagði af
stað til Íslands 19. október og
kom til Rotterdam tveimur mán-
uðum seinna, eða 18. desember.
Hann hafði þá lagt að baki tæp-
lega 10.000 sjómílna siglingu.
Gekk sú sigling vel að öllu leyti.
sisi@mbl.is
Nýi Magni loks lagður af stað heim
Ljósmynd/Damen
Nýr Magni Báturinn er loks lagður
af stað í lokaáfangann til Íslands.
Biskup Íslands, séra Agnes M. Sig-
urðardóttir, hefur staðfest ráðningu
tveggja presta við Garða- og Saur-
bæjarprestakall í Vesturlandspró-
fastsdæmi. Akranes er stærsta
sóknin í prestakallinu.
Alls sóttu sjö um störfin tvö en
tveir umsækjenda drógu umsóknir
sínar til baka.
Kjörnefnd kaus séra Jónínu Ólafs-
dóttur til almennra prestsstarfa og
Þóru Björgu Sigurðardóttur guð-
fræðing í starf er snýr að æskulýðs-
málum.
Í samræmi við þær breytingar
sem nú hafa orðið á starfsmanna-
málum þjóðkirkjunnar eru þær sr.
Jónína og Þóra Björg ráðnar ótíma-
bundið í starfið með hefðbundnum
uppsagnarfresti, að því er fram kem-
ur í frétt á heimasíðu kirkjunnar.
Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd á
Egilsstöðum 1984 og ólst upp í Þing-
eyjarsýslu frá fimm ára aldri. Hún
lauk BA-prófi í íslenskum fræðum
frá Háskóla Íslands 2008 og mag.
theol.-prófi 2017, diplómaprófi í sál-
gæslu 2019 og vinnur nú að lokarit-
gerð til MA-prófs í guðfræði á sviði
kristinnar hjónabandssiðfræði.
Sr. Jónína var settur prestur í
Dalvíkurprestakalli frá 1. október sl.
til 31. mars 2020. Hún var vígð 11.
ágúst á síðasta ári.
Eiginmaður Jónínu er Eggert Þ.
Þórarinsson, forstöðumaður í Seðla-
banka Íslands, og eiga þau tvö börn.
Þóra Björg Sigurðardóttir er
fædd í Reykjavík 1989. Hún lauk
prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands
árið 2019 og BS-prófi í sálfræði frá
sama skóla 2016. Hún hefur starfað
sem ritari og æskulýðsfulltrúi við
Grafarvogskirkju frá árinu 2011 en
komið að kristilegu starfi frá árinu
2008, m.a. á vegum KFUM&K í
Vatnaskógi og Ölveri.
Séra Þráinn Haraldsson er
sóknarprestur á Akranesi. Þar í bæ
eru kirkjur prestakallsins, auk Hall-
grímskirkju í Saurbæ. sisi@mbl.is
Tveir nýir prestar
til starfa á Akranesi
Kjörnefnd valdi
tvær konur úr hópi
fimm umsækjenda
Jónína
Ólafsdóttir
Þóra Björg
Sigurðardóttir