Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Sundaborg 7-9 | 104Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Starfsmannafatnaður Einkennisfatnaður Við höfum áður rætt ummikilvægi hreyfingar fyrireldra fólk. Okkur langar núað halda áfram og ræða hreyfingu sem hægt er að stunda heima, því ekki eiga allir heiman- gengt, og það er aldrei of seint að byrja. Styrkur og lipur lengur Með daglegri hreyfingu höldum við okkur styrkum og liprum lengur, bætum heilsuna og viðhöldum betur færninni til að lifa sjálfstæðu lífi. Við erum misjafnlega vel á okkur komin, og því er um að gera að byrja rólega og síðan smáauka hreyfinguna. Allir þurfa daglega hreyfingu og margt er hægt að gera heima. Ef þú átt erfitt með jafnvægið, þá er um að gera að tryggja það, gæta þess að styðja sig og geta gripið í eitthvað stöðugt.  Forðastu kyrrsetu og stattu upp reglulega og liðkaðu þig t.d. með því að ganga um gólf. Að hreyfa sig þannig reglulega yfir daginn getur dregið úr verkjum, einkum í baki.  Gakktu rösklega um gólf, eða gakktu rösklega á staðnum. Lyftu vel fótum og sveiflaðu örmum ef jafnvægið leyfir. Þegar við hreyfum okkur rösklega fáum við þjálfun fyrir vöðva, hjarta, æða- kerfi og lungu.  Stigar eru góð styrktar- og þrek- þjálfun. Nýttu þá ef þeir eru í hús- næðinu, gakktu upp og niður stig- ana. Gott er að byrja á nokkrum tröppum.  Heimilisstörf eru þjálfun, s.s. að þurrka af, sópa, hengja upp þvott. Stattu upp úr stólnum og sestu aftur nokkrum sinnum. Frábær styrktaræfing fyrir fætur og stuðlar að betri beinþéttni og bætir jafnvægið.  Lyftu þér upp á tær og hæla með þvi að styðja þig, t.d.við eldhús- vaskinn. Það styrkir og liðkar fætur.  Dansaðu og hreyfðu þig við tónlist. Það er frábær heilsubætandi hreyfing, t.d. rifja upp vals og tangó.  Ekki gleyma að setja tónlist á þeg- ar þú gerir æfingar, það verður svo miklu skemmtilegra. Klappaðu saman lófum Það er ekki á allra færi að æfa í standandi stöðu. Þú getur gert marg- ar æfingar sitjandi á stól.  Lyftu fótum á víxl og stappaðu í gólf.  Réttu vel úr öðru hné í einu.  Krepptu og réttu ökklana, annan í einu.  Beygðu þig mjúklega niður og teygðu fingur í gólf. Réttu síðan úr þér og teygðu hendur upp í loft.  Spenntu greipar fyrir aftan hnakka, lyftu bringu og færðu oln- bogana aftur.  Klappaðu saman lófum og klapp- aðu á læri, á víxl. Ekki skemmir ef hlustað er á góða tónlist með eða sungið.  Það er hægt að gera allar æfing- arnar með morgunleikfimi út- varpsins sitjandi, og hreyfa arma og fætur. Svo kviðurinn hreyfist Eftir góða hreyfistund skaltu koma þér vel fyrir í stól, lokaðu augunum, settu hendur á kvið og fylgstu með andardrættinum. Andaðu inn og út um nefið ef þú getur, annars munn- inn. Athugaðu hvort þú náir að anda djúpt, svo kviðurinn hreyfist og njóttu. Í ofantöldum tillögum að hreyfingu var einkum hugað að þjálf- un beinagrindarvöðva. En það er einnig gott að þjálfa raddböndin, æfa sig að lesa upphátt, tala hátt og skýrt og frábær raddþjálfun er að syngja. Á vefnum heilsuvera.is eru leið- beiningar um hreyfingu fyrir eldra fólk. Hreyfing aldraðra er mikilvæg Morgunblaðið/Hari Stólaleikfimi Forðastu kyrrsetu og stattu upp reglulega og liðkaðu þig t.d. með því að ganga um gólf. Að hreyfa sig þannig getur dregið úr verkjum. Heilsuráð Ásbjörg Magnúsdóttir iðjuþjálfi, Jóna Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfari og Sigrún K. Barkardóttir, hjúkrunarfræð- ingur hjá Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Sex doktorsnemar við Lyfjafræði- deild Háskóla Íslands hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala við Háskóla Íslands. Þetta eru Blanca Lorenzo Veiga, Ólöf Gerður Ísberg, Pitsiree Praphanwittaya, Sankar Rathinam, Sebastian Björnsson og Unnur Arna Þorsteinsdóttir. Rannsóknir þeirra ná yfir mjög breitt svið innan lyfjafræðinnar, allt frá þróun nýrra aðferða til bættra sjúkdómsgreininga, örkjarnadreifum og nanóagnaferjum til lyfjaflutninga að leit nýrra lyfjasprota gegn Alz- heimerssjúkdómi og efnasmíði bakt- eríuhemjandi peptíðafleiða, að því er fram kemur í frétt frá Háskóla Ís- lands. Þetta er í tólfta sinn sem doktors- nemum í lyfjafræði og/eða lyfjavís- indum við Háskóla Íslands er veitt viðurkenning úr sjóðnum fyrir fram- úrskarandi rannsóknir. Heildar- upphæð styrksins er 1,8 milljónir króna og fær hver styrkhafi fyrir sig 300 þúsund krónur. Verðlaunasjóðnum er ætlað að styrkja vísindaleg afrek á sviði lyfja- fræði og rannsóknir og framhalds- nám í faginu. Sjóðurinn hefur stutt við kraftmikla uppbyggingu doktors- náms í lyfjafræði við háskólann og gert nemendum kleift að kynna rann- sóknir sínar erlendis og taka þátt í erlendu rannsóknasamstarfi. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til minningar um foreldra sína. Í desember 2007 bætti Bent um betur og lagði til við- bótarframlag við höfuðstól sjóðsins. Eigið fé er um 20 milljónir króna en samtals hefur Bent gefið Háskóla Ís- lands 60 milljónir króna með stofnun þriggja sjóða sem heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands. Hinir sjóðirnir tveir eru Verðlauna- sjóður Óskars Þórðarsonar barna- læknis, sem hefur það að markmiði að veita verðlaun fyrir vísindaleg af- rek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði barnalækninga, og Styrktarsjóður Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar, sem ætl- að er að styðja við eineltisrannsóknir. Bent Scheving lést á Landspítal- anum 7. janúar 2015 á 93. aldursári. „Hann var einn af mestu velunnurum Háskóla Íslands og munu sjóðirnir sem hann stofnaði við háskólann halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Styrktarsjóðir Háskóla Ís- lands hafa umsjón með sjóðum og gjöfum sem Háskóla Íslands hafa ver- ið ánafnaðar allt frá stofnun hans. Flestir þeirra starfa samkvæmt stað- festri skipulagsskrá og er þeim ætlað að styðja ýmis verkefni á ákveðnum fræðasviðum til hagsældar fyrir Há- skóla Íslands, stúdenta eða starfs- fólk,“ segir í frétt HÍ. Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Sex doktorsnemar í lyfjafræði við HÍ fengu viðurkenningar Rannsóknir Við afhendingu viðurkenninga til doktorsnema í lyfjafræði. Karlalið Selfoss í handbolta er Sunn- lendingar ársins 2019, samkvæmt könnun á fréttavefnum sunn- lenska.is. Fékk liðið nokkuð örugga kosningu, að því er fram kemur á vefnum. Þar segir einnig að árið 2019 hafi verið stórt í íþróttalífinu á Suðurlandi en upp úr hafi staðið fyrsti Íslands- meistaratitill Selfoss í boltaíþrótt, þegar Selfyssingar urðu Íslands- meistarar í handknattleik karla 22. maí 2019. Höfðu þeir sigur á Haukum eftir fjóra leiki í úrslitunum. Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfoss, tók við viðurkenningunni frá Sunn- lenska úr hendi Guðmundar Karls Sigurdórssonar ritstjóra, fyrir leik liðsins gegn Aftureldingu í Olísdeild- inni í vikunni. „Við erum bara mjög stoltir og þakklátir fyrir að vera kosnir Sunn- lendingar ársins. Árið var frábært hjá okkur og eins og alltaf þá fengum við mjög góðan stuðning af öllu Suður- landi,“ er m.a. haft eftir Hergeiri á vef sunnlenska.is. Sunnlendingar ársins Karlalið Selfoss í handbolta Ljósmynd/Sunnlenska Viðurkenning Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfoss, til vinstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.