Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 14

Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Reksturinn fór vel af stað, ofthefur verið erfitt en alltafgaman,“ segir Anna DóraJóhannsdóttir, einn eig- enda Hressó. Hún segir að það hafi oft á tíðum reynst erfitt að halda úti svo víðtækri starfsemi í litlu samfélagi. „Stöðvar þykja litlar ef þar æfa færri en 2.000 manns en við skiptum 800 iðkendum á þrjá staði. Við vorum kannski full- bjartsýnar til að byrja með og erum búnar að vera í basli eiginlega þangað til á síðustu árum. Annaðhvort var þetta þrjóska eða heimska, að vinna kauplaust í tuttugu ár,“ segir Anna Dóra og hlær. Hún stofnaði stöðina með Jó- hönnu Jóhannsdóttur systur sinni sem er íþróttafræðingur. Þegar hug- myndin að Hressó fæddist voru þær báðar búsettar í Reykjavík en syst- urnar eru frá Vestmannaeyjum. Þá stunduðu þær líkamsrækt í Studio Ágústu og Hrafns og kviknaði hugmyndin að líkamsræktarstöð í Vestmannaeyjum vegna þess sem var boðið upp á þar. Á þeim tíma, árið 1995, var engin líkamsræktarstöð í Vestmannaeyjum, að frátöldum fá- tæklegum tækjasal. Áttræður fastakúnni Faðir Jóhönnu og Önnu Dóru gaf systrunum góðfúslegt leyfi til að nýta húsnæði sem fjölskyldan átti undir nýja líkamsræktarstöð. „Pabbi átti þessa hæð sem var alveg í rúst. Við þurftum að gera hana alla upp en hann var alveg sam- þykkur því að við fengjum þessa hæð sem var ónotuð hvort sem var. Svo vorum við svolítið stórhuga, keyptum allt nýtt inn og innréttuðum allt. Við fengum lán fyrir þessu og bankinn virtist treysta okkur þar sem við þurftum engan ábyrgðarmann eða neitt.“ Anna Dóra segir að Eyjamenn hafi strax verið spenntir fyrir líkams- ræktarstöðinni. „Það komu mjög margir og var strax vel mætt í tíma.“ Þónokkrir iðkendanna sem hófu þjálfun hjá systrunum árið 1995 stunda enn líkamsrækt hjá Hressó. „Elsti maðurinn sem æfir hjá okkur hefur verið hjá okkur frá upp- hafi. Hann er kominn yfir áttrætt og æfir enn þá. Konan hans er 75 ára og hún er bara eins og stelpa, hún tekur margar ungar í nefið,“ segir Anna Dóra. Hressó hefur breyst mikið á síð- ustu 25 árum eins og vænta má. „Þetta var eiginlega bara dans fyrst, aðallega eróbikk og pallar. Svo bættum við spinning og body pump við og höfum fylgst með öllu og reynt að miða okkur við Reykjavíkina. Við reynum eins og við getum að hafa sem mest í boði og halda verðinu lágu á sama tíma. Fólk vill oft meina að úti á landi eigi verð alltaf að vera svo lágt,“ segir Anna Dóra. Nokkru eftir að Hressó opnaði sína fyrstu stöð var opnuð önnur stöð á þeirra vegum. Þar er meðal annars boðið upp á crossfit en Anna Dóra segir að það hafi einfaldlega ekki gengið að bjóða upp á crossfit á upprunalega staðnum þar sem hann er á annarri hæð. „Það bara gekk ekki, húsið hefði hrunið!“ Árið 2015 gerðu eigendur Hressó tilboð í rekstur íþróttamiðstöðvar- innar í Vestmannaeyjum, tilboðið var samþykkt og hafa þau rekið tækja- salinn síðan 2016. Spurð hvort líkamsræktarmenn- ing hérlendis sé almennt búin að breytast mikið á þessum aldarfjórð- ung sem um ræðir, segir Anna Dóra: „Það eru svo miklu fleiri sem nýta sér líkamsræktarstöðvar nú til dags og karlar eru farnir að taka virkari þátt. Í Vestmannaeyjum eru þeir reyndar ekkert rosalega duglegir. Þeir þora engan veginn í hóptíma nema einn og einn hugaður. Þeir virð- ast frekar vilja æfa einir. Það er frek- ar að þeir sæki í crossfitt samt. Það er líka oft feimni úti á landi þar sem allir þekkja alla.“ Hressó er fjölskyldufyrirtæki en Anna Dóra og Jóhanna reka stöðv- arnar ásamt Vigni Sigurðssyni, eigin- manni Önnu Dóru, og Gísla Hjartar- syni, eiginmanni Jóhönnu. Hressó býður til stærðarinnar afmælisveislu í Höllinni í Vestmanna- eyjum á laugardaginn og fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða en miðasölu lýkur í kvöld. Herbert Guðmundsson tekur lagið og spila Sprite Zero Klan og Foreign Monkeys einnig fyrir dansi. Páll Óskar þeytir svo skífum inn í nóttina. Indverskt hlaðborð verður á staðnum ásamt skemmtiatriðum. Aldarfjórðungur af líkamsrækt Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Hress Eyjamenn eru duglegir að mæta í ræktina og gera það með bros á vör. Þeir hafa úr mörgum tækjum að velja hjá Hressó. Systur Anna Dóra og Jóhanna reka stöðvarnar ásamt Vigni Sigurðssyni, eiginmanni Önnu Dóru, og Gísla Hjartarsyni, eiginmanni Jóhönnu. Líkamsræktarstöðin Hressó í Vestmanna- eyjum fagnar 25 ára af- mæli sínu á laugardag en eigendur stöðvarinnar reka nú stöðvar á þremur stöðum í Vestmanna- eyjum. Margt hefur breyst á þessum aldarfjórðungi. Hoppað Fjölbreytnin hjá Hressó hefur aukist með hverju árinu síðustu 25 árin. Boðið er upp á fjölda hóptíma, crossfit, tækjasal og fleira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.