Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 24

Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekki hefur verið tekin ákvörðun af hálfu borgarinnar um að rifta sölu á tveimur lóðum í Vesturbugt á Slipp- svæðinu við Gömlu höfnina í Reykja- vík, sem úthlutað var árið 2017. Á fundi borgarráðs 14. mars 2019 var samþykktur viðauki við samning aðila þar sem kveðið var á um að framkvæmdir á svæðinu skyldu hefj- ast eigi síðar en 1. október 2019. Framkvæmdir eru ekki hafnar og lóðahafi hefur enn ekki lokið fjár- mögnun. Þetta kemur fram í svari skrif- stofu borgarstjóra og borgarritara við fyrirspurn Vigdísar Hauks- dóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem lagt var fram á síðasta fundi borgarráðs. Ákveðið var árið 2016 að tveimur lóðum Reykjavíkurborgar við Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn skyldi úthlutað að undangengnu for- vali, samkeppnisútboði og viðræðu- ferli. Á besta stað við höfnina Lóðirnar eru á besta stað við Gömlu höfnina í Reykjavík, milli Sjó- minjasafnsins og Slippsins. Útboðið var framkvæmt í þrepum með viðræðum við tilboðsgjafa í ferl- inu. Tilboðsgjafar lögðu í lok ferlis- ins fram ítarlegar tillögur að fyrir- komulagi og útliti húsa á lóðunum, boð um greiðslu til Reykjavíkur- borgar fyrir byggingarrétt á lóð- unum, söluverð til Reykjavíkur- borgar á um 74 íbúðum og um 170 bílastæðum. Tvö lokatilboð bárust. Viðræðu- nefnd Reykjavíkurborgar lagði mat á hönnunartillögur bjóðenda. Tilboð VSÓ Ráðgjafar ehf., f.h. óstofnaðs félags, í kaup á byggingarrétti var talið mun hagstæðara en hitt tilboðið (frá Jáverki ehf.) og einnig fékk hönnunartillaga þeirra fleiri stig. Gengið var því til samninga við Vesturbugt ehf., sem er félag er til- boðsgjafinn stofnaði. Samningur var undirritaður 18. apríl 2017. Af því tilefni sagði framkvæmda- stjóri Vesturbugtar ehf. í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að hefja jarðvinnu fyrir árslok 2017. Nú, rúmum tveimur árum seinna, er allt óbreytt í Vesturbugt. Í svari skrifstofu borgarstjóra og borgarritara kemur fram að lóðinni Hlésgötu 1 var úthlutað til Vestur- bugtar ehf. með úthlutunarbréfi 7. desember 2017 og lóðarhafinn hefur greitt áætlað gatnagerðargjald að fjárhæð tæpar 147 millj. kr. Lóðinni Hlésgötu 3 hefur ekki verið formlega úthlutað og því hefur gatnagerðar- gjald ekki verið lagt á fyrir þá lóð. Fram kom í fréttum í fyrra að þróunarfélagið Kaldalón hefði tekið yfir Vesturbugtarverkefnið. Á heimasíðu Kaldalóns kemur fram að félagið eigi 59,5% í Vesturbugt ehf. Verkið er sagt á „aðalhönnunarstigi“ og að verklok séu áætluð árið 2023. Vigdís Hauksdóttir bókaði í borgarráði að það væri rannsókn- arefni hvað borgin sýndi þeim að- ilum sem hefur verið úthlutað þessu svæði mikla þolinmæði. „Hvað hang- ir á spýtunni?“ spurði hún. Á sama tíma hikaði borgin ekki við að svipta aðila lóðum stæðu þeir ekki í skilum eða gætu ekki fjármagnað uppbygg- ingu. Borgin gætti ekki jafnræðis milli aðila þegar kæmi að riftun út- hlutaðra lóða. Borgarfulltrúar meirihlutaflokk- anna bókuðu á móti að í Vesturbugt væri um að ræða umfangsmikið og flókið samningskaupaferli og hefði borgarráði reglulega verið gerð grein fyrir stöðu þess. „Það er ekki sjálfgefið að veittir séu frekari frest- ir og er það ekki gert nema mál- efnaleg rök séu fyrir og borgarráð samþykki.“ Þegar lóðunum við Vesturbugt var úthlutað í apríl 2017 kom fram að á reitnum yrðu byggðar 176 íbúðir og atvinnuhúsnæði auk bílakjallara. Byggingamagn ofanjarðar er áætlað 17.735 fermetrar, þar af 3.185 fer- metra atvinnusvæði. Bílageymslur neðanjarðar verða 10.200 fermetrar. Samkvæmt drögum að samningi áttu framkvæmdir að hefjast eigi síðar en 15 mánuðum eftir undir- skrift samnings og þeim lokið eigi síðar en 60 mánuðum eftir undir- skrift samnings. Lóðahafi í Vesturbugt hefur enn ekki lokið fjármögnun  Lóðinni var úthlutað árið 2017 og framkvæmdir áttu að hefjast í fyrrahaust  Fulltrúi Miðflokksins segir rannsóknarefni hvað borgin sýni mikla þolinmæði Vesturbugtin Þannig mun íbúðabyggðin líta út samkvæmt þeim hugmyndum arkitekta sem kynntar voru 2017. Reykjavíkurborg samdi í fyrra við Knattspyrnufélagið Víking um að taka við íþróttasvæði Fram við Safa- mýri þegar Framarar flytja alla starfsemi sína í Úlfarsárdal. Þó svo að Víkingur taki ekki form- lega yfir íþróttastarfsemi og mann- virki í Safamýri fyrr en haustið 2022 hefur félagið þegar tekið fyrstu skrefin varðandi starfsemi þar, að því er fram kemur í nýjasta frétta- bréfi Víkings. Í janúar síðastliðnum tók íþrótta- skóli Víkings til starfa í Álftamýrar- skóla. Víkingur tók einnig yfir kvennaknattspyrnu í hverfinu. Þá hefur karatedeild Víkings flutt starf- semi sína í Safamýri og er fyrsta deild Víkinga sem fær þar inni. Í fréttabréfinu kemur fram að mikil ánægja sé með nýju aðstöðuna, en miklar vatnsskemmdir urðu á sal karatedeildarinnar í Víkinni fyrir nokkrum misserum. Til að tengja saman bæði æfinga- svæðin hefur Víkingur tekið upp akstursþjónustu sem tengir Víkina og Safamýri, sem og skóla hverfis- ins. Hófst akstursþjónustan nú í janúar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Safamýrin Víkingur tekur yfir alla íþróttaaðstöðu á svæðinu haustið 2022. Víkingur tekur fyrstu skrefin í Safamýrina Þrír drengir fæddir 2003 og 2004 eru grunaðir um að hafa tekið bif- reið traustataki á Rangárvöllum í fyrradag og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi á veitingastað. Þeir virtu ekki stöðvunarmerki lögreglu og óku eftir þjóðvegi 1 í átt að Sel- fossi. Lögregla reyndi að stöðva akstur þeirra með því að leggja naglamottu yfir veginn. Var bíll drengjanna á fjórum loftlausum skömmu eftir að honum var beygt inn á Langholt á Selfossi og þar á bak við húsnæði MAST. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum. Reyndu að stinga lögregluna af 35 cm verð 99.000,- 50 cm verð 139.000,- 70 cm verð 239.000,- Til í fleiri litum Atollo Borðlampi Vico Magistretti 1977 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.