Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 26

Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 26
VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Körfuboltasysturnar í Borgarnesi, þær Guðrún Ósk, Sigrún Sjöfn og Arna Hrönn Ámunda- dætur, voru teknar tali í vikunni, en eins og al- þjóð veit vann kvennalið Skallagríms í körfu bikarmeistaratitil eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49, á KR. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Skalla- gríms í sögunni og hafa Borgnesingar brosað út að eyrum síðan. Guðrún hefur þjálfað liðið í vetur, en þær Sigrún og Arna Hrönn spilað. Þær eru allar sammála um að tilfinningin að ná bikar- meistaratitlinum sé ólýsanlega góð. „Ég trúði því allan tímann að við gætum orðið bikarmeistarar en ég vissi líka að við þyrftum að leggja gífurlega mikið á okkur og allt þurfti að ganga upp, sem það gerði,“ segir Sigrún og Guðrún bætir við að þegar þær slógu Hauka út hafi hún fengið góða tilfinn- ingu um að þær gætu farið alla leið. Mikill heiður að ná bikarmeistaratitli Þær eru ánægðar með að hafa loksins náð langþráðu markmiði og segja þakklæti vera þeim efst í huga. Þakklæti fyrir að fá að taka þátt í þessari stemningu með allri fjölskyld- unni og mikill heiður að fá að gera þetta með fjölskyldunni og uppeldisfélagi sínu. Systurnar byrjuðu allar ungar að æfa körfu- bolta með Skallagrími, en þær eru fæddar 1987, 1988 og 2001. Guðrún fór síðan í skóla fyrir sunnan og spilaði þar með Haukum og KR. Hún flutti aftur í Borgarnes með það að markmiði að aðstoða liðið við að komast í efstu deild, sem tókst og þar hefur liðið verið síðan. Hún vinnur í Arion banka í Borgarnesi ásamt því að þjálfa. Sigrún fór einnig í bæinn eftir grunnskóla og hefur spilað með Haukum, KR, Hamri og Grindavík. Enn fremur hefur hún spilað erlendis bæði í Frakklandi og Svíþjóð. Sigrún vinnur hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu ásamt því að stefna á að ljúka BA- gráðu í lögreglufræði í vor. Því má svo bæta við að hún situr í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Arna Hrönn, sú yngsta, segist muna eftir fyrstu körfuboltaæfingu sinni þegar hún var fimm ára og hefur hún verið á fullu að æfa síð- an þá, en þar sem mjög fáar stelpur voru að æfa í hennar flokki æfði hún með strákunum og Haukum í yngri flokkum, þegar Guðrún systir hennar æfði þar. Eftir að meistaraflokk- urinn var endurvakinn hefur Arna Hrönn æft með þeim en einnig spilað með sameiginlegu liði með Snæfelli. Arna er í Menntaskóla Borgarfjarðar og útskrifast þaðan í vor. Þær segjast líka vera mjög góðar vinkonur og stefna að sama markmiðinu. „Ég er bara þjálfarinn og þær leikmenn og við virðum það,“ segir Guðrún. Geta má nærri að mikill tími fer í körfuna, þær æfa oftast um fimm sinnum í viku og svo eru leikir einu sinni til tvisvar í viku ásamt öll- um undirbúningi fyrir leiki og æfingar. Sem sagt fara nánast öll kvöld í skipulagðar æfingar með liðinu eða leiki auk þess að oft reyna þær að æfa aukalega. Spurðar um önnur áhugamál nefna þær strax hestamennsku, sem er fjölskylduáhuga- mál. Guðrún stundar hestamennsku lítið en hefur gaman af að fylgjast með þeim, en ann- ars hefur hún gaman af ferðalögum og að skoða nýja staði. Sigrún hefur alltaf haft mik- inn áhuga á hestum og finnst gott að komast aðeins á hestbak til að hreinsa hugann. Arna Hrönn stundar einnig hestaíþróttir. Ómetanlegur stuðningur foreldranna Foreldar þeirra, þau Ámundi Sigurðsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir, hafa stutt þær í gegnum körfuboltann frá upphafi. Þau hafa varla misst úr leik frá því að stelpurnar voru litlar og telja þær að það sé ein af ástæðunum fyrir því hversu vel hefur gengið og að þær séu enn allar að. „Í raun má segja að þau séu ástæðan fyrir því að ég er enn að spila því þau hafa verið dugleg að styðja okkur í gegnum allan ferilinn og stuðningur þeirra er ómetanlegur. Draumar mínir og markmið urðu að veruleika því þau höfðu trú á mér og fórnuðu ýmsu svo við gátum æft af krafti. Við eigum Sigga bróð- ur líka mikið að þakka, en hann hefur hjálpað okkur með andlegu hliðina,“ segir Sigrún. Og Arna Hrönn tekur undir það og bætir við: „Þau hafa stutt okkur í gegnum súrt og sætt alveg frá fyrsta degi, skutlað okkur fram og til baka á æfingar og varla misst úr leik. Ég er virkilega þakklát fyrir að eiga þau að, það er ekkert sem þau myndu ekki gera fyrir okkur“. Framtíðaráætlanir „Mig langar að halda áfram að þjálfa og sjá hvert framhaldið verður, þar sem þetta er fyrsta tímabilið mitt sem þjálfari,“ segir Guð- rún, sem má vel við una eftir frábæran ár- angur. Sigrún stefnir á að halda áfram að spila körfubolta á meðan líkaminn leyfir og ætlar svo að sjá til hvað tekur við eftir þann tíma. Örnu Hrönn langar að komast til Bandaríkj- anna í háskóla, mennta sig og bæta sig í körf- unni. Hún hefur áhuga á flugnámi. Systurnar vilja þakka öllum sem hafa stutt við bakið á þeim, kvennaráðinu, stjórninni, styrktaraðilum og öðrum sem styðja við okkur. Eins öllum sem mættu í höllina og létu ekki brjálað veður stoppa sig við að styðja þær eða eins og þær segja: „Stuðningsmennirnir voru klárlega sjötti maðurinn á vellinum.“ Langþráðu markmiði var náð  Þrjár systur í bikarmeistaraliði Skallagríms í körfubolta  Sú elsta þjálfar þær yngri  Segja sigurtilfinninguna ólýsanlega  Foreldrarnir hafa varla misst af leik frá upphafi ferils dætranna Morgunblaðið/Guðrún Vala Körfuboltafjölskylda Systurnar með bikarana, f.v. Guðrún Ósk, Sigrún Sjöfn og Arna Hrönn. Að baki þeim eru foreldrarnir Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ámundi Sigurðsson. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 ÚTSÖLU- LOK 20-70% afsláttur Opið virka daga kl. 10-18 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.