Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Rafmagns- og handverkfæri
KLÁRAÐU TODO LISTA
HEIMILISINS FYRIR KONUDAGINN!
VIÐ EIGUM GRÆJURNAR!
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VERKFAERALAUSNIR.IS
Nýtt merki Vegagerðarinnar var
kynnt í vikunni. Með nýja merkinu
er haldið í gamla merkið og það þró-
að áfram, segir í frétt á heimasíðu
stofnunarinnar.
Eldra merki Vegagerðarinnar er
upphaflega hugmynd Hallgríms
Helgasonar, rithöfundar og mynd-
listarmanns, sem var á sínum tíma
starfsmaður Vegagerðarinnar, en
efnt var til hugmyndasamkeppni um
nýtt merki árið 1983. Merkið var síð-
an teiknað af Kristínu Þorkelsdóttur
hjá auglýsingastofunni AUK árið
1985, sem fékk það verkefni að vinna
fullmótaða tillögu.
Kolofon hannaði nýja merkið.
Auglýsingastofa Kristínar lýsti
merkinu þannig fyrir 35 árum að um
væri að ræða „sneið af hrjóstrugu
landslagi [sem] formar bókstafinn
[V]. Varanlegur vegur liggur yfir
hrjóstrugt landslagið,“ sagði í
greinargerð með merkinu. Nýja
merkið hefur víðtækari skírskotun.
Enn táknar hægri hluti merkisins
malbikaðan veg en mýkri línurnar til
vinstri tákna sjóinn, náttúruna, vegi,
öldur og umferðareyjur.
Ýmsar breytingar eru að eiga sér
stað hjá Vegagerðinni og á nýja
merkið að endurspegla fjölbreyttari
skyldur Vegagerðarinnar á nýjum
tímum. sisi@mbl.is
Merkin tvö Nýja merkið er til vinstri og hið gamla til hægri. Þau eru lík.
Vegagerðin hefur
kynnt nýtt merki
Á að endurspegla fjölbreyttar skyldur
Vegagerðarinnar á nýjum tímum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Áfengisverslun ríkisins og reglur
hennar hafa gert okkur mjög erfitt
um vik,“ segir Halldór Laxness
Halldórsson, rithöfundur og víninn-
flytjandi.
Frumvarp dómsmálaráðherra um
breytingar á áfengislögum er nú til
umsagnar í samráðsgátt stjórn-
valda. Breyting-
arnar fela í sér
að heimilaður
verði rekstur
innlendra vef-
verslana með
áfengi í smásölu
til neytenda.
Halldór er annar
eigenda innflutn-
ingsfyrirtækisins
Berjamós sem
sérhæfir sig í innflutningi á léttvíni
frá Evrópu, svokölluðu náttúruvíni.
Hann lýsir stuðningi við frumvarpið
sem gjörbreyti rekstrargrundvelli
fyrir smærri innflytjendur.
Í umsögninni lýsir Halldór því
hvernig skilyrði ÁTVR fyrir sölu í
Vínbúðunum hafi reynst afar
íþyngjandi og í sumum tilvikum
ómögulegt að uppfylla þau.
„Ég gæti talið upp ótal dæmi, vín
frá okkur hefur verið tekið úr sölu
vegna þess að nafn framleiðandans
er ekki stærra en 1,3 mm, sem er
skylda samkvæmt löggjöf Evrópu-
sambandsins. Samt er umrætt vín
ítalskt, framleitt í Evrópu og selt
um alla Evrópu,“ segir Halldór.
„Annað vín hefur verið tekið úr
sölu vegna þess að á því stendur
Vini-bianco, ÁTVR vill fá límmiða
sem stendur á hvítvín – og er það
grátbroslegt í besta falli.“
Þá segir hann að ÁTVR hafi tek-
ið upp á því að skilgreina sjálft
hvað væri náttúruvín. Sú skilgrein-
ing sé allt önnur en almennt sé
gengið út frá. „Þannig gátu stærri
birgjar flutt inn vín sem fellur að
skilgreiningu ÁTVR, og selja nú
eitthvað sem ÁTVR flokkar sem
náttúruvín, en er það alls ekki, á
miklu lægra verði en við getum
nokkurn tíma boðið – og neytendur
hafa ekki hugmynd um það.
Svona ákvarðanir sem teknar eru
í hálfkæringi á skrifstofu ÁTVR
geta hæglega kostað smáa innflytj-
endur reksturinn. Og þetta er ekki
í lagi. En ekki getum við kvartað
við neinn, bara látið ríkið valta yfir
okkur í rólegheitum.“
Halldór segir að þær breytingar
sem frumvarpið feli í sér verði til
bóta fyrir íslenska áfengismenn-
ingu.
„Netverslun myndi gera okkur
kleift að selja vín til þeirra sem
vilja kaupa það. Milliliðalaust. Þetta
myndi alfarið breyta okkar
rekstri.“
Segir ríkið valta yfir
smærri innflytjendur
Halldór Laxness styður frumvarp dómsmálaráðherra
Morgunblaðið/Eggert
Skál Hægt verður að kaupa áfengi í innlendum netverslunum nái frumvarp
dómsmálaráðherra fram að ganga. Innflytjandi lýsir stuðningi við það.
Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms-
málaráðherra hefur breytt frumvarpi um breytingar á
áfengislögum frá því sem áformað var. Hún hafði boðað
tvær undanþágur á einokun ÁTVR á smásölu áfengis.
Annars vegar að heimila innlenda vefverslun með
áfengi til neytenda í smásölu og hins vegar að framleið-
endum áfengis yrði heimilað að selja áfengi til neytenda
með ákveðnum takmörkunum. Nú hefur síðarnefnda
undanþágan verið sett á ís og segir Áslaug að unnið
verði áfram að frumvarpi sem heimili minni framleið-
endum sölu á eigin framleiðslu á framleiðslustað.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA DREGUR Í LAND
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Sala beint frá býli í biðstöðu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Leyft verður að veiða allt að 1.325
hreindýr á þessu ári, 805 kýr og 520
tarfa. Það er 8,7% minni veiðikvóti
en í fyrra þegar leyft var að veiða
allt að 1.451 hreindýr, 1.043 kýr og
408 tarfa. Það er því fækkað veiði-
leyfum á kýr en fjölgað á tarfa á milli
ára. Kvótinn er gefinn út með þeim
fyrirvara að ekki verði verulegar
breytingar á stofnstærð fram að
veiðum.
Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til
og með 15. september, en Umhverf-
isstofnun getur að fenginni heimild
hreindýraráðs heimilað tarfaveiðar
frá 15. júlí séu tarfarnir ekki í fylgd
með kúm. Þá mega veiðarnar ekki
trufla kýr og kálfa í sumarbeit.
Kálfaveiðar eru bannaðar
Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20.
september. Veiðimenn eru hvattir til
að veiða eingöngu geldar kýr fyrstu
tvær vikur veiðitímans. Það er gert
til að draga úr áhrifum veiða á kálfa
og stuðla að því að þeir verði ekki
móðurlausir fyrir 12 vikna aldur.
Leyft er að úthluta allt að 23 leyfum
á kýr á veiðisvæði 8 og 25 leyfum á
veiðisvæði 9, það er syðstu veiði-
svæðunum, á tímabilinu frá 1.-20.
nóvember. Það er gert til að dreifa
veiðiálagi á hjarðir á veiðisvæð-
unum.
Bannað er að veiða kálfa og vetur-
gamlir tarfar eru alfriðaðir. Tarfa-
veiðin miðast því við tveggja vetra
og eldri tarfa.
Hreindýraveiðikvótinn var aug-
lýstur í gær en umsóknarfrestur um
veiðileyfi er til 9. mars. Umhverfis-
stofnun (UST) sér um sölu veiði-
heimilda. Umsóknum skal skilað á
vef stofnunarinnar (ust.is/veidi-
menn). Veiðigjaldið er 150.000 kr.
fyrir tarf og 86.000 kr. fyrir kú.
Greiða þarf veiðileyfin fyrir 15. apríl.
Morgunblaðið/RAX
Fljótsdalsheiði Hreindýrin krafsa og ná í eitthvað að bíta. Veiðikvótinn
endurspeglar ástand stofnsins og markmið með stjórn stofnstærðarinnar.
Hreindýrakvótinn
minnkar á milli ára
Hreindýraveiðar
» Hreindýraveiðimenn þurfa
að hafa leyfi til að skjóta úr
stórum riffli og að vera með
veiðikort fyrir hreindýr.
» Þá þurfa bæði hreindýra-
veiðimenn og leiðsögumenn
þeirra að standast verklegt
skotpróf áður en haldið er til
veiða.
» Veiðileyfishafi má ekki fara
til hreindýraveiða nema í fylgd
leiðsögumanns sem hefur
starfsleyfi UST.
Halldór Laxness
Halldórsson