Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Hjónin Sandra og John De Groot, bændur og steingervingaáhugamenn, voru árið 2010 í gönguferð nálægt þorpinu Hays í suðurhluta Alberta- fylkis í Kanada og komu auga á stein- gerðar beinaleifar, sem þau töldu vera úr risaeðlu. Hjónin höfðu samband við Kon- unglega Tyrrell-safnið, sem sérhæfir sig í risaeðlum, og komu sérfræðingar á staðinn og sóttu beinin. Átta árum síðar var tók doktors- neminn Jared Voris eftir beinunum í geymslu í safninu og ákvað að rann- saka þau nánar ásamt samstarfs- mönnunum. Niðurstaðan var sú að beinin væru úr áður óþekktri eðluteg- und, sem nú hefur fengið nafnið Thanatotheristes degrootorum, en á grísku þýðir það sláttuvél dauðans. Er hún talin vera elsta tegund rán- eðlufjölskyldunnar sem fundist hefur í Norður-Ameríku. „Við völdum nafn sem táknar að þessi ráneðla var eina þekkta rán- dýrið sem vitað er til að hafi lifað á þessum tíma í Kanada, sláttuvél dauða,“ sagði Darla Zelenitsky, aðstoðarprófessor í risaeðlustein- gervingafræðum við Háskólann í Calgary, við AFP-fréttastofuna. „Við köllum hana Thanatos.“ Merkilegur fundur Grameðla, Tyrannosaurus Rex, er þekktasta ráneðlutegundin, en hún elti bráð sína á sléttum Norður- Ameríku fyrir um 66 milljónum ára. Thanatos var uppi fyrir um að minnsta kosti 79 milljónum ára, að sögn vísindamannanna. Sennilega hefur hún verið um átta metrar að lengd með langt trýni, hnúða á bakinu og stórar flugbeittar tennur. „Það var ótrúlegt að finna kjálka- beinið,“ hefur vefurinn Sci-News eftir John De Groot. „Við vissum að þetta var merkilegt vegna þess að stein- gerðar tennur sáust greinilega.“ „John sagði alltaf að einn góðan veðurdag myndi hann finna risaeðlu- hauskúpu. Það var spennandi að finna kjálkabeinið. Og að frétta að þetta væri áður óþekkt tegund og sjá að hún hefur fengið ættarnafnið okkar er ótrúlegt,“ bætti Sandra De Groot við. Fáar ráneðlutegundir „Tegundir ráneðla eru hlutfallslega fáar,“ sagði Zelenitsky, sem er einn höfunda greinar um rannsókn á steingervingunum sem birtist í tíma- ritinu Cretaceous Research. „Vegna eðlis fæðukeðjunnar voru þessar teg- undir, sem voru efstar í fæðukeðj- unni, fáar samanborið við grasæt- urnar.“ Rannsókn á beinunum bendir til þess að Thanatos hafi verið með lagt trýni, svipað og frumstæðar risaeðlur sem lifðu þar sem nú eru sunnanverð Bandaríkin. Vísindamennirnir segja að munur á höfuðlagi ráneðlanna milli svæða kunni að hafa stafað af ólíku æti og verið háð þeirri bráð sem dýrin fundu á hverjum tíma. Frændi grameðlunnar fannst í Kanada  Leifar áður óþekktrar ráneðlu varpa nýju ljósi á þróun risaeðla AFP FlugeðlurKjötætur Thanatotheristes degrootorum Sláttuvél dauðans Heimild : Calgary háskóli/National Geographic Fyrir 65 milljónum ára145199251299369397 67-65 m. ára FornlífsöldAldarbil: Tímabil: Miðlífsöld TríasPermKolDevon Krít Paleósean EósenJúra Nýlífsöld 155-145 m. ára 225 - 65 millj. ára Freyseðla Grameðla Kennsl borin á nýja tegund grameðlu Réðst líklega á stórar jurtaætur Tegund grameðlu sem hafði lengra og mjórra trýni og fleiri tennur í efri kjálkum Hays Hlutar af steingerðri haus- kúpu og kjálka hafa fundist Fannst í Alberta árið 2010 1 m KANADA Fyrir 79 milljónum ára AFP Tannhvöss Eðlan hefur verið með langar og flugbeittar tennur. Litrík Ein tilgáta um hvernig ráneðlan Thanatos gæti hafa litið út þegar hún leitaði uppi bráð í Kanada fyrir nærri 80 milljónum ára. Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.