Morgunblaðið - 20.02.2020, Síða 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar sam-
þykkti 30. janúar síðastliðinn að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi
golfvallar sunnan Rifs. Skipulags-
svæðið liggur austan og norðan
þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og er á
náttúruminjaskrá.
Gert er ráð fyrir 9 holu golfvelli
sem Edwin Roald Rögnvaldsson
hefur hannað. Einnig tveimur bygg-
ingum innan byggingarreits og bíla-
stæðum. Golfskáli verði allt að 120
fermetrar og geymsluhús verði allt
að 160 fermetrar. Húsin verði felld
vel að landi og verði lágreist vegna
nálægðar við flugvöll.
Hætt var við 18 holu golfvöll
Vallarstæðið liggur nálægt flug-
vellinum á Rifi. Tekið er fram að við
allar framkvæmdir skuli forðast að
þrengja að flugvellinum og brautir
skulu ekki lagðar þannig að löng
upphafshögg séu slegin í átt að flug-
vellinum. Haft verði samráð við
Isavia vegna framkvæmdanna.
Fram kemur í greinargerð með
tillögunni að í Snæfellsbæ sé mikill
áhugi á golfíþróttinni. Áhugi hafi
verið á því að byggja 18 holu golf-
völl en við nánari skoðun og mat
áhrifa á umhverfið hafi niðurstaðan
orðið sú að völlurinn yrði 9 holur.
Það er yfirlýst markmið bæjar-
yfirvalda í Snæfellsbæ að stuðla að
almennri iðkun íþrótta. Golfvöllur
sunnan Rifs henti vel vegna ná-
lægðar við þéttbýlið á Rifi, Ólafsvík
og Hellissandi. Staðsetningin auki
líkur á því að yngri kynslóðin vilji
hefja golfiðkun.
Lagning golfvallarins er ekki tal-
in hafa veruleg umhverfisáhrif í för
með sér að mati Skipulagsstofnunar
og er því ekki háð mati á umhverfis-
áhrifum. Á fyrirhuguðu golfvallar-
svæði er graslendi, mólendi, lítt gró-
ið land og deiglendi. Norðan
vallarsvæðisins er votlendi og er
lögð áhersla á að þar verði ekki
rask.
Vegna kríuvarps, votlendis og
fuglaskoðunarsvæðis við tjarnir var
meðal annars fallið frá hugmyndum
um 18 holu golfvöll.
Fram kemur að gert sé ráð fyrir
að framkvæmdirnar verði unnar á
fjórum árum og skal forðast fram-
kvæmdir á varptíma fugla frá vori
fram á sumar. Flatarmál ræktaðra
brauta verður um 12 hektarar.
Stefnt er að því að rækta völlinn
upp með nægjusömum grasteg-
undum, aðallega yrkjum rauðving-
uls sem best standast vetrarhörkur
og þurfa minnsta næringargjöf og
slátt. „Hönnun, grasval og fram-
kvæmd skal lágmarka umhverfis-
áhrif. Fella skal völlinn þannig að
landi og gróðri að breyting ásýndar
á svæðið verði hverfandi lítið,“ segir
í deiliskipulagstillögunni.
Hægt að gera athugasemdir
Tillögurnar liggja frammi til
kynningar í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
að Klettsbúð 4, Hellissandi. Þær er
einnig að finna á heimasíðu Snæ-
fellsbæjar, www.snb.is. Athuga-
semdir eða ábendingar skulu vera
skriflegar og berast til skipulags- og
byggingarfulltrúa í síðasta lagi
fimmtudaginn 19. mars 2020.
Sveitarfélagið Snæfellsbær var
stofnað 11. júní 1994 með samein-
ingu Ólafsvíkurkaupstaðar, Nes-
hrepps utan Ennis, Breiðuvíkur-
hrepps og Staðarsveitar. Íbúar eru
tæplega 1.700.
Í Ólafsvík er starfandi Golf-
klúbburinn Jökull, stofnaður 21. júlí
1973. Hann hefur yfir að ráða einum
velli, Fróðárvelli, sem er 9 holur.
Engin upphafshögg í átt að flugvelli
Til stendur að byggja 9 holu golfvöll sunnan Rifs á Snæfellsnesi Völlurinn mun liggja nálægt
flugvellinum og tekur hönnun golfvallarins mið af því Mikill áhugi á golfíþróttinni í Snæfellsbæ
Fyrirhugaður golfvöllur
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
9 holu golfvöllur, golf -
skáli allt að 120 m2,
geymsluhús og bílastæði
Helli
ssan
dur
Rif
Ó
lafsvík
Nýtt deiliskipulag gerir
ráð fyrir golfvelli
sunnan Rifs
Morgunblaðið/Eggert
Byltingarkennd nýjung
í margskiptum glerjum
50–65%
stærra
lessvæði