Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 36

Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Bretar hafa tekið að auka varð- skipaflota sinn á hafsvæðum er þeim tilheyra, fari svo að fiskveiði- samningar við Evrópusambandið gangi ekki í þá átt sem konungsrík- inu þóknast, eftir útgönguna úr sambandinu, Brexit, sem á að vera að fullu lokið við árslok. Tala breskir og fleiri fjölmiðlar jafnvel um að ný þorskastríð séu í uppsigl- ingu og vísa þar til væringanna við Íslendinga á sjötta til áttunda ára- tug tuttugustu aldarinnar. Breska blaðið Guardian skrifar að tvö ný eftirlitsskip séu vænt- anleg á bresk fiskimið og áður en árið er úti muni konunglegi sjóher- inn tvöfalda fjölda varðskipa sinna á hafinu. Þrátt fyrir að hin breska Umhverfis-, matvæla- og byggða- stofnun hafi gefið það út að stefnt sé að „sambandi byggðu á vinsam- legri samvinnu tveggja fullvelda“ við Evrópusambandið sé allur var- inn góður fari svo að samninga- viðræður við Brussel lendi í blind- götu. 80.000 fersjómílur að verja Bretar hafa færst undan öllum loforðum um aðgengi Evrópusam- bandsríkja að breskum hafsvæðum eftir að fullur lögskilnaður við sam- bandið verður að veruleika og fari allt á versta veg sjá Bretar fram á það verkefni að standa vörð um fiskveiðihagsmuni sína á hafsvæði sem nær yfir 80.000 fersjómílur, svæði sem samsvarar 275.000 fer- kílómetrum. Bolmagn bresku siglinga- málastofnunarinnar leyfir henni að láta í té 22 eftirlitsskip í neyðar- tilvikum auk þess sem þar er til skoðunar að taka tvær eftirlitsflug- vélar í notkun til viðbótar við skipaflotann. Ofan á framangreint er reiknað með þremur skipum frá þeirri deild breska flotans sem heitir the Fishery Protection Squadron, en er uppnefnd „cod squad“ eða „þorskasveitin“. Þau fley eru búin fallbyssum auk vél- byssna og hafa 45 manns í áhöfn hvert. Skrifari Guardian hefur það þó eftir ónefndum heimildarmanni úr röðum hersins að vopnuð átök hafi verið fátíð í þorskastríðum Breta og Íslendinga, skip hafi þar siglt hvert á annað auk þess sem tog- víraklippunum frægu hafi verið beitt. Skotum hafi þó verið hleypt af í undantekningartilfellum. „Þetta er okkar svæði“ Nýtt frumvarp til laga um fisk- veiðistjórnun er nú í bígerð hjá bresku stjórninni þar sem gert er ráð fyrir að allar veiðar Evrópu- sambandsríkja á breskum miðum verði háðar formlegu leyfi frá árs- byrjun 2021 auk þess sem útgerðir erlendra fiskiskipa skuldbindi sig til að fylgja breskum reglum um vernd lífríkis sjávar. Væntanleg aðgangsstýring breskra fiskimiða vekur einnig at- hygli norskra fjölmiðla, enda veiða Norðmenn um fimmtung alls sjávarfangs innan vébanda breskr- ar lögsögu hvað sem verða vill að ári liðnu. Norska ríkisútvarpið NRK hitti Mark Ball að máli, sjómann í breska smábænum Rye í Austur- Sussex, suðaustur af London. „Þetta er okkar svæði. Einhverjir mega koma en þeir eru of margir eins og er, hér er ekki nógur fiskur handa öllum,“ vill Ball meina. Hann greiddi atkvæði með Brex- it, brotthvarfi Breta úr Evrópu- sambandinu, og réð slagorðið „Yfir- ráð eigin hafsvæða“ úrslitum þegar í kjörklefann var komið. Ball segist ekki ánægður með það sem hann vill meina að sé rányrkja erlendra ríkja á bresku hafi. „Þeir fara hér með okkar ströndum og sópa upp því sem þar er að hafa,“ segir sjó- maðurinn, án þess að skilgreina nánar hverjir „þeir“ eru, en auk tuttugu prósentanna sem Norð- menn veiða fara 40 prósent um borð í franska, hollenska, belgíska og danska togara. Samningalota fram undan „Við treystum á Boris [Johnson forsætisráðherra], þótt maður geti aldrei treyst þessum stjórnmála- mönnum alveg,“ játar Ball. Norð- menn búa sig nú undir eigin samn- ingalotu við Breta, enda utan garðs Evrópusambandsins rétt eins og nágrannarnir. Norska utanríkis- ráðuneytið fer með yfirstjórn þeirra samninga, en sjávarútvegs- og viðskiptaráðuneytinu, með ný- bakaðan Geir Inge Sivertsen Hægriflokksins í ráðherrastól sjávarútvegsmála, er ætlað að sigla nýjum fríverslunarsamningi við Breta í höfn. „Báturinn minn er of lítill“ „Fiskurinn er ein af stóru spurn- ingunum sem standa út af borð- inu,“ segir Iselin Nybø, við- skiptaráðherra fyrir norska Vinstriflokkinn, við NRK. Hún seg- ir Norðmenn hafa flutt út fisk til Bretlands tollfrjálst fyrir sex millj- arða norskra króna, tæpa 83 ís- lenska milljarða, árið 2019 og Norðmenn óski sér einskis heitar á þeim vettvangi en framhalds þeirra tollfríðinda. Nybø tekur það skýrt fram að norsk stjórnvöld kjósi að halda frí- verslunarsamningnum og samn- ingum um kvóta og leyfi til fisk- veiða við Bretland aðskildum, þar sé um tvennt ólíkt að ræða. Sivertsen sjávarútvegsráðherra bendir á að Bretar og Norðmenn eigi sér langa sögu um skiptingu sjávarafla í Norðursjó og Barents- hafi. „Við erum með samning við Breta um fiskveiðar sem við viljum í raun bara fá framlengdan,“ segir ráðherra. NRK spyr fiskimanninn í Rye að lokum hvort hann tæki þátt í þorskastríði ef svo bæri undir. „Báturinn minn er of lítill. Við lát- um sjóherinn um það,“ svarar Ball að bragði. Gullið torsótt í greipar Boris  Sjóherinn tvöfaldar varðskipafjölda sinn  Búa sig undir að verja 80.000 fersjómílur semjist ekki AFP Deilt um veiðar Togari við veiðar í Norðursjó undan North Shields á norðausturhluta Englands. Útlit er fyrir erfiðar samningaviðræður milli Breta, Norð- manna og Evrópusambandsins um fiskveiðar í breskri lögsögu í kjölfar þess að Bretar gengu úr Evrópusambandinu um síðustu mánaðamót. Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining áhitabreytist eftir aldri? ThermoScan7eyrnahita- mælirinnminnveit það.“ BraunThermoScan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 ÞURR AUGU? Náttúruleg vörn gegn augnþurrki Trehalósi kemur á jafnvægi og verndar frumur hornhimnunnar Inniheldur trehalósa úr náttúrunni Hýalurónsýra smyr og gefur langvarandi raka Sérstaklega milt fyrir augun Án rotvarnarefna Tvöföld virkni- sex sinnumlengri ending Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði og Glæsibæ, 5. hæð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.