Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍViljanum ervakin athygliá nýrri grein- ingu Samtaka iðn- aðarins, en þar „kemur fram að samtökin telji að þátttaka hérlendra raforkufyrirtækja í upp- runaábyrgðum orki verulega tvímælis og grafi undan ímynd Íslands sem lands endur- nýjanlegrar orku“. Þá segir að í greiningunni sé „þeirri spurningu svarað ját- andi hvort upprunaábyrgðir hafi áhrif á markaðssetningu erlendis. Samtök iðnaðarins telja að með sölu á uppruna- ábyrgðum sé verið að fórna mun meiri hagsmunum fyrir minni. Því næst er vitnað beint til greiningar SI.: „Sala upp- runaábyrgða inn á Evrópu- markað skerðir ímynd Íslands sem lands endurnýjanlegra orkugjafa og ímynd íslensks atvinnulífs. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið mark- aðssett Ísland sem land hreinna orkugjafa, og gera enn á ýmsum vettvangi, þrátt fyrir að kerfi upprunaábyrgða kunni að standa í vegi fyrir slíkum fullyrðingum.“ Þá er bent á að tekjur ís- lenskra raforkufyrirtækja af sölu upprunaábyrgða séu um einn milljarður króna á ári og telja Samtök iðnaðarins það ekki mikinn ávinning í stóra samhenginu og í samanburði við hreinleikaímynd Íslands er viðkemur raforku: „Sala upprunaábyrgða hefur það í för með sér að raforku- bókhald Íslands breytist þann- ig að hér mætti ætla að upp- runi raforku sé 55% jarðefna- eldsneyti, 34% kjarnorka og einungis 11% endurnýjanleg orka,“ segir þar. Þetta undarlega mál hefur lengi verið mikið feimnisefni hér á landi. Ekki hefur verið upplýst hver tók ákvörðun um að bía út orðstír landsins með þessum hætti. Og hverjir hafi unað svo forkastanlegri aðför að sjálfum sér sem þarna er um að ræða. Þeir sem tekið hafa við þessu óhreina fé hljóta að horfa til þeirra sem eru til- búnir að greiða það til þess að draga upp skárri mynd af sjálf- um sér með því að Ísland hreint taki á sig skítinn. Brask með mengunarkvóta er svo sem litlu betra og þau „viðskipti“ sem undir þeim merkjum eru þola fæst dagsins ljós. Eftir fall kommúnismans í Austur-Evrópu voru fjölmarg- ar verksmiðjur fljótlega úr- skurðaðar óstarfhæfar og það höfðu þær lengi verið á alla venjulega mæli- kvarða. Sjálfkrafa lokun þeirra blasti við. Enginn hefði saknað þeirra eða mengunaróhroð- ans sem þeim fylgdi. En þá áttu ógeðslegir braskarar næsta leik og nutu þeir verndar og at- beina lýðræðislegra valdhafa í Evrópu og búrókratanna í Brussel. Þá var látið eins og hinum gjörónýtu verksmiðjum hefði ekki verið lokað vegna þess að þeim var sjálfhætt, heldur vegna þess að fyrirtæki í Vestur-Evrópu hefðu keypt af þeim mengunarkvóta. Hvað þýðir það? Í þessu tilviki þýddi það að fyrirtækin í vestrinu gátu haldið áfram að menga ár- um og jafnvel áratugum saman án þess að það sýndi sig í mengunarskýrslum viðkom- andi landa. Þau hefðu nefnilega eytt mengun í verksmiðjum sem hvort sem er var verið að loka og gátu mengað í krafti þess! Þar var látið eins og sú stað- reynd skipti ekki máli að fyrir- tæki í austrinu gátu aldrei fengið starfsleyfi eftir að kommissarar fortíðar héldu ekki lengur yfir þeim verndar- hendi og það þótt allar öryggis- reglur, heilbrigðisreglur og reglur um almennan aðbúnað á vinnustað væru eins og aðeins tíðkast í þrælabúðum. Og þá fengu þeir menn háar greiðslur sem komið höfðu sér í lykil- stöðu og stóðu í rústunum miðjum. Það var gríðarlegt fé í augum hinnar hrundu veraldar í austrinu. Var það ekki gott? Veitti þessum svæðum nokkuð af því? Jú, vissulega. En féð fór ekki þangað. Það fór í ólígarka sem komu sér upp lögheimili í vestrinu og mættu með fulla vasa fjár. Stærstum hluta fjár- sjóðanna fleyttu þeir inn í evr- ópsk skattaskjól í Sviss og Lúxemborg. Þegar mesta spillingarrykið hafði sest keyptu þeir milljarðavillur, snekkjur og fótboltafélög eða annað það sem hugurinn girntist. En á Íslandi voru menn sem notuðu tækifærið í vitskertri veröld og sóttu fé sem sótaði þá sjálfa og landið þeirra út, en hvítskúraði mengunarvalda sunnan hafs. Enginn þarf að ímynda sér að þeir sem komu yfirráðunum yfir orkumálunum undan land- inu okkar, þrátt fyrir að þar með færu þeir gegn fyrir- mælum stjórnskipunarlag- anna, og þjóðarhagsmunum til langframa, muni hreyfa legg eða lið til að hreinsa þessa óværu af þjóðinni. Hver leyfði þessum bjálfum að bía út þjóðina og stærstu leiðarsteina hennar?} Ljúga upp á sig skít fyrir skotsilfur og skömm É g styð kjarabaráttu hinna vinn- andi stétta. Það eru grundvallar- réttindi fólks að leita leiða til að fá kjör sín leiðrétt og ef viðsemj- andi er ekki til viðræðu, að leggja þá niður störf. Það bitnar að sjálfsögðu á þeim sem njóta starfa þeirra, en það er tilgangurinn. Að skapa þrýsting. Til þess er þetta gert og ekkert óeðlilegt við það. Ég styð jafnframt heilshugar að íslenskt samfélag fari í þá átt að meta að verðleikum þau sem annast börnin okkar, sjúka og aldraða. Ég styð að við breytum launakerfi okkar þann- ig að það sé ekki sjálfkrafa mismunun á launum þeirra sem annast fólk og þeirra sem annast fjármuni og eignir, svo dæmi séu tekin. Það að ég styðji baráttu láglaunafólks gerir það ekki sjálfkrafa að verkum að ég telji að ekki eigi að meta menntun til launa, né heldur lít ég svo á að menntafólk sé andstæðingur þeirra sem eru með lág laun. Þeir sem hafa menntað sig eiga að njóta ávinnings af því. Þannig get ég ekki tekið undir þá skoðun sem heyrst hef- ur að kjarabarátta dagsins í dag sé kjarabarátta láglauna- stétta gegn menntuðu fólki. Það er ekki samasemmerki milli hárra launa og menntunar. Hér á landi er stór hópur fólks einnig á lágum launum sem hefur lagt mikið á sig til að mennta sig, með tilheyrandi tekjuskerðingu og him- inháum námslánum sem þarf, ef það þá næst, að greiða af fram á gamals aldur. Það fólk er líka í kjarabaráttu við ríki og sveitarfélög. Það sem blasir við okkur er sú undarlega staða að hið opinbera gefi út framfærsluviðmið einstaklinga og fjölskyldna, sem inniheldur lág- marksframfærslu sem fólk þarf að hafa til að lifa af hér á landi, á sama tíma og sömu aðilar greiða fólki ekki þá nauðsynlegu fjárhæð fyrir fulla vinnu. Samkvæmt framfærsluviðmiði um- boðsmanns skuldara þarf einstaklingur sem leigir íbúð á 160 þúsund kr. á mánuði að hafa 358 þúsund kr. útborgaðar til að framfleyta sér. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra þarf viðkomandi þá að hafa 500 þúsund kr. laun fyrir skatt. Einstætt foreldri með eitt barn í sömu leiguíbúð þarf að hafa nærri 390 þúsund kr. útborgaðar, eða 550 þúsund kr. í laun. Þetta er því miður ekki raunveruleiki allra þeirra sem nú eru í kjarabaráttu og því þarf að taka ákvörðun um það hvers konar samfélag við vilj- um byggja. Það er samfélagslega dýrt að ala fólk upp í fá- tækt og því verðum við að ná að jafna kjörin. Við í Samfylkingunni höfum lagt til margvíslegar breyt- ingar til tekjujöfnuðar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa því miður fellt. Má þar nefna hækkun barnabóta, sem í dag eru líkari fátækrastyrk en raunverulegum stuðningi, hækkun vaxtabóta og síðast en ekki síst hækkun skatta á þá sem eru á ofurlaunum. Allar þessar aðgerðir gagnast til að jafna kjör fólksins í landinu. Slíku samfélagi vegnar best. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Er menntafólk óvinurinn? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Laxastofnarnir í Borgarfirðieru sterkir, mun sterkarien á níunda áratugnumþegar ég byrjaði að fylgj- ast með þeim. Hrygning og seiða- framleiðsla hefur aukist á búsvæð- um ánna,“ segir Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur í starfs- stöð Hafrannsóknastofnunar á Hvanneyri. Hann hélt fræðsluerindi um veiðinýtingu, líffræði og framtíð laxastofna í Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar á dögunum. Laxveiðin í ánum í Borgarfirði var afar léleg í sumar. Sigurður Már staldrar ekki lengi við það. Segir að frá árinu 2012 hafi verið mikill tröppugangur í veiðinni. Mörg léleg ár en góð ár á milli. „Við höfum ekki áður séð viðlíka sveiflur og verið hafa undanfarin átta ár,“ segir Sig- urður og bendir um leið á að sveifl- urnar rími ágætlega við hitastig sjávar. Góð veiðiár komi í kjölfar hlýrra ára og öfugt. Frjósamar þverár Vatnasvæði Hvítár í Borgar- firði er gjöfult og um margt sér- stakt. Sigurður Már nefndi í erindi sínu að mikið lindainnstreymi sé í efsta hluta Hvítár sem geri ána kalda á sumrin en hlýja að vetri. Þverár Hvítár eru frjósamar, þar eru góð skilyrði fyrir hrygningu og uppeldi laxaseiða. Búsvæði Þver- ár/Kjararár og Norðurár eru með mestu seiðaframleiðsluna, um 26% hvor á, Hvítá sjálf skilar um 16%, Grímsá 13% en aðrar ár minna. Um 20% af allri laxveiði í land- inu er í þverám Hvítár og eru þær því afar verðmætar stangveiðiár. Veiðistjórnun hjálpað Margt hefur hjálpað til við að gera laxastofnana öfluga, að sögn Sigurðar Más. Umhverfið var óhag- stæðara á níunda áratugnum, þegar hann kynntist svæðinu fyrst, en ver- ið hefur á þessari öld. Hlýnunin hef- ur hjálpað til og hrygning aukist. Jafnframt hefur verið unnið að veiði- stjórnun enda telur Sigurður líklegt að stofnarnir hafi verið ofveiddir, sérstaklega á meðan netaveiði var stunduð í stórum stíl. Búsvæðin hafa verið stækkuð með laxastigum. Beitt hefur verið svæðafriðun. Kröfur um fluguveiði og reglur og tilmæli um að sleppa fiski, sérstaklega stórum fiski, hafa skilað sínu. Stærsta fisk- ræktaraðgerðin í Borgarfirði og á landinu öllu er þó, að sögn Sigurðar Más, kaup veiðiréttarhafa í laxveiði- ánum á réttindum til netaveiði í Hvítá á árinu 1991 og upptaka net- anna. Hann segir að unnið hafi verið að fiskirækt með sleppingum seiða en telur að náttúruleg framleiðsla í ánum sé orðin það mikil að ekki sé þörf á því lengur. Loks nefnir Sig- urður að laxastofnarnir og lífríkið í ánum sé í stöðugri vöktun. Bjartsýnn á framtíðina „Ég er bjartsýnn á framtíðina. Í ánum eru sterkir sjálfbærir stofnar sem gefa af sér miklar tekjur. Vernda þarf búsvæði þeirra til fram- tíðar og tryggja sjálfbæra nýtingu. Það er helst að maður sé hræddur við umhverfisskilyrði í hafinu. Mikl- ar sveiflur eru í hita og framleiðni og maður veit ekki hvert það stefnir,“ segir Sigurður Már. Fram kom í erindi hans að sjóbleikja er á undanhaldi á vatnasvæði Hvítár og að vernda þurfi stofninn. Þá sé óvissa með sam- keppni og afrán í ánum vegna nýrra tegunda sem koma með hlýnandi veðr- áttu og er flundran fyrsta dæmið um það. Sterkir laxastofnar og mikil framleiðsla Borgfirsku laxveiðiárnar hafa í gegnum tíðina verið með vin- sælustu laxveiðiám landsins enda veiðin verið góð. Á síðustu árum hafa komið nokkur slæm veiðiár. Síðastliðið sumar var eitt af þeim, eins og raunar á öllu vestanverðu landinu. Að- eins veiddust 577 laxar í Norð- urá sem er þriðjungur af veið- inni árið 2018. 1.133 laxar veiddust í Þverá/Kjarará sem er minna en helmingur af veiðinni árið áður. Í þessum ám eru 14 stangir. Sömu sögu er að segja af Langá með 659 laxa á 12 stangir en Grímsá hefur haldið sínu betur en þar veiddust í sumar 724 laxar á 8 stang- ir. Veiðin hefur einnig minnkað um helming eða meira í minni án- um í Borgarfirði og veiðstöðunum í Hvítá. Veiðin í Straumunum var til dæmis að- eins fjórðungur af veiðinni árið áður. Veiðin hrundi síðasta sumar VINSÆLAR LAXVEIÐIÁR Sigurður Már Einarsson Morgunblaðið/Einar Falur Veitt í Norðurá Borgfirsku árnar eru meðal gjöfulustu og eftirsóttustu lax- veiðiáa landsins. Laxastofnarnir eru sterkir og mikil framleiðsla búsvæðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.