Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
✝ Einar Sverr-isson fæddist í
Hvammi í Norður-
árdal 9. júní 1928.
Hann lést 2. febrúar
2020. Foreldrar
hans voru Sverrir
Gíslason, bóndi í
Hvammi, f. 4. ágúst
1885, d. 24. mars
1967, og Sigurlaug
Guðmundsdóttir
húsfreyja, f. 24. júlí
1890, d. 18. mars 1971.
Systkini Einars voru Guð-
mundur, f. 1917, d. 2003; Andr-
és, f. 1918, d. 2004; Vigdís, f.
1920, d. 2013; Ólafur, f. 1923, d.
2005; Ásgeir, tvíburabróðir Ein-
ars, f. 1928, d. 2008.
Einar kvæntist þann 14. nóv-
ember 1954 Vilborgu Þorgeirs-
dóttur kennara, f. 21. júlí 1929
á Hlemmiskeið á Skeiðum, d.
21. febrúar 2017. Foreldrar
hennar voru Þorgeir Þor-
steinsson bóndi á Hlemmiskeiði,
f. 16. mars 1885, d. 20. ágúst
1943, og Vilborg Jónsdóttir
kennari, f. 9. maí 1887, d. 2.
apríl 1970.
Börn Vilborgar og Einars
eru: 1) Þorgeir rafmagnsverk-
fræðingur, f. 19. ágúst 1955.
Maki hans er Halla Kristín Þor-
steinsdóttir ljósmóðir. Börn
þeirra eru: a) Auður Kristín, f.
1976, maki Jón Viðar Stef-
ánsson og börn þeirra eru:
Halla Karen, Jökull, Stefán
Frosti og Fanndís. Maki Höllu
Karenar er Snorri Helgason og
synir þeirra eru Hrafn Viðar og
ur þeirra eru: a) Vilborg Vala,
f. 1995; b) Eva Hrund, f. 1997.
Einar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1950 og cand.oecon. í við-
skiptafræði frá Háskóla Íslands
1955. Stundaði nám í hagfræði-
störfum á vegum Statens ra-
sjonaliseringsdirektoar í Ósló
frá sept. 1971 til sept. 1972.
Einar starfaði sem fulltrúi
hjá ríkisbókhaldi frá 1955 til
1972 og í fjármálaráðuneytinu,
Fjárlaga- og hagsýslustofnun
frá 1972. Var deildarstjóri þar
frá 1978 og í fjárlagaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins frá 1991
til 1996. Hann vann að sérverk-
efnum á vegum fjármálaráðu-
neytisins frá 1996 til 1998 þegar
hann fór á eftirlaun. Vann um
nokkurra ára skeið eftir 1998
hlutastarf á skrifstofu Útfar-
arstofu Íslands. Einnig starfaði
Einar sem stundakennari við
Menntaskólann í Reykjavík frá
árinu 1961 til 1969.
Einar sinnti ýmsum félags-
og trúnaðarstörfum í gegnum
tíðina. Hann sat í Stúdentaráði
Háskóla Íslands 1952-1953; í
stjórn Sambands ungra fram-
sóknarmanna 1956-1960; var
formaður Félags ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík 1959-
1960; gjaldkeri í Stúdentafélagi
Reykjavíkur 1956-1957; formað-
ur Félags starfsmanna stjórnar-
ráðsins 1964-1965. Einnig sat
Einar í ýmsum stjórnskipuðum
eða lögbundnum nefndum á
vegum fjármálaráðuneytisins
frá 1972.
Útför Einars fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 20. febr-
úar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Eiður Ernir; b)
Þórey Vilborg, f.
1977, maki Ey-
steinn Ingólfsson
og dætur þeirra
eru Katla og
Andrea; c) Þor-
steinn Ari, f.
1981, maki Krist-
ín Helga Ein-
arsdóttir og börn
þeirra eru Álfrún
María og Einar
Dagur; d) Hjördís Erna, f. 1985,
maki Andri Freyr Viðarsson og
börn þeirra eru Hrafnkell og
Unnur Lóa; e) Valdís Helga, f.
1988, maki Óli Valur Þrast-
arson og sonur þeirra er Flóki.
2) Sverrir útfararstjóri, f. 12.
febrúar 1959. Dóttir Sverris og
Esterar Harðardóttur er Erna
Björg, f. 1990, sambýlismaður
Guðjón Hlíðquist Björnsson. 3)
Vilborg Rósa grunnskólakenn-
ari, f. 4. febrúar 1964. Maki
hennar er Tryggvi M. Baldvins-
son, tónskáld og forseti tónlist-
ardeildar LHÍ. Synir þeirra eru:
a) Sveinbjörn Júlíus, f. 1984,
sonur hans og Halldóru Krist-
insdóttur er Tryggvi Kristinn;
b) Einar Sverrir, f. 1988, maki
Guðrún Þóra Arnardóttir og
synir þeirra eru Hafliði og
Tómas Áki; c) Baldvin Ingvar, f.
1991, maki Guðrún Pálsdóttir
og dóttir þeirra er Salka. 4) Sig-
urlaug Vigdís leikskólakennari,
f. 26. nóvember 1966. 5) Sigrún
Unnur leikskólakennari, f. 29.
apríl 1969. Maki hennar er Sig-
urjón Bragason bílstjóri og dæt-
Það er undarlegt til þess að
hugsa að eiga ekki lengur for-
eldra. Foreldrar mínir spiluðu
svo stórt hlutverk í lífi mínu að
ég á erfitt með að sætta mig við
að hafa þau ekki lengur hjá mér.
Það er varla hægt að minnast
pabba án þess að tala um
mömmu í leiðinni, hún var alltaf
í forgrunni og hann stóð hjá.
Það var okkur ekki auðvelt að
missa mömmu fyrir þrem árum
og pabbi varð hálfbjargarlaus og
reyndum við systkinin, kannski
sérstaklega við systurnar, að
stíga þar inn en engin komst í
fótspor mömmu. Þegar pabbi
kvaddi 2. febrúar sl. leið mér
eins og nú væri ég líka að kveðja
mömmu, endanlega.
Pabbi var ekki allra og átti
ekki auðvelt með að tjá tilfinn-
ingar með orðum eða faðmlög-
um. Hann fór öðruvísi að, eins
og aðstoða okkur fjárhagslega
eða keyra okkur hvert sem við
vildum. Meðan við Sigrún systir
vorum í Fósturskólanum lagði
hann lykkju á leið sína til að
koma okkur þangað, ekki síst ef
veður var vont. Þegar ég var í
lyfjameðferð keyrði hann mig í
hvert sinn og hann og mamma
sátu hjá mér til að hitta lækninn
og fylgja mér fyrstu skrefin. Í
seinni tíð varð pabbi meyrari og
opnaði sig meira um líf sitt og
líðan, því þótt pabbi hafi verið
mikill sögumaður og elskaði að
segja sögur af fólki talaði hann
lítið um sitt líf nema í gegnum
sögur af systkinum sínum og
samferðamönnum. Kannski var
maður sjálfur farin að spyrja
meira um líf hans þegar mamma
var ekki lengur til staðar og því
heyrði ég sögur sem ég geymi
hjá mér. Pabbi var líka farinn að
segja oftar hve mikils virði við
börnin hans værum honum og
hvað hann væri ánægður að sjá
okkur eða eins og hann sagði oft
og vitnaði þar í mömmu: „Þið
björguðuð alveg deginum mín-
um.“
Eitt sem skipti pabba miklu
máli var menntun og vinna okk-
ar systkinanna og síðar barna-
barnanna og hve stoltur hann
var að afkomendurnir stóðu sig
vel í vinnu og luku langflestir
háskólanámi. Fram á það síðasta
spurði hann mig hvar ég væri
stödd í námi og fannst ánægju-
legt að heyra að ég væri alltaf að
læra og fannst eiginlega skrítið
að ég væri ekki komin í dokt-
orsnám, sem hann efaðist ekki
um að ég færi létt með.
Ljúfustu minningarnar um
pabba eru þegar við bjuggum í
Ósló og ég var fimm ára og svo
mörgum áratugum seinna á Eir.
Alltaf í gönguferðum í Ósló
leiddi ég pabba og síðustu árin
hans minntist hann þess oft hve
stóra hönd ég hafði þá, væri
handstór eins og móðir hans, en
núna væri ég ekki svo handstór
en alltaf jafngott að halda í
höndina mína. Síðasta skiptið
sem ég sat hjá honum sagði
hann ekki neitt en hélt fast í
höndina mína.
Nú er komið að kveðjustund
og ég veit að pabbi var sáttur að
fara og ég vona að hann hafi aft-
ur hitt hana Villu sína sem hann
saknaði svo mikið.
Bless pabbi og mamma og
takk fyrir allt.
Sigurlaug Vigdís
Einarsdóttir.
Hvað er hægt að segja um afa
Einar? Þetta hef ég hugsað síð-
an hann kvaddi þennan heim
fyrir tveimur vikum.
Mér líður eins og það ætti
ekki að vera erfitt að lýsa afa
sínum; eins og ég ætti að geta
leyft orðunum og minningunum
að flæða úr höfðinu beint á blað-
ið.
En afi minn talaði ekki mikið
um sjálfan sig. Hann lék sér
sjaldan og lítið við okkur barna-
börnin. Hann hélt sér almennt
nokkuð mikið til hlés.
Á yngri árum man ég ekki
eftir að hafa oft átt einhver mikil
samskipti við afa minn í einrúmi.
Hann sat venjulega sem fastast í
stólnum sínum fyrir framan
sjónvarpið á meðan amma sner-
ist í kringum okkur.
En það var alltaf eitt sem ég
gat notað til að freista hans:
Skrafl.
Við háðum ófáar skraflorrust-
urnar við borðstofuborðið á
Háaleitisbrautinni og ég man
enn eftir tilfinningunni þegar ég
vann hann í fyrsta sinn. En eins
góð og sú tilfinning var þótti
mér samt alltaf vænst um að
hafa fundið eitthvað til að gera
með afa. Samveran var dýrmæt-
ari en „x“ á þreföldu stafgildi.
Afi var öflugur skraflari.
Afi talaði ekki mikið um sjálf-
an sig en sagði samt ógrynni af
sögum. Þær voru fæstar af hon-
um sjálfum eða afrekum hans en
ef maður var á höttunum eftir
sniðugum tilsvörum úr Borgar-
firði eða hnyttnum móðgunum af
göngum Menntaskólans í
Reykjavík var afi rétti maðurinn
til að segja söguna með öllum
tilheyrandi eftirhermum og leik-
rænum tilþrifum.
Afi var góður og ástríðufullur
sögumaður. Endrum og eins lét
hann þó sögu af sjálfum sér
flakka – reynslusögur af kenn-
araárunum úr MR, æskusögur
af strákapörum úr Hvammi,
hugljúfar sögur af lífi hans og
ömmu – og þá leið manni eins og
maður hefði unnið í lottó!
Samband hans og ömmu
fannst mér nefnilega alltaf ótrú-
lega heillandi og mér fannst það
skína í gegn á síðari árum hve
vænt honum þótti um ömmu.
Afi elskaði konuna sína.
Það er auðvitað aragrúi fleiri
minninga um afa sem flýtur um í
huga mér: Fótboltaleikirnir sem
við horfðum á, sundlaugarnar
sem við heimsóttum, göngu-
túrarnir sem við fórum í. En
amma var ávallt með og afi virt-
ist oft taka að sér einhvers kon-
ar aukahlutverk í þeim upplif-
unum.
En þó að sinfónía minning-
anna sem ég hef um „afa og
ömmu“ sé lituð af sterkum og
hlýjum laglínum ömmu minnar
er afi minn ómissandi hluti í
verkinu.
Hann var alltaf til staðar.
Hann var alltaf góður. Hann var
alltaf með sögu og Kókómjólk til
reiðu.
Hann var alltaf afi minn.
Einar Sv. Tryggvason.
Glettinn, léttur og húmorísk-
ur. Skarpgreindur og ofurlítið
stríðinn. Skemmtilegur sögu-
maður og fróður um stjórnmál,
þjóðmál og andans menn. Hlýr
og elskulegur í viðmóti; drengur
góður. Þannig minnist ég Einars
Sverrissonar, en hjá honum og
eiginkonu hans heitinni, Vil-
borgu Þorgeirsdóttur, var ég
heimagangur á unglingsárum
mínum. Minning þeirra Einars
og Vilborgar er samofin í huga
mér – enda erfitt fyrir þá sem
þekkja til þessara sómahjóna að
minnast annars þeirra án þess
að mynd hins komi í hugann.
Þegar Vilborg lést árið 2017
hafði farsæl samvera þeirra var-
að í 63 ár.
Í fyrsta lagi minnist ég elsku-
semi þeirra hjóna og umhyggju
fyrir fjölskyldunni, og einstakrar
gestrisni í garð vina og vanda-
manna. Þau voru höfðingjar
heim að sækja, enda var iðulega
gestkvæmt og glatt á hjalla í
Álfheimunum. Mikið var spjallað
og hlegið þegar þjóðmálin voru
brotin til mergjar með hnyttni
og góðum húmor þeirra bræðra,
Einars og Ásgeirs heitins.
Jafnframt minnist ég dugn-
aðar þeirra hjóna, eljusemi og
endalausrar atorku Vilborgar.
T.d. var lengi í minnum haft
þegar Vilborg var farin að príla
upp í stiga framan á útvegg
hússins í Álfheimunum – byrjuð
að mála húsið að utan, strax
daginn eftir að hún var loks
komin í sumarleyfi eftir langan
kennsluvetur. Og alltaf í sama
góða skapinu.
Þá minnist ég þolinmæði
þeirra, æðruleysis og bros-
glampans í augunum þegar
burknarnir mínir og ég ferðuð-
umst með miklum bægslagangi
fram og til baka af heimilinu eft-
ir því hvernig vindar blésu í
sambandi okkar yngri sonarins.
Og alltaf buðu þau mig vel-
komna með sömu hlýjunni –
bæði fyrr og síðar.
Nú þegar Einar og Vilborg
eru sameinuð á ný, minnist ég
þeirra með þakklæti og virðingu.
Ég efast ekki um að á heimili
þeirra í landi ljóssins verðum við
öll boðin velkomin af sama höfð-
ingsskapnum og elskuseminni
eins og í Álfheimum forðum.
Börnum þeirra og fjölskyldunni
allri votta ég innilega samúð.
Björg Rúnarsdóttir.
Það er ekki hægt að tala um
afa án þess að tala um ömmu
líka. Þau gerðu eiginlega allt
saman, fóru í sund, út að ganga
og að versla. Það var bara skrít-
ið að hitta afa einhvers staðar án
þess að amma væri með, og öf-
ugt. Þau voru meira að segja
næstum alltaf í stíl, afi í blárri
flíspeysu og amma í rauðri. Afi
var mikill nammigrís, og þá sér-
staklega súkkulaðigrís, og þáði
alla súkkulaðimola sem honum
buðust. Svo var alltaf hægt að
treysta á að hann ætti svellkalt
pólókex í ísskápnum. Eftir að
amma dó kynntumst við afa upp
á nýtt. Við höfðum alltaf þekkt
hann sem helming af teyminu
sem hann og amma mynduðu
saman en eftir andlát ömmu
fundum við í honum ótrúlega
hlýjan mann og kynntumst til-
finningalegu hliðinni á honum.
Hann sýndi meiri ást með faðm-
lögum og kyssti okkur stundum
á hendurnar. Hann var greini-
lega mjög þakklátur fyrir okkur
og allt frábæra fólkið í kringum
sig, bæði fjölskylduna og frá-
bæra starfsfólkið á Eir. Það er
ótrúlega sárt að missa afa en um
leið er mikil huggun í því að
hann og amma séu sameinuð á
ný.
Einhvers staðar í eilífðinni
sitja þau saman yfir Manchester
United-leik og japla á kjötsúpu
með AB-mjólk.
Eva Hrund og Vilborg Vala.
Einar Sverrisson
✝ Lilja Þórð-ardóttir fædd-
ist í Ólafsvík 12.
september 1930.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjanesbæ 7.
febrúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Þórður
Kristjánsson skip-
stjóri, f. 23. júlí
1891, d. 28. sept-
ember 1980, og
Svanfríður Una Þorsteinsdóttir
húsmóðir, f. 21. desember 1888,
d. 8. maí 1960.
Börn þeirra hjóna voru alls 14
en þau átta sem komust á legg
eru Elín Kristín, f. 1917, d. 2006.
Ester, f. 1921, d. 2007. Þórður, f.
1923, d. 2013. Sigrún, f. 1926, d.
2014. Rafn, f. 1927, d. 1996. Lilja,
f. 1930, d. 2020. Rakel, f. 1931, d.
1975.
Unnur, f. 1933 og ein eftirlif-
andi.
Hinn 7. desember 1957 giftist
Lilja Jóni Magnússyni, f. 20. jan-
úar 1930, d. 28. mars 2007. Þau
eignuðust fjögur börn saman:
Hrafnhildur, f. 1957, gift Karli
Antonssyni, eiga
þau fjögur börn.
Númi, f. 1959,
kvæntur Ásdísi
Gunnlaugsdóttur,
eiga þau þrjú börn.
Sigurveig Una Jóns-
dóttir, f. 1961, gift
Jónasi Péturssyni,
eiga þau fjögur
börn. Sif, f. 1970, á
hún eina dóttur,
ömmubörnin eru 12
og langömmubörnin eru orðin 19.
Fyrir átti Lilja Hörð Baldursson,
f. 27. júlí 1951, d. 8. júlí 1990.
Lilja fluttist ung til Reykjavík-
ur og kynntist þar mannsefni
sínu. Fluttu þau saman til Kefla-
víkur og byggðu sér heimili að
Faxabraut 42b. Þau hjónin fóru
víða um Evrópu ásamt því að fara
bæði til Afríku og Ameríku. Þeg-
ar börnin voru vaxin úr grasi hóf
Lilja störf í flugeldhúsinu og
vann þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Lilju fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 20. febrúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Lilja amma, við þökk-
um þér fyrir allt sem þú kenndir
okkur og allar minningarnar
sem við munum geyma og ylja
okkur við.
Lilja Dögg, Jón Hrafn,
Marta, Uni Hrafn,
makar og börn.
Elsku mamma.
Þú varst kletturinn minn, fyr-
irmyndin mín, við vorum miklar
vinkonur og leiddist okkur aldrei
saman.
Þakka þér fyrir allt sem þú
gafst mér. Það verður skrítið að
geta ekki hringt í þig og spjallað
eins og ég var vön að gera, en nú
veit ég að þú ert komin á góðan
stað.
Mikið á ég eftir að sakna þín.
Þú hélst mikið upp á Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi.
Hvert blóm, sem grær við götu
mína,
er gjöf frá þér,
og á þig minnir allt hið fagra,
sem augað sér.
Sól og jörð og svanir loftsins
syngja um þig.
Hvert fótspor, sem ég færist nær
þér,
friðar mig.
Þín dóttir,
Una.
Lilja Þórðardóttir
Látinn er nú í
hárri elli Símon
Oddgeirsson, Dal-
seli. Það var farið
að kvölda í lífi hans
er ég kynntist honum í gegnum
Mörtu Kristjánsdóttur frænku
hans á Seljalandi. Það voru
ánægjulegar heimsóknir er þeir
frændur Guðjón á Syðstu-Mörk
og Símon í Dalseli komu í Selja-
land og var þá margt spjallað og
rætt um liðna tíð og ýmis mál-
efnin krufin til mergjar.
Hann var viðræðugóður, fjöl-
lesinn og átti góðan bókakost,
bæði nýjar bækur og eldri, en
einnig bækur sem nú eru vand-
fundnar en hafa fylgt ættinni frá
fyrri tímum svo sem guðspekirit
af ýmsu tagi sem gaman var að
líta í. Hluti af þessum góðu bók-
um held ég að hafi farið á bóka-
safnið á Hvolsvelli eða á Skóga-
safn. Ég dvaldi hjá Símoni
tvisvar í nokkrar vikur í senn og
var það góður tími. Höfðum við
nóg að spjalla enda bæði fædd á
fyrri hluta síðustu aldar og upp-
alin við ámóta skilyrði og bú-
skaparhætti þó að landgæði séu
mun betri í Dalseli en var í minni
sveit austur á Héraði. Símon var
minnugur og hafði ferðast mikið
um landið og þekkti fjöldann all-
an af fólki. Hann hafði ánægju af
því að græða landið og nú vex
upp mikill skógur við Markar-
fljósbakka með tjörnum og fugla-
lífi sem mun gleðja augu allra
Símon Oddgeirsson
✝ Símon Odd-geirsson fædd-
ist 2. desember
1927. Hann lést 17.
janúar 2020. Útför
Símonar fór fram
1. febrúar 2020.
sem þangað munu
koma í framtíðinni.
Við veru mína í
Dalseli varð mér
ljóst að þó að Símon
og þeir Einar ættu
ekki afkomendur þá
áttu þeir mikil ítök í
þeim drengjum sem
urðu þess aðnjót-
andi að eiga samleið
með þeim í leik og
starfi. Sumir eitt
sumar en flestir sumar eftir sum-
ar og jafnvel vetur líka. Oftlega
birtist bíll á hlaðinu og var þá
einhver drengjanna að koma við í
kaffi og hitta Símon og spjalla.
Einnig hringdi síminn oft á
kvöldin, var þá einhver sumar-
strákur að ræða málin og við-
halda góðum kynnum, sumir þá
búsettur í Sviss. Danmörku eða
Ameríku eða einhverju öðru
landi úti í heimi. Við spjall mitt
við tvo af þessum sumardrengj-
um á ólíkum aldri reiknaðist okk-
ur til að nöfn 27 drengja kæmu
þá í ljós og var sterkur þráður
frá þeim til heimilisins í Dalseli
enda þar vinur í varpa. Góður
granni er gulli betri og má það
orðtæki eiga vel við Fríðu í
Stóradal en hún gerði Símoni
kleift að dvelja á sínu heimili eins
lengi og fært var og ætla ég að
hann hafi metið það við hana að
verðleikum.
Ég minnist með ánægju alls
þess góða fólks sem ég kynntist
undir Eyjafjöllum og er þakklát
forlögunum að hafa fengið að
ganga með því af og til nokkur
tímabil af ævi minni.
Ég minnist Símonar með
ánægju og þökk og bið honum
blessunar Guðs.
Guðlaug Erla.
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.