Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 54

Morgunblaðið - 20.02.2020, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Decoris 2020 línan komin í hús Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Fyrirtæki og verslanir Bekkur Velvet Kitchen Goods-Matarstell Úti Partyljós Dolimite Vasi Agave Planta blómapottasett - FACE hvítt Buddha ljósgylltur 61 cm Skápur 40x90x150 cm Solar Úti Lukt 24x42 cm Strá í búnti 80 cm Hengiplöntur Cologne Glervasi 20x30 Pottar CATS 10x9 cm Lakkrísbolla með súkkulaði- rjóma og lakkrískurli Súkkulaðirjómi 150 g Síríus rjómasúkkulaði með salt- lakkrísflögum 75 ml rjómi 600 ml rjómi (þeyttur) 150 g Síríus lakkrískurl Lakkrískaramella 1 poki Nóa lakkrískúlur 4 msk. rjómi Lakkrískaramella 1 poki Nóa lakkrískúlur 4 msk. rjómi Aðferð Brytjið niður rjómasúkkulaðið með lakkrísflögum og hitið rjómann (75 ml) að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið vel saman. Súkkulaðiblöndunni er síðan bland- að varlega saman við þeytta rjómann. Skerið bollurnar í sundur og setjið súkkulaðirjómann á milli og svo lakkrískurl. Nóa lakkrískúlur settar í lítinn pott ásamt rjómanum og brætt saman. Dýfið lokunum á bollunum í lakkrís- karamelluna eða setjið á lokin með skeið. Að lokum eru bollurnar skreyttar með gróft muldu pipar- kroppi og lakkrískurli. Lakkrísbolla með súkkulaði- rjóma og lakkrískurli Hér erum við með lakkrísbollu í hæsta gæðaflokki sem ætti engan að svíkja. Bollan er á meðal fjölmargra sem eru að finna í bollubæklingi Nóa Síríus sem er hreint frábær. Hreinasta sælgæti Þessi dásemdar- bolla gælir við bragðlaukana og ætti ekki að valda vonbrigðum. Vatnsdeigsbollur 10-12 stk. 100 g smjör 2 dl vatn 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: Hitið ofninn í 200 °C (blástur). Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið í tvær mín- útur. Setjið hveitið út í og blandið vel sam- an þar til deigið er orðið mjúkt. Leyfið deiginu að kólna í nokkrar mínútur. Þið megið færa deigið yfir í hrærivélarskál á þessu stigi eða hræra áfram með höndunum. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þeytið vel á milli. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað nota skeiðar til þess að forma boll- urnar. Bakið við 200 °C í 25 mínútur. Það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum svo að bollurnar falli ekki. Kælið mjög vel áður en þær eru fylltar með gómsætum fyllingum. Vatnsdeigs- bollur Evu Laufeyjar Hér erum við að tala um svokallaða grunn- uppskrift að öllum góð- um bollum. Fyrir þá sem hafa ekki bakað vatns- deigsbollur áður er leyndarmálið á bak við bollubaksturinn að fylgja leiðbeiningunum í þaula – annars fer allt í vitleysu. Tiramisu-bolla með Dumle-karamellu Dumle-karamella 1 poki af Dumle-karamellum 2 msk. rjómi Tiramisu-fylling: 150 ml rjómi 50 g mascarpone 50 g rjómaostur 50 g flórsykur 2 msk. kaffi (uppáhellt) Kakó Aðferð: Dumle-karamella: Látið dumle-karamellurnar í pott ásamt rjómanum og bræðið við vægan hita. Tiramisu-fylling: Þeytið saman rjómaost, masc- arpone, flórsykur og kaffi. Þeytið rjómann í annarri skál. Blandið rjómablöndunni og rjóm- anum varlega saman. Samsetning: Smyrjið tiramisu-fyllingunni á botninn og stráið kakói yfir (best að nota sigti). Setjið Dumle-karamelluna á lokið og stráið að lokum meira kakói yfir. Tiramisu-bolla með Dumle-karamellu Þessi bolla kemur sterk inn og eflaust munu margir prófa hana á komandi dögum. Bollan kemur úr smiðju Sylvíu Haukdal og er hana að finna í Hag- kaupsbæklingnum sem inniheldur fleiri snilldar- bollur frá Sylvíu sem ættu að falla í kramið. Tiramisu Það er eitthvað óendanlega heillandi við tiramisu! Lífrænar speltbollur 475 ml jurtamjólk 50 g kókosolía eða vegan smjör 3 msk. hlynsíróp 1 pakki (11 g) þurrger 1 tsk. vanilla ½ tsk. sjávarsalt 600 g fínt spelt, lífrænt frá Himneskt Skerið jurtasmjörið í litla bita og bræðið í potti ásamt jurtamjólkinni, hlynsírópinu og vanillu. Hrær- ið í pottinum á meðan blandan bráðnar, takið svo pottinn af hellunni og kælið. Þegar blandan hefur kólnað niður í um það bil 37 °C, hellið henni í hrærivélarskál, stráið þurrgerinu yfir og látið standa í um 15 mínútur. Blandið speltinu og saltinu út í og hrærið saman. Látið viskastykki yfir skálina og látið standa á hlýjum stað svo deigið geti hefast í um 20-30 mín. Þar sem þetta deig er klístrað er gott að nota ís- kúluskeið til að móta bollurnar, sem eru settar á bök- unarpappír á ofnplötu. Uppskriftin gefur um 15 bollur. Látið bollurnar hefast aftur í um það bil 20 mínútur á plötunni áður en þær eru settar í ofninn. Bakið við 190 °C í um 20 mínútur. Fylling: Lífrænt eplamauk frá Himneskt Marsípan, rifið Fersk jarðarber, niðurskorin Hafrarjómi frá AITO, þeyttur Flórsykur til að strá yfir Aðferð: Skerið bollurnar í tvennt. Setjið skeið af eplamauki á botninn, stráið rifnu mars- ipani yfir. Raðið jarðarberjunum á botninn og setjið skeið af þeyttum hafrarjóma yfir. Lokið bollunum og stráið flórsykri yfir lokin með sigti. Vegan bollur með jarðarberjum og jurtarjóma Það er engin önnur en Solla Ei- ríks sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem kemur einmitt úr bollubæklingi Hagkaupa. Lostæti Frábærlega útfærð bolla sem leikur við bragðlaukana. Bragðsamsetningin er upp á tíu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.