Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Fagleg þjónusta fyrir fólk í framkvæmdum
flugger.is
„Útsendingin heppnaðist mjög
vel. Það er ótrúlegt hvað heim-
urinn er orðinn lítill. Maður þarf
eitt tæki, nettengingu í gegnum
4g og nokkra míkrófóna og
maður er farinn að senda út út-
varpsþátt niður undir miðbaug
heim til Íslands,“ segir Siggi
spurður hvort það hafi ekki verið
neitt mál að senda heilan þátt frá
öðru landi.
„Við fengum til okkar fullt af
skemmtilegum gestum sem höfðu
frá mörgu merkilegu að segja.
T.d. kom Anna Kristjáns til okkar
en hún hefur búið þarna í hálft ár
og lætur vel af því,“ segir Logi,
spurður um dvölina á Tenerife.
Öll viðtölin er hægt að nálgast á
heimasíðu K100 á k100.is.
Hápunktur ferðarinnar var svo
á föstudag þegar þeir félagar
gáfu heppnum hlustanda ferð í
sólina með Heimsferðum. Það var
hann Þórarinn Þórarinsson sem
hreppti hnossið og var að vonum
himinlifandi. Þurftu hlustendur
að leysa nokkuð erfiða lagaþraut
til þess að eiga möguleika á vinn-
ingnum og Þórarinn rak upp ösk-
ur þegar hann fékk að vita að
hann hefði svarað rétt.
„Þetta var virkilega gaman og
hver veit hverju við tökum upp á
næst,“ segir Siggi að lokum.
Sólargeislarnir voru sendir heim
Það var mikill gestagangur og gleði á svölunum hjá Loga Bergmann og Sigga
Gunnars á Castle Harbour-hótelinu á Tenerife í síðustu viku. Sendu þeir félagar
þrjá þætti út í síðustu viku frá „paradísareyjunni“ eins og margir kalla hana.
Á svölunum Siggi
Gunnars og Logi
Bergmann á svöl-
unum á Tenereife
þaðan sem Síðdeg-
isþátturinn var send-
ur út í síðustu viku.
Hún er nú að klára 10. bekk í
spænskum grunnskóla sem hún
segir að sé skemmtilegur þó að
kennararnir geti verið strangir.
„Það er hægt að gera alls konar
hluti í þessum skóla. Við erum allt-
af að taka þátt í alls konar verk-
efnum,“ sagði Matthildur. Sagði
hún þó að meiri agi væri í skólum á
Spáni en á Íslandi.
„Þeir eru kannski aðeins strang-
ari kennararnir,“ sagði hún. „Það
fer eftir kennurum. Það eru sumir
sem eru voðalega ljúfir en svo eru
aðrir sem geta ekki heyrt hósta og
þá eru þeir bara, „hafið hljóð!““
Matthildur sagði kerfið í grunn-
skólum á Tenerife einnig vera afar
ólíkt því sem þekkist á Íslandi en
nemendur geta þurft að taka árið
aftur ef þeir falla í tveimur til
þremur áföngum. Einnig eru ein-
kunnir nemenda oft lesnar upp fyr-
ir framan allan bekkinn.
„Það er eitt af því sem ég er
frekar óánægð með og ég segi
kennaranum það oft. Það hefur
stundum virkað til þess að þeir
hætti að lesa þær [einkunnirnar]
upp,“ sagði Matthildur. Hún viður-
kenndi þó að þetta kerfi hefði ekki
komið illa niður á henni enda gengi
henni afar vel í skóla.
Matthildur sagðist eiga nokkra
íslenska vini sem hún haldi sam-
bandi við en stefnir á að flytja aftur
til Íslands eftir grunnskóla og taka
menntaskólann þar til að kynnast
fleiri íslenskum krökkum. Hún
stefnir á að fara í Kvennaskólann í
Reykjavík eftir sumarfrí.
„Mig langaði til að prófa það.
Líka upp á að vera aðeins meira
með ömmum og öfum. Þrátt fyrir
að þau komi hingað á hverju ári í
smátíma er alltaf gott að geta farið
þegar maður vill,“ sagði hún.
Aðspurð segir Matthildur að
vegna uppeldisins búi í henni Spán-
verji þó að hún hafi ekki enn kom-
ist upp á lagið með að taka
„síestu“. Íslendingurinn sé þó allt-
af innra með henni líka enda líti
innfæddir yfirleitt á hana sem „Ís-
lendinginn“.
„Sérstaklega af því að ég er svo
hvít. Það eru allir svo brúnir
hérna,“ segir Matthildur og hlær.
Tenerifebúi Matthildur þekkir ekkert annað en að búa á Tenerife.
Meiri agi í skól-
um á Tenerife
Matthildur Traustadóttir flutti til Tenerife ásamt
foreldrum sínum og systur aðeins fjögurra ára
gömul en hún hefur nú búið þar í 12 ár og þekkir
lítið annað. Hún spjallaði við Sigga Gunnars og
Loga Bergmann í beinni frá Tenerife á K100 á
dögunum og sagði þeim frá lífinu og tilverunni
sem fylgir því að alast upp á eyjunni sólríku.