Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 20.02.2020, Qupperneq 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Lengjubikar karla A-deild, 3. riðill: FH – Grótta .............................................. 1:1 Óskar Atli Magnússon 45.(víti). – Kristófer Orri Pétursson 55. Rautt spjald: Guðmann Þórisson (FH) 55. England Manchester City – West Ham................. 2:0 Staðan: Liverpool 26 25 1 0 61:15 76 Manch.City 26 17 3 6 67:29 54 Leicester 26 15 5 6 54:26 50 Chelsea 26 12 5 9 43:36 41 Tottenham 26 11 7 8 43:34 40 Sheffield Utd 26 10 9 7 28:24 39 Manch.Utd 26 10 8 8 38:29 38 Wolves 26 8 12 6 35:32 36 Everton 26 10 6 10 34:38 36 Arsenal 26 7 13 6 36:34 34 Burnley 26 10 4 12 30:39 34 Southampton 26 9 4 13 32:48 31 Newcastle 26 8 7 11 24:40 31 Crystal Palace 26 7 9 10 23:32 30 Brighton 26 6 9 11 31:38 27 Bournemouth 26 7 5 14 26:40 26 Aston Villa 26 7 4 15 34:50 25 West Ham 26 6 6 14 30:45 24 Watford 26 5 9 12 24:40 24 Norwich 26 4 6 16 24:48 18 Meistaradeild Evrópu  Atalanta mætti Valencia (3:0) og Totten- ham mætti RB Leipzig (0:1) en leikjunum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. Ungverjaland Bikarinn, 16-liða, seinni leikur: Fehervár – Újpest ................................... 1:0  Aron Bjarnason lék ekki með Újpest sem tapaði 0:1 samanlagt.  Olísdeild karla Leik Vals og Fjölnis var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/ sport/handbolti. Meistaradeild karla Flensburg – Pick Szeged.................... 34:26  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði ekki fyrir Pick Szeged.  Efstu lið: Barcelona 22, Szeged 20, París SG 18, Flensburg 13, Aalborg 13, Celje 6. EHF-bikar karla Bjerringbro/Silkeborg – Melsungen 35.31  Þráinn Orri Jónsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro/Silkeborg. Danmörk Fredericia – Aalborg .......................... 31:33  Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 4. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Esbjerg – Viborg ................................. 29:22  Rut Jónsdóttir lék ekki með Esbjerg. Frakkland París SG – Créteil................................ 39:26  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir PSG. Spánn Huesca – Barcelona............................. 26:32  Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Barcelona. Svíþjóð Kristianstad – Redbergslid ................ 29:27  Teitur Örn Einarsson skoraði 8 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð- mundsson er meiddur. Noregur Haslum – Elverum............................... 28:34  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9 mörk fyrir Elverum. Oppsal – Follo ...................................... 20:18  Thea Imani Sturludóttir skoraði 3 mörk fyrir Oppsal.   Dominos-deild kvenna Valur – Skallagrímur ......................... 107:41 Breiðablik – Grindavík......................... 89:68 KR – Haukar......................................... 75:72 Staðan: Valur 21 19 2 1778:1371 38 KR 21 16 5 1592:1356 32 Haukar 21 13 8 1523:1442 26 Skallagrímur 21 12 9 1414:1444 24 Keflavík 20 12 8 1459:1411 24 Snæfell 20 6 14 1320:1541 12 Breiðablik 21 3 18 1348:1642 6 Grindavík 21 2 19 1348:1575 4 1. deild kvenna Fjölnir – ÍR ........................................... 82:77 Staðan: Fjölnir 18 14 4 1401:1143 28 Keflavík b 17 12 5 1279:1181 24 ÍR 18 11 7 1221:1045 22 Njarðvík 18 11 7 1209:1055 22 Tindastóll 18 8 10 1186:1293 16 Grindavík b 18 4 14 1021:1336 8 Hamar 17 2 15 977:1241 4   Bikarmeistararnir í Skallagrími mættu með vængbrotið lið til leiks í Dominos-deild kvenna í gær. Nú liggur við að hægt sé að tala um að báðir vængirnir hafi verið brotnir því liðið saknaði Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalska. Leikmenn sem skorað hafa samtals 47 stig að meðaltali. Borgnesingar lentu í klónum á Ís- landsmeisturunum Valskonum, sem voru sárar eftir tap fyrir KR í bik- arnum í síðustu viku. Niðurstaðan varð risasigur Vals, 107:41. Nú var við því að búast að ekki yrði skemmtilegt að mæta Val í fyrsta leik eftir tapið gegn KR en þessar lokatölur eru svakalegar. Valur er sem fyrr í góðri stöðu á toppnum með nítján sigra og aðeins tvö töp. Tíu leikmenn skoruðu fyrir Val í leiknum en atkvæðamest var Helena Sverrisdóttir með 27 stig og stal boltanum fjórum sinnum. Hjá Skallagrími var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir stigahæst með 17 stig. Leikmenn sem fá alla jafna fáar mínútur inni á vellinum fengu að spreyta sig. Gunnhildur Lind Hans- dóttir nýtti tækifærið ágætlega og skoraði 12 stig og tók 6 fráköst. Morgunblaðið spurði Guðrúnu Ósk Ámundadóttur, þjálfara bikar- meistaranna, hvers vegna fasta- mennirnir þrír hefðu ekki verið með. Skýringin er sú að skæð flensa gengur í Borgarnesi og hún lagði leikmennina þrjá að velli. Maja Michalska, sem lék svo vel í vörninni í bikarúrslitaleiknum, er raunar með lungnabólgu. Sjálf var Guðrún á hliðarlínunni með hita. Nú er spurning hvernig leik- mönnum Skallagríms reiðir af fram að helgi, en á laugardaginn á liðið mikilvægan leik gegn Haukum í Ólafssal á Ásvöllum. Blikar upp fyrir Grindvíkinga Breiðablik vann býsna öruggan sigur þegar neðstu liðin mættust í Smáranum. Breiðablik vann Grinda- vík 89:68 og komst upp fyrir Grinda- vík með 6 stig en Grindvíkingar eru með 4 stig. Danni Williams skoraði 41 stig fyrir Blikana og Tania Pierre-Marie 28 fyrir Grindavík. KR styrkti stöðu sína í 2. sæti með sigri á Haukum 75:72 og munar nú sex stigum á liðunum. sport@mbl.is Valur valtaði yfir Skallagrím  Flensa herjar á bikarmeistarana Morgunblaðið/Eggert Á Hlíðarenda Dagbjört Samúelsd. og Gunnhildur Lind Hansd. eigast við. Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, er gengin í raðir norska félagsins Vålerenga frá Djurgården í Svíþjóð. Ingibjörg hef- ur leikið með Djurgården síðustu tvö tímabil, hún kom til félagsins frá Breiðabliki en hún var með lausan samning. Ingibjörg, sem er 22 ára, missti aðeins af einum deildarleik á tveimur árum hjá Djurgården og skoraði alls fjögur mörk. Ingibjörg hefur leikið 27 landsleiki. Vålerenga hafnaði í öðru sæti í norsku úrvals- deildinni á síðustu leiktíð, fjórum stigum á eftir Lilleström. Flytur frá Stokk- hólmi til Óslóar Morgunblaðið/Eggert Flytur Ingibjörg Sigurðardóttir er farin til Vålerenga í Ósló. Arnór Ingvi Traustason og sam- herjar hans í Malmö fá gríðarlegan stuðning í leik sínum gegn þýska liðinu Wolfsburg á útivelli í kvöld, en liðin mætast í fyrri viðureign sinni í 32ja liða úrslitum Evrópu- deildarinnar í fótbolta. Stuðnings- menn Malmö hafa keypt ríflegan þriðjung þeirra miða sem seldir voru fyrir fram, samkvæmt upplýs- ingum frá Wolfsburg, en rúmlega fjögur þúsund manns fylgja liðinu til Þýskalands. Hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomasson stýrir Malmö í fyrsta sinn í alvöruleik í kvöld. Studdir dyggilega á útivelli í kvöld Morgunblaðið/Eggert UEFA Arnór Ingvi Traustason spilar með Malmö í Wolfsburg í kvöld. FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Forráðamenn Manchester City ætla að berjast gegn úrskurði UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, með kjafti og klóm, en félagið var síðasta föstudag dæmt í tveggja ára keppnisbann frá Meistaradeild Evr- ópu og sektað um 25 milljónir punda. Félagið sendi frá sér myndskeið í gær þar sem framkvæmdastjórinn Ferran Soriano tilkynnir stuðnings- mönnum City að þeir megi vera vissir um tvö atriði: Í fyrsta lagi séu ásakanirnar á hendur félaginu rangar og í öðru lagi muni félagið gera allt sem í þess valdi stendur til að sanna að svo sé. UEFA sakaði Manchester City um að brjóta reglur sambandsins um fjárhagslega háttvísi á árunum 2012 til 2016 með því að gefa upp of háar tölur um auglýsingatekjur í bókhaldi sínu. Þar voru bókfærðar 67,5 milljónir punda sem UEFA segir að hafi verið bein greiðsla frá eiganda félagsins, Sheikh Mansour, en hann er aðstoðarforsætis- ráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hálfbróðir for- seta ríkisins. Þá fylgdi með í úr- skurðinum að forráðamenn City hefðu ekki verið samvinnuþýðir. Manchester City hefur áfrýjað dómnum til Alþjóða íþróttadóm- stólsins, CAS, en ekki er ljóst hve- nær áfrýjunin verður tekin fyrir. Erum sjálfbært félag „Við erum sjálfbært knattspyrnu- félag, við skilum hagnaði, við skuld- um ekki, bókhald okkar hefur verið margskoðað af endurskoðendum, eftirlitsstofnunum og fjárfestum, og þetta er alveg á hreinu. Við höf- um tekið fullan þátt í rannsókn málsins og skiluðum miklu magni af skjölum sem við teljum vera fullnaðarsönnun á því að þessar ásakanir séu rangar,“ sagði Sori- ano enn fremur í yfirlýsingunni sem birt var í gær. City var áður sektað um 49 millj- ónir punda af UEFA árið 2014 fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi en ekkert bann fylgdi þá í kjölfarið. UEFA hóf rannsókn á þessu máli eftir að þýska blaðið Der Spiegel birti skjöl frá uppljóstrurum í nóvember 2018 þar sem kom fram að City hefði ýkt umræddar tölur og með því blekkt UEFA. Ætla ekki að fara Miklar vangaveltur hafa verið í gangi frá því á föstudag um við- brögð Pep Guardiola knatt- spyrnustjóra og leikmanna liðsins. Guardiola hefur þegar lýst því yfir að hann muni halda áfram störfum, jafnvel þótt liðið yrði sent niður í fjórðu deild á Englandi, en núgild- andi samningur hans rennur út árið 2021. Raheem Sterling hefur þegar lýst því yfir að hann fari hvergi þótt bannið myndi standa og viðbrögð annarra leikmanna hafa verið á svipuðum nótum. Það fer þó ekki á milli mála að tveggja ára fjarvera frá Meistaradeild Evrópu myndi hafa í för með sér gríðarlegan tekjumissi fyrir City, sem í dag er metið annað ríkasta knattspyrnu- félag heims, á eftir Paris SG, og hefur sankað að sér titlum á Eng- landi undanfarinn áratug, en tólf ár eru frá því að Sheikh Mansour og hans menn keyptu félagið. Evrópumeistaratitilinn vantar hins vegar í safnið og hann gæti City tryggt sér í vor áður en bannið skellur á – ef það skellur á. Þá þurfa Guardiola og hans menn að byrja á að slá út Real Madrid, en fyrri leik- ur liðanna fer fram í næstu viku. AFP City Pep Guardiola ræðir við Bernardo Silva í leik. Guardiola hefur þegar lýst því yfir að hann verði áfram við stjórnvölinn hjá Manchester City. City hafnar öllum ásökunum UEFA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.