Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Tökur ganga glimrandi vel enda er ég umvafin reynslumiklu hæfileikafólki í öllum deildum,“ segir Tinna Hrafnsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndar- innar Skjálfta sem byggir á met- sölubókinni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur. Tómas Örn Tóm- asson sér um stjórn kvikmynda- töku og tónlistina semur Páll Ragnar Pálsson. Með helstu hlut- verk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Benjamín Árni Daðason og Sveinn Geirsson. Aðalframleiðandi er Hlín Jóhannesdóttir undir merkjum Ursus Parvus. „Þó að handritið að Skjálfta sé byggt á skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur hefur mörgu verið breytt, ýmsu sleppt og öðru bætt við eins og svo oft vill verða þegar skáldsögur eru aðlagaðar kvikmyndaforminu. Kjarni sög- unnar höfðaði sterkt til mín þegar ég las bókina og sá ég strax ákveðna leið að honum sem hentar kvikmyndinni sem listformi vel.“ Tökur hófust 11. febrúar og munu standa til loka marsmánaðar. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti tökuhópinn voru þau stödd í Lönguhlíð að mynda atriði þar sem Edda Björgvinsdóttir og Aníta Briem eru í forgrunni. Spurð hvaða senur handritsins hafi eða verði mesta áskorunin að skjóta svarar Tinna: „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé senur þar sem börn og dýr koma við sögu. Í Skjálfta eru nokkrar slíkar og hingað til hefur allt gengið mjög vel. Ég er með sex ára snilling í stóru hlut- verki, hann Benjamín Árna Daða- son, sem leikur eins og hann hafi aldrei gert annað. Sá á eftir að fanga mörg hjörtu, trúi ég.“ Í ljósi þess hve rysjótt veðrið hefur verið að undanförnu liggur beint við að spyrja hvort þau hafi verið heppin með aðstæður til þessa. „Við höfum hingað til verið mestmegnis í útitökum en þrátt fyrir óveður og djúpar lægðir höfum við verið svo heppin að fá þau veðurbrigði sem við þurfum fyrir myndina.“ Skáldsagan Stóri skjálfti segir frá Sögu, sem rankar við sér eftir flogakast á gangstétt við Miklu- brautina og þá er þriggja ára sonur hennar á bak og burt. Í viðtali Árna Matthíassonar við Auði sem birtist í Morgunblaðinu síðla árs 2015 ræddu þau um umfjöllunar- efni bókarinnar, sem væri ekki bara flogaveikin heldur minnið og það hvernig minnið og heilinn virk- ar. „Heilinn er vinnslustöð og hann er líka tækifærissinnaður og alltaf að búa til sinn eigin sjónvarpsþátt eða sjónvarpsþáttaseríu. Eftir því sem maður eldist verður manni til dæmis betur ljóst hvernig maður man ákveðin tímabil eftir hentisemi og ólík eftir ólíkum aldursskeiðum. […] Það eru miklar vangaveltur í taugalíffræðinni um hvernig við bú- um til okkar sögu og hvernig heil- inn er sífellt að búa til sögu ómeð- vitað, hvernig við erum stundum meðvituð í ómeðvitaðri útgáfu af okkur sem er kannski allt öðruvísi ef við setjum hana við hliðina á út- gáfu einhvers annars og þá verða skil, flekaskil sem raspast saman. Minnið er svo skrýtið.“ Tökur á Skjálfta hafnar Útitökur Leikstjórinn og handritshöfundurinn Tinna Hrafnsdóttir í aksjón á myndinni vinstra megin. Hægra megin eru John Ingi Matta, Tómas Örn Tómasson, sem sér um stjórn kvikmyndatöku, og Egill Gestsson í fremri röð, en fyrir aftan eru frá vinstri Daníel Gylfason og Gunnhildur Helgadóttir. Morgunblaðið/Eggert Alvarlegar Aníta Briem og Edda Björgvinsdóttir ræða málin í bíl. Tónlistarmaðurinn Lewis Capaldi var sigursæll við afhendingu bresku Brit-tónlistarverðlaunanna á þriðjudagskvöldið. Hann var val- inn besti nýliðinn í dægurtónlist- inni og hreppti einnig verðlaunin fyrir besta lag, „Someone You Loved“. Það sat í sjö vikur á toppi breska vinsældalistans í vor og þá var plata Capaldis, Divinely Un- inspired to a Hellish Extent, sú söluhæsta í Bretlandi á árinu. Hún var þó ekki valin besta plata árs- ins, þau verðlaun hreppti rapp- arinn Dave fyrir plötuna Psycho- drama sem hlotið hefur mikið lof. Dave hlaut einnig Mercury- verðlaunin fyrir plötuna og er hann einungis annar listamað- urinn sem hreppir bæði þekktistu bresku tónlistarverðlaunin fyrir sömu plötu, en Arctic Monkey hlaut líka bæði árið 2006 fyrir Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not. Annar rappari, Stormzy, var valinn besti karlkyns listamað- urinn í breskri tónlist á liðnu ári og Mabel besta tónlistarkonan. Þá var Los Angeles-rapparinn Tyler – The Creator valinn besti alþjóð- legi karlkyns listamaðurinn, og hin unga Billie Eilish hélt áfram sigurgöngu sinni og tók við verð- launum sem besta konan á al- þjóðlega tónlistarsviðinu. AFP Sigursæll Lewis Capaldi hreppti verðlaun fyrir besta lagið og var jafnframt valinn besti nýliðinn. Lewis Capaldi sigurvegari Brit-verð- launanna Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  Rás 2  FBL BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN ÓSKARSVERÐLAUN4 BESTA MYNDINm.a. ÓSKARSVERÐLAUN2 BESTA FRUMSAMDA TÓNLISTm.a. HILDUR GUÐNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.