Morgunblaðið - 20.02.2020, Side 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2020
Myndin er svarthvít. Tværkonur sitja berfættar íefnismiklum tvílitumbúningi á gömlu kám-
ugu trégólfi. Hárið er bundið í hnút
og yfirbragð búninganna minnir á
klæði kvenna um aldamótin 1900 ef
ekki fyrr. Herbergið er tómlegt með
hvítmáluðum veggjum. Upp við vegg
hægra megin sést í mikið notað alda-
gamalt trékoffort atað í hvítri máln-
ingu og upp við vegg hinum megin í
rammanum sést glitta í kommóðu
með útskornu miðaldamynstri.
Fyrir framan konurnar eru tvær
skálar. Postulínsskál með hinu svo-
kallaða „Danska munstri“, eða hin-
um konunglega bláma Kaupmanna-
hafnar, framleidd af Den Kongelige
Porcelænsfabrik á 19. öldinni, er full
of brotum sem önnur konan er að
tína til og sýna hinni konunni. Sú
kona heldur á einhvers konar kjuða
sem hún á yfirvegaðan hátt notar til
að strjúka barm hvítrar skálar á
gólfinu fyrir framan hana og fram-
kallar þannig fallegan lágstemmdan
hljóm. Myndin byrjar að taka lit og í
ljós kemur að efri hluti búningsins
er í raun konunglega blár og reynd-
ar allt herbergið sem áhorfandinn er
staddur í. Konurnar eru með svart-
an augnskugga, önnur á hægra en
hin á vinstra augnloki. Inn í þennan
heim brýst stafræn mynd af iðandi
bláum marglínuhring sem birtist
sem lag yfir myndinni og hún dofnar
út í að vera svartur bakgrunnur ið-
unnar. Okkur er kippt inn í 21. öld-
ina.
Þannig er lýsing á fyrstu 45 sek-
úndunum í nýju kvikmyndaverki
Gjörningaklúbbsins – sem eru þær
Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jóns-
dóttir – Vatn og blóð, en það var
pantað af Listasafni Íslands fyrir
það sem við fyrstu sýn lítur út fyrir
að vera sérstakt kvikmyndarými
safnsins. Er það staðsett í sal 2 inn
af afgreiðslunni, og væri í raun besta
rýmið á landinu helgað kvikmyndum
myndlistarmanna og gæfi ekkert
eftir öðrum slíkum rýmum sérgerð-
um fyrir einkasýningar á kvikmynd-
um myndlistarmanna á listasöfnum í
Evrópu. Svo reynist ekki vera. Rétt
er að Gjörningakúbburinn um-
breytti rýminu sérstaklega fyrir
verkið og er það ásamt rými innan af
ein stór innsetning utan um og í
kringum kvikmyndaverkið.
Vatn og blóð er rúmlega 25 mín-
útna kvikmynd þar sem Gjörninga-
klúbburinn er innblásinn af lífi og
list Ásgríms Jónssonar listmálara
(1876-1958). Til að vera í takt við al-
þjóðlega faglega orðræðu er hér tal-
að um kvikmyndaverk sem þýðingu
á „Artist Moving Image“ (AMI) en
það er heiti sem hefur tekið yfir það
sem áður var kallað vídeólist, enda
tengist það ákveðinni tækni frekar
en fyrirbærinu sem slíku. AMI vísar
í notkun myndlistarmanna á bæði
stafrænni og analóg kvikmynda-
tækni og er notað um myndir mynd-
listarmanna frá þriðja áratug síð-
ustu aldar og fram á daginn í dag og
nær yfir bæði einrása verk og marg-
rása innsetningar, óháð því hvort
myndlistarmenn staðsetji sig í kvik-
myndahúsasamhengi eða á safni.
Áhugavert samtal
Það er stórfrétt þegar jafn metn-
aðarfullt kvikmyndaverk kemur út í
íslenskri myndlistarsögu. Hér er
ekki treyst á hið tilfallandi eða að
gera allt sjálfur heldur eru fagmenn
fengnir til að nota sérþekkingu sína
til að þjóna hugmynd Gjörninga-
klúbbsins. Kvikmyndataka og klipp-
ing í höndum Óskars Kristins Vign-
issonar er vel útpæld, bæði hvað
varðar myndbyggingu, sjónarhorn
linsunnar og hreyfingu myndavél-
arinnar. Lýsing í höndum Kjartans
Darra Kristjánssonar er betri en al-
mennt gengur og gerist í íslenskum
kvikmyndaverkum myndlistar-
manna og er oft leyst með einföldum
en áhrifaríkum hætti þar sem nátt-
úrulegt ljós fær að njóta sín og ann-
ars staðar er greinilega hugsað út í
ljósahönnun. Hljóðhönnun í höndum
Diana Queirós er unnin fyrir fimm
rásir eins og kvikmyndahúsa-dolby
og hefur afgerandi áhrif á hvernig
verkið umleikur áhorfandann sem
situr eða liggur í sérstökum vatns-
litamáluðum tungusófa. Tónlist
Ólafs Björns Ólafssonar þjónar hug-
mynd Gjörningaklúbbsins en ekki
öfugt en það er lykilatriði. Annars
væri hér um myndskreytingu að
ræða en ekki myndlist. Gjörninga-
klúbburinn ber ábyrgð á samsetn-
ingu fagmanna, leikstjórn, handriti,
útliti, búningum, skúlptúrum og
framleiðslu, eins og yfirleitt er með
kvikmyndagerð myndlistarmanna.
Útkoman er áhugavert samtal
milli listamanna en það teygir sig
síðan inn í rýmið sjálft með dökkbláa
litnum á veggjum og í rýminu innan
af þar sem stillt er saman frægri
vatnslitasjálfsmynd Ásgríms og
hreyfimyndasjálfsmynd Gjörninga-
klúbbsins. Ásgrímur notar vatnsliti
en Gjörningaklúbburinn notar einn-
ig pensil kvikmyndaformsins sem er
lýsing. Að búa til kvikmyndaverk
snýst að miklu leyti um að nota lýs-
ingu til að búa til liti og stemningu.
Það leggja þær áherslu á með því að
lýsa hvítan rýmisstóran pappírs-
skúlptúr með lituðum ljósum svipað
og Ásgrímur gerði með vatnsliti.
Brautryðjandi í þróun
Þegar haft er í huga að eitt helsta
framlag íslenskrar myndlistarsögu
er einmitt á sviði kvikmyndaverka
væri óskandi að stuðningi við gerð
slíkra verka væri komið á svipað ról
og gerist í Evrópu þar sem kvik-
myndagerð, bæði tilraunakennd og
söluvæn, stendur í miklum blóma.
Gjörningaklúbburinn hefur verið
brautryðjandi í þróun íslenskra
kvikmyndaverka myndlistarmanna
síðan á 10. áratugnum og sýnt á
mörgum merkustu stofnunum sam-
tímalistar í heiminum. Það væri við-
eigandi að sjá Kvikmyndasjóð
styrkja kvikmyndagerð myndlistar-
manna eins gert er í Evrópu þar sem
kvikmyndasjóðir eða sjóðir sem eru í
ætt við kvikmyndasjóði standa þétt
að baki listamönnum og útkoman
sýnileg í söfnum álfunnar. Um þess-
ar mundir starfar vinnuhópur á veg-
um mennta- og menningarmála-
ráðherra að því að móta kvikmynda-
stefnu Íslands til ársins 2030.
Vonandi mun þessi hópur taka tillit
til kvikmyndagerðar myndlistar-
manna og næst þegar Gjörninga-
klúbburinn kemur með nýtt verk
verði það styrkt af Kvikmyndasjóði
eða sérstökum tilraunasjóði á hans
vegum.
Farið á fjörurnar við Ásgrím
Samtal Verkið Vatn og blóð er rúmlega 25 mínútna kvikmynd Gjörningaklúbbsins, sem Jóní Jónsdóttir og Eirún
Sigurðardóttir skipa. Myndin er innblásin af lífi og list Ásgríms Jónssonar og er að hluta tekin í vinnustofu hans.
Listasafn Íslands
Vatn og blóð – Gjörningaklúbburinn
bbbbn
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi.
Verkefnastjóri sýningar: Júlía
Marinósdóttir.
Sýningin stendur til 1. mars 2020. Opið
þriðjudaga til sunnudaga 10-17.
HULDA RÓS
GUÐNADÓTTIR
MYNDLIST
Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson
Upplifun „Gjörningakúbburinn umbreytti rýminu sérstaklega fyrir verkið
og er það […] ein stór innsetning utan um og í kringum kvikmyndaverkið.“
Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson
Sjálfsmyndir Í innra rými sýningarinnar er stillt saman „frægri vatnslita-
sjálfsmynd Ásgríms og hreyfimyndasjálfsmynd Gjörningaklúbbsins.“
Stilla úr Vatn og blóð