Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
rð frá kr.
219.995
HvítuÞorpin
– fáðumeira út úr fríinu
Gönguferðum 11. júní í 7 nætur
- Jimera de Líbar
- Montejaque
– Grazalema
– Genalguacil
– Ronda
Fararstjóri: Þóra Katrín Gunnarsdóttir
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Mikillar óánægju gætir meðal
borgarfulltrúa minnihlutans í
Reykjavíkurborg vegna tillögu að
deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal sem
meirihluti borgarráðs samþykkti að
setja í auglýsingu sl. fimmtudag.
Fulltrúar meirihlutans eru m.a.
sakaðir um að stunda ógegnsæ vinnu-
brögð og að hundsa vilja borgarbúa
án haldbærra skýringa. Borgar-
fulltrúi Miðflokksins vill að ríkið frið-
lýsi Elliðaárdalinn „til þess að koma
dalnum úr klóm meirihlutans“.
Í tillögunni sem meirihlutinn sam-
þykkti um deiliskipulagið eru afmörk-
uð og skilgreind hverfisverndarsvæði
í dalnum og grein gerð fyrir helstu
göngu- og hjólastígum og nýjum
þverunum yfir Elliðaárnar auk þess
sem útivistar- og áningarstaðir eru
skilgreindir. Tillagan gerir ekki ráð
fyrir nýjum byggingum í dalnum
„nema á rafstöðvarsvæðinu“ eins og
það er orðað í bókun fulltrúa Samfylk-
ingarinnar, Viðreisnar og Pírata.
Vilja sjá meiri sátt
Gagnrýni minnihlutans snýr einna
helst að því að svæðið sem hefur verið
nefnt Stekkjarbakki Þ73 er ekki hluti
af Elliðaárdalnum samkvæmt drög-
um að deiliskipulagi.
„Upphaflega var gert ráð fyrir því
að Stekkjarbakkinn væri hluti af
Elliðaárdalnum en nú er búið að
skera hann í burtu. Við hefðum viljað
sjá borgargarðinn stærri og meiri
sátt um mörkun dalsins,“ segir Eyþór
Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins,
í samtali við Morgunblaðið.
Undir það tekur Vigdís Hauks-
dóttir, oddviti Miðflokksins.
„Fjármagnsöflin eru þarna að sýna
klærnar. Ég veit ekki hvaða samning-
ar eru á bak við þetta en það er með
ólíkindum hvernig þessu er haldið til
streitu í andstöðu við allt og alla,“
segir Vigdís.
Hún kallar einnig eftir meira sam-
ráði og frekari upplýsingum.
„Við í minnihlutanum fáum ekki al-
mennilegar upplýsingar og sjáum
aldrei heildarmyndina.“
Kolbrún Baldursdóttir, Flokki
fólksins, gagnrýnir sömuleiðis skort á
samráði við bæði fulltrúa minnihlut-
ans og borgarbúa sem hún segir
meirihlutann hafa lofað fyrir kosn-
ingar. „Það er þvílíkt kjaftæði og það
er ekkert slíkt í gangi hjá þessum
meirihluta.“
Kolbrún segist skynja ótta og kvíða
um framtíð Elliðaárdalsins og telur
að það verði að staldra við til að hlusta
á raddir borgarbúa.
Dalurinn skorinn niður
Drögin að deiluskipulaginu hafa
einnig verið gagnrýnd af formanni
Hollvinasamtaka Elliðaárdals. Sam-
tökin standa fyrir undirskriftasöfnun
til að reyna að knýja borgina til þess
að halda íbúakosningu um uppbygg-
ingu í og við Elliðaárdalinn. Halldór
Páll Gíslason, formaður samtakanna,
sagði í samtali við mbl.is um helgina
að búið væri að skera Elliðaárdalinn
mikið niður. „Frá því að hollvinasam-
tökin voru stofnuð hefur dalurinn
minnkað úr tæplega 400 hekturum
niður í 190 hektara.“
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
borgarfulltrúi Pírata og formaður
skipulags- og samgönguráðs, segir að
um óþarfa áhyggjur sé að ræða enda
verði Elliðaárdalurinn áfram vernd-
aður, muni hafa „nægt rými til að
anda“ og verði áfram mikilvægt
grænt svæði í borginni.
„Varðandi Rafstöðvarveginn er í
raun bara verið að tala um mjög litla
uppbyggingu við gömlu rafstöðina,“
bætir hún við.
Auður Önnu Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, lýsti um
helgina yfir stuðningi við undir-
skriftasöfnun Hollvinasamtaka El-
liðaárdalsins, í samtali við mbl.is. Hún
telur að fyriráætlanir um uppbygg-
ingu í og við Elliðaárdalinn séu „að-
eins of stórkarlalegar“ og gangi of
langt inn á græn svæði innan höfuð-
borgarsvæðisins.
„Við teljum að það þurfi að standa
vörð um græn svæði nálægt þéttbýli
líka og við teljum að þessar fyriráætl-
anir þarna gangi of langt.“
Spurð um ummæli Auðar sagðist
Sigurborg ekki geta tekið undir þau
enda væri fyrirhuguð uppbygging til
bóta fyrir svæðið í heild meðal annars
með því að auka útivist og aðgengi að
Elliðaárdalnum.
Hvorki náðist í Dag B. Eggertsson
borgarstjóra né Pawel Bartoszek,
fulltrúa Viðreisnar í skipulagsráði, við
vinnslu fréttarinnar.
Elliðaárdalur Svona gæti útsýnið orðið yfir Elliðaárdalinn þegar gróðurhús Biodome hefur risið, nái þau áform fram að ganga.
Enn deilt um Elliðaárdal
Deiliskipulag sagt skera dalinn mikið niður Talsmaður Landverndar segir
fyrirhugaða uppbyggingu ganga of langt Óþarfa áhyggjur segir Sigurborg Ósk
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gönguferð Elliðaárdalur er eftirsótt útivistarsvæði hjá almenningi.
Hollvinasamtök Elliðaárdals, sem
hafa staðið að undirskriftasöfnun
undanfarið til að knýja fram íbúa-
kosningu um
skipulag og upp-
byggingu í og við
Elliðaárdalinn,
hafa kært fram-
kvæmd Þjóð-
skrár Íslands á
undirskriftasöfn-
uninni til sam-
göngu- og
sveitarstjórnar-
ráðuneytisins.
Kæran byggir
á því að þýðið sem liggur til grund-
vallar undirskriftasöfnuninni sé of
lítið, þar sem íbúar á Kjalarnesi hafi
ekki getað skrifað undir vegna mis-
taka hjá Þjóðskrá Íslands.
Formaður Hollvinasamtakana,
Halldór Páll Gíslason, segir að mis-
tökin hafi fyrst komið í ljós 14. febr-
úar og tilkynning um þau hafi verið
send til Þjóðskrár. Í kjölfarið hafi
samtökunum verið tilkynnt að mis-
tökin hefði verið löguð og að póst-
númerum á Kjalarnesi hefði verið
bætt við undirritunarkerfið.
Þurfa 18 þúsund undirskriftir
Um helgina kom þó í ljós að ein-
ungis annað af tveimur póstnúmer-
um á Kjalarnesi hafði verið skráð í
kerfið og íbúar í póstnúmeri 161
gátu ekki enn skrifað undir. Var því
tekin ákvörðun um að kæra fram-
kvæmdina til ráðuneytisins.
Þegar mistökin uppgötvuðust
fyrst óskuðu samtökin eftir lengri
fresti til að safna undirskriftum en
þeirri beiðni var hafnað af bæði
Reykjavíkurborg og Þjóðskrá.
Í gær höfðu rúmlega níu þúsund
manns skrifað undir en rúmlega 18
þúsund undirskriftir þarf til að
knýja fram kosningu. Söfnunin
stendur yfir til 28. febrúar.
thor@mbl.is
Kæra fram-
kvæmd
Þjóðskrár
Rúmlega 9 þúsund
hafa skrifað undir
Halldór Páll
Gíslason
Morgunblaðið/Ómar
Fjöldi Íslendinga hefur þurft að
framlengja dvölina á Kanaríeyjum
vegna sandstorms sem gengur yfir
eyjuna. Hundruðum flugferða var
aflýst í gær, þar á meðal flugi Nor-
wegian milli Keflavíkur og Tenerife,
fjölmennustu eyju Kanaríeyja. Óvíst
er hvort flogið verður í dag. Að sögn
Karls Rafnssonar, fararstjóra ferða-
skrifstofunnar Vita, kemur sandur-
inn frá Sahara-eyðimörkinni, en
Tenerife er um 100 kílómetrum und-
an ströndum Marokkó. Slíkir storm-
ar eru þekktir, en ástandið hefur þó
ekki verið jafnslæmt í 20 ár. Styrkur
svifryks í andrúmslofti mældist í
gær tífaldur á við það sem eðlilegt
þykir.
Ólafur Stephensen er einn þeirra
Íslendinga sem staddir eru á Tene-
rife. Í samtali við mbl.is sagði Ólafur
að hann hefði vaknað við fjúkandi
sólhlífar og garðhúsgögn og skemmt
sér við að horfa á gervigras flettast
af íþróttavelli. Hann sagði heima-
menn taka ástandinu með miklu
jafnaðargeði, þeir væru glaðir og
kátir, en þó undarlega illa undir-
búnir miðað að storminum hefði ver-
ið spáð með góðum fyrirvara. »13
Sandstormur á Kanaríeyjum
Hundruðum flugferða aflýst Sandur berst frá Sahara
Ljósmyndir/Anna Birna Sæmundsdóttir
Sandstormur Svona var útsýnið af svölum fjölbýlishúss á Costa Adeje á Tenerife í gær, þaðan sem sést til sjávar í
góðu skyggni. Myndin til vinstri var tekin í hádeginu í gær en sú til hægri var tekin um þremur tímum síðar.