Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 15
Ég fór nýverið fyrir hópi fólks á Íslandi sem hefur sérþekkingu á ýmsu sem snýr að sjálfbærni Ís- lands í framleiðslu grænmetis- afurða. Margt athyglisvert kom fram í starfi okkar og var hópur- inn kallaður fyrir ráðherranefnd um matvælastefnu sem forsætis- ráðherra leiðir. Samkeppnisforskot í gæðum Víða í Evrópu eru gróðurhús á mörgum hekturum lands sem brenna gasi, ol- íu eða jafnvel kjarnorku til að kynda og lýsa gróðurhús. Allir valkostirnir losa mikið kol- efni. Á ökrunum við Viktoríuvatn í Afríku keppa íslenskir blómabændur við sólarljósið og mánaðarlaun verkamanns á akrinum eru um 2.500 kr. eða sem nemur tímakaupi á Ís- landi. Kolefnisspor afurða sem eru ræktuð við þessi skilyrði eru margföld á við íslenska framleiðslu, þar sem hún stendur í hillum verslana um land allt. Stærðarhagkvæmnin og ýmsar náttúrulegar ytri aðstæður gefa er- lendri framleiðslu vissulega nokkurt forskot en að öðru leyti er framleiðsla þeirra varla með tærnar þar sem Ísland er með hælana þegar kemur að heilnæmi umhverfisins og kolefnisspori vörunnar. Þessum áskorunum verður íslensk fram- leiðsla að mæta með stórsókn í framleiðslu hágæða afurða úr frjóum sverði sem hreint landið býr yfir. Græn ódýr orka, nýsköpun og efling hefðbundinnar garðyrkju getur gert landið sjálfbært á eigin framleiðslu og gefið samkeppnisforskot þegar horft er til gæða. Tækifærið liggur í ódýrri endurnýjanlegri orku og stöðugleika í flutningskostnaði raf- orku til garðyrkjunnar. Frjór jarðvegur Við höfum stuðlað að framleiðslu á vist- vænu áli og næsta stóra skref í uppbyggingu á Íslandi er græna stóriðjan sem nýtir ódýra orku til lýsingar í gróðurhúsum sem fram- leiða einstaka vöru á heimsmælikvarða. Stefnum að sjálfbæru Íslandi í allri fram- leiðslu garðyrkjuafurða, korni og höfrum, þar sem gæði landsins, sjálfbær orka, frjór jarð- vegur og hreint vatn er sérstaðan. Tækifærið er núna og framlag stjórnvalda á að vera að tryggja samninga um ódýra orku til langs tíma og lán á litlum eða engum vöxtum gæti tryggt afkomuna enn frekar. Garðyrkjulandið Ísland á að mínu mati að taka forystu í ræktun heilnæmra afurða sem fullnægja eftirspurn á innanlandsmarkaði. Til þess að svo megi verða þarf áræði, framtíðar- sýn og stöðugleika í rekstrar- umhverfi. Íslensk framleiðsla skilar fimm sinnum minna kolefnisspori en innfluttar af- urðir, og hlutur garðyrkj- unnar í matvælaframleiðslu landsins í dag er 7,6% en kol- efnissporið er 1% af losuninni. Þessi staða er dauðafæri fyrir þátttöku og framlag Íslands í minni losun kolefnis. Opin gróðurhús þar sem fólk kem- ur og sér matinn verða til og fær að taka þátt í framleiðslu- ævintýrinu, bókstaflega heyra plönturnar vaxa, eru hluti af framtíðarsýn- inni. Olía fyrir allan flotann Fleira getum við gert. Með því að rækta 160.000 hektara af repju, sem er álíka stórt svæði og Sólheimasandur og Mýrdalssandur, er hægt að framleiða 160.000 tonn af repju- olíu. Til samanburðar notar allur fiskiskipa- flotinn okkar 130.000 tonn. Hver hektari skil- ar því einu tonni af olíu, sem er ótrúlega hátt afurðargildi. Hver hektari dregur sex tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á vaxtartíma plantnanna og við brennslu olíunnar kemur helmingur til baka. Ávinningurinn er veru- legur. Við gætum nær hætt innflutningi á olíu. Hefjumst handa með aðgerðaáætlun um ræktun olíujurta til framleiðslu eldsneytis sem gæti tekið okkur 5-10 ár. Við vinnslu repjunnar eru fræ hennar skilin frá stráum, sem eru helmingur lífmassans. Í raun verður repjuolían aukaafurð í þessari framleiðslu því 320.000 tonn af fóðurmjöli eru mestu verð- mætin sem nota má við svína-, nauta- og lax- eldi. Þá gefa pressuð repjufræin 160.000 tonn af repjuolíu. Ávinningurinn gæti hlaupið á milljarðasparnaði í innfluttri olíu og stór- felldri minnkun á kolefnisspori landsins. Þessi vinna og vitneskja er til staðar og við getum hjólað í verkefnið nú þegar. Sér- fræðihópurinn sem ég fór fyrir er í starthol- unum en því miður hefur enginn haft sam- band eftir fundinn með ráðherranefndinni. Eftir Ásmund Friðriksson »Með því að rækta 160.000 hektara af repju er hægt að framleiða 160.000 tonn af repjuolíu en fiskiskipaflotinn notar 130 þúsund tonn. Ásmundur Friðriksson Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfbærni Íslands með garðyrkjuafurðir og olíu hverjum með sínum hætti. Sam- göngukerfi landsins er hægt að líkja við æðakerfi og byggir það á vegakerfi, flugi og siglingum. Allir vegir liggja til Rómar var eitt sinn sagt og það er ekki að ástæðulausu. Tenging höfuð- borga við aðrar byggðir hefur í alla tíð talist grundvöllur fyrir velsæld. Þegar Rómaveldi var upp á sitt besta voru samgöngu- málin í lagi og áhersla var lögð á skilvirka tengingu Rómaborgar við aðra hluta veldisins. Erlendis eru járnbrautarstöðvar í höfuð- borgum og tengja höfuðborg við aðra landshluta. Mikilvægi þeirra er ekki síðra en vegakerfisins og engum myndi koma það til hugar að fjarlægja þær fyrir bygging- arland. Járnbrautir henta þó ekki á Íslandi en við höfum þess í stað Reykjavíkurflugvöll, sem er stolt okkar höfuðborgarbúa og allra sem vita að við Reykvíkingar berum skyldur til landsbyggðar. Hér er Landspítalinn, Há- skóli Íslands og stærsti hluti stjórnsýslunnar. Á meðan sveitirnar gegna hlutverki lífs- nauðsynlegra líffæra er Reykjavík hjartað og því miður hefur ekki verið hugað að hjartanu. Höfuðborgin og hlutverk hennar sem höfuð- borg hefur verið vanrækt. Hjartað er komið með kransæðastíflur og æðakerfið frá hjart- anu er illa haldið. Fyrir það fyrsta hefur verið unnið spell- virki á Reykjavíkurflugvelli, hjartanu okkar í Vatnsmýrinni. Það var gert þrátt fyrir að þá stærsta undirskriftasöfnun lýðveldissög- En þó við flóann byggðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð, – ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. – Þeir segja, að hér sé hættan mest og hérna þróist frónskan verst og útlend tíska temjist flest og tungan sé í nauð. Án Íslands væri íslenska þjóðin heimilislaus og án Íslendinga væri hún munaðarlaus. Þótt þetta náttúrulögmál sé sjaldan rætt og hvað þá á dýpri heimspeki- legri grunni hefur þetta verið límið sem bind- ur þjóðina saman og hefur gefið okkur sam- stöðukraftinn þegar á hefur reynt. Land- helgisdeilan er gott dæmi og Icesave annað og nýlegra. Viðbrögð við náttúruhamförum ber einnig að nefna. Íslenska þjóðin hefur alltaf verið samhent þegar að henni er vegið. Það er stundum sagt að traust sé áunnið en það er ekki alveg rétt þótt hægt sé að ávinna sér traust. Traust er að auki meðfætt. Traust til móður hefst við fæðingu, við treystum fjöl- skyldunni okkar betur en ókunnugum og hvort sem okkur líkar það betur eða verr er íslenska þjóðin fjölskyldan okkar. Trausti er þó hægt að glata með margvíslegum hætti. Landið okkar Ísland er stórt land og strjál- býlt sem öllum Íslendingum þykir vænt um, Eftir Viðar Guðjohnsen » Stjórnsýsluhlutverk borg- arinnar er fast í krumlum stjórnvaldssjúkra búrókrata með óheyrilegum kostnaði, bæði beinum og óbeinum. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Hjarta landsins unnar hafi farið fram honum til varnar og að allar mælingar sýni algjöran stuðning við hann þar sem hann er. Fylgishrun Sjálf- stæðisflokksins í borginni má að hluta til rekja til þess að borgarfulltrúar flokksins vanvirtu landsfundarályktanir og skýran flokksvilja í því máli. Traustið féll, hefur ekki verið endurheimt og verður ekki endurheimt á meðan fulltrúarnir ganga ekki í takt og af heilindum í því máli. Spellvirki hafa jafnframt verið unnin á vegakerfi borgarinnar, bílastæðum og bygg- ingum, sem skilar sér í mengandi kransæða- stíflu á hverjum degi. Háhýsi eru hvorki fal- leg né fjölskylduvæn en fjölskyldan er burðarstoð samfélagsins. Bílastæðaskortur lengir þann tíma sem bifreið er í gangi. Bíll í lausagangi mengar en það lögmál gildir einn- ig um bílinn sem er kyrrstæður því engin bílastæði finnast. Holótt og þröngt vegakerfi með umferðarljósum þar sem mislæg gatna- mót eiga að vera mengar, er ekki fjölskyldu- vænt og hefur engan ávinning. Stjórnsýsluhlutverk borgarinnar er ofan á það fast í krumlum stjórnvaldssjúkra búrók- rata með óheyrilegum kostnaði, bæði beinum og óbeinum. Hvernig má það vera að ekki sé hægt að byggja lítil fjölskylduvæn einbýlis- hús lengur? Það var gert ekki fyrir svo löngu með litlum kostnaði. Oftast voru það eigend- urnir sjálfir sem sáu um þorrann af fram- kvæmdunum og þessi hús standa enn og lengur en margar nýrri monthallir. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem gat heillað borgarbúa þegar fulltrúar hans hlustuðu og báru virðingu fyrir hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborg. Nú er flokkur- inn aðeins skugginn af sjálfum sér. Fyrir þessari stöðu liggja margar ástæður eins og oft hefur verið nefnt og þarf að nefna. Meginástæðuna tel ég þó vera að fulltrúar hafa misst sjónar á stóra samhenginu; hvað það er sem sameinar okkur undir hinum fal- lega fána, hvers vegna landnámsmenn settust hér að, á hvaða óumsemjanlegu gildum Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður, hvers vegna fálkinn varð fyrir valinu sem kennimerki okk- ar sjálfstæðismanna, hvers vegna Valhöll – sem byggð var af flokksmönnum – er þar sem hún er, af hverju flestar flokkseiningar bera nöfn úr goðafræðinni þótt flokkurinn hafi í alla tíð haldið vörð um kirkjuskipan landsins, af hverju forystumenn flokksins fyrrum börð- ust fyrir eignarhaldi hins opinbera á orku- verum eða að aðeins íslenskir ríkisborgarar gætu keypt hér fasteignir. Sjálfstæðisflokkurinn var nefnilega ekki bara stofnaður sem stjórnmálaflokkur. Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður sem órjúfan- legur hluti af sál þjóðarinnar. 15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 Krunk Krummi einn lét ófriðlega ofan á skilti heildverslunar Garra í Hádegismóum. Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.