Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 6
samræmi við þær
heimildir sem ég
hafði kynnt mér
og gert skissur
samkvæmt,“ segir
Ásgeir Gunnar
Jónsson í Stykkis-
hólmi. Hann kom
að þessu máli sem
fulltrúi hluta land-
eigenda í Skjalda-
bjarnarvík, en það
er nyrsta jörð í Strandasýslu. Ásgeir
segir að landeigendur á þessum slóð-
um hafi jafnan litið svo á að jörðum
þeirra tilheyrði land upp á miðjan jök-
ul, það er að vatnaskilum. Í seinni tíð
hafi óbyggðanefnd þó jafnan komist
að þeirri niðurstöðu að jöklar séu
þjóðlendur. Í ljósi þess hafi niðurstað-
an í þessu máli í raun blasað við allan
tímann sem meðferð þess hafi tekið.
Stöðva virkjunarbrölt
„Niðurstaðan er mjög jákvæð,“
segir Elías Kristinsson á Dröngum,
sem er harður andstæðingur virkj-
unar. „Nú er að koma í ljós, sem ég og
fleiri staðkunnugir hafa vitað, að jörð-
in Engjanes hefur aldrei átt land
nema að ósum Eyvindarfjarðarár.
Vesturverk hélt hins vegar hinu gagn-
stæða fram. Þjóðlendunefnd með alla
sína sérfræðinga hefur nú fundið öll
þau gögn sem staðfesta álit heima-
manna. Fleira styður þetta álit.“
Elías segir úrskurð Óbyggðanefnd-
ar breyta því í virkjunarmálum að
Eyvindarfjarðará falli aldrei til Hval-
árvirkjunar því sá staður tilheyri jörð-
inni Drangavík og meirihluti landeig-
enda þar sé mótfallinn virkjun. „Ég
vona að nú megi stöðva þetta virkj-
unarbrölt og við getum snúið okkur
að uppbyggilegri málum, svo sem á
sviði náttúruverndar,“ segir Elías enn
fremur.
Landið er sautján einingar
Óbyggðanefnd var stofnuð 1998 til
að fjalla um hvaða svæði á landinu
væru utan eignarlanda og því úr-
skurðuð þjóðlendur. Landinu er skipt
í 17 einingar og var Drangajökuls-
svæði það 13. sem nefndin úrskurðaði
um. Alls teljast 42% lands sem nefnd-
in hefur lokið meðferð á til þjóðlendna
en 58,3% eru eignarlönd.
Af þeim hluta miðhálendisins sem
nefndin hefur lokið meðferð á eru
86% þjóðlendur en 14% eignarlönd.
Hafin er nú vinna við tvö svæði á
Vestfjörðum, en eftir er að skoða mál
á Austfjörðum og er sömuleiðis um-
fjöllun um eyjar og sker við landið
óunnið verk.
Þjóðlendumörk í Strandasýslu
Hólmavík
Borðeyri
Búðardalur
Mörk Strandasýslu ásamt
fyrrum Bæjarhreppi
Suðausturhluti
Drangajökuls
Fyrirhuguð
Hvalárvirkjun
FYRRUM
BÆJAR-
HREPPUR
STRANDA-
BYGGÐ
KALDRANANES-
HREPPUR
ÁRNES-
HREPPUR
Drangajökull
Húnaflói
Niðurstaða
óbyggðanefndar er
að suðausturhluti
Drangajökuls sé utan
eignarlanda og því
þjóðlenda
Heimild: Úrskurður Óbyggðanefndar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Í fljótu bragði sjáum við ekki að
þessi úrskurður hafi nein áhrif á virkj-
unaráformin og mögulega er niður-
staðan frekar jákvæð verkefninu en
hitt,“ segir Birna Lárusdóttir, tals-
maður Vesturverks ehf., en sl. föstu-
dag kvað Óbyggðanefnd upp þann úr-
skurð að suðausturhluti Dranga-
jökuls, áhrifasvæði Hvalárvirkjunar
sem Vesturverk hf. áformar að reisa,
væri þjóðlenda.
Kröfur og athugasemdir bárust frá
eigendum nyrstu jarða í Árneshreppi,
það er Skjaldabjarnarvíkur, Dranga,
Drangavíkur, Engjaness og Ófeigs-
fjarðar. Töldu þeir einstaka hluta
jökulsins innan marka lendna sinna.
Niðurstaða Óbyggðanefndar var þó á
hinn veginn.
Drangajökull var eina svæðið sem
Óbyggðanefnd fjallaði um, enda úr-
skurðar nefndin einungis um svæði
sem ríkið krefst að teljist til þjóð-
lendna. Óbyggðanefnd segir engin
landamörk gefa til kynna að eignar-
lönd nái inn á Drangajökul þar sem
hann sé innan landamæra Stranda-
sýslu. Deilt hefur verið um hvort
áformuð virkjun og uppistöðulón séu
innan marka jarðarinnar Engjaness,
sem virkjunarsinnar eiga, eða
Drangavíkur, en þá jörð á fólk sem er
mótfallið byggingu virkjunar. Þjóð-
lendur lúta hins vegar yfirráðum
ríkisins.
Unnið að breytingum
Birna Lárusdóttir hjá Vesturverki
segir að um þessar mundir sé unnið
að seinni áfanga breytinga á aðal- og
deiliskipulagi Árneshrepps, þ.e.
svæðinu þar sem fyrirhugað virkjun
verður. Tillögurnar hafa verið sendar
sveitarstjórn til umfjöllunar og eru
þær nú í kynningarferli auk þess sem
Skipulagsstofnun tekur þær til með-
ferðar. Ef allir umsagnarfrestir halda
sér má reikna með að hægt verði að
veita framkvæmdaleyfi á grundvelli
hins nýja skipulags seint á þessu ári.
„Niðurstöður Óbyggðanefndar
koma ekki á óvart og voru alveg í
Báðar fylkingar fagna úrskurði
Óbyggðanefnd úrskurðar suðausturhluta Drangajökuls sem þjóðlendu Bæði Vesturverk og
andstæðingar Hvalárvirkjunar túlka niðurstöðuna sér í hag Vesturverk telur áhrif á virkjunina engin
Birna
Lárusdóttir
Ásgeir Gunnar
Jónsson
Morgunblaðið/RAX
Árneshreppur Hluti svæðisins sem Hvalárvirkjun gæti haft áhrif á.
Elías
Kristinsson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími 7.30-16.30
Sími 557 8866
pantanir@kjotsmidjan.is
Komdu við
eða sérpantaðu
Gæða
kjötvörur
Úrval af saltkjöti
til að sprengja sig út
á sprengidaginn
Margir ráku upp stór augu í Urr-
iðaholti í Garðabæ um helgina þar
sem Tarek Zaqout stóð í umfangs-
miklum vatnamælingum rétt ofan
við verslunarmiðstöðina Costco.
Í hverfinu eru stundaðar um-
fangsmiklar rannsóknir á gróður-
rásum en það er fyrsta hverfið á Ís-
landi sem hannað er með tilliti til
sjálfbærra ofanvatnslausna.
Tarek er kominn um langan veg
til rannsóknarstarfa hér á landi.
Hann stundar doktorsnám við Há-
skóla Íslands undir handleiðslu dr.
Hrundar Ólafar Andradóttur, pró-
fessors í umhverfisverkfræði. Tarek
er Palestínumaður og uppalinn á
Gaza-svæðinu. Hann virtist þó ekki
láta kuldann trufla sig um helgina og
hélt ótrauður rannsóknarstarfinu
áfram. Veðrið skemmdi þó ekki fyrir
og voru margir á ferli, m.a. hjól-
reiðafólk sem nýtti sér greiðfæra
göngustígana í hverfinu.
Morgunblaðið/Stefán Einar
Urriðaholt Tarek Zaqout við rannsóknir sínar um helgina.
Um langan veg til
vatnsrannsókna