Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
UMFERÐAREYJAR
Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Til eru margar tegundir af skiltum,
skiltabogum og tengistykkjum sem
passa á umferðareyjarnar.
Öldungadeildar-
þingmaðurinn
Bernie Sanders
vann öruggan
sigur í forvali
Demókrata-
flokksins í
Nevada-ríki í
Bandaríkjunum
á laugardag.
Þegar 60% at-
kvæða hafa verið
talin hefur Sanders hlotið 46% at-
kvæða, ríflega tvöfalt meira en Joe
Biden, fyrrverandi varaforseti, sem
kemur næstur. Þriðji var Pete But-
tigieg, fyrrverandi borgarstjóri í
South Bend.
Forvali er nú lokið í þremur ríkj-
um og hefur Sanders hlotið flesta
kjörmenn, en næstur kemur Buttig-
ieg. Næst verður kosið í Suður-
Karólínu á laugardag, en línur taka
fyrst að skýrast 3. mars er kosið
verður í fimmtán ríkjum á svoköll-
uðum ofurþriðjudegi.
BANDARÍKIN
Stórsigur Bernie
Sanders í Nevada
Bernie
Sanders
Palestínskir
vígamenn úr
samtökunum Ísl-
amskt jíhad á
Gaza-strönd
skutu í gær eld-
flaugum yfir á
landsvæði Ísr-
aels. Engan sak-
aði í árásunum.
Í yfirlýsingu frá
samtökunum segir að árásin sé
svar liðsmanna þess að Ísraelar
hafi drepið félagsmann þeirra
fyrr um daginn og þeir hefni
þannig fyrir „glæpi síonískra
óvina“.
Talsmaður Ísraelshers segir að
mennirnir tveir sem Ísraelar
drápu fyrr um daginn hafi verið
hryðjuverkamenn og í þann mund
að koma fyrir sprengju við landa-
mæragirðinguna. Þá segir að
tuttugu flaugum hafi verið skotið
á landsvæði Ísraels en að
eldflaugavarnarkerfi hersins hafi
stöðvað tíu þeirra.
ÍSRAEL OG PALESTÍNA
Tuttugu eldflaugum
skotið á Gaza
Gaza-strönd.
Farbann hefur verið lagt á í nokkr-
um bæjum í norðurhluta Ítalíu vegna
kórónuveirunnar. 130 tilfelli veir-
unnar hafa verið staðfest í landinu,
langtum fleiri en í nokkru öðru Evr-
ópuríki. Þá hafa þrír látist á Ítalíu af
völdum hennar. Um 50.000 íbúum í
héruðunum Venetó og Langbarða-
landi í námunda við stórborgirnar
Feneyjar og Mílanó er nú óheimilt
að yfirgefa bæi sína nema að fengnu
sérstöku leyfi. Þá hefur skólahald
verið fellt niður og ýmsum viðburð-
um aflýst. Ákveðið var að ljúka kjöt-
kveðjuhátíðinni í Feneyjum tveimur
dögum fyrr en til stóð, af sömu
sökum. Ítölsk heilbrigðisyfirvöld
segja að enn sé reynt að hafa uppi á
upptökum veirunnar. Grunur beind-
ist upphaflega að viðskiptamanni
sem hafði snúið til Langbarðalands
frá Kína, en hann reyndist ekki
sýktur.
Á fundi með fjármálaráðherrum
og seðlabankastjórum G20-ríkjanna
í gær sagði Kristalina Georgiva,
framkvæmdastjóri Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, að útbreiðsla veirunn-
ar kynni að ógna viðkvæmum bata
heimshagkerfisins.
Landamærum að Íran lokað
Í Íran hafa 43 greinst með veir-
una, flestir í heilögu borginni Qom.
Þá eru átta látnir, sem er mesti fjöldi
utan Kína. Nágrannaríkin Írak, Pak-
istan, Armenía og Tyrkland hafa öll
lokað landamærum sínum að Íran,
auk þess sem stjórnvöld í Afganistan
hafa lokað fyrir flug- og vegasam-
göngur milli ríkjanna.
Í Suður-Kóreu hefur hæsta við-
búnaðarstigi verið lýst yfir vegna
veirunnar, en þar í landi hafa sex lát-
ist og yfir 600 greinst með veiruna.
Farbann í bæjum Norður-Ítalíu
130 tilfelli kórónuveiru eru staðfest á Ítalíu Nágrannaríki loka landamærum
að Íran vegna veirunnar Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Suður-Kóreu
AFP
Veira Íbúar í smábænum Casalp-
usterlengo hafa varann á.
Sandstormur gengur nú yfir Kanaríeyjar og
lágu flugsamgöngur niðri í gær vegna þessa.
Sandurinn á upptök sín í Sahara-eyðimörkinni,
en eyjarnar eru um 100 kílómetra undan strönd-
um Marokkó. Veðurstofa Kanaríeyja hefur var-
að við vindhviðum sem gætu náð allt að 33 m/
sek. Veðrið hefur einnig haft áhrif á ferðalög
með ferjum og hamlað björgunaraðgerðum
vegna skógarelda í Tasarte á Kanaríeyjum.
AFP
Flugsamgöngur á Kanaríeyjum lágu niðri
Leiðtogafundi Evrópusambandsins
lauk á föstudag án þess að sam-
komulag næðist um fundarefnið,
fjárhagsramma sambandsins til
næstu sjö ára. Deilt er um fjár-
mögnun ESB nú þegar Bretar hafa
yfirgefið sambandið. Bretland var
eitt þeirra ríkja sem greiddu meira
til sambandsins en þau fengu í bein-
ar endurgreiðslur, en mismunurinn
nam um 11 milljörðum evra á ári.
Flest aðildarríki sambandsins vilja
mæta þessu með því að hækka fram-
lag aðildarríkja, sem nú miðast við
1% af vergum þjóðartekjum. Lagði
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs
sambandsins, til að framlög yrðu
hækkuð í 1,069% en sú tillaga mætti
andstöðu úr báðum áttum. Annars
vegar frá fjórum ríkjum sem hafa
lýst sig andvíg auknum útgjöldum,
Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og
Hollandi, en hins vegar frá 17 ríkj-
um sem þiggja meira en þau leggja
til sambandsins. Hafa þau ríki, sem
nefna sig Vini samheldninnar, lagt
til að framlög verði aukin enn frekar.
alexander@mbl.is
AFP
Leiðtogafundur Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði fundinn sýna
að Evrópusambandið þyrfti ekki Breta til að sýna óeiningu.
Deilt um framtíðar-
fjármögnun ESB
Engin niðurstaða á leiðtogafundi