Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skútustaðahreppur ætlar að sporna
við frekari útbreiðslu ágengra
gróðurtegunda á borð við lúpínu og
kerfil. Á fundi umhverfisnefndar
sveitarfélagsins 19. febrúar kom
fram að ljóst væri að vandamálið færi
vaxandi og umfang verkefnisins væri
mjög mikið. „Virkja þarf almenning
betur og leggja meiri kraft og vinnu í
verkefnið. Kortleggja þarf betur ár-
angur aðgerða og auka samhæfingu
og eftirfylgni með einstökum að-
gerðum,“ segir í fundargerð.
Starfshópur var myndaður um að-
gerðir til upprætingar og heftingar á
útbreiðslu kerfils, lúpínu og njóla í
sveitarfélaginu. Formaður hans er
Sigurður Böðvarsson varaoddviti.
Hópurinn telur mikilvægt að fá verk-
efnastjóra til að stýra verkinu með
markvissum hætti.
Lagt er til að tvö svæði, lúpínu-
svæði við Sandvatn og kerfilssvæði
við Geiteyjarströnd, bæði strönd,
eyjar og hólmar, verði hnituð og
kortlögð nákvæmlega svo að hægt
verði að fylgjast með árangri, ekki
síst af mismunandi aðgerðum. Lagt
er til að haldinn verði opinn
kynningarfundur fyrir íbúa í apríl
næstkomandi.
Í stöðuskýrslu um heftingu á út-
breiðslu ágengra plöntutegunda í
Mývatnssveit kemur fram að starfs-
hópurinn hafi forgangsraðað aðgerð-
um gegn skógarkerfli og lúpínu.
Ákveðið var að hvetja landeigendur
til að uppræta njóla og þistil á sínu
landi. Í fyrrasumar var lögð áhersla
á að uppræta skógarkerfil og lúpínu
innan verndarsvæðis Mývatns og
Laxár og á svæðum með sérstæðum
jarðmyndunum.
Skógarkerfill var stunginn upp
fyrri hluta sumars en sleginn og
reyttur þegar á leið, til að koma í veg
fyrir fræmyndun.
Alaskalúpína var ýmist slegin eða
reytt. Stakar plöntur voru stungnar
upp með rótum. Helstu lúpínusvæðin
sem unnið var á voru norðan við
Sandvatn og einnig Reykjahlíð,
Námaskarð og Jarðbaðshólar. Þá
voru dreifðar plöntur í landi Arnar-
vatns upprættar.
Landeigendur voru beðnir að upp-
ræta njóla en þistill þroskaðist ekki í
fyrrasumar, líklega vegna tíðarfars.
Innlendir og erlendir sjálfboða-
liðar lögðu verkefninu lið í fyrra-
sumar auk landeigenda. Á meðal
sjálfboðaliðanna voru nemendur frá
Bandaríkjunum, félagar í Fjöreggi
og sjálfboðaliðar á vegum Um-
hverfisstofnunar.
Í skýrslulok minnir starfshópur-
inn á að þetta sé aðeins upphafið að
mjög stóru verkefni. Mikið sé enn
eftir óunnið og nauðsynlegt að halda
stöðugt áfram. „Þetta er eingöngu
verkefni, ekki vandamál.“
Lýsa yfir stríði
gegn ágengum
tegundum
Mývetningar ætla að uppræta
skógarkerfil, lúpínu, njóla og þistil
Ljósmynd/Skútustaðahreppur
Lúpínusláttur Myndin var tekin við Sandvatn í fyrrasumar.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fallbyssukúlurnar tvær sem fundust
í Þrídröngum á árinu 1938 og varð-
veist hafa í Vestmannaeyjum eru
frönsk æfingaskot. Franskir sér-
fræðingar telja að ekki sé púður í
þeim enda séu sprengihleðslur settar
aftan í þessar kúlur þegar þær eru
notaðar í hernaði.
Sprengideild Landhelgisgæsl-
unnar hyggst opna kúluna sem var í
byggðasafninu í Vestmannaeyjum til
öryggis, enda segir Sigurður Ás-
grímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs
Landhelgisgæslunnar, ábyrgðar-
hluta að senda kúlurnar til baka án
þess að fullvissa sé fengin um þetta.
Framleiddar 1898 til 1910
Sigurður hefur lagt sig fram um að
finna uppruna þessara fallbyssu-
kúlna og er með ýmsar athuganir í
gangi sem ekki er komin endanleg
niðurstaða í. Athugun fransks koll-
ega hans sýnir að þetta er frönsk
kúla, 138,6 mm að stærð og framleidd
einhvern tímann á árunum 1898 til
1910. Væntanlega hafa kúlurnar ver-
ið notaðar á þeim tíma þó ekki sé
hægt að útiloka að þeim hafi verið
skotið síðar. Sigurður hallast að því
að kúlunum hafi verið skotið á Þrí-
dranga á árunum fyrir fyrri heims-
styrjöldina enda hafi franski flotinn
verið upptekinn í Miðjarðarhafi í
stríðinu þar sem háðar voru sjóorr-
ustur við flota Tyrkja. Herskip
þeirra hafi á þessum árum verið í
verkefnum víðar á fjarlægum
slóðum.
Vill skoða dagbækur skipa
Sigurður og Hörður Baldvinsson,
safnstjóri í Vestmannaeyjum, hafa
ekki fundið nein gögn um ferðir
franskra herskipa við Vestmanna-
eyjar á þessum tíma. Stærð kúlnanna
er óvenjuleg og ekki voru mörg her-
skip með fallbyssur af þessari gerð.
Telur Sigurður líkur á að hægt verði
að komast í dagbækur þeirra skipa
sem helst koma til greina og finna
hvaða skip var á ferðinni við Þrí-
dranga og hvenær.
Þegar Landhelgisgæslan hefur
gengið úr skugga um að fallbyssu-
kúlan úr byggðasafninu í Eyjum sé
örugg verður henni skilað aftur til
safnsins þar sem fyrirhugað er að
hafa hana til sýnis.
Æfingaskot frá byrjun síðustu aldar
Franskur sprengisérfræðingur telur að ekki sé púður í fallbyssukúlunum sem fundust í Þrídröng-
um Leitin að franska herskipinu heldur áfram Ekki mörg skip með fallbyssur af þessari gerð
Ljósmynd/Wikipedia
Jóhanna af Örk Franska herskipið Jeanne d’Arc var í byrjun síðustu aldar með fjórtán fallbyssur sem notuðu 138,6
mm kúlur sömu gerðar og fundust í Þrídröngum á árinu 1938. Fleiri frönsk herskip voru með þannig vopnabúnað.
Fjölmenni var í Þjóðminjasafni Ís-
lands á laugardaginn þegar þar var
opnuð í Bogasal sýningin Saga úr
jörðu. Hofsstaðir í Mývatnssveit.
Þar gefur að líta muni og niður-
stöður úr fornleifarannsóknum sem
gerðar hafa verið nyrðra á löngum
tíma, mest þó á síðustu 30 árum.
Grafinn hefur verið upp gríðarstór
víkingaskáli og kirkjugarður stórr-
ar fjölskyldu og þykja bein fólksins
segja merka sögu.
„Við metum mikils samstarf
Fornleifastofnunar Íslands við
Þjóðminjasafnið, en á þessari sýn-
ingu er varpað ljósi á árangur
rannsókna þeirra,“ segir Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Í
rannsóknum þessum var notuð nýj-
asta tækni til að varpa ljósi á líf og
starf fólks aftur til víkingaaldar.
Má þar nefna jarðmyndatökur og
DNA-greiningar. sbs@mbl.is
Hofsstaðasýningin opnuð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Opnun Frá vinstri Guðmundur Hálfdánarson, forseti hugvísindadeildar HÍ,
Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur, Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.