Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 50 ára Stefán Torfi er fæddur í Skövde í Sví- þjóð en ólst upp í Reykjavík og býr í Skipasundi. Hann er með M.ec. í viðskipta- fræði frá Háskólanum á Akureyri og er vakt- stjóri hjá Into the Glacier. Maki: Sigurey Valdís Eiríksdóttir Hjartar, f. 1969, sérkennari í Hólabrekkuskóla. Börn: Eiríkur Guðberg, f. 1987, tvíbur- arnir Rósey Ósk og Ragney Líf, f. 1992, og Snæbjörn Kári, f. 1995. Barnabörnin eru orðin sjö. Foreldrar: Sigurður Kristinn Finnsson, f. 1948, húsgagnasmiður og rekur Inn- römmun Sigurjóns, búsettur í Reykjavík, og Ragnheiður Þórðardóttir, f. 1949, d. 2013, bankastarfsmaður og vann í Inn- römmun Sigurjóns. Stefán Torfi Sigurðsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vandamál varðandi nágranna veld- ur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða all- ir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok. 20. apríl - 20. maí  Naut Nýttu hæfileika þína, hversu lítilfjör- legir sem þú heldur að þeir séu. Láttu smá- muni ekki angra þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Mundu að þú verður að reynast maka þínum jafn vel og hann reynist þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver þér náinn virðist á suðu- punkti. Notaðu tækifærið og láttu lítið fyrir þér fara. Það er eitthvað í uppsiglingu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu það eftir þér að upplifa ævintýri og fara ótroðnar slóðir. Ef þú takmarkar ekki verkefnin er hætta á því að þú farir út af sporinu og að þér takist ekki það sem þú ætlar þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Áætlanir tengdar heimili og fjöl- skyldu bregðast. Þú skilur fyrr en skellur í tönnum, því væri gott að vera tilbúin/n með plan b. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu það sem þú getur til að brjóta upp hversdagsleikann í dag. Kannski ertu ekki í stuði til þess að blanda geði, en vertu samt með. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gerir bara illt verra með því að stinga hausnum í sandinn og láta sem þú sjáir ekki það sem gera þarf. Leggðu það í vana þinn að ganga strax frá hlutunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú rekst á hlut í dag sem þú hélst að væri týndur að eilífu. Nú ætti nám- skeiði loks að vera lokið þannig að þú getur horft með bjartsýni til framtíðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er þér óhætt að setja markið hátt. Þú fjárfestir af mikilli skynsemi, það mun koma þér til góða síðar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu það ekki slá þig út af lag- inu þótt þú kynnist nýrri hlið á vini. Mögu- leikarnir sem þú hefur eru óteljandi og það er synd að sitja með hundshaus og hendur í skauti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er mikill kraftur í þér en það skiptir öllu máli að beina honum í rétta átt svo þú fáir því áorkað sem þú óskar. Þú stendur alltaf við þitt. blæðingu 1958, aðeins 54 ára gamall, tók dóttir hans, Sybil, við tímabund- ið, en síðan hélt ég áfram í píanótím- um hjá Jan Morávek. Ég hætti píanónámi 15-16 ára gamall en hef búið að því alla tíð. Nokkur færni í nótnalestri kom sér vel fyrir mig þegar ég söng í og augnlæknir á stofunni Augnlækn- ar í Hamrahlíð 2012-2019. Tónlist hefur verið eitt af helstu áhugamálum Ingimundar. „Ég var 10 ára þegar ég byrjaði í píanótím- um hjá dr. Viktor Urbancic en Vikt- or var nágranni okkar á Kambsveg- inum. Þegar hann lést úr heila- I ngimundur Gíslason fæddist 24. febrúar 1945 í Reykja- vík, á fæðingardeild Land- spítalans, og ólst upp í Hlíð- unum til 1954 og síðan á Kambsvegi. Hann var í sveit á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði í fimm sumur, 1954-1958. Ingimundur gekk í Austurbæjar- skóla í tvo og hálfan vetur fram að áramótum 1954-55. Síðan tók við Langholtsskóli og nýbyggður Voga- skóli. Hann var stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1965. Hann var við nám í líffræði með undir- greinunum stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði 1965-1966 í Kaupmanna- höfn og fór síðan í læknadeild Há- skóla Íslands 1966 og lauk námi 1973. Hann var héraðslæknir í Hvammstangahéraði frá 1.3. 1975 til 10.1. 1976 og var síðan í sérnámi í augnlækningum í Örebro í Svíþjóð 1976-1981. „Sérfræðinámið tók fjögur ár og fólst í vinnu aðstoðarlæknis á augn- deild og sex vikulöngum nám- skeiðum á sjúkrahúsum víðsvegar í Svíþjóð. Augndeildin í Örebro var mjög stór og öflug enda taldist sjúkrahúsið til svokallaðra svæðis- sjúkrahúsa í Svíþjóð.“ Að loknu sér- fræðináminu vann Ingimundur í tvö ár á augndeildinni og gegndi þar stöðu sérfræðings. „Örebrodeildin sinnti öllum al- mennum augnlækningum en þar höfðu læknar einnig sérhæft sig í meðferð sjúkdóma í glerhlaupi og sjónhimnu í aftari hluta auga. Þar var einkum um að ræða sjúkdóma eins og sjónhimnulos og afleiðingar sykursýki. Á þessu sviði var ný að- gerðartækni að þróast og var augn- deildin í Örebro þar í fararbroddi. Skömmu eftir heimkomu haustið 1981 innleiddi ég þessar nýjungar á augndeild Landakotsspítala. Annars voru aðgerðir á augasteini, brottnám vegna skýmyndunar, algengustu að- gerðir mínar allan starfsferilinn til ársins 2010.“ Ingimundur var augnlæknir Landakotsspítala og svo á Landspít- ala 1981-2005. Hann var augnlæknir á augndeild sjúkrahússins í Krist- ianstad á Skáni í Svíþjóð 2005-2012, Söngsveitinni Fílharmónía undir stjórn Róberts Abrahams Ottós- sonar í nokkur ár þegar ég var við nám í læknisfræði í Háskóla Íslands. Róbert var mjög fær stjórnandi og ákaflega músíkalskur. Kórinn flutti á þessum tíma mörg stórvirki tón- listarsögunnar með Sinfóníuhljóm- sveit Ísland. Má þar nefna Requiem eftir Verdi, Missa solemnis eftir Beethoven og Te Deum eftir Bruckner. Ég byrjaði að læra að spila á orgel í Þrenningarkirkjunni í Kristianstad á Skáni. Hélt svo áfram eftir heim- komuna 2012 í tímum hjá Guðmundi Sigurðssyni í Hafnarfjarðarkirkju.“ Önnur áhugamál Ingimundar eru náttúruskoðun og ferðalög, bæði innan lands og utan. „Ég hef voða gaman af að skoða náttúruna á ferðalögum og horfi kannski öðrum augum á hana fyrst ég var í líffræði- náminu. Síðast fórum við hjónin til Alaska í lok ágúst í fyrra og skoð- uðum m.a. þjóðgarðinn Denali en þar er hæsta fjall Norður-Ameríku. Ég var síðan með fyrirlestur um ferðina núna í byrjun árs hjá öld- ungadeild lækna, en það er mjög skemmtilegur félagsskapur.“ Ingimundur Gíslason augnlæknir – 75 ára Ljósmynd/Gunnar Leifur Jónasson Með börnunum Frá vinstri: Gísli, Ingimundur, Ari og Ingibjörg árið 2000. Tónlist, náttúruskoðun og ferðalög Morgunblaðið/Árni Sæberg Augnlæknirinn Ingimundur starfaði við fag sitt þar til í fyrra. Hjónin Ingimundur og Guðný. 30 ára Ísold fæddist í Järna í Svíþjóð en ólst upp í Reykjavík og býr í Álftamýri. Hún er með BA- gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og er í meistaranámi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá HÍ. Ísold er einnig með 20% stöðu á leikskólanum Haga- borg. Maki: Þorsteinn Valdimarsson, f. 1989, verkefnastjóri hjá Rauða kross- inum. Börn: Lovísa Hind, f. 2013, Þórdís Nala, f. 2017, og Eiríkur Ás, f. 2019. Foreldrar: Davíð Þór Jónsson, f. 1965, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og Elín Ellingsen, f. 1968, „shaman“, bú- sett í Reykjavík. Ísold Ellingsen Davíðsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Eiríkur Ás fæddist 2. nóvember 2019 kl. 16.07 á Land- spítalanum.Hann vó 4.180 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ísold Ellingsen Davíðsdóttir og Þorsteinn Valdimarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.