Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 32
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
Í fræðakaffi í Borgarbókasafninu í
Spönginni í dag kl. 17.15 mun Sig-
urður Guðjónsson sagnfræðingur
fjalla um aðbúnað geðveiks fólks í
Reykjavík frá miðri nítjándu öld og
fram á þá tuttugustu. Hann mun
fjalla um málið með almennum
hætti, segja frá völdum einstak-
lingum og tala um umbótahug-
myndir einstakra lækna.
Aðbúnaður geðveiks
fólks í Reykjavík
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 55. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Kvennalandslið Íslands í íshokkí
tapaði illa fyrir Ástralíu, 1:6, í
fyrsta leik heimsmeistaramóts-
ins í Skautahöllinni á Akureyri í
gærkvöld. Slæm byrjun varð liðinu
að falli en seinni hluta leiksins lék
það vel. Ísland mætir Nýja-Sjálandi
í annarri umferð mótsins á Akureyri
í kvöld. »27
Byrjuðu illa gegn
Ástralíu á Akureyri
ÍÞRÓTTIR MENNING
Kristján Viggó Sigfinnsson, sex-
tán ára Reykvíkingur sem keppir
fyrir Ármann, er orðinn næstbesti
hástökkvari sögunnar
innanhúss hér á
landi. Hann varð Ís-
landsmeistari í há-
stökki með mikl-
um yfirburðum í
gær þegar hann
fór yfir 2,15
metra á Meist-
aramóti Íslands
innanhúss í Kapla-
krika og náði
piltametinu, 17
ára og yngri, af
Íslandsmethaf-
anum í greininni,
Einari Karli
Hjartarsyni. »26
Sextán ára og næst-
bestur frá upphafi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Körfuknattleiksdeild Ármanns er á
hrakhólum og töluvert brottfall er
vegna húsnæðisleysis. Oddur Jó-
hannsson, yfirþjálfari yngri flokka,
segir ástandið koma niður á starf-
seminni og það eigi eftir að versna á
næstu árum verði ekkert að gert.
„Það vantar einfaldlega íþróttahús í
hverfið,“ segir hann.
Um 350 manns æfa körfubolta hjá
Ármanni og þar af um 300 í 1.-10.
bekk. Auk þess er unglinga- og
meistaraflokkur karla og stefnt að
því að vera með meistaraflokk
kvenna á næsta ári. Oddur segir að
iðkendum hafi fjölgað jafnt og þétt
undanfarna tvo áratugi, sérstaklega
á nýliðnum árum, og búast megi við
að ekkert lát verði á þar sem íbúa-
fjöldi í hverfinu aukist með hverju
ári.
Litlir skólasalir
Æfingar eru í Laugarnesskóla,
Langholtsskóla, Laugardalshöll og
íþróttahúsi Kennaraháskólans. Litlir
íþróttasalir eru í tveimur fyrst-
nefndu skólunum, á stærð við blak-
völl, og þeir duga fyrir 1.-4. bekk, að
sögn Odds. Eldri flokkarnir æfi í
íþróttahúsi Kennaraháskólans. Sam-
fara aukinni fjölgun undanfarin þrjú
til fjögur ár hafi deildin fengið inni í
Laugardalshöll, en tímarnir séu af
skornum skammti auk þess sem þeir
falli oft niður vegna annarra við-
burða í Höllinni. „Hverfið 104 og
okkar hluti af 105 Reykjavík hafa í
raun ekkert íþróttahús og þar liggur
hundurinn grafinn,“ segir Oddur.
„Eins og staðan er núna myndum við
fylla íþróttahús með tveimur körfu-
boltavöllum í fullri stærð frá klukkan
þrjú til tíu á kvöldin, miðað við lág-
marks æfingaálag.“ Hann bætir við
að stefnan sé að vera með unglinga-
og meistaraflokka karla og kvenna á
næstu árum og þá þurfi töluvert
fleiri æfingatíma fyrir utan keppnis-
aðstöðu. „Við höfum enga keppnis-
aðstöðu fyrir krakka yngri en 12
ára.“
Deildin hefur sal með fimm körf-
um til afnota á æfingum í Laugar-
dalshöll. Oddur segir að tveir til þrír
flokkar æfi þar á sama tíma. Í hverj-
um flokki séu yfir 20 krakkar þannig
að þröng sé á þingi.
Vegna plássleysis færði Oddur
æfingar hjá 8. bekk í íþróttahús
Kennaraháskólans. „Þetta var mjög
öflugur og fjölmennur hópur en að-
eins um þriðjungur er eftir. Það er of
langt að fara og þess vegna er brott-
fallið svona mikið.“ Hann hafi brugð-
ist við með því að færa æfingarnar
aftur í Höllina og nokkrir hafi þá
komið inn úr kuldanum. „Þetta er
viðkvæmur aldur og það er slæmt að
geta ekki boðið upp á viðunandi að-
stöðu í hverfi þessara krakka.“
Oddur er með átta tíma vikulega í
Laugardalshöll eða í raun 16 tíma,
þar sem hann er með allan salinn og
reiknar hvern tíma tvöfaldan.
„Þegar allir flokkar verða í gangi
þurfum við 90 tíma á viku.“ Hann er
með æfingar á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og föstudögum og til að koma
tveimur flokkum inn að auki segist
hann hafa óskað eftir æfingatímum á
einum degi til viðbótar auk þess að
bæta við einum tíma hina dagana, en
margir séu um hituna. Þróttur sé
með samningsbundna æfingatíma í
húsinu og salurinn sé upptekinn
vegna kennslu Háskóla Íslands í
boltagreinum auk annarra viðburða.
„Á þessari vorönn, frá 24. janúar
fram í maí, missum við 19 daga í
Laugardalshöllinni og ég þarf að
færa 124 æfingar í skólasalina. Af
þessu eru 14 dagar og 96 æfingar á
keppnistímabilinu. Það segir sig
sjálft að 40 krakkar spila ekki körfu-
bolta á sama tíma í þessum litlu
skólasölum, en við getum gert ein-
faldar æfingar. Þetta er mikil rösk-
un og bagalegt fyrir okkur.“
Ármann á hrakhólum
Keppni Oddur leggur línurnar í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Íþróttahús vantar í hverfið Brottfall vegna aðstöðuleysis
Lítill völlur Ármenningar á æfingu í íþróttahúsi Langholtsskóla.