Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
✝ Júlíus Kol-beins fæddist
í Vestmanna-
eyjum 26. júlí
1936. Hann lést á
Heilbrigðis-
stofnun Suður-
lands 11. febrúar
2020.
Foreldrar hans
voru Hildur Þor-
steinsdóttir Kol-
beins húsmóðir, f.
12.5. 1910, d. 13.8. 1982, og
Þorvaldur Eyjólfsson Kolbeins
prentari, f. 24.5. 1906, d. 5.2.
1959.
Systkini Júlíusar eru Jó-
hanna, f. 1930, d. 1991, Hann-
es Bjarni, f. 1931, d. 2018,
Þorsteinn, f. 1934, d. 2017,
Páll Hilmar, f. 1940, d. 1997,
Þóra Katrín, f. 1940, Þórey
Ásthildur, f. 1941, Sigríður, f.
1943, Eyjólfur, f. 1946, og
Þuríður Erla, f. 1950.
og Ásgeir Ingi. Langafabörnin
eru þrjú.
Seinni kona Júlíuar var
Crista Anne Kolbeins, fædd
24. mars 1939. Þau giftust 22.
september 1984 í Árbæjar-
kirkju og skildu árið 2008.
Júlíus og Sigríður hófu bú-
skap sinn á Akranesi en fluttu
til Reykjavíkur árið 1964.
Starfaði hann hjá Efnagerð-
inni Val, var sölumaður hjá G.
Þorsteinssyni Jónssyni og fór
að lokum í sjálfstæðan rekst-
ur, var bæði kaupmaður og
rak fólksflutningabifreiðar.
Eftir að hann kvæntist Cristu
fluttist hann til Hamborgar og
bjuggu þau þar í tuttugu ár
og fluttu síðan aftur til Ís-
lands.
Júlíus bjó síðustu æviárin í
Hveragerði, hann var virkur í
félagsstörfum aldraðra í
Hveragerði og starfaði í
Lionsklúbbnum Eden, og var
þar forseti um hríð.
Júlíus verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag, 24.
febrúar 2020, klukkan 13.
Júlíus ólst upp í
Reykjavík, gekk í
Austurbæjarskóla
og síðan í Sam-
vinnuskólann á Bif-
röst. Hann kvænt-
ist Sigríði Ingi-
björgu Ólafsdóttur
25. ágúst 1956 á
Þingeyri. Þau
skildu árið 1977.
Sigríður fæddist 3.
apríl 1935, lést
5.júlí 2017. Börn þeirra eru: 1)
Ólafur, f. 29. janúar 1957,
maki Ósk Laufdal, sonur
þeirra er Þorsteinn. 2) Sjöfn
Sóley, f. 14. september 1961,
maki Sigurður Jensson, börn
þeirra eru; Jenný Kristín, Sig-
urður Hafsteinn og Emil Þor-
valdur en Sigurður á einnig
Jóhannes Hafstein og Málfríði
Ernu. 3) Guðborg Hildur,
maki Tómas Sveinbjörnsson,
börn þeirra eru Tómas Júlíus
Kæri Júlli bróðir, nú ert þú
fallinn frá á 84. aldursári og ég
orðinn einn eftir af okkur 5
bræðrunum. Þó svo að 10 ár
væru á milli okkar þá áttum við
margt sameiginlegt. Við lékum
knattspyrnu með Fram á okkar
yngri árum og vorum einnig
harðir stuðningsmenn Man. Utd.
Árið 2014 fórum við tveir saman
á Old Trafford og skemmtum
okkur vel.
Við störfuðum saman í Efna-
gerðinni Val hjá frænda okkar á
árum áður og 1976-1981 unnum
við sem sölumenn hjá G. Þor-
steinsson og Johnson.
Þú komst oft til okkar í heim-
sókn og hver var besti frændinn
hjá börnum okkar, auðvitað Júlli.
Þegar þú áttir gulu rútuna fór-
um við í ferðalag á Snæfellsnesið
sumarið 1979. Með í för var
mamma okkar og vinir frá Am-
eríku, Doug og Karen. Þetta var
ógleymanleg ferð en svo illa vildi
til að mamma handleggsbrotnaði
á öðrum degi og gert var að
brotinu til bráðabrigða í Borgar-
nesi, en þó að kvalin væri kom
ekki annað til greina, af hennar
hálfu en að halda árfram þar sem
hún hafði þráð svo lengi að kom-
ast á Snæfellsnesið. Þú komst
einnig með okkur og börnunun til
vina okkar í Ameríku 1980, þau
senda hlýjar samúðarkveðjur.
Þú vannst við ýmis störf á æv-
inni s.s. sölumaður, umboðs-
maður, rútubílstjóri, fararstjóri
og hljómlistarmaður. Þú varst
músíkalskur og stofnaðir hljóm-
sveitina Akrokvartett á Akranesi
og lékst á trommur. Um langt
skeið keyrðir þú hljómsveitir um
land allt. Ég hljóp stundum í
skarðið fyrir þig og keyrði oftast
hljómsveitir upp á Völl.
Þó svo að þú hafir flutt til
Hamborgar 1984 og búið þar ein
20 ár rofnaði aldrei sambandið á
milli okkar. Við heimsóttum þig
nokkrum sinnum og einnig hitt-
umst við í vinnuferðum mínum til
Hamborgar.
Eftir að þú fluttir heim og
settist að í Hveragerði hefur mér
verið annt um að vita um líðan
þína, sérstaklega eftir að heilsu
þinni hrakaði.
Kæri bróðir, ég kveð þig og
Guð geymi þig.
Ólafur, Sjöfn Sóley, Guðborg
Hildur og fjölskyldur, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Eyjólfur Kolbeins og
fjölskylda.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð Júlla bróður minn,
ég er þakklát fyrir allar sam-
verustundirnar sem við áttum
saman. Ég minnist þess þegar
við lékum okkur í Meðalholtinu,
við systkinin tíu. Það gekk vissu-
lega oft mikið á eins og hægt er
að ímynda sér, fullt hús af börn-
um á öllum aldri. Við ólumst upp
við gott atlæti og frelsi, lékum
okkur úti og inni eins og enginn
væri morgundagurinn og virtum
reglur sem foreldrar settu okkur.
Júlli lést á Sjúkrahúsinu á Sel-
fossi eftir stutta legu. Júlli hét
fullu nafni Pétur Emil Júlíus, en
Júlíusarnafnið festist við hann.
Júlli bróðir gekk í Austur-
bæjarskólann, Gagnfræðaskóla
Austurbæjar og Samvinnuskól-
ann, en á sumrin var hann í sveit
á Hjarðarhaga á Jökuldal sem
mér fannst ansi langt í burtu en
þangað fór hann með skipi. Hann
var einn vetur í skóla á Skjöld-
ólfsstöðum og undi hag sínum vel
enda var hann hjá góðu fólki,
þeim Lóu og Bensa í Hjarðar-
haga. Júlli fór snemma út á
vinnumarkaðinn, vann í efna-
gerðinni Val hjá Friðþjófi móður-
bróður okkar, G. Þorsteinssyni
og Johnson og um helgar keyrði
hann hljómsveitir og ferðamenn
um allt land. Júlli var mjög fé-
lagslyndur, glaður og hógvær og
kunni að hlusta á fólk en það er
ekki öllum gefið. Hann giftist
Sigríði Ólafsdóttur frá Þingeyri
og áttu þau þrjú mannvænleg
börn, Ólaf, Sjöfn Sóley og Guð-
borgu Hildi. Seinni kona Júlla
var Christa Anne frá Hamborg
en þau bjuggu í Hamborg um
langt árabil og síðar í Hvera-
gerði. Þau slitu samvistum og bjó
Júlli eftir það í Hveragerði. Þar
hafði hann nóg að gera en hann
var virkur i félagi eldri borgara
og Lions mátti aldrei missa af
neinu.
Júlli ferðaðist mikið og víða
um ævina, hann hafði gaman af
að mála, var mikill grúskari og
hafði gaman af ættfræði. Nú er
komið að leiðarlokum hjá Júlla
og hann hefur farið sína hinstu
för, en minning um góðan mann
lifir og bið ég börnum hans og
fjölskyldum Guðs blessunar.
Augun lokast allt er svart
svo opna ég augun og sé margt
Við mér blasir gullið hlið
sem sólin skín eins og paradís
ég stend og stari á
svo fallegt er þetta að sjá
ferðin er á enda hér
því minn bústað ég sé
(Helena Sirrý Magnúsdóttir)
Hvíl í friði, elsku Júlli minn.
Kær kveðja,
Þóra Katrín Kolbeins.
Við kveðjum í dag föðurbróður
minn, Pétur Emil Júlíus Þor-
valdsson Kolbeins, eða Júlla
bróður eins og við nefndum hann
alla tíð. Með honum kveðjum við
fimmta systkinið sem ólst upp í
Meðalholti 19. Pabbi, Steini Kol-
beins og Júlli áttu einstaklega
gott vina- og bræðrasamband.
Þeir höfðu mörg sameiginleg
áhugamál; rútubíla, ferðalög og
ættfræði.
Júlli bjó sín síðustu ár í Hvera-
gerði og tók þar virkan þátt í fé-
lagsstarfi eldri borgara og í starfi
með Lions-hreyfingunni. Leiðir
okkar lágu oft saman fyrir
austan. Í einni heimsókninni með
mömmu og pabba til Júlla var
Rósa Guðbjörg dóttir mín með í
för, þá sjö ára. Við komum okkur
fyrir í stofunni og við vorum ekki
búin að stoppa lengi þegar Rósa
Guðbjörg hafði orð á því að þetta
væri flottasta stofa sem hún hefði
séð, Júlli bróðir afa var með
tölvu, trommusett og sjónvarp í
stofunni. Hún hafði aldrei séð
það flottara.
Júlli var tíður gestur hjá
mömmu og pabba á Dunhagan-
um og ósjaldan var erindið að
færa þeim nýjustu eintökin af
Sunnlenska, Dagskránni og
Bændablaðinu.
Fyrir áratug komum við fjöl-
skyldan okkur fyrir með lítið hús
í landi Palla frænda á Sandhól.
Að mörgu var að hyggja í fram-
kvæmdum á svæðinu á þessum
tíma. Reisa þurfti pall við húsið,
brúa skurðinn á milli okkar og
Þorrabakka og svo mætti lengi
telja. Í þessum verkefnum komu
þeir sterkir inn bræðurnir Júlli
og Steini. Vinnusamir, úrræða-
góðir og vissu jafnan betur en
aðrir hvernig best væri að bera
sig að.
Mér er minnisstætt frábært
ferðalag þeirra bræðra fyrir
nokkrum árum til Svíþjóðar að
heimsækja Hannes bróður og
Guðrúnu. Júlli hafði keypt sér far
með Norrænu og ætlaði að keyra
austur á Seyðisfjörð og svo
áfram til Svíþjóðar og Þýska-
lands. Hann bauð Steina bróður
með, sagðist eiga pláss í káetunni
og það eina sem hann þyrfti að
gera væri að pakka í tösku en
hann hafði til þess tvo daga.
Pabbi var mjög spenntur fyrir
þessu ferðalagi og var fljótur að
verða sér úti um þau ferðagögn
sem þurfti og pakkaði jakkaföt-
um og handklæði í ferðatösku.
Þeir skiptust á að keyra og nutu
þess að vera saman. Ég hefði vilj-
að vera lítil fluga á vegg í þessu
ferðalagi.
Júlli var frábær sögumaður og
hafði unun af því að rifja upp
fyrri tíma. Hann var óspar á að
Júlíus Kolbeins
✝ Lárus Helga-son loft-
skeytamaður
fæddist í Reykja-
vík 30. október
1938. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. febr-
úar 2020.
Foreldrar hans
voru Helgi Lárus-
son forstjóri,
fæddur á Fossi á
Síðu 27.2. 1901, d. 22.9. 1992,
og Sigurlaug Helgadóttir hús-
móðir, fædd í Þykkvabæ í
Landbroti 4.4. 1902, d. 10.12.
1994. Foreldrar Lárusar
skildu árið 1957.
Systur Lárusar eru Auður
Winnan Helgadóttir, fædd
14.5. 1930, og Elín Frigg
Helgadóttir, f. 25.11. 1934.
Hálfsystkini samfeðra Lár-
usi eru Sigrún, f. 1949, og
Garðar Sölvi, f. 1954.
Lárus kvæntist þrisvar sinn-
um.
Fyrsta kona hans var Hall-
dóra Mary Walderhaug. Þau
eignuðust sjö börn saman:
1) Sigurlaug Hrönn, f. 17.2.
1960, 2) Vala, f. 24.7. 1962, 3)
Helgi, f. 26.3. 1964, d. 18.4.
2019, 4) Ólöf Ýr, f. 23.3. 1966,
5) Andri, f. 18.4. 1967, 6)
Tinna, f. 11.11. 1968, og 7)
Sölvi, f. 15.8. 1970. Lárus og
Mary slitu samvistir 1970.
Önnur kona Lárusar var
Helga Kristjánsdóttir. Börn
þeirra eru: 1) Sigurður, f. 3.3.
1976, 2) Kristján, f. 7.4. 1977,
og 3) Guðrún, f. 8.12. 1980.
skipstjórnarréttindi árið 1986.
Lárus vann sem verka- og
kranamaður við uppbyggingu
radarstöðvanna á Hornafirði,
Langanesi og Aðalvík 1954-55.
Hann fékk undanþágu til loft-
skeytamannsstarfa sumarið
1957 sem loftskeytamaður á
b/v Sléttbaki en starfaði síðar
lengi, þótt með hléum væri,
sem fullgildur loftskeytamað-
ur á skipum Eimskipafélags
Íslands, í skipadeild S.Í.S. og í
Gufunesi. Þegar sjónvarps-
öldin hélt innreið sína á Ís-
landi flutti Lárus inn sjónvörp
og rak um tíma heildsölu og
þjónustu í kringum þau ásamt
fyrstu konu sinni. Lárus var
einn af stofnendum fasteigna-
sölunnar Eignanausts og starf-
aði þar sem sölustjóri til árs-
loka 1980 þegar hann sneri
sér aftur að mestu að loft-
skeytamannsstörfum. Lárus
kom einnig að félagsstörfum,
var um tíma formaður F.Í.L.,
síðan varaformaður og einnig
formaður samninganefndar
F.Í.L. á stóru togurunum og
varamaður í sjómannadags-
ráði. Í frítíma sínum vann
Lárus mikið að rannsóknum
og málarekstri varðandi
landamerki Kirkjubæjar-
klausturs, Stjórnarsands og
Efri-Merkur. Hann þróaði
einnig öfluga náttúrublöndu
til lækninga á m.a. kvillum í
stoðkerfi manna og gaf þeim
sem til hans leituðu og á
þurftu að halda.
Frá 1985 vann Lárus á fjar-
skiptastöðinni í Gufunesi til
starfsloka.
Útför hans fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
24. febrúar 2020, klukkan
11.
Fyrir átti Helga
soninn Baldur
Bragason, f. 21.2.
1970.
Þriðja kona
Lárusar var Rose-
marieflor Rut Ca-
nillo, þau skildu.
Dætur þeirra eru
Anna Marie, f. 7.8.
1988, og Kristín, f.
21.7. 1991.
Afkomendur
Lárusar eru nú 65 talsins.
Lárus bjó með foreldrum
sínum í Reykjavík en eyddi
sumrum í uppvextinum á
Kirkjubæjarklaustri. For-
eldrar hans, Helgi og Sigur-
laug, unnu þar mikið frum-
kvöðlastarf þegar skógrækt
var hafin í brekkunum við
Systrafoss og tók Lárus þátt í
því ásamt því að kynnast al-
mennum sveitastörfum hjá
frændfólki sínu á Klaustri og
fylgjast með stórátaki í land-
græðslu og áveitum til upp-
græðslu á Stjórnarsandi sem
faðir hans og föðurbræður
stóðu fyrir.
Að loknu hefðbundnu
grunnskólanámi og landsprófi
tók Lárus loftskeytamanns-
próf árið 1958, lauk Comm-
unications Technichan Course
frá National Radio Institute í
Washington DC árið 1964,
einkaflugmannsprófi 1967,
námskeiði hjá Iðntæknistofnun
Íslands í trefjaplasts-samloku-
gerð, gervihnattaloftnet- og
bátasmíði árið 1985. Hann tók
yfirsímritarapróf og 30 tonna
Þú mikli alheimsandi
hvers á ég nú að gjalda?
(Kristján Hreinsson)
Það var ávallt mikið fjör í
kringum Lalla þar sem hann var
á ferðinni. Í vinnu var hann allt-
af tilbúinn að taka upp létt hjal
Þitt ljóð var fært í letur
og lífið þitt var blekið.
Það ort var öðru betur
en allt var frá þér tekið.
Þú vinur vina þinna,
hér var þín sál á sveimi.
Nú má ég myndir finna
í minninganna heimi.
Í lífsins bók í bjarma
var byrðum áfram þokað.
Og það í þraut ég harma
að þinni bók var lokað.
Ég spyr er vex minn vandi,
en vil í orð þín halda:
Lárus Helgason
✝ Margrét Þor-steinsdóttir
fæddist 4. desember
1939 í Höfnum. Hún
lést á Hrafnistu 14.
febrúar 2020. For-
eldrar hennar voru
hjónin í Kirkjuvogi,
Höfnum, Erlendína
Magnúsdóttir og
Þorsteinn Krist-
insson. Margrét ólst
upp í Höfnum og
var hún fjórða í röðinni af 6
systkinum sem eru nú öll látin.
hannsdóttir, f. 2015. 2) Karen Ýr
Bjarnadóttir, f. 1993, maki Gísli
Þór Hauksson, f. 1990, sonur
þeirra er Bjarni Haukur, f. 2019.
3) Yngst er Elín Rós, f. 2001.
Margrét ólst upp í Höfnum og
gekk hún þar í skóla. Hún byrjaði
ung á vinnumarkaði og vann hún
í verslun og fiskvinnslu en lengst
af eða í tæplega 30 ár starfaði
hún í þvottahúsi hjá Varnarliðinu
á Keflavíkurflugvelli. Margrét
giftist 2. maí 1981 Magnúsi
Bjarna Guðmundssyni, f. 29. nóv-
ember 1944, d. 4. október 2016.
Þau bjuggu alla tíð í Höfnum, eða
þar til Margrét flutti á Nesvelli
2014, vegna veikinda.
Útför hennar fer fram frá
Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag, 24.
febrúar 2020, kl. 13 og jarðsett
verður í Kirkjuvogskirkjugarði.
Þau voru þessi talin
í aldursröð: Magnús,
Svavar, Hafsteinn,
Viðar og Kristinn.
Margrét eign-
aðist eina dóttir,
Lilju Sigtryggs-
dóttur, f. 15. desem-
ber 1964, með Sig-
tryggi Maríussyni.
Lilja er gift Bjarna
Péturssyni, f. 8. maí
1962, og eiga þau 3
dætur. 1) Margrét Ína, f. 1988,
dóttir hennar er Lilja Björg Jó-
Þú ert gull og gersemi
góða besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði
- kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi,
barlóm lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
(AÞ)
Elsku yndislega mamma mín.
Það er svo erfitt að sætta sig við
að hafa þig ekki lengur hér hjá
okkur. En ég veit að þú varst orð-
in þreytt eftir veikindin síðustu
ár og því var hvíldin þér kærkom-
in. Nú eruð þið Maggi þinn sam-
an í draumalandinu.
Mér er efst í huga á þessari
sorgarstundu mikið þakklæti
fyrir allar skemmtilegu og góðu
stundirnar sem við áttum saman.
T.d. Þegar ég var með þér í
vinnunni á föstudögum, lautar-
ferðirnar á Laugarvatn og Þing-
velli, og fjöruferðirnar sem við
fórum með vinum og ættingjum
þegar ég var lítil stelpa. Takk
fyrir allt, elsku besta mamma
mín, við hittumst síðar.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Lilja.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Elsku besta yndislega amma
okkar og langamma eða amma
amma eins og litli demanturinn
þinn hún Lilja Björg kallaði þig.
Það er með söknuði og þakklæti
sem við kveðjum þig í dag. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okkur
og vildir allt fyrir okkur gera.
Takk fyri allt.
Minningar um einstaka ömmu
munu lifa í hjarta okkar.
Hvíl í friði.
Margrét Ína, Karen Ýr, Gísli
Þór, Elín Rós og ömmu ömmu
gullin þín, Lilja Björg og
Bjarni Haukur.
Margrét
Þorsteinsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar