Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Með útgönguBretlandsúr Evr- ópusambandinu í lok janúar hófst skrýtinn umþótt- unartími, þar sem Bretum er nú loks frjálst að gera viðskipta- og fríversl- unarsamninga við önnur full- valda ríki, á sama tíma og þeim er gert að hlíta reglum Evrópu- sambandsins að minnsta kosti til áramóta. Sá tímafrestur er meðal annars hugsaður til þess að Evrópusambandið og Bret- land geti gengið frá samningi um viðskipti sín á milli, svo að sem minnst truflun verði þar á, þrátt fyrir að viðskilnaður Breta hljóti alltaf að fela í sér einhverjar breytingar. Svo skringilega vill hins veg- ar til að viðræður Breta og Evr- ópusambandsins um viðskipta- sambandið eiga að hefjast í næsta mánuði, en fulltrúar sambandsins eru þegar farnir að hafa hátt um það opinber- lega hversu erfiðar þær við- ræður verði, og að ekkert verði gefið eftir gagnvart Bretum. Um leið voru bornar fram kröf- ur um að Bretar yrðu á einn eða annan hátt að gangast undir regluverk Evrópusambandsins og dómstól Evrópusambands- ins, meðal annars svo hægt yrði að tryggja „sanngjarnt sam- keppnisumhverfi“ í viðskipum milli Bretlands og Evrópusam- bandsins. Svo mikið bar á þessu við- horfi að David Frost, aðal- samningamaður Breta, sá sig tilneyddan til þess að lýsa því yfir í ræðu í Brussel í síðustu viku að hugmyndin um útgöngu Breta grundvallaðist á kröfunni um að Bretar yrðu ekki ofur- seldir reglum sambandsins eða dómstól þess á nokkurn hátt. Því yrði ekki breytt, og því síð- ur myndu Bretar samþykkja skilyrði sem þýddu það í raun að Bretar væru bundnir á klafa sambandsins um alla framtíð. Helsta krafa Breta nú er að þeir fái fríverslunarsamning sambærilegan þeim sem Kan- adamenn hafa gert við sam- bandið. Samningamenn sam- bandsins, með Michel Barnier í fararbroddi, hafa hins vegar sagt að Bretar séu „of nálægt“ og í of mikilli samkeppni við ESB til þess að Kanada- samningurinn komi til greina. Þegar bent var á að Barnier hefði sagt fyrir útgönguna að Kanada-samningur væri það eina sem Bretar gætu fengið úr faðmi sambandsins, brást hann reiður við og sakaði bresku ríkisstjórnina um „ósvífni“. Það orð á þó mun betur við um þá hegðun að segja eitt í dag og annað á morgun allt eftir því hvað hentar best til að fara sem verst með Breta. Hinar óaðgengi- legu kröfur Evr- ópusambandsins um sam- keppnisreglur, sem ganga miklu lengra en hægt er að ætl- ast til af öðru fullvalda ríki, eru þó ekki eini tálminn í veginum. Svo virðist sem flest af ríkj- unum 27 sem nú skipa sam- bandið ætli sér eða hafi jafnvel náð að troða inn í samnings- markmið Evrópusambandsins alls kyns kröfum sem tengjast fríverslunarsamningi eða við- ræðum þar um lítið sem ekki neitt. Þannig settu Frakkar tóninn strax í upphafi með kröfum sem gengu út á það að knýja Breta til þess að opna fiskimið sín um fyrirsjáanlega framtíð fyrir skipum Evrópusambandsins. Þeim kröfum fylgdu skilaboð um að án slíks aðgangs væri engin leið fær til að semja um viðskiptin við Breta. Grikkir sáu sér í kjölfarið leik á borði og náðu að setja inn í samningsmarkmiðin kröfur sem fela í sér að marmara- styttum í British Museum af Akrópólis-hæð verði skilað aft- ur til Aþenu. Það kemur svo lít- ið á óvart að Spánverjar hafa aftur reynt, með enn einni „ófrávíkjanlegu“ kröfunni, að knýja Breta til þess að láta Gíbraltar af hendi. Þessi óskammfeilni er hluti af þeirri fyrirætlan Evrópu- sambandsins að Bretum verði að „refsa“ eða jafnvel niður- lægja þá sem allra mest fyrir að hafa yfirgefið sambandið. Til- gangurinn er sá að koma í veg fyrir að fleiri ríki láti sér detta í hug að elta Breta út úr sam- bandinu. Ótti sambandsins við þá þróun er skiljanlegur í ljósi aðstæðna innan ESB þó að hann réttlæti vitaskuld engan veginn ósvífnina sem Bretar hafa mátt sæta. Haldi Evrópusambandið kröfum sínum til streitu er erf- itt að sjá tilganginn fyrir Breta í því að halda nokkrum við- ræðum áfram, sér í lagi þar sem „gulræturnar“ sem sambandið hefur boðið eru ekki mikið betri en þeir kostir sem Bretar myndu sjálfkrafa fá með því að stunda viðskipti við ESB eftir tollum alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar WTO. Þar sem Bretar eru sloppnir út úr Evrópusambandinu hafa þeir nú fulla heimild til að segja nei við afarkostum þess. Ef engin breyting verður á hugar- farinu í Brussel ættu þeir klár- lega að nýta hana. Ósvífnar kröfur ESB lýsa ótta þess og ganga í berhögg við anda og eðli Brexit} Evrópusambandið vill enn kúga Breta H agkerfið hefur kólnað og fá batamerki er að sjá. Atvinnu- leysi er óvenju mikið, hagnaður fyrirtækja dregst saman, loðn- an lætur ekki sjá sig, Kínverj- arnir halda sig heima og aðrir munu draga úr ferðalögum. Rio Tinto segist vera að skoða það að loka álverinu. Á sama tíma er verkfall sem gæti orðið býsna langt með kröfum sem helst minna á samningsmarkmið á verðból- guáratugnum. Niðurstaðan verður trauðla góð fyrir samfélagið. Ef Reykjavíkurborg kaupir sér frið er það ávísun á nýja upplausn á vinnumarkaði þar sem kröfur munu ganga á víxl og öllum finnst þeir hafa orðið útundan. Í fyrra lagði ríkisstjórnin mikla áherslu á það hve myndarlega hún hefði komið að samn- ingaborðinu. Niðurstaðan var sú að enginn af- gangur er af ríkisfjármálum og skattkerfið er orðið flóknara en áður. Ekki er sýnilegt samband milli rík- isstjórnar og verkalýðshreyfingar. Enn heyrist frá ríkinu og hugmyndin er að stórauka útgjöld ríkisins til þess að koma hagkerfinu í gang aftur. Titringur er kominn upp innan ríkisstjórnarflokkanna um hver komi fyrstur með útgjaldaaukningu og gangi lengst í eyðslu. Sumar tillögurnar virðast vera undir sterkari áhrifum af því að kosningar til Alþingis verða á næsta ári en að þær séu nauðsynlegar og arðbærar fjár- festingar til lengri tíma litið. Fyrir tæplega 100 árum beittu margar þjóðir verkleg- um framkvæmdum til þess að vinna sig út úr kreppu. Þetta var líka gert þegar efnahagsáföll dundu yfir Ísland á sjöunda áratug síðustu aldar. Líklega er það þess vegna sem nær allar til- lögurnar ganga út verklegar framkvæmdir af ýmsu tagi. Slíkar fjárfestingar sköpuðu mörg störf þegar hundruð verkamanna þurfti að kalla til með haka og skóflur, en núna er öldin önnur. Vegavinna og gangagerð er unnin af stórvirkum vinnuvélum. Húsbyggingar eru mannfrekari, en er nauðsynlegt að byggja hótel og íbúðir í stórum stíl einmitt núna? Stjórnmálamönnum verður tíðrætt um fjórðu iðnbyltinguna í ræðu og riti og hyggj- ast með því tali sýna að þeir fylgist svo sannarlega með tímanum. Því miður virðast margir þeirra hafa misst af hinum iðnbylting- unum þremur þegar þeir halda að aðferðir 20. aldarinnar eigi vel við á þeirri 21. Við eigum ekki að vanrækja innviði, en innviðir eru miklu meira en vegir, hús og möstur. Hugvit hefur tekið við af handafli, öllum til hagsbóta. Uppbygging til framtíðar byggist ekki á því að búa til störf heldur að skapa verðmæti. Það verður best gert með því að fjárfesta í hugviti. Ríkið getur sparað til framtíðar með því að smíða ný forrit fyrir sjúkrahús, skólakerfið, samskipti almennings við ríkið og svo mætti lengi telja. Nýsköpun á þessum sviðum og fjölmörgum öðrum er nauðsynleg til þess að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar og skapa betra líf til framtíðar. Benedikt Jóhannesson Pistill Veit ríkið hvaða öld er núna? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tímabundið vopnahlé var undirritað fyrir helgina á milli Bandaríkja- manna og talíbana í Afganistan, og á það að standa til næsta laugardags. Litið er á vopnahléið sem fyrsta skrefið í átt að varanlegum friði í landinu, en barist hefur verið í Af- ganistan með stuttum hléum allt frá árinu 1979, þegar Sovétmenn réðust inn í landið. Er talið að á milli 1,5-2 milljónir manna hafi látið lífið á þeim rúmu fjórum áratugum sem liðið hafa síðan. Núverandi átakahrina hófst í október 2001 þegar Bandaríkja- menn réðust inn í landið ásamt bandamönnum sínum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sama ár, en talíbanar, sem þá réðu lögum og lofum í landinu, höfðu stutt við bakið á hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Innrásarherinn náði fljótt að steypa talíbönum af stóli en þeir hófu þá skæruhernað, sem hefur staðið linnulítið síðan. Innrásin í Afganistan og eftir- mál hennar teljast lengstu stríðs- átök í sögu Bandaríkjanna, og hafa rúmlega 2.400 bandarískir hermenn fallið í þeim. Þá hafa átökin tekið sinn toll af mannafla Bandaríkja- hers, sem hefur þurft að hafa allt að 100.000 manns staðsett í Afganistan þegar átökin voru sem mest á árun- um 2010-2012. Spurning um traust Þetta er einungis í annað sinn sem stríðandi fylkingar samþykkja að gera hlé á vopnaviðskiptum sín- um frá innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, en tilgangur vopnahlésins er ekki síst sá að sýna fram á að yfirstjórn talíbana hafi fulla stjórn á fylgismönnum sínum, þannig að ekki sé vafi á að fyrirhug- aðir friðarsamningar geti haldið, verði þeir undirritaðir. Sú undirritun á að fara fram í Doha, höfuðborg Katar, nú á laugar- daginn. Á meðal þess sem samn- ingar Bandaríkjamanna og talíbana fela í sér er loforð um að dregið verði úr fjölda bandarískra hermanna í Afganistan, en þeir eru nú á bilinu 12-13.000 manns. Í fyrstu yrðu um 8.600 bandarískir hermenn enn í landinu, en markmiðið er að á end- anum hverfi þeir allir á braut. Á móti er gert ráð fyrir að talí- banar heiti því að allir erlendir víga- hópar verði reknir á brott, og að Afganistan fái aldrei á ný að verða stökkpallur fyrir hryðjuverka- samtök á borð við al-Qaeda. Hvað tekur svo við? Framhaldið veltur svo á því hvernig tekst til við að deila völd- unum á milli núverandi ríkisstjórnar Afganistans og talíbana, en gert er ráð fyrir að friðarviðræður hefjist á milli þeirra, með það að markmiði að ræða hvernig talíbanar geti komið að stjórn landsins. Sú fyrirætlan hefur hins vegar valdið áhyggjum, þar sem fyrri valdatíð talíbana á árunum 1996- 2001 þótti einkennast af öfgafullri túlkun á íslam og kúgunarstjórn. Til að slá á áhyggjur fólks ritaði Sirajuddin Haqqan, næstráðandi talíbana, grein í New York Times í síðustu viku þar sem hann hét því að talíbanar væru reiðubúnir að taka þátt í stjórnarfari þar sem „rödd allra Afgana“ myndi heyrast og að talíbanar væru staðráðnir í að halda friðinn og ná samningum við Banda- ríkjastjórn. Hvort það er rétt getur tíminn einn leitt í ljós. Hillir undir lok átak- anna í Afganistan? Bandarískur landgönguliði í Helmand-héraði í ágúst 2017 Heimildir: EASO/UNOCHA/iCasualties/BrookingsAfghanistanIndex/Pentagon Ljósmynd: AFP/Wakil Kohsar Bandarískir hermenn í Afganistan 20 40 60 80 100 þúsund Fjöldi bandarískra hermanna í Afganistan 12 49 48 52 99 98 117 155 317 498 415 310 128 55 22 Janúar Mannfall Bandaríkjahers í Afganistan 15 14 20 4 hermenn drepnir 2020 13 2001 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.