Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 ✝ Elín S. Jóns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 25. mars 1933. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 15. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Herdís Jóhanns- dóttir húsfrú, f. 1.4. 1898, d. 21.10. 1980, og Jón Kr. Sveinsson sjómaður, f. 5.1. 1900, d. 23.11. 1967. Bróðir El- ínar var Kjartan Jónsson, f. 17.4. 1930, d. 10.1. 2017. Elín kvæntist eftirlifandi eiginmanni sínum Sveini H. Georgssyni, f. 17.12. 1929, þann 12. apríl 1952. Foreldrar hans voru Georg Júlíus Ás- mundsson bóndi, f. 8.9. 1891, d. 5.5. 1983, Miðhúsum, Breiðuvík, Snæfellsnesi, og Guðmunda Lára Guðmunds- dóttir, f. 11.11. 1895, d. 27.11. 1973. Synir þeirra eru a) Jón Kr. Sveinsson, f. 28.7. 1952, kona hans er Katrín Ólafsdóttir, f. 26.10. 1950. Börn þeirra eru i) c) Ásmundur Sveinsson, f. 18.3. 1961, sambýliskona hans er Vilborg Benediktsdóttir, f. 29.4. 1970, börn Ásmundar og Halldóru Sigurðardóttur eru i) Sigurður Stefán f. 6.10. 1992, maki hans er Steinunn María Gísladóttir, f. 10.12. 1993 ii) Una Mjöll, f. 28.11. 1996, maki hennar er Davíð Sigurðsson, f. 22.9. 1992. Elín ólst upp í Hafnarfirði, á Urðarstíg 8. Hún fór í sveit að Múlakoti í Fljótshlíð og vann m.a. í Rafha í Hafnar- firði á unglingsárum sínum. Sveinn og Elín stofnuðu bíla- leiguna Greiða hf. 1967 og starfaði hún þar allt til þess að þau seldu hana 1998. Elín sinnti þó fyrst og fremst heim- ilisstörfum og uppeldi sona sinna. Elín hafði yndi af söng, einkum karlakórum, hana langaði að læra söng á yngri árum en annir heimilisins tóku yfir áhugamálin. Árið 1985 byggðu þau sér sumarhús í Grímsnesi. Elín og Sveinn fóru alls um 38 sinnum til Kanaríeyja yfir vetrarmán- uðina og fóru víða um Evrópu og Ameríku, þau fóru m.a. hringinn í kringum hnöttinn 1988 sem tók tæpa tvo mán- uði. Útför Elínar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. febrúar 2020, klukkan 13. Elín Sigríður, f. 15.1. 1976, maki hennar er Ellert Rúnarsson, f. 3.6. 1975, börn þeirra eru Rakel, Stefán og Kristján ii) Ólöf f. 9.5. 1980, maki hennar er Hilmar Gunnarsson, f. 8.7. 1978, börn þeirra eru Alma Ýr og Tómas Jaki iii) Hjördís f. 6.1. 1984, maki hennar er Jón Kristinn Waagfjörð, f. 18.8. 1982 börn þeirra eru Helga Sóley og Bjarki Freyr. b) Albert Sveinsson, f. 15.3. 1954, kona hans er Elísabet Guðmundsdóttir, f. 2.9. 1955. Börn þeirra eru i) Lára Dís, f. 18.5. 1977, ii) Kristín Lind, f. 23.1. 1981, maki hennar er Gunnar Stefánsson, f. 25.9. 1981, dætur þeirra eru Ragn- heiður Sunna, Steinunn Björk og Auður. iii) Sveinn Haukur, f. 27.8. 1986, maki hans er Ólöf Ösp Halldórsdóttir, f. 30.3. 1988, og eiga þau tvo syni, Alexander Örn og Dag Erni. Þeir eru misstórir klettarnir í lífi manns en í mínu var mamma sá allra stærsti. Ég gæti ekki verið stoltari og þakklátari fyrir hversu dásam- legri mömmu mér var úthlutað, hún var í senn hreinskilinn, beinskeytt, kærleiksrík, hlý, ákveðin og með stórkostlega kímnigáfu. Mamma var líka listakona og handavinnan sem hún skilur eftir sig mun ylja okkur afkomendunum um ókomna tíð. Ég er yngstur þriggja bræðra og er það efni í heila bók að rifja upp atburði sem komu upp á okkar líflega heim- ili. Stanslaus gestagangur af ættingjum, alls konar fólki, allir jafn velkomnir og alltaf nóg að bíta og brenna. Mamma bjó yfir óþrjótandi þolinmæði, t.d þegar ég kom mörgum sinnum á dag holdvot- ur heim eftir leik í læknum - skildi ég ekkert í því að oftar en ekki var ég háttaður ofan í rúm sem mér fannst vægast sagt mjög ósanngjarnt - en sá það og skildi löngu seinna að ástæðan var að ég ekki átti ég eftir þurra spjör. Þegar eldri bræður mínir voru fluttir að heiman og pabbi á kvöldvakt áttum við okkar gæðastundir og kenndi hún mér m.a. handtökin í eld- húsinu og varð því aðaláhrifa- valdurinn að ég lærði mat- reiðslu og var að sjálfsögðu aðdáandi númer eitt. Eftir að ég varð fullorðinn og eignaðist mín börn naut ég þess að sjá mömmu stjana við þau því hún kunni upp á hár þá list að vera amma, var alltaf með opinn mjúkan faðm og ég tala nú ekki um nýbakaða sandköku og endalausan tíma. Amma Ella var uppáhald allra barna. Öll göngum við í gegnum erf- iða tíma í lífinu og þegar mest á reyndi hjá mér var það mamma sem var mitt trausta bakland og var alltaf til staðar. Minningarnar hrannast upp og þegar á heildina er litið gaf mamma mér það dýrmætasta sem móðir getur gefið barni sínu: tíma, umhyggju, umburð- arlyndi, kærleika, ást og góða fyrirmynd og að taka lífinu ekki of alvarlega því einhvern veginn hefst þetta allt saman. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og við bræðurnir höfum ásamt pabba gamla stað- ið saman sem einn maður í frá- gangi og undirbúningi jarðar- farar, farið í gegnum ótal myndir og dýrmætar minning- arnar. Það heldur huganum uppteknum um stund en annað slagið hellist yfir mig raunveru- leikinn og sorgin og söknuður- inn verður yfirþyrmandi. Ég geri ráð fyrir að þegar aðeins frá líður og grámi hversdags- leikans tekur við muni ég taka upp símann kl. 10 á morgnana, eins og ég gerði í áraraðir, til að taka stöðuna á „gömlu mínum“ og fá fréttir af fjölskyldunni. Ég leitaði til mömmu með allt mögulegt og hún var alltaf með hárréttu svörin og sparaði stundum ekki stóru orðin. Sú vissa er huggun harmi gegn að nú líður mömmu vel á fallegum stað umvafin fjöl- skyldu, vinum og samferðafólki sem þegar hefur kvatt þennan heim. Elsku mamma minningin lifir í hjörtum okkar sona þinna, pabba, tengdadætra, barna- barna, langömmubarna og allra sem þekktu þig og það er ein- mitt okkar sem eftir stöndum að halda henni á lofti gegnum ókomna tíð, því einmitt þannig lifir þú áfram. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Þinn sonur Ásmundur. Elsku amma. Þá er komið að hinstu kveðjustund okkar, við systkin- in og fjölskyldur okkar eigum svo margar dýrmætar minning- ar af ömmu sem veita okkur öll- um gleði á þessari stundu. Það var engin eins og hún Ella amma okkar, hún var alltaf til í að bralla eitthvað með okk- ur og gat maður oft blikkað ömmu til að koma með sér í hin ýmsu verkefni. Eins og að sauma kjóla eða prjóna eins og eina peysu, amma var snillingur í að prjóna og sauma. Það var alltaf svo notalegt að sitja hjá henni þegar hún var að prjóna og hlusta á hana syngja, hún amma söng svo fallega. Ef það var eitthvað sem lýsti henni ömmu okkar þá var það orðaforðinn. Við lærðum það ung að það mátti engin blóta nema amma og höfðu vinir okk- ar mjög gaman af því að koma með okkur í heimsókn til henn- ar eða í bíltúr með henni og heyra þegar hún byrjaði að tvinna saman blótsyrðum, hún notaði oftast orð sem ekki er hægt að skrifa hér. Amma fór sinar leiðir í mörgu og kallaði hún okkur til dæmis alltaf Dísin mín, Stína og Nafni. Það var alltaf svo notalegt að koma til ömmu og afa, amma var svo dugleg að baka og var oftast nýbökuð kaka á borðinu. Hvíta kakan var í sérstöku uppáhaldi hjá öllum og munum við minnast ömmu þegar við reynum að baka hana. Þegar við systkinin vorum lítil hófust ferðalögin alltaf með viðkomu á Miðvanginum hjá ömmu og afa þar sem við feng- um nýbakaða kanilsnúða og vín- arbrauð til að taka með. Amma fór líka stundum með okkur í sumarbústaðinn þeirra þar sem var heldur betur dekr- að við mannskapinn, og þá var alltaf regla að koma við í Eden og fá ís og fara í spilakassa og amma alltaf með mestu lætin í salnum. Á leiðinni heim upp Kambana hallaði hún sér alltaf vel fram á stýrið til að létta undir með bílnum. Amma og afi fóru á Kanarí á hverju ári að skoða sólina, heimsækja Harry og kaupa eins og einn síma eða myndavél sem amma blótaði á milli ferða. Samkvæmt ömmu voru ekkert nema vinalegir ungir menn þar. Langömmugullin voru ömmu mjög dýrmæt, amma naut þess að verja tíma með þeim og var hún alltaf til í leika, hvort sem það var í dúkku- eða bílaleik. Ömmu fannst líka mjög gaman að spila við krakkana en hún gaf ekkert eftir og ætlaði að vinna þótt það hefði þýtt smá svindl. Krökkunum fannst alltaf jafn gaman að koma til langa- ömmu í gott spjall og smá snakk með, og oftar en ekki voru þau leyst út með nýprjón- uðum sokkum eða vettlingum. Elsku amma, takk fyrir að vera eins og þú varst og takk fyrir allar góðu yndislegu stundirnar sem eru okkur svo dýrmætar. Lára Dís, Kristín Lind, Sveinn Haukur og fjölskyldur. Elsku besta amma, það er erfitt að þurfa að kveðja jafn einstaka konu og þig. Amma var svo miklu meira en amma fyrir mér. Hún var bæði fyrirmyndin mín og ein besta vinkona mín. Amma var einstaklega hjartahlý, skemmti- leg og mikill húmoristi. Fram á síðasta dag var hún enn að skemmta fólki í kringum sig með sinni hreinskilni og hnyttnum tilsvörum, en á sama tíma að athuga hvort öllum liði ekki alveg örugglega vel. Við tvær áttum einstaklega dýrmætt samband og fékk ég óspart að heyra það frá vinkon- um mínum hversu frábæra ömmu ég ætti og voru þær eig- inlega hissa að sjá hversu sterkt vinsamband við áttum. Ég er yfir mig þakklát fyrir allt sem hún hefur kennt mér, hversu mikil áhrif hún bæði hafði og mun halda áfram að hafa á líf mitt. Stundir okkar einkendust af hlátri og gátum við spjallað og dundað saman í marga klukku- tíma. Amma hafði alltaf nóg af skemmtilegum sögum og hafði gaman af því að hlusta á prakk- arasögur og sagði mér óspart að ég væri alveg rugluð og hló svo. Amma leit nefnilega á alla sem jafningja sína, hvort sem um var að ræða börn eða fullorðna og náði því einstaklega vel til fólks. Hún var góð að hlusta, sýna skilning og gefa ráð, enda vel gefin, yfirburða glæsileg en á sama tíma passaði hún að njóta og taka lífið ekki of alvar- lega. Það er alls ekki sjálfsagt að eiga sína helstu klappstýru sem alltaf er til staðar. Við amma spöruðum ekki stóru orðin, hringdumst á og hún sagði mér hvað hún væri stolt af mér að standa mig vel í skólanum og ég sagði henni hvað ég væri stolt af henni hvað hún væri dugleg að mæta í leikfimi og sund á Hrafnistu. Takk fyrir allt sem þú kennd- ir mér. Ég hef svo sannarlega átt góða fyrirmynd og hef skýra mynd af hvernig amma ég stefni á að verða. Ég heyri þig raula, hlæja og svífa um gólfið í miðjum pönnu- kökubakstri með rúllur í hárinu. Það verður virkilega tómlegt án þín en við sjáumst einn dag- inn í ömmuknús. Alltaf þegar við enduðum símtölin okkar þá sagði amma, og nú segi ég eins og við segjum alltaf. Ég elska þig. Þín Una Mjöll. Ella amma hefur nú kvatt þennan heim en eftir stendur fjöldinn allur af góðum minn- ingum. Amma var flott, hávaxin og reffileg kona sem sagði sína skoðun. Ég hef alltaf verið ömmu- stelpa og verið svo lánsöm að hafa alltaf haft greiðan aðgang að ömmu og afa í gegnum tíðina og ýmislegt brallað með þeim. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til Ellu ömmu. Staflar af ömmu pönns- um, slump og slatti af hinu og þessu og útkoman var bestu pönnsur í heimi. Sound of Music en ég og Lára frænka horfðum óteljandi sinnum á hana með ömmu, þegar við gistum hjá þeim afa og sváfum í náttkjól- unum/undirkjólunum hennar Dísu ömmu. Tilraunir til að kenna mér að búa til blómvendi úr blómunum sem uxu í garð- inum á Miðvanginum. Við frænkurnar í bílskúrnum að setja vatn á óteljandi flöskur og raða þeim upp um allan skúr. Mesti spenningurinn var svo að standa á verði þegar amma var að reykja en afi mátti alls ekki vita af því. Mér eru einnig minnisstæðar stelpuferðir í bústaðinn þar sem ég, Lára og amma fórum saman og höfðum það kósí en það var hefð sem hélst í mörg ár. Utan- landsferðir með stórfjölskyld- unni og sumarbústaðaferðir. Eldhúsborðið þar sem setið var og spjallað um allt milli himins og jarðar ásamt því að spila, Manna, Fello, Rússa og tilraun- ir til að kenna þeim Kana. Prjónaaðstoð, í fyrstu var það amma að aðstoða mig en svo að- stoðaði ég hana enda gat amma aldrei farið eftir uppskrift þrátt fyrir að vera mikil prjónakona. Nú síðast heimsóknir með lang- ömmubörnin og þá var púslað, litað og borðað allt of mikið af kremkexi. Eftir að amma og afi fluttu á Hraunvanginn var stutt að fara og heilsa upp á þau og öfugt, stundum bara hæ og bæ. Eftir að afi veiktist fór ég að mæta reglulega í hádegismat til ömmu og voru það góðar stund- ir og grjónagrautur og skonsur voru oft á boðstólum, nóg af því en amma gat ekki eldað nema í risaskömmtum. Ég mun sakna þess þegar ég kem aftur til vinnu að heyra ekki kallað „Ella mín“ eftir ganginum og fá koss og knús frá ömmu. Elsku amma takk fyrir allar góðu samverustundirnar sem voru fullar af spjalli, sögum, pönnsum, snúðum, kleinum og ættfræði sem ég kem aldrei nokkurn tímann til með að skilja. Kveðja Elín Sigríður (Ella Sigga). Elsku langamma. Takk fyrir allar skemmtilegu minningarnar sem við fáum í hugann þegar við hugsum um þig eins og um alla sokkana sem þú gerðir fyrir okkur og í síð- asta skipti sem við komum í íbúðina þína áður en að þú fórst upp á spítalann gafstu okkur sokka og vettlinga og þú varst með það ofan í skúffu sem var full af sokkum og vettlingum sem þú varst búin að gera en ekki gefa langömmubörnunum þínum. Við elskuðum að fara í bingó með þér og langafa á Hrafnistu og þegar þú vannst var það fyrsta og eina skiptið sem við unnum. Takk fyrir kennsluna í að læra að baka og takk fyrir að baka uppáhaldskökurnar fyrir afmælin okkar, þær eru svo góðar og nú þurfum við að læra að gera þær án þess að hafa þig til að hjálpa. Takk fyrir vatnsblöðrustríðið síðasta sumar, það var rosalega fyndið þegar við köstuðum í þig, þá hentir þú líka í okkur við urðum rennandi blautar. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og nú pössum við vettlingana og sokkana eins og gull. Við elskum þig, langaamma. Ragnheiður Sunna, Steinunn Björk og Auður. Elín S. Jónsdóttir Fyrsta fréttin þín um feita kött- inn. Við skáluðum fyrir henni strax eftir að hún birtist. Ég sakna þín. Við munum hittast aftur, skála og fara í bingó saman, elsku kallinn minn. Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Elsku Guðjón. Takk fyrir sumarið í kjallaranum, það var skemmtilegt, sérstakt og eftir- minnilegt. Tilhugsunin að geta ekki litið til baka með þér og hlegið að þessari kjallaraholu sem við eyddum öll sumrinu saman í, er óhugsandi. Við vor- um snillingar í að vera ósam- mála, gátum kennt hvort öðru það sem hitt kunni ekki og tröppurnar úti var okkar stund og staður milli stríða. Okkur leiddist ekki að fá Hulduna okk- ar í heimsókn og það má segja að þú hafir næstum því náð henni aftur inn í skápinn. Guðjón þú varst maður tækn- innar og með betri pennum sem ég hef hitt. Hittir alltaf naglann á höfuðið með skrifum þínum og ég á erfitt með tækniatriðin án þín. Helvíti góð saman vorum við sammála um. Nýbyrjuð að vinna saman, spurði ég þig um uppskrift af besta mojito í heimi og það vatt aðeins upp á sig og nokkrum dögum síðar gerðir þú sömu uppskrift fyrir vini og fjölskyldu í útskriftinni minni – amma er enn að tala um þig og ég mun nú halda því við. Takk en og aft- ur Guðjón fyrir að gera þessa veislu geggjaða með viðveru þinni á barnum og svo á dans- gólfinu nokkrum klukkustund- um seinna, þú varst geggjaður! Mojito var okkar drykkur og hér eftir verður hann drukkinn þér til heiðurs og nóg af honum. Elsku fjölskylda og vinir Guðjóns, ég þekki ykkur ekki en mér líður eins og ég geri það því Guðjón talaði mikið um ykk- ur og ást hans á ykkur leyndi sér ekki. Hvíldu í friði, fallegi vinur, við Hulda munum aldrei hætta að tala um þig og tímana okkar saman. Þín vinkona, Þórhildur. Guðjón Ingi hafði ekki verið lengi í starfi á Fréttablaðinu. Hann kom í okkar hóp síðla á liðnu ári. En á þeim stutta tíma sem hann starfaði með okkur sýndi hann brennandi áhuga á blaðamennsku og hafði mikinn metnað til að vaxa og þroskast í starfi. Hann var jafnvígur á er- lendar og innlendar fréttir og var óragur við að grípa símann og hringja í það fólk sem þurfti svo hægt væri að flytja fréttir af mikilvægum málum. Hann gat í þeim símtölum verið harður í horn að taka og hikaði ekki við að benda við- mælendum sínum á að málefnið sem til umfjöllunar var ætti er- indi við lesendur. Framkoma hans öll einkennd- ist þó af ljúfmennsku og kurt- eisi. Hann var með afbrigðum bóngóður og var gott að leita til hans. Guðjón Ingi var efnilegur blaðamaður sem átti auðvelt með að greina kjarna máls og skýra lesendum frá í læsilegum texta án málalenginga. Það er sorglegt að hugsa til þess að hann hafi ekki notið hæfileika sinna á því sviði lengur en raun ber vitni. Eftir situr þéttur hóp- ur samstarfsfólks á Frétta- blaðinu sem syrgir góðan félaga. Við minnumst Guðjóns Inga Sigurðarsonar með þakklæti og hlýju. Við biðjum honum bless- unar. Fyrir hönd samstarfsfólks á Fréttablaðinu votta ég aðstand- endum samúð. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN A. GUÐMUNDSSON áður til heimilis í Brekkubyggð 89, Garðabæ, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 15. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóna G. Gunnarsdóttir Kristjana Kristjánsdóttir Pétur A. Maack Hilmar S. Kristjánsson Josephine L. Kristjánsson Ragnar K. Kristjánsson Helga Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.