Morgunblaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
HÁDEGIS-
TILBOÐ
Mánudaga-föstudaga
kl. 11.00-14.30
Borðapantanir í síma 562 3232
Verð frá 990
til 1.990 kr.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Heilsugæslan er orðin fólki að-
gengilegri en var og æ oftar fyrsti
viðkomustaður þeirra sem þurfa á
heilbrigðisþjónustu að halda. Sjúk-
lingar með fjölbreytt bráðaerindi
geta komið hvenær sem er á deg-
inum á stöðvarnar okkar þar sem
hjúkrunarfræðingar eru með mót-
töku og geta kallað í lækna ef
þarf,“ segir Óskar Reykdalsson,
forstjóri Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins.
„Áður var algengt að fólk með
ýmis veikindi eða skrámur leitaði
beint á bráðamóttöku Landspít-
alans, þar sem nú er í ríkari mæli
reynt að stýra aðgenginu og vísa
því til heilsugæslunnar sem við get-
um vel sinnt. Okkur telst til að þetta
séu 20-30 tilvik á dag sem dreifast
nokkuð jafnt á stöðvarnar okkar,
sem eru alls 20. Við finnum sáralít-
ið fyrir viðbótinni. Á móti kemur að
þetta hefur, sé litið til allra síðustu
ára, fækkað komum á bráðadeild
um 15% og léttir mjög af álagi þar.“
Sálfræðingar og
geðheilsuteymi
Á síðustu misserum hafa verið
gerðar margvíslegar áherslubreyt-
ingar í starfsemi Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Almennt má
lýsa þeim sem svo að þröskuldar
hafi verið lækkaðir og nýjum verk-
efnum bætt við. Einnig hefur fjár-
mögnun starfseminnar verið
breytt, svo nú fylgja peningarnir
sjúklingunum og eru eyrnamerktir
þjónustu sem þeim er veitt á hverri
stöð. Í dag fær stofnunin um 9 millj-
arða króna á ári af fjárlögum, sem
er aukning um fimmtung frá árinu
2017.
„Samkvæmt stefnumörkun
heilbrigðisráðherra er nú settur
þungi í geðheilbrigðisþjónustu. Í
dag eru sálfræðingar starfandi við
allar heilsugæslustöðvarnar á
svæðinu og í fyrra tóku þeir um 16
þúsund viðtöl eða sinntu annarri
þjónustu við skjólstæðinga. Biðtím-
inn hjá þeim er yfirleitt skammur
svo yfirleitt er hægt að bregðast
skjótt við vanda fólks; svo sem
barna,“ segir Óskar.
„Svo munar líka mjög um geð-
heilsuteymin okkar, sem eru þrjú
og þjóna hvert sínu svæði. Nálg-
unin er þá sú að fólki sem glímir við
andleg veikindi er mætt í nær-
umhverfi þess. Í fyrra vorum við
undir þessum formerkjum að sinna
um 200 manns og hópurinn fer
stækkandi. Viðurkennd mælitæki
sýna að fólkið sem þarna er sinnt er
að ná ágætum tökum á vanda sín-
um; geðrofi, þunglyndi, kvíða og
áfallaröskun og fleiru slíku. Þá seg-
ir nokkuð að teymin þrjú eru hvert
um sig talin spara eitt til tvö rúm á
geðdeildum Landspítala. Slíkt er
ánægjulegt, því innlögn er mikið
inngrip og vandmeðfarið. Þá sinn-
um við nú almennri heilsugæslu við
fangelsið að Hólmsheiði og geð-
heilbrigðisþjónustu við öll fangelsi
landsins.“
Sýnilegra starf
Óskar Reykdalsson tók við
starfi forstjóra Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins snemma á síðasta
ári, eftir að hafa áður verið fram-
kvæmdastjóri lækninga. Hann seg-
ir verkefnin í starfinu mörg og
spennandi. Eflt geðheilbrigðisstarf
sé eitt og svo margvísleg nýmæli í
öldrunarþjónustu, sem allt miðar
að því að fólk geti verið á eigin
heimili sem lengst.
„Við viljum líka gera starfsem-
ina sýnilegri eins og við höfum
kappkostað með pistlum í Morgun-
blaðinu, sjónvarpsefni á Hring-
braut og efni á heilsuvera.is. Þar
getur fólk í dag með innskráningu
fengið endurnýjun á lyfseðlum,
fengið svör lækna eða hjúkrunar-
fræðinga við einföldum fyrir-
spurnum og fleira. Alls var um 120
þúsund svona erindum sinnt í fyrra
og einstaka læknar afgreiða um
2.000 erindi á ári yfir netið. Al-
mennt viðhorf er að vilja veita sjúk-
lingum sem besta þjónustu og því
hver læknir velur samskiptamáta
sem sér best hentar. Mikilvægast er
að traust ríki í samskiptum og þar
stöndum við vel. Þar minni ég á að
fyrir nokkrum dögum var birt
könnun sem gerð var fyrir Sjúkra-
tryggingar Íslands sem sýndi að
langflestir bera mikið traust til
heilsugæslunnar og þar sem ein-
kunnirnar eru á bilinu 0-19 fáum
við 8. Þá finnst 95% aðspurðra þjón-
ustan góð. Slíkt er góður vitnis-
burður.“
Nýjar áherslur og þjónustuþættir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heilsugæslan Mikilvægast er að traust ríki í samskiptum og þar stöndum við vel, segir Óskar Reykdalsson.
Þröskuldar eru lægri
Óskar Sesar Reykdalsson er
frá Selfossi og fæddur þar
1960. Lauk prófi í læknisfræði
frá HÍ árið 1986. Fór svo til
framhaldsnáms í Svíþjóð og er
sérfræðingur í heimilislækn-
ingum og stjórnun heilbrigðis-
þjónustu. Er einnig með sér-
menntun í verkjameðferð.
Var um árabil heilsugæslu-
læknir á Selfossi en kom til
starfa í Reykjavík fyrir nokkr-
um árum hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Varð
fljótt framkvæmdastjóri lækn-
inga og er nú forstjóri.
Hver er hann?
Karlmaður hefur í Héraðsdómi
Reykjavíkur verið dæmdur fyrir að
hafa slegið samstarfsmann sinn í
tvígang í andlitið, með þeim af-
leiðingum að brot kom í kinnbein
brotaþola.
Voru málsatvik þau að aðfara-
nótt 18. september 2017 kom
maðurinn, eftir tólf tíma vakt við
rútuakstur, með rútuna sem hann
var á á verkstæði fyrirtækisins sök-
um þess að stuðari hennar var laus.
Bar maðurinn við að brotaþoli,
sem starfaði á verkstæðinu, hefði
spurt hvað hefði gerst með rútuna.
Bílstjórinn hefði svarað að hann
vissi það ekki en brotaþoli hefði þá
borið það upp á hann að hann væri
að ljúga. Varð af nokkurt orðaskak
milli mannanna tveggja, þeir
hræktu framan í hvor annan og
sagði rútubílstjórinn enn fremur að
þá hefði brotaþoli farið úr að ofan
og sýnt hvað hann væri vöðva-
stæltur. Hefði ákærði þá tekið fram
að brotaþoli væri mjög sterkur.
Kvaðst brotaþoli ekki muna
hvort hann hefði farið úr að ofan,
en það hefði þó getað gerst. Sagði
hann hins vegar bílstjórann hafa
sagt við sig að hann gæti slegið eins
og „Tyson“. Varð úr að brotaþoli
tók í eða ýtti við bílstjóranum, sem
sló hann þá hnefahöggi vinstra
megin í kinnina. Skömmu síðar sló
hann samstarfsfélaga sinn aftur.
Bílstjóri sagðist geta slegið eins og Tyson
„Völlurinn er í ágætis standi. Við
erum með góða leikáætlun og ef við
vinnum eftir henni og lukkan verð-
ur með okkur í liði hef ég trú á því
að við getum boðið upp á fínar að-
stæður til knattspyrnuiðkunar,“
segir Kristinn V. Jóhannsson,
vallarstjóri Laugardalsvallar, í sam-
tali við Morgunblaðið. Vallarstarfs-
menn vinna nú að því að gera völl-
inn leikfæran fyrir umspilsleik gegn
Rúmeníu í undankeppni EM karla í
knattspyrnu sem fer fram 26. mars.
Dúkur var settur yfir völlinn
síðastliðinn föstudag til að verja
grasið fyrir úrkomu. Í byrjun mars
kemur til landsins sérstakur hita-
dúkur til að ná bleytu úr vellinum
og minnka rakastigið. Kristinn seg-
ir að næstu tíu dagar séu afar
mikilvægir fyrir framhaldið.
thor@mbl.is
Vallarstjórinn hefur
áhyggjur af spánni
Næstu 10 dagar verða mikilvægir
Hitadúkur væntanlegur í Laugardal
Ljósmynd/Kristinn V. Jóhannsson
Laugardalsvöllur Starfsmenn vallarins unnu að því hörðum höndum um helgina að verja grasið fyrir snjónum.