Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 2
Hvað er Hringleikur?
Hringleikur er hópur sirkuslistafólks sem var stofnaður fyrir tveimur árum. Mörg okk-
ar hafa líka verið í Sirkus Íslands. Við viljum byggja upp sirkusmenningu á landinu og
markmið okkar er að byggja upp breiðari sirkussenu. Við reynum að ýta sirkus í aðrar
áttir. Svo rekum við líka Æskusirkusinn, sem er barna- og unglingastarfið okkar.
Hvað er svona skemmtilegt við að vera í sirkus?
Þetta er líkamleg og krefjandi listgrein og svo er maður á einhvern hátt líka að leika
sér. Á sama tíma fær maður að vera skapandi. Það eru engar reglur og það má gera það
sem maður vill. Svo getur fólk valið sér mismunandi leiðir; sumir eru í loftfimleikum en
aðrir labba á línu eða djöggla.
Er þetta fullt starf hjá þér?
Já, ég er formaður Hringleiks og einnig
sjálfstætt starfandi listamaður. Ég er
loftfimleikakona og fór utan í nám
og sérhæfði mig í því.
Er til svoleiðis nám?
Já! Ég var mjög glöð að uppgötva
það. Það er fjögurra ára háskóla-
nám; BA-nám í sirkuslistum.
Hvað er að gerast á sunnu-
daginn í Iðnó?
Það er opin dagskrá frá eitt til fjögur
með viðburðum yfir daginn. Við ætlum
líka að frumsýna nýja heimildamynd um
sirkus á Íslandi. Svo verða bæði sýningar
og námskeið þar sem kennt verður að
djöggla, ganga á línu og standa á
höndum!
EYRÚN ÆVARSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Engar reglur í sirkus
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020
TÆKNI A
FYRIR H
TVINNUMANNSIN
E I
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar
er létt og
meðfærilegt og
þú ert fljótari
að strauja en
nokkru sinni
fyrr.
Calou Moa
34.990 kr. 17.495 kr.
Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
50-
60%
afsláttur af
útsöluvörum
Knattspyrnufélag Magnúsar Finnssonar, KMF, sem starfrækt hefurverið hér á Morgunblaðinu frá árinu 1976, komst óvænt og skyndi-lega í fréttirnar meðan á Evrópumeistaramótinu í handbolta stóð á
dögunum. „Hvernig má það vera?“ spyrð þú nú, lesandi góður og tekur ofan
lesgleraugun. Hvað koma gamlir bumbukallar með króníska fótaóeirð þeirri
göfugu íþrótt handbolta eiginlega við? Jú, því skal ég svara. Í umfjöllun
Fréttablaðsins um aðstöðuleysi íslenska landsliðsins, meðan það bjó sig und-
ir EM hér heima í byrjun janúar, kom fram að eini tíminn sem hefði fundist
einn daginn hefði verið á eftir
bumbubolta í Framheimilinu í Safa-
mýri. Það var sumsé tími okkar
KMF-liða, sem við höfum búið að í
ríflega aldarfjórðung. Til að forðast
allan misskilning þá vorum við aldrei
beðnir að víkja fyrir landsliðinu, sem
við hefðum glaðir gert, en á hinn
bóginn kom ósk frá Fram þess efnis
að við lykjum leik stundvíslega kl.
13. Ekki kl. 13.05, eins og við höfum
tilhneigingu til að gera. Þá gengu
„strákarnir okkar“ sperrtir í salinn.
Miklir lurkar, svona í návígi.
Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta
sinn sem æfingar KMF og „strák-
anna okkar“ liggja saman enda hafa þeir verið með annan fótinn í Framheim-
ilinu í byrjun janúar um langt árabil. Alltaf hefur það gengið hnökralaust fyr-
ir sig, utan einu sinni, þegar við þurftum inngrip frá starfsmanni til að losna
við kappana af gólfinu, en æfing þeirra var þá á undan æfingu okkar.
Sumsé. Við mætum þarna galvaskir á slaginu kl. 12. Æfingu „strákanna
okkar“ er þá lokið en þeir ennþá inni á gólfinu, sultuslakir. Sumir að teygja,
aðrir á bekknum hjá sjúkraþjálfaranum, auk þess sem Gaupi var mættur á
svæðið með míkrafóninn og Einar Þorvarðarson að taka púlsinn á mann-
skapnum. Við byrjum að hita upp í saljaðrinum og enginn þorir að stugga við
„strákunum okkar“ enda eru þeir upp til hópa þjóðargersemi. Svona gengur
þetta í nokkrar mínútur, strákarnir stara í forundran á þessi gatslitnu gamal-
menni og sýna ekki á sér neitt fararsnið. En þegar neyðin er stærst þá er
hjálpin næst. Salhurðinni er hér um bil svipt af hjörunum og inn stormar
baðvörður þeirra Framara á þeim tíma, Alex að nafni, ættaður frá Georgíu.
„Strákúr, stúrtú, núna, bless!“ gellur í kappanum sem sópar „strákunum
okkar“ og fylgdarliði út úr salnum á fimm sekúndum sléttum. Fyndnari sjón
hef ég varla séð um dagana. Snýr sér svo að okkur: „Gjörðú svo vel, strákúr!“
Þeir fara víst ekki í manngreinarálit þarna í Georgíu.
Strákúr, stúrtú,
núna, bless!
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’ Svona gengur þetta ínokkrar mínútur,strákarnir stara í for-undran á þessi slitnu
gamalmenni og sýna ekki
á sér neitt fararsnið.
Valborg Svanholt
Eiginlega ekki mjög.
SPURNING
DAGSINS
Óttast þú
kóróna-
veiruna?
Simbi
Bæði og. Ég er að spá í hvort ég eigi
að taka grímu með til útlanda. Ég er
á báðum áttum.
Ólöf Sæunn Valdimarsdóttir
Já, pínu, en ekki mikið samt.
Smári Sigurðsson
Nei, ekkert svakalega. Kína er
hinum megin á hnettinum.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
RAX
Sunnudaginn 2. febrúar er Sirkusdagur Hringleiks í Iðnó. Sirkus-
hópurinn Hringleikur verður þar milli kl. 13 og 16 ásamt krökkum
úr Æskusirkusnum. Þar verða ýmsir viðburðir og einnig verður
hægt að læra sirkuslistir. Miðar fást við innganginn og á tix.is.
Ljósmynd/Lilja Draumland