Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Page 8
Elsku Tvíburinn minn, það er til orðatiltæki, vogun vinnur, vogun tapar og það er svo sannarlega sent beint til þín núna. Þú þarft að sjá það vel fyrir þér hvort þú viljir ekki stökkva aðeins lengra eða hærra og þú færð aflið og hugmyndirnar til þess, máttinn og viljann og magnaðra getur það ekki orðið. Þú rífur þig upp úr vissu ranglæti sem þú eða aðrir hafa stimplað í kringum þig og rífur kjaft ef þú þarft þess. Í þínu merki finnast bestu veislustjórar sem eru til í heiminum, það er bara „universal“ og þegar þú glóir þá glóir heimsbyggðin með. Svo það er alveg snarbannað að fara í fýlu út í lífið eða fólk, því þá slokkna hjá þér ljósin, svo endurræstu orkuna þína, því hún er svo sannarlega búin að vera á þeytingi. Þú vilt stjórna ástinni og veist ekki alltaf hvort þú ert ástfanginn eða ekki og þú þarft að velja þér lífsförunaut sem er sterkur og jarðtengdur og heldur vel utan um þig án þess þó að stjórna þér. Þessar mögnuðu líflínur eru sendar til þín frá Alheiminum og þú þarft bara að rétta út höndina, grípa í línuna því það er að byrja nýr kafli í bókinni þinni. Þú ert að taka áhættu í mörgu og þrífst á spennunni eins og þú sért með næringu í æð og vinnur einhverskonar veraldlegan vinning tengdan peningum, húsnæði, samningum og svo framvegis og þá komum við aftur að því að vogun vinnur, vogun tapar, svo taktu áhættu. Fólk í kringum þig öfundar þig að vissu leyti og finnst þú alveg svakalega heppinn, en þér líður oft eins og vængbrotnum fugli og þú sérð enga möguleika í stöðunni. Láttu ekki þessa blekkingu leiða þig áfram því þú munt ná takmarki þínu, sama hvar þú ert staddur og þá eru engar réttar eða rangar leiðir að tak- markinu, bara spurning hversu langan tíma það tekur fyrir þig að öðlast það sem veitir þér hamingju. Þú hefur fágætan persónuleika og þú þarft bara að peppa þig upp sjálfur á hverjum degi, baða þig upp úr orðum, athöfnum og fólki og treysta á mínútuna sem þú lifir í. Verður ekki magnaðra TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Nautið mitt, þú ert að fara inn í tímabil litríkra tilfinninga og þakklætis og þú munt elska af heilum hug og það myndast svo mikil dýpt og skilningur í hjarta þínu á aðstæðum þínum og þinna nánustu. Frelsi og friður mun yfirtaka þungar hugsanir og áhyggjur, með þessari dýpt og þegar þú svo sannarlega finnur og skynjar þetta þá rífurðu af þér öll bönd sem haldið hafa þér niðri. Fyrirgefning verður sterk yfir þér næstu mánuði, þú fyrirgefur sjálfu þér og öðrum og leyfir þér að umvefja þessar dásamlega fallegu tilfinningar, sorterar margt og mikið í kringum þig og nærir þig á því sem gefur lífinu virkilega gildi. Hræðsla tengd peningum og afkomu minnkar og um leið og þú hættir að mata hræðsluna og veita henni athygli þá koma peningar úr öðrum áttum en þú bjóst við, og þér finnst lífið skemmtilegra því þú ert tilbúið. Mundu bara að þótt þú hafir yfirleitt rétt fyrir þér, þá skaltu samt sleppa því oftar en ekki að láta aðra vita hvað þér finnst, því ef þú hefur ekkert gott að segja skaltu frekar þegja. Þú þarft nefnilega að gefa aðeins meira eftir, leyfa öðrum að redda og bjarga sér sjálfum, því ef þú flýgur fyrir þína nánustu þá fá þeir ekki vængi sjálfir og þannig byggir þú svo sannarlega upp sjálfs- traustið og munt um leið sýna öðrum hversu mikil mildi er í hjarta þínu. Venus, pláneta ástarinnar og plánetan þín, dýpkar og styrkir ástina, kemur þér að óvörum og ef sálufélagi þinn er ekki við hliðina á þér nú þegar þá máttu búast við að þú verðir ástfangið þeg- ar síst varir. Líf þitt er að breytast hratt og þú skalt umfaðma þær breytingar því við Nautin eigum það oft til að stoppa og staðna, vegna þess að við erum dekurdýr og höfum ekki nennuna. Þetta er bjart- ur og góður tími sem skilgreinir sig vel og gæti gert þetta tímabil öðruvísi og meira framandi en síðustu ár. Litríkar tilfinningar NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Elsku Hrúturinn minn, það er ekkert annað í boði í stöðunni en að halda áfram á fullri ferð og til þess að breyta lífinu þarf oft bara eina ákvörðun, en það þarf að taka hana og standa við hana, og þú verður svo aldeilis feginn þegar þú sérð þetta og hversu auðvelt allt verður þegar ákvörðunin hefur verið tekin. Það er eins og létti og birti til, veðrið í lífi þínu verður eins og best verður á kosið og þér líður vel. Þú átt eftir að leika þér mikið á næstunni og leyfa þér kæruleysi, já ég sagði leyfa þér það, því það er ekki algengt að þú sért kærulaus. En þegar þú með- vitað leyfir þér og sleppir tökunum, þá skemmtir sér enginn eins vel og þú. Það er mikill rythmi í lífinu þínu og svo margt sem þú ert að takast á við í augnablikinu, en það sem þú ert að opna fyrir og gera er líka lykillinn að því að láta drauma rætast. Þú getur heldur ekki látið öllum í fjölskyldunni líka svo ofur vel við þig, því það veldur of miklu stressi og streitu hjá þér að halda öllu og öllum góðum. Þú stormar áfram svo eftir þér verður tekið, en þú fattar sjálfan þig eiginlega ekki og sérð ekki hvaða glæsikraft þú hefur upp á að bjóða, en nýttu þér sjarmann sem skín frá þér og daðraðu þig í gegnum vitleysurnar sem eru í kringum okkur öll, því það er enginn snjallari en þú að finna leiðir til þess að laga hlutina. Það hringdi Hrútur (kona) í mig um daginn sem sagði: Mér finnst ekkert hafa verið að gerast hjá mér undanfarin ár, ég les alltaf stjörnuspána þína og hún færir mér von. Ég svaraði henni að það væri nefnilega oft þannig að við hefðum svo lága tíðni og orku að ekkert hreyfðist. Þú þarft þess vegna að standa upp og hreyfa meira Alheiminn og þá muntu skilja hversu sterkur Hrútur þú í raun og veru ert. Það hefur mikið breyst hjá þessari konu síðan hún talaði við mig, en þið hafið alltaf valið, hvort þið takið þátt í lífinu eða ekki því það er ákvörðun og ástin er alltaf mest í kringum þig á vorin, svo hún mun eflast hvort sem þú trúir á hana eða ekki. Ástin mun eflast HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku Fiskurinn minn, það er eins og merkilegasta fólk í heimi fæðist í Fiska- merkinu og það eru svo margir í þessu merki sem hafa verið áhrifavaldar í mínu lífi og ég ber ómælda virðingu fyrir. Það er að byrja hjá þér 100 daga tímabilið, sem endurnýjar svo afskaplega mikið bæði í orkunni þinni, hugsunum og í því sem er að gerast í kringum þig og þú ert að læra svo margt og mikið sem hjálpar þér til þess að verða þín eigin fyrirmynd og áhrifavaldur. Þegar líður á þennan tíma verður vart nokkuð sem getur bitið þig, eins og þú eldist um 100 ár í visku og þú lítur svo miklu betur út vegna þess að þú veist svo sterkt muninn á réttu og röngu, svo það skín út frá þér friður sem ég get ekki sagt að sé endilega algeng tilfinning hjá þér, elskan mín. Þú ert svo tilfinningalega tengdur öllu, náttúrunni, veröldinni, ástinni og fólkinu þínu, en þar sem þú ert búinn að lenda í svo mörgu í lífinu áttu það til að loka þig alveg niðri í kjallara og það er ekki hægt að lesa neitt í það hvernig þér líður í raun. Það er svo algengt að í Fiskamerkinu sé fólk sem eigi dýr og núna framundan á þessu 100 daga tímabili virðast margir ykkar eiga eða vera að eignast félaga úr dýraríkinu. Þú verður á miklum þönum að redda, bjarga, þrífa, pússa, bóna og breyta og í því öllu verður hvíld þín fólgin, því þú færð enga hvíld úr því að vera aðgerðalaus og sofa og þú lofar einhverju upp í ermina á þér sem gæti valdið þér kvíða, en það leysist svo ekki eyða tíma þínum í að hugsa um það. Vistarverur þínar verða betri og bjartari, þú leggur mikinn kraft í það að skapa rétt andrúmsloft og það er eins og allir vilji knúsa þig því þú sendir frá þér sanna auðmýkt og góðmennsku. Ef reiði er eitthvað að þvælast fyrir þér þá á hún ekki heima hjá þér og mun bara eitra fyrir þér, svo beindu hugsunum þínum annað og það bitra fer. Þú ert þinn dómari í lífinu svo sýndu sjálfum þér meiri al- mennilegheit, í því er list vellíðanar fólgin. Tímabil endurnýjunar FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Vatnsberinn minn, það er hægt að segja með sanni að núna sé allt að ger- ast og þú sérð svo sannarlega Alheiminn hreyfast fyrir augunum á þér. Janúarmánuður er svoleiðis búinn að skrifa inn töluverða streitu og í þessum krafti streitunnar verður útkoman spennandi. Að sjálfsögðu viltu hafa lífið bara einfalt, öruggt, gott og blítt, en þér á eftir að finnast gaman í þessum glaða og skemmtilega rússíbana sem þú ert í eða ert að fara í. Það er eins og þú getir tekið ákvarðanir á leifturhraða, hent þeim út í orkuna og það sem þú óskar byrjar að gerast, svo hafðu óskirnar fallegar. Þessi mánuður minnir á handboltann, þar sem mörg mörk verða skoruð, einn okkar uppáhalds- handboltamaður, Geir Sveinsson, er Vatnsberi, mér finnst bara gaman að segja þér frá því. Það er alveg sama þótt þér finnist að það sé hálfleikur, þú sért mörgum mörkum undir og enginn möguleiki að ná þessu, hvorki á réttum tíma né með réttri útkomu, en þegar þú ert í kraftinum og leiknum verðurðu að hugsa um stundina sem þú hefur. Þú átt eftir spinna svo góða leikfléttu að það kemur sjálfum þér og öðrum á óvart og þú sýnir hörku sem þú hélst að þú ættir ekki til, en þegar þú þarft geturðu stoppað eldgos. Í tilfinningadeildinni gefðu þá þeim sem þú elskar rými, traust og stuðning og þá smellur ástin og útkoman verður góð. Þessi mánuður verður líkt og að sitja við stórt hlaðborð og úr mörgu að velja til að setja á diskinn þinn, en ekki láta plata þig eða ginna þig í að prófa eitthvað af þessum réttum, ef þú skynjar að sál þín segir nei við einhverjum af þessum réttum, þá skaltu hlusta á innsæi þitt. Þig mun dreyma meira en vanalega, þú færð sterkari hugboð en áður og það raðast til þín það fólk sem þú þarft á að halda á þessari mínútu, svo dásamlegur tími er að mæta þér, elsku Vatnsber- inn minn. Skemmtilegur rússibani VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020 Febrúar Elsku hjartans Krabbinn minn, það er eins og þú sért að upplifa fæðingu, þú ert að ganga í gegnum tímabil þar sem þú óttast að ekkert sé að virka eins vel og þú vilt og í þessari stöðu sérðu svo miklu skýrar eitthvað nýtt eða gamalt sem þú getur breytt í svo magnaðan hlut eða viðburð. Þegar myrkrið er mest eru möguleikarnir flestir, því það er í eðli þínu að breyta ósigrum í sigra, þú getur sagt margar sögur um það. Núna heldurðu áfram af mun meira kappi en þú bjóst við, þú skrifar, skapar eða hrindir í framkvæmd nýjum verkefnum sem þú bjóst jafnvel ekki við þú gætir eða myndir framkvæma. Það er svo sterkur verndarengill í kringum þig og heilun sem lýsir leið út í gegnum líkama þinn og huga og þú færð aukakraft til að rækta sjálfan þig og þú svo sannarlega býður bæði gamla og nýja vini velkomna og þá verður kátt í höllinni. Þú hefur verið svo rausnarlegur og gjafmildur í gegnum tíðina og þess vegna á þér svo sann- arlega að líka vel við þann karakter sem þú hefur að geyma, blessa hann og knúsa og þú munt sjá og upplifa svo margt á örskömmum tíma eins og þú lesir bók eða bækur á nokkrum mínútum. Þér mun líða vel því þú hefur ekkert að óttast, erfiðleikarnir búa í fortíðinni en þeir eru í raun og veru það sem hefur gert þig að þessari margbreytilegu manneskju sem þú ert, en þú færð ekki allt til baka sem þú hefur lánað, gefið eða tapað, svo láttu það ekki verða þér fjötur um fót eða hindra þig í þínum markmiðum því þá festistu í fortíðinni og þar viltu ekki vera. Persónur og leikendur sem hafa verið eða eru í lífi þínu skapa mikið drama á næstunni, en það er þín ákvörðun hvort þú látir það hafa áhrif á þig eða þér finnist gaman að leika þér að eldinum, þitt er valið og ég segi við þig að það er dásamlegt líf að vera dramalaus Krabbi. Vorið býður upp á ferðalög sem þú gætir grætt heilmikið á, ekki bara skemmtun heldur eitthvað stærra og merkilegra en þig grunaði. Rausn og gjafmildi KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.