Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020
Í MYNDUM
Wuhan. Kínversk stórborgin sem er áallra vörum um þessar mundir.Ekki lýkur fréttatíma í ljósvaka-
miðlum án þess að minnst sé á hana og kóróna-
veiruna ógnvekjandi sem leggur einhverja tugi
manna að velli daglega og dreifist með lævís-
legum hætti út um heimsbyggðina, svo öllum
stendur ógn af.
Kórónaveirunnar varð fyrst vart í Wuhan og
er rakin til markaðar með villibráð þar í borg.
Fólk hefur til þessa einkum veikst í borginni og
nærumhverfi hennar, þótt veirur hafi augsýni-
lega síðan náð að vera laumufarþegar með
ferðalöngum á leið til ólíkra áfangastaða. Við-
brögð stjórnvalda í Kína, þegar þau loksins
tóku við sér, voru að loka Wuhan. Skella 11
milljón manna iðnaðarborg í lás, helstu borg
Mið-Kína – og í raun 50 milljón manna borgar-
kjarna í fjölmennasta ríki jarðar. Fréttamyndir
sýna að nú eru fáir á ferli í Wuhan, verslanir
lokaðar, markaðir mannlausir, nokkuð sem
enginn hefði getað séð fyrir. En spurningin er
hvort það takist að girða allar þessar milljónir
manna inni með opinberum tilskipunum. Eftir
að hafa á sínum tíma upplifað hreint makalausa
mannlífskösina í Wuhan á venjulegum virkum
dögum, þar sem alls kyns götumarkaðir iðuðu
af lífi (og sumir dauða dýranna sem þar voru
seld á fæti eða sporði) og flóð kassa með alls
kyns og ólýsanlegri iðnaðarframleiðslu og mat-
vælum barst eftir götum, ám og lestarteinum út
úr borginni, þá finnst mér, eins og mörgum öðr-
um, það afar ólíklegt.
Hrollkaldir dagar í heillandi borg
Umræðan um Wuhan og veiruna leiddi hugann
slétt tuttugu ár aftur í tímann. Þá kom ég þang-
að siglandi einn hrollkaldan janúardag með
ferju niður hið mikla Yangtze-fljót, eftir að hafa
í tvær vikur aflað efnis í umfangsmikla umfjöll-
un um hina tröllvöxnu Þriggja gljúfra-stíflu
sem átti eftir að girða fyrir fljótið nokkru fyrir
ofan Wuhan.
Borgin reis á mótum Yangtze og helstu þver-
ár fljótsins, Han-árinnar, og hefur um aldir ver-
ið mikilvæg miðstöð viðskipta, framleiðslu og
stjórnmála í hinu fjölmenna og frjósama Hubei-
héraði. Til marks um mikilvægi borgarinnar
Það er hrollköld vetrarrigning í gamla bænum og allskyns vörur sem þarf að koma til skila.
Burðarkarl hleypur með herðaprik úr bambus í næsta verkefni. Alls staðar sendibílar og kassar.
Króuð inni af drekkhlöðnum kassakerrum í kraðaki einnar götunnar í miðborg Wuhan.
Mannlífskösin
í Wuhan
Kínverska iðnaðarborgin Wuhan er umtöluð eftir að svokölluð
kórónaveira tók að sýkja íbúa og hafa margir látist. Umræðan
var ljósmyndara hvatning til að taka fram filmur með myndum
sem hann tók í mannmergð Wuhan fyrir nákvæmlega 20 árum.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Þegar frostið bítur og vindstrengur berst frá fljótinu geta fóðruð vetrareyru komið sér vel.