Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Síða 19
2.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 var hún tvisvar um tíma höfuðborg Kína á tutt- ugustu öld og þótt borgarlíf í landinu hafi tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum tveim- ur áratugum, með auknu ríkidæmi hluta íbú- anna og tilheyrandi uppbyggingu og velmegun, fór ekki á milli mála þennan slyddublauta morgun á sínum tíma að eftir heimsóknir í þorp og bæi við farveg fljótsins sem var verið að brjóta niður og færa hærra upp í landið til að undirbúa fyrir væntanlegt uppistöðulón, þá var ég kominn til stórborgarinnar í héraðinu. Stein- steyptrar og grárrar borgar sem var full af fólki og kössum. Ekta Kína og krökk af fólki „Wuhan er einhvern veginn ekta Kína,“ hef ég skrifað í dagbókina þennan fyrsta dag í borg- inni. Eftir að hafa dáðst að útsýninu af sextándu hæð hótelsins yfir borgina sem lá með snjóhvít- um húsþökum undir grárri frost- og meng- unarþoku arkaði ég út í daginn að mynda. „Göt- urnar eru krökkar af fólki,“ hef ég skrifað. „Klakabunkar víða og haugar af skítugum snjó sem hefur verið rutt upp og svo alls staðar fólk að skoða eitthvað, prútta, versla og troðast áfram í djöfulgangi. Eftir götunum troðast kúlí- ar með kassahrúgur, poka og pinkla, ýmist á öxlum, hangandi á herðaprikum eða á kerrum sem þeir toga eða ýta áfram. Á milli þeirra reynir fólk á reiðhjólum einnig að komast leiðar sinnar, líka með vörur af ýmsu tagi, og svo eru það rikksjóarnir, bæði fótstignir og með mótor. Og allir að ryðjast eitthvað fram hjá öðum sem eru að selja snakk og pakka og einhvern mat og dót sem oft er engin leið að átta sig á hvað er.“ Þetta var upplifunin í hjarta elsta hluta Wuh- an og niðri við fljótin voru endalausar raðir af vöru- og sendibílum sem karlar og konur keppt- ust við að ferma eða afferma, og eins voru við bryggjur við hlið raða húsbáta og ferjanna eins konar vörubátar sem verið var að hlaða kössum og við hlið þeirra kallar að pissa í fljótið og aðrir að reyna að veiða. Lýsingin „iðandi mannlíf“ hefur mér sjaldan þótt eiga jafn vel við nokkurn stað og birtist í þessum óreiðukennda mannlífs- sirkus. Og þetta var fyrir tíma snjallsímanna, þegar fólk þurfti enn að eiga samskipti augliti til auglitis. Hver þarf allt þetta dót? Ég var nokkra daga í Wuhan þennan kalda jan- úarmánuð 2000 og naut þess að vera gestur í mannlífskös borgar þar sem nánast enginn skildi tilraunir mínar til samtals og kínverska frasabókin bjargaði því sem bjargað varð. „Heppy …“ stóð á bjagaðri ensku á blikandi skilti í glugga veitingastaðar sem ég stakk mér inn á eitt síðdegið eftir að tók að húma, til að hlýja mér kaldur eftir göngu um rangala borg- arinnar og sötra volgan bjór. Það var slökkt á aftari hluta skiltisins en þar virtist standa „… New Year!“ Og á skilti á veitingastað hand- an götunnar blikkaði „Meey Christmass“. Leif- ar innfluttrar jólahátíðar. Þessa daga í Wuhan fyrir tuttugu árum þvældist ég látlaust um og myndaði ótæpilega. Og nú þegar Wuhan-borg hefur ýtt Bandaríkja- forseta út af vinsældalistum fréttatíma um stund datt mér í hug að taka aftur fram allar þessar filmur að skoða og rifja upp það sem ég upplifði. Einn daginn kom ég í garð þar sem karl lék á gamla kínverska fiðlu og þrjár dúð- aðar konur sungu lög úr gömlum kínverskum óperum. Þar steig ég óvænt inn í liðna tíð. Og var skömmu síðar aftur og enn einu sinni lok- aður inni í kassakös á einni götunni, í „síldar- tunnustemningu“ eins og ég hef skráð í dagbók- ina, þar sem allt þetta dökkklædda fólk var að troðast og stimpast og tuða og skammast. Ég spurði mig aftur og aftur þessa daga hvert þetta fólk væri allt að fara og hvað með alla þessa kassa? Hver þyrfti allt þetta dót, allar þessar vörur? En svarið er: við. Og því miður húkka hættulegar veirur sér stundum far. Morgunblaðið/Einar Falur Lág vetrarsólin lýsir upp ferjur og aðrar fleytur sem liggja við bakka Han-fljóts í Wuhan miðri. Þokuloft veltur inn yfir borgina frá Yangtze. Ein af ótal markaðs- götum Wuhan; mat- væli og kassaflóð. Horft yfir snjóunga og gráa Wuhan-borg gegn- um suðrænan stóris með pálmatrjám. Ylvolgt snarl er selt af tunnu sem hituð er með kolum á einni götunni í gömlu borginni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.