Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 2
Hver ert þú?
Ég heiti Stefanía Sigurdís og er mikill femínisti og bar-
áttukona. Þessa dagana er ég að fara með fyrirlestra í
grunnskóla og menntaskóla um femínisma og stöðu jafn-
réttis á Íslandi. Ég er einnig með hlaðvarpið Vaknaðu ásamt
vinkonu minni Ásthildi Ómarsdóttur og þar munum við ræða
um jafnrétti og femínisma í dag og einnig munum við fá fólk í
viðtal til okkar sem tengist jafnréttisbaráttunni á einn eða annan
hátt.
Hvernig byrjaði þessi áhugi á jafnrétti kynjanna?
Ég hef alltaf verið orkukvendi, alveg frá því að ég var lítil og allt-
af pælt mikið í jafnrétti. Ég var skiptinemi í Kosta Ríka þar sem
jafnréttismál eru komin stutt á veg. Ég upplifði mjög vonda hluti
þar. Þarna eru ungar stúlkur að eignast börn af því þær höfðu ekki
val um að fara í fóstureyðingu. Svo er mikil áreitni úti á götu; menn
voru að reyna að grípa í mann og kyssa. Þetta er víða svona í Mið-
og Suður-Ameríku.
Hefurðu hugsað þér að fara í háskólanám í þessum
greinum?
Markmiðið mitt er að taka BA-próf í mannréttindum frá Malmö og
fara svo í meistaranám í kynjafræði. Mannréttindanámið er einn
besti grunnurinn ef mann langar að vinna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, en það er draumurinn minn.
Ætlarðu strax í haust í námið?
Nei, nú ætla ég að taka mér frí í ár og flytja til Spánar og öðlast
víðsýni og reynslu. Ég þarf að sjá og upplifa eitthvað áður en ég
fer að vinna við mannréttindi.
STEFANÍA SIGURDÍS
JÓHÖNNUDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Alltaf verið
orkukvendi
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020
ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar Lift
Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ
Tvíleikur
Hulda Jónsdóttir
& Guðrún Dalía
16. febrúar kl.16
Nánar á harpa.is/sigildir
Fréttaflutningur í íslensku sjónvarpi náði nýjum hæðum rétt áður en nýj-asta mannskaðalægðin gekk á land á fimmtudagskvöldið. Við erum aðtala um Stöð 2 og kvöldfréttirnar. Viðbúnaður var að vonum mikill
enda landið rauðglóandi á öllum veðurkortum og Þórir Guðmundsson frétta-
þulur skipti rakleiðis yfir í beina útsendingu, þar sem hinn þráðbeini frétta-
maður Jóhann K. Jóhannsson var klár í slaginn en, að sögn Þóris, hafði hann
fylgst með lægðinni allan daginn. Höfum hugfast að á þessum tímapunkti var
lægðin ennþá úti í hafsauga. Jóhann var væntanlega staddur á syðsta odda
landsins og upp fyrir mér rann ljós –
kappinn hafði verið sendur á vett-
vang til að taka á móti lægðinni.
Hvorki meira né minna. Og renna út
rauða dreglinum – í boði Veðurstof-
unnar.
Ég sá Jóhann fyrir mér með óg-
urlegan sjónauka þarna á syðsta
odda landsins, nema þá að hann hafi
hreinlega verið búinn að sigla til
móts við lægðina á skonnortu bróður
kunningja frænku eiginkonu sinnar;
rífa sig með spartverskum til-
burðum á kassann og skyrpa tann-
holdi framan í helvítið að hætti hrím-
þursa til forna. Dan gamli liðsforingi
úr Forrest Gump kom líka upp í hugann, þar sem hann sat keikur á toppi
siglutrésins og yggldi sig framan í höfuðskepnurnar.
Núna þurfti Jóhann blessaður – sem hefur pottþétt ekki verið búinn að
sofa dúr í margar nætur á undan af spenningi – til allrar hamingju ekki að
sækja mannskaðalægðina yfir lækinn en eins og við munum rann hann mikið
Skúlaskeið norður á Sauðárkrók þegar Veðurstofan gaf í fyrsta skipti út
rauða viðvörun í desember síðastliðnum. Og hafði sex gæðinga til reiðar. Af
þeim hamförum vildi okkar maður að vonum ekki missa og hélt uppi þrot-
lausum útsendingum dögum saman – í þráðbeinni úr auga stormsins.
Verst þótti mér á fimmtudagskvöldið að Jóhann hefur verið svo að-
framkominn af eftirvæntingu að hann hefur gleymt að hafa með sér veð-
urfræðing þangað suðreftir. Haraldur Ólafsson hefði ekki verið í vandræðum
með að hafa uppi sjeikspírskar hendingar um hamfarirnar og spá endalokum
siðmenningarinnar eins og við þekkjum hana þarna á oddanum. Þess í stað
tefldi Jóhann fram einhverjum Landsbjargara sem var ekki nægilega vel
þjálfaður í slíkri æsifréttamennsku til að stíga ölduna almennilega í takt við
fréttamanninn og uppleggið. Það gengur bara betur næst.
Huldri sé nú. Það er ekki upp á þessa þjóð logið!
Skyrpti tannholdi
framan í lægðina
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’ Kappinn hafði veriðsendur á vettvang tilað taka á móti lægðinni.Hvorki meira né minna.
Og renna út rauða
dreglinum – í boði
Veðurstofunnar.
Jóna Katrín Hilmarsdóttir
Ég myndi segja þvotturinn.
Leiðinlegast að vaska upp.
SPURNING
DAGSINS
Hvaða
húsverk er
skemmti-
legast?
Ingvi Tómasson
Ætli það sé ekki bara að ryksuga.
Leiðinlegast að skúra.
Heiða Björk Sturludóttir
Að elda. Leiðinlegast að skúra.
Halldór Hannesson
Uppþvotturinn.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
RAX
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir fræðir ungmenni um stöðu kynjanna.
Norðurorka styrkir verkefnið. Finna má hlaðvarpið hennar á Spotify
undir Vaknaðu og á instagram á @vaknadu.