Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Page 4
Endurkoma samlokusímans? Í áratugi hafa símaframleiðendurkeppst við að sýna okkur nýjarútgáfur síma sem búa yfir end- ingarbetri rafhlöðu, stærri skjá eða betri myndavél; nokkuð sem neyt- endur hafa kallað eftir. Minna hefur heyrst í röddum að kalla eftir sím- um sem hægt er að brjóta saman. Þá er bara spurning hvort neytand- inn bíti á agnið; viljum við hverfa aftur til samlokusímans, eða breyttrar myndar af honum? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hinn svokallaði samlokusími var heitasta varan í bænum. Snjall- símar verða sífellt fullkomnari og endast betur en áður. Það setur símaframleiðendur í bobba; fólk kaupir sér sjaldnar nýja síma sem er ekki gott fyrir viðskiptin, sam- kvæmt nýrri grein í New York Tim- es í vikunni. Til þess að fá nýja kaupendur hafa framleiðendur hafist handa við að framleiða nýja tegund samloku- snjallsíma. Mögulega er þetta end- urkoma samlokusímans. Eða hvað? Dýrir en lofa góðu Nú eru komnir á markað hjá Sam- sung, Motorola og Huawei nýir samlokusnjallsímar sem hægt er að opna og loka eins og lítilli bók og er einn kosturinn sá að skjárinn er þá nokkuð stór en síminn lítill í vasa. Einn galli sem nefndur hefur verið er að þar sem brotið er verður alltaf sýnileg lína á miðjum skjánum sem gæti pirrað suma. Símar þessir sem nýkomnir eru á markað hafa fengið misjafna dóma. Fyrsti samlokusnjallsíminn sem Samsung setti á markað í fyrra, Ga- laxy Fold, brotnaði fljótlega við notkun. Og talað var um að Mot- orola Razr frá Lenovo sé með end- ingarlitla rafhlöðu og erfiðar „hjar- ir“. Nýjasta afurð Samsung er Ga- laxy Z Flip, sem settur var á mark- að á þriðjudaginn, og virðist hann vera mikið betri en sá fyrri. Hann kostar tæpar 180 þúsund krónur í Bandaríkjunum, sem þykir ansi dýrt fyrir snjallsíma. Sumar gerðir þessara nýju síma hafa tvo skjái, eins og Galaxy Fold og Mate X frá Huawei. Þeir virka þannig að þegar þú opnar hann færðu einn stóran skjá en þegar þú lokar ertu með annan þeim megin; snertiskjá sem hægt er að skrifa á. Hinar gerðirnar, Samsung Z Flip og Motorola Razr, opna í venjuleg- an snertiskjá. Þegar honum er lok- að er þar lítill skjár, eins konar gluggi, þar sem hægt er að sjá til- kynningar. Einnig er von á stærri gerðum slíkra samanbrjótanlegra tækja, eins ThinkPad X1 Fold, sem kemur á markað síðar á árinu og er áætlað verð rúmlega 300 þúsund krónur í Bandaríkjunum. Hægt er að stilla honum upp sem borðtölvu en brjóta hann svo saman eins og bók. Munu slá í gegn Þótt kosturinn sé að fá stærri skjá í litlu tæki eru samt sem áður aug- ljósir gallar. Brotið, eða „hjarirnar“ getur verið viðkvæmt. Skjárinn á þessum símum er ekki eins harður og því rispast hann mun auðveldar en á hefðbundnum snjallsímum. Tíminn á líka eftir að leiða í ljós hversu vel síminn þolir að vera stöðugt opnaður og lokað. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrver- andi umboðsmaður Nokia á Íslandi hefur tröllatrú á þessum nýju sím- um. „Mér finnst þetta brillíant. Ég var einmitt með þeim fyrstu til að flytja inn samlokusíma fyrir tuttugu árum,“ segir hann. „Eitt stærsta vandamálið við snjallsíma í dag er hversu við- kvæmir þeir eru ef þeir detta og geta þá skjáirnir brotnað eða risp- ast. Ef þeir eru alveg lokaðir eru þeir betur varðir sem er algjör snilld. En ókosturinn er auðvitað hvað þeir eru rosalegir dýrir; þeir munu örugglega aldrei kosta hér undir tvö hundruð þúsundum. Framleiðendur eru að stíga sín fyrstu skref við gerð þessara síma og það gekk ekki nógu vel í fyrra en það gengur betur í ár. Ég held að árið 2021 munum við sjá samloku- snjallsíma frá öllum símaframleið- endum. Ég held að þeir muni slá í gegn, ég er alveg viss um það.“ Unga fólkið er spennt fyrir nýja Z Flip-samloku- snjallsímanum frá Samsung. AFP Á markað eru komnir nýir símar sem hægt er að brjóta saman. Skipt- ar skoðanir eru um ágæti þeirra en mögu- lega eru þeir framtíðin í snjallsímum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Nýr Samsung- samlokusími. HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Ný svefnsófa sending osvald svefnsófi kr. 199.800 recast svefnsófi kr. 149.900 Eluma svefnsófi kr. 259.800

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.